2023
VETRARDEKKJAKÖNNUN VETRARDEKKJA KÖNNUN 19
Í vetrardekkjakönnuninni að þessu sinni eru prófuð 16 mismunandi dekkjategundir, negld og ónegld í stærðinni 225/45/17 sem er algeng stærð undir fólksbíla. Í könnunni voru m.a. dekk sem voru notuð 2015 borin saman við ný dekk og kom þar fram sláandi munur. Ökumenn skulu alltaf horfa á öryggið og varast að nota gömul dekk undir bílinn. Það kom berlega í ljós hve úrvalsdekk hafa mikið umfram gæði í samanburði við ódýrari dekk. Eins og jafnan áður er dekkjakönnunin unnin af Félagi norskra bifreiðaeigenda, NAF, sem er systurfélag FÍB í Noregi. Að henni koma sérfræðingar hver á sínu sviði með áratugareynslu á þessum vettvangi. Í könnun þessari er reynt af kostgæfni að skoða eiginleika dekkjanna og þá ekki síst hvað öryggi þeirra varðar.
20
Í vetrardekkjakönnunni í ár kemur glögglega í ljós að ökumenn ættu að hugsa sig vel um áður en ódýrari dekk verða fyrir valinu. Þá skal taka fram að dekkið sem skorar hæst hverju sinni þarf ekki að vera besti kosturinn. Mælt er eindregið með því að ekki séð horft á heildareinkunnina. Könnunin gefur ítarlegar upplýsingar um mismunandi eiginleika dekkjanna við margvíslegar aðstæður sem ætti að hjálpa ökumönnum við dekkjavalið fyrir veturinn. Eins og venjulega er vetrardekkjaprófið ítarlegt og unnið þannig að bíleigandinn getið valið það dekk sem hentar best þeim vetraraðstæðum sem hann býr við og hvernig ökutækið er notað. Ráðin eru því ótvíræð: Veldu gæði fram yfir verð, það borgar sig bæði til skemmri og lengri tíma litið. Eftirfarandi negld dekk voru notuð í könnuninni:
Negld vetrardekk
Ónegld vetrardekk
Continental IceContact3, Falken Winterpeak F-ice 1 Goodride IceMaster Spike Z-506 Goodyear Ultra Grip Artic 2 Hankook Winter i*Pike RS2 W429 Michelin X-Ice North 4 NOKIAN Hakkapeliitta 10 Notað Nokian dekk frá 2015.
Bridgestone Blizzak Ice Continental VikingContact7, Goodyear UltraGrip Ice 3 Michelin X-ice Snow Nokian Hakkapeliitta R5, Pirelli IceZero Asimmetrico Triangle SnowLink PLO1 Notað Nokian dekk frá 2015.
Myndir: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
21
VETRARDEKKJAKÖNNUN - NEGLD DEKK Sé mynsturdýpt vetrardekkja minni en 3,0 millimetrar má alls ekki nota þau. Nagladekk eru einungis notuð á vegum með lágan núning – ís, snjó eða blautt salt. Því eiga nagladekk oft mikið mynstur eftir, jafnvel eftir nokkur ár. Svo verður einnig að hafa í huga að samhliða hækkandi vöxtum, meiri verðbólgu og almennri hækkun á framfærslukostnaði hefur árásarstríð Rússa í Úkraínu hrist upp í dekkjaiðnaðinum – með minni framleiðslu og hærra verði í kjölfarið. Rússland var um tíma stærsti vetrardekkjaframleiðandinn og þar voru margar verksmiðjur staðsettar. Þegar skyndilega þurfti að flytja framleiðsluna til annarra landa hættu nokkrir dekkjaframleiðendur framleiðslu á ódýrustu vörumerkjunum – og settu þau dýrustu í forgang. Þegar dekkjakönnunin hófst í fyrravetur voru engin nagladekk fáanleg frá Pirelli eða Bridgestone í þeirri stærð sem notuð voru núna. Það var miður, sértaklega í tilfelli Bridgestone, þar sem félagið var að kynna til leiks nýja kynslóð dekkja. Prófið hófst síðastliðið haust hjá Vanadis Gummi í Stokkhólmi. Um leið og pöntuð dekk birtust var gengið úr skugga um að útskotin á broddunum væru í samræmi við reglurnar. Dekkin voru vel prófuð svo að naglarnir myndu setjast almennilega. Rúmum sex mánuðum síðar fengust lokaniðurstöður úr prófunum. Í millitíðinni var keyrður hringur eftir hring á snjó og svelli í skógunum fyrir utan Alvsbyn í Norður-Svíþjóð. Svo fóru fram yfirgripsmiklar prófanir í sænska bænum Piteå.
22
Síðastliðið vor voru skoðaðir eiginleikar dekkjanna á bæði blautu og þurru malbiki fyrir utan Tammerfors í Finnlandi. Einnig var lagt mat á veggný á stritóttum sveitavegum. Prófunin var gerð nákvæmlega með sama hætti og árið á undan. Það verður að segjast eins og er að Nokian, Michelin og Goodyear skáru sig úr í prófunum í negldum dekkjum. Þessir þrír dekkjaframleiðendur fá háa einkunn en með mismunandi eiginleika. Því er þess virði að kynna sér tölurnar ítarlega þannig að þú veljir dekk með bestu eiginleika á þeim vegum sem þú ekur oftast. Í næstu sætum koma líka áhugaverður kostir á borð við Falken og Hankook. Falken-dekkið þótti sérstaklega skara fram úr fyrir traust grip. Prófanir á samanburðardekkinu, sem var orðið átta ára gamalt, sýndu fram á þann augljósa öryggisávinning sem felst í því að fjárfesta í nýjum dekkjum en aðeins ef þú berð það saman við önnur úrvalsdekk. Furðulítill munur er á gömlu Nokian-dekki og kínverskum lággjaldadekkjum og því er lærdómurinn mjög skýr: Ekki kaupa ódýr vetrardekk í þeirri trú að ferskt gúmmí sé betra en slitin úrvalsdekk. Hafi fjárhagur heimilisins ekki svigrúm til að kaupa ný dekk er ef til vill besta lausnin að leggja eitthvað til hliðar og fjárfesta í almennilegum búnaði næsta haust í staðinn. Það mun gagnast þér, umhverfinu og samferðamönnum þínum.
Myndir: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
Aksturseiginleikar
Hemlun
Rásfestan
Aksturseiginleikar og veggrip í akstri er metið með tímatökum á þar til gerðum brautum sem eru ýmist ísilagðar, snæviþaktar, eða auðar og þá bæði þurrar og votar. Í prófununum eru bílunum ekið til skiptis og markmiðið að ná sem stystum brautartíma þannig að ökulagið er hranalegt og samsett úr hröðun, hemlun og hröðum akstri í beygjum. Út frá meðaltali brautartíma allra ökumanna eru lokaeinkunnir reiknaðar.
Hemlunarvegalengdir eru mældar í snjó, votu og þurru malbiki. Hvert hemlunarpróf er margendurtekið, 15-20 sinnum, við mismunandi hitastig yfir nokkurra daga tímabil. Á ís er hemlað frá 20 km niður í 5 km. Í snjó er hemlað frá 35 km hraða niður í 5 km. Á voru og þurru malmbiki er hemlað af 80 km hraða niður í 5 km. Hemlunarprófanir á snjó og ís fara fram bæði utan- og innanhús við mismunandi hita- og rakastig sem þar má stjórna og þannig lágmarka áhrif veðurs á niðustöðu.
Rásfestan er metin með akstri í snjó eða á ísilögðu vegyfirborði með skröpuðum rásum. Þrír ökumenn meta hver í sínu lagi rásfestuna í þessum aðstæðum og einkunnin meðaltal af mati þeirra. Þetta er blindpróf. Ökumenn sem annast prófunina vita ekki hvaða dekkjategund er undir hverju sinni.
Hröðun
Veggnýr
Grip dekkjanna á ís og í snjó er mælt með því að ná upp mestri mögulegri hröðun bílsins. Tími hröðunarinnar á tilteknu hraðabili er síðan mældur. Á ís er hraðabilið 5-20 km/klst. Í snjó er það 5-35 km/klst. Þetta er margendurtekið yfir nokkurra daga tímabil, bæði utan- og innanhúss.
Ökumenn mæla og meta veggný hjólbarðanna eftir akstur á grófu vegyfirborði. Þeir meta veggnýinn, bæði sem ökumenn og farþegar í aftursæti. Niðurstaðan er meðaltal mælinga og einkunna bílstjóranna. Þetta er blindpróf.
Aksturstilfinning Ökumenn gefa hverri dekkjategund persónulega einkunn fyrir það hversu stöðugt og öruggt þeim finnst það í akstri. Það skiptir máli hvernig þeim fannst dekkið hegða sér í mismunandi akstursaðstæðum. Þetta er blindpróf sem þýðir að prófunarökumennirnir vita aldrei hvaða tegund er undir bílnum á hverjum tíma.
23
Nagladekk 1
2
NOKIAN HAKKAPELITTA 10
Fjöldi nagla: 216 Hörkustig (Slitflötur): 53 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 39, 2022 Framleiðsluland: Finnland Söluaðili: Max1 Verð per. dekk: 49.990 kr.
84
STIG
MICHELIN X-ICE NORTH 4
Fjöldi nagla: 252 Hörkustig (Slitflötur): 58 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 33, 2021 Framleiðsluland: Rússland Söluaðili: N1 Verð per. dekk: 47.500 kr.
82
STIG
Að þessu sinni skilar gott grip á ís finnska dekkjaframleiðandanum fjölda stiga. Þá heldur dekkið sérstaklega góðu gripi í beygjum á ís og snjó. Einnig gefur afturendi aðeins eftir en það auðveldar stjórn í gegn um beygjur. Um leið getur þetta orsakað skrið undir álagi en þó er auðvelt að viðhalda stjórn.
X-Ice skilar stuttri hemlun við allar aðstæður og nær sérstaklega góðum árangri á ís. Þá næst gott grip við inngjöf í snjó. Í samanburði við Nokian er gripið í beygjum ívið slakara og viðbragð upp í stýri gæti verið betra. Ekki fer á milli mála að dekkið er undirstýrt en það skilar stöðugri afturenda undir álagi.
Sama gildir þegar kemur að akstri á malbiki. Hemlunarvegalengd á blautum vegi er skömm og rétt á eftir bestu niðurstöðunum í þessari könnun. Tilfinning upp í stýri er góð á þurru yfirborði með snefil af óstöðugleika.
Á auðum vegi sýnir Michelin bestu hliðar sínar með áherslu á nákvæmni og stöðugleika upp í stýri. Í fyrri prófunum hefur fínt mynstur og smærri og fleiri naglar skilað besta árangri varðandi veggný. Nú eru niðurstöðurnar aðeins á pari við samkeppnisdekkin.
Nokian er gott dekk fyrir þá sem vilja besta mögulega grip í vetraraðstæðum og stendur sig afar vel á hlykkjóttum vegum. Góðar niðurstöður skila dekkinu fyrsta sæti.
Gott jafnvægi milli vetrargrips og eiginleikar á malbiki landa öðru sæti rétt á eftir sigurvegaranum. Frábært dekk sem er þægilegt í akstri og hentar mjög vel til vetraraksturs.
Kostir: Besta vetrargripið, mjög gott grip í beygjum á öllu undirlagi.
Kostir: Hemlun, stöðugleiki á malbiki
Ókostir: Flot, hemlun á blautum vegi.
3
4 FALKEN WINTERPEAK F-ICE 1
GOODYEAR ULTRAGRIP ARCTIC 2
Fjöldi nagla: 190 Hörkustig (Slitflötur): 58 Hraða- og burðarþol: 94T Framleiðsludags: Vika 35, 2022 Framleiðsluland: Pólland Söluaðili: Klettur Verð per. dekk: 50.990 kr.
Ókostir: Slakara grip í beygjum en hjá þeim bestu.
81
STIG
Önnur kynslóð af UltraGrip kemur ánægjulega á óvart með stutta bremsuvegalengd við allar aðstæður. Að auki heldur dekkið framúrskarandi gripi við akstur á blautu malbiki ásamt skemmstri hemlun á þurru. Hemlun á ís og snjó var á pari við Nokian og Michelin ásamt góðum niðurstöðum í upptaki. Aftur á móti var gripið í beygjum ekki eins og hjá þeim bestu. Einnig getur ökumaður átt erfitt með að fá tilfinningu fyrir stefnu á dekkinu en aldrei svo mikið að það valdi vandræðum. Flott dekk til aksturs á auðum vegi yfir vetrartímann með nöglum sem geta brugðist við óvæntum uppákomum.
Fjöldi nagla: 186 Hörkustig (Slitflötur): 59 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 43, 2022 Framleiðsluland: Tyrkland Söluaðili: Dekkjahöllin Verð per. dekk: 43.990 kr.
75
STIG
Í prófunum á seinasta ári kom í ljós framleiðslugalli hjá Falken sem olli því að naglarnir í dekkjunum hrundu úr þar sem gúmmíblandan var of mjúk. Í kjölfarið var viðskiptavinum bætt þau dekk sem komu úr viðkomandi framleiðslulínu. Það var strax ljóst að búið var að bæta úr fyrri vandamálum. Dekkið skilar frábærum niðurstöðum við akstur í snjó og gefur dýrari dekkjum ekkert eftir. Einnig er gripið flott á malbiki með hæstan flothraða af öllum. Á hinn bóginn gefur dekkið ökumanni ekki nægjanlega skýrar upplýsingar um stefnu og veggnýr er í hærra lagi, sérstaklega með auknum hraða.
Kostir: Stutt hemlun, upptak á ís
Í heildina er Falken góður valkostur með tilliti til verðs og frammistöðu.
Ókostir: Stýring, veggnýr og viðnám
Kostir: Grip í bleytu, flot, stöðugleiki á ís og í snjó. Ókostir: Veggnýr, tilfinning í stýri undir álagi á malbiki.
24
Nagladekk 5
6
CONTINENTAL ICECONTACT3
Fjöldi nagla: 190 Hörkustig (Slitflötur): 57 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 48, 2022 Framleiðsluland: Þýskaland Söluaðili: BJB Pústþjónust Verð per. dekk: 49.905 kr.
73
STIG
HANKOOK WINTER I*PIKE RS2 W429
Fjöldi nagla: 191 Hörkustig (Slitflötur): 59 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 25, 2022 Framleiðsluland: Suður-Kórea Söluaðili: VIP Dekk ofl. Verð per. dekk: 34.990kr.
69
STIG
Continental tekst ekki að skila mikilvægasta hlutverki nagladekkja, sem er að tryggja gott grip á ís. Hemlunarvegalengdin þar er langt umfram sambærileg dekk. Þrátt fyrir hátt verð er Icecontact einungis að skila hemlunarhæfni á við ódýrt kínversk dekk eins og Goodride og er aðeins aðeins skárra en átta ára gamalt og notað samanburðardekk.
Suður-kóreska dekkið frá Hankook er elsta hönnunin af öllum dekkjunum. Í fyrri prófunum hefur Hankook sýnt að fyrirtækið leggur mesta áherslu á hæfni til vetraraksturs í snjó og ís. Að þessu sinni virðist Hankook einnig hafa aukið á hæfni til aksturs í bleytu og nær það skemmstri hemlun á blautu malbiki. Einnig er hæstur flothraði af öllum dekkjunum.
Sagan er önnur þegar kemur að akstri á malbiki en þar hefur ökumaður góða tilfinningu fyrir akstrinum og hvar þolmörkin liggja. Það er auðkeyranlegt og öruggt í akstri á öllu undirlagi.
Þegar kemur að ísakstri er I*Pike skilið eftir, það fer auðveldlega á skrið í beygjum og erfitt að gera sér grein fyrir þolmörkum, sama á hvaða undirlagi er ekið. Stýring er ónákvæm, einkum þegar ekið er í beinni línu.
Continental fékk flest stig í malbiks- og svigakstri. Dekkið er stöðugt og skilar áreiðanlegum upplýsingum til ökumanns. Einnig er veggnýr í lágmarki.
Dekkið hefur hins vegar lægsta viðnám og er ásættanlega hljóðlátt. Fyrir rétt verð er þetta ágætis kostur.
Með tilliti til verðs og lélegs árangurs á ís er erfitt að mæla með Icecontact3 óháð akstursskilyrðum.
Kostir: Grip í bleytu, viðnám, hemlun í snjó.
Kostir: Stöðugleiki á auðum vegi, veggnýr, bregst vel undir álagi.
Ókostir: Fer á skrið undir álagi, aksturtilfinning á malbiki.
Ókostir: Slakt grip á ís.
7
8
GOODRIDE ICE MASTER SPIKE Z506
Fjöldi nagla: 200 Hörkustig (Slitflötur): 61 Hraða- og burðarþol: 94 H Framleiðsludags: Vika 20, 2022 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: ------Verð per. dekk: ------ kr.
57
STIG
Kínverskir framleiðendur Goodride segja að nýjasta nagladekkið hafa verið hannað að miklu leyti í Finnlandi og hafi hvert dekk 200 nagla. Einnig sé frágangur á nöglunum hinn besti miðað við verð. Þrátt fyrir öll loforð er Goodride slakasta nýja dekkið á ís og einnig verra en notaða dekkið þegar kemur að beygjum. Líklegasta útskýringin er sú að gúmmíblandan er sú stífasta af öllum dekkjunum. Dekkið er það eina sem hefur skráðan hámarkshraða í H-flokki (210 km/ klst.) Dekkið skánar þó þegar komið er í snjó. Það bregst vel við hemlun en grip í beygjum er þó enn slakt. Þrátt fyrir að vera eins hart og raunin er þá eru aksturseiginleikar ekkert betri á þurru malbiki og enn verri á blautu. Allt í allt fær dekkið lægsta skor af öllum og er nánast á pari við notað vetrardekk frá árinu 2015.
SAMANBURÐARDEKK FRÁ 2015
Fjöldi nagla: 190 Hörkustig (Slitflötur): 59 Hraða- og burðarþol: 94 T Framleiðsludags: Vika 18, 2015 Framleiðsluland: Finnland Söluaðili: -Verð per. dekk: --
56
STIG
Hvernig mun átta ára gamalt slitið dekk standa sig í samanburði við ný dekk? Dekkið nær bestu tölum varðandi viðnám og styðstu hemlun á þurru malbiki. Gúmmíið er einnig þokkalegt þegar kemur að akstri á blautum vegi með ásættanlega hemlun og heldur í við bestu dekkin við svigakstur. Þegar kemur að snjóakstri er dekkið fjarri góðu gamni. Stærstu mínusarnir koma fram við hemlun á ís en þrátt fyrir það getur ökumaður stýrt af öryggi í gegn um íslagðar beygjur. Í grunninn stendur það mjög vel sérstaklega í samanburði við ódýrasta dekkið á listanum. Það er augljóst að kaup á vönduðum dekkjum borga sig til skemmri og lengri tíma. Kostir: Viðbragð í stýri, hemlun á auðu malbiki. Ókostir: Hemlun og upptak á ís.
Kostir: Stöðugleiki, hemlun á þurru, veggnýr Ókostir: Grip á ís, skrið á blautu malbiki. 25
Stig alls
Nokian
Michelin
Goodyear
Falken
Continental
Hankook
Goodride
Notað dekk
Nagladekk
Hröðun á ís
5
5
5
4
3
2
3
2
1
Hemlað á ís
15
15
15
15
12
6
9
6
3
Akstur á ís
15
15
12
12
9
9
6
3
6
Stig á ís
35
35
32
31
24
17
18
11
10
Hröðun í snjó
5
4
4
5
4
4
4
4
4
Hemlun í snjó
10
8
8
8
10
8
10
10
8
Akstur í snjó
10
10
8
8
8
10
6
4
4
Stig í snjó
25
22
20
21
22
22
20
18
16
Hemlað í vætu
10
6
8
10
8
8
10
6
8
Ekið í vætu
5
4
3
4
4
5
3
2
2
Uppflot
5
3
3
4
5
3
4
3
3
Stig í bleytu
20
13
14
18
17
16
17
11
13
Hemlað á þurru
5
4
5
5
4
4
4
5
5
Akstur á þurru
5
3
5
2
2
5
2
4
4
Stig á þurru
10
7
10
7
6
9
6
9
9
Orkueyðsla / viðnám
5
4
3
2
4
4
5
4
5
Veggnýr
5
3
3
2
2
5
3
4
3
Stig alls
100
84
82
81
75
73
69
57
56
1
2
3
4
5
6
7
8
Sæti
Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
26
HRÖÐUN Á ÍS
HEMLUN Á ÍS
Hröðun frá 5 - 25 km/h mælt í sekúndum
AKSTUR Á ÍS
Brautarakstur mælt í sekúndum
ABS hemlun úr 25 - 5 km/h mælt í metrum
Michelin
5,55
Nokian
12,77
Nokian
39,31
Nokian
5,74
Michelin
12,93
Michelin
39,56
Goodyear
6,09
Goodyear
12,97
Goodyear
39,57
Hankook
6,41
Falken
14,60
Continental
40,81
Falken
6,51
Hankook
15,87
Falken
40,95
Goodride
7,53
Continental
17,14
Hankook
42,24
Continental
7,88
Goodride
17,16
Notað dekk
42,60
Notað dekk
8,66
Notað dekk
19,03
Goodride
44,12
Hröðun frá 5 til 25 km/klst. Meðaltal úr tveimur aksturslotum og 12 hröðunum á hvert dekk. Michelin hafði besta upptakið og Nokian þar á eftir. Dekkin sem áttu í mestu vandræðum var Goodride og Continental. Í raun voru þau nær notaða dekkinu í tíma en þeim sem voru á toppnum.
HRÖÐUN Í SNJÓ
ABS hemlun frá 25 til 5 km/klst. Meðaltal 24 hemlana í tveimur lotum. Það er nánast jöfn niðurstaða hjá þríeykinu Nokian, Michelin og Goodyear. Eftir það fer að dragast í sundur milli dekkja. Falken er þar efst og áhugavert að sjá hversu mikla hemlunarhæfni notaða dekkið hafði misst en það var aðeins 67% geta miðað við nýtt Nokian dekk.
HEMLUN Í SNJÓ
Hröðun frá 5 - 35 km/h mælt í sekúndum
Meðaltal aksturstíma í þremur hringjum. Nokian hefur besta hliðargripið og heldur stöðugleika í gegnum beygjur. Á meðan Michelin og Goodyear þurfa að fara inn í beygjurnar á lægri hraða. Falken og Continental eru stöðug og auðkeyrð. Á meðan Goodride missir gripið skyndilega og rennur stjórnlaust út úr beygjunum. Notaða dekkið er fyrirsjáanlegt og lætur auðveldlega að stjórn.
AKSTUR Í SNJÓ
ABS hemlun úr 35 - 5 km/h mælt sekúndum
Brautarakstur mælt í sekúndum
Goodyear
4,79
Goodride
12,80
Nokian
74,84
Michelin
4,83
Hankook
12,82
Continental
75,14
Continental
4,84
Falken
12,85
Goodyear
75,29
Notað dekk
4,84
Nokian
12,96
Michelin
75,54
Nokian
4,85
Goodyear
12,96
Falken
76,11
Falken
4,86
Continental
12,98
Hankook
76,66
Goodride
4,87
Notað dekk
13,06
Goodride
78,69
Hankook
4,90
Michelin
13,24
Notað dekk
79,02
Hröðun 5-35 km/klst. Meðaltal 12 tilrauna í tveimur lotum. Að venju er hröðunin mjög svipuð á öllum dekkjunum. Michelin stendur sig best en hjá öllum öðrum er munurinn mjög lítill.
HEMLUN Í BLEYTU
ABS hemlun frá 35 til 5 km/klst. Meðaltal 24 tilrauna í tveimur lotum. Kínverksa dekkið tekur vinninginn að þessu sinni. Fast á eftir fylgja Hankook og Falken. Annars er mjög lítill munur milli allra framleiðenda.
HEMLUN Í ÞURRU
Hemlun úr 80 - 5 km/h mælt í metrum
Meðaltími þriggja umferða um akstursbraut. Nokian sýnir sínar bestu hliðar þegar kemur að gripi í gegnum beygju og náði þannig besta tíma í gegnum brautina. Continental er sérstaklega auðkeyrt og fyrirsjánlegt. Hankook lætur vel að stjórn þegar ekið er inn í beygjur en getur verið ófyrirsjáanlegt þegar á reynir. Notaða dekkið er á botninu þrátt fyrir að því sé auðstýrt.
FLOT
Hemlun úr 80 - 5 km/h mælt í metrum
Mældur km. hraði við flot
Hankook
35,85
Notað dekk
31,40
Falken
59,1
Goodyear
35,94
Goodyear
32,11
Goodyear
57,3
Falken
36,98
Goodride
32,36
Hankook
56,8
Notað dekk
37,02
Michelin
32,37
Notað dekk
56,5
Michelin
37,56
Nokian
32,74
Goodride
56,4
Continental
37,87
Continental
32,77
Michelin
55,9
Nokian
38,58
Hankook
32,82
Continental
55,2
Goodride
39,19
Falken
33,32
Nokian
55,1
Hemlað frá 80-5 km/klst. Að venju stendur Goodyear sig vel í þessum prófunum, en Hankook hafði þó vinninginn að þessu sinni. Nokian og Goodride höfðu lengstu bremsuvegalengdina í bleytu. Grinnra mynstur gefur betra grip við mikla hemlum og því náði notaða dekkið að stöðva á skemmri vegalengd en Goodride.
Hemlað frá 80-5 km/klst. Það er sagt að dekk standi sig betur við hemlun á þurru malbiki eftir því sem það slitnar meira og er sú kenning staðfest í þessu prófi. Af nýju dekkjum eru Goodyear, Goodride og Michelin að standa sig best. Annars er munurinn mjög lítill milli allra dekkja.
Hér er sýndur hraðinn þegar dekk flýtur upp (planar) í 11 mm djúpu vatni. Þetta er gert við hröðun og kannað er á hvaða hraða það er þegar það missir veggripið og byrjar að spóla og snúast 15 prósent hraðar en það ætti að gera miðað við hraða bílsins. Falken sýnir fram á bestu getuna til að takast á við vatnsakstur. En Goodyear, Nokian, Continental og MIchelin eiga í mestu erfiðleikum með þetta próf. Notaða dekkið stendur sig þokkalega vel þrátt fyrir grinnra mynstur. 27
VETRARDEKKJAKÖNNUN - ÓNEGLD DEKK Í norsku könnuninni kemur fram að áhuginn eykst á vetrardekkjum í Noregi eftir því sem vetrardagar með snjó og hálku á vegum verða æ algengari . Vera kann að þessi þróun sé einnig hér á landi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Að þróa og framleiða vetrardekk hefur reynst framleiðendum erfitt, dýrt og tímafrekt. Þeir hafa að fremsta magni reynt að standa sig stykkinu þannig að bíleigendum standi til boða fín dekk þegar horft er til öryggisins. Í könnunni í ár voru teknar fyrir stærðir dekkja sem henta undir venjulega fólksbíla. Öll dekkin sem gengust undir prófið voru tilkeyrð í þaula. Continental Vikingcontact 7 kom best út úr könnunni í ónegldum dekkjum. Goodyear Ultragrip Ice 3 varð í öðru sæti og Nokian Hakkapelitta R5 í því þriðja. Kínverska Triangle Snowlink Pl01 kom verst út og hafnaði í neðsta sæti.
28
Þarfagreining: Aðstæður geta verið mismunandi eftir svæðum, svo sem hvað veðurfarslegar aðstæður áhrærir í sambandi við notkun ökutækis með tilliti til búsetu og þarfa hvers og eins. Til dæmis fara sumir lítið út fyrir nærumhverfi sitt en aðrir sækja vinnu eða tómstundir um langan veg. Hver og einn þarf að vera meðvitaður um algengustu aðstæður til að meta eiginleika dekkjanna. Þannig er ekki víst að sama dekk henti íbúa höfuðborgarsvæðinu og þeim sem búa úti á landsbyggðinni.
SVONA REIKNAST STIGIN Í öllum prófunarþáttum eru gefin 1 til 5 stig. 5=Ágætt - 4=Gott - 3=Sæmilegt - 2=Slakt - 1=Lélegt. Hlutlæg og huglæg mæligögn: Í einkunnagjöfunni er byggt á mælanlegum gögnum. Aftur á móti er huglæg reynsla ökumanna einnig hluti af einkunninni við mat á aksturseiginleikum og hávaða. Mismunandi vægi eftir mikilvægi: Sum próf eru metin mikilvægri en önnur. Í ákveðnum prófunarþáttum margfaldast einkunnir þess vegna með tveimur eða þremur. Svo að dæmi séu tekin má nefna að veggrip á ís og snjó vega þungt og er margfaldað upp með þremur sem gefur 15 stig að hámarki. Með þessu fást niðurstöður sem meta meira góða eiginleika við erfiðar vetraraðstæður en eiginleika á þurru malbiki þar sem gripið er yfirleitt mun betra.
29
Ónegld dekk 1
2
CONTINENTAL VIKING CONTACT 7
Hraða- og burðarþol: 94 T Hörkustig (Slitflötur): 53 Framleiðsludags: Vika 43, 2022 Framleiðsluland: Þýskaland Söluaðili: BJB Pústþjón. Verð á eitt dekk: 48.905 kr.
89
GOODYEAR ULTRAGRIP ICE3
Hraða- og burðarþol: 94T Hörkustig (Slitflötur): 56 Framleiðsludags: Vika 50, 2022 Framleiðsluland: Pólland Söluaðili: Klettur Verð á eitt dekk:
STIG
Þetta dekk er enn það besta í flokki ónegldra dekkja, þrátt fyrir að vera ein elsta hönnuninn á markaðnum. Það heldur gripi þrátt fyrir krefjandi beygjur á ísilagðri braut. Sömuleiðis lætur það vel að stjórn í snjó þar sem afturendi bílsins helst stöðugur og er laus við skrið. Frábærir eiginleikar í snjó skila sér einnig þegar komið er á auðan veg. Góð tilfinning er upp í stýri á malbiki, niðurstöðurnar eru einnig einstaklega góðar við svig og hemlun á þurru og blautu yfirborði. Dekkið er í einu af þremur efstu sætunum í öllum prófunum og verðskuldar því fyrsta sætið. Frábært dekk fyrir fjölbreyttar vetraraðstæður. Kostir: Auðkeyrt undir álagi við allar aðstæður, skorar jafnt í öllum prófnum. Ókostir: Engir.
3
Þriðja kynslóð af UltraGrip Ice frá Goodyear var ein af stærstu dekkjafréttum ársins. Forverinn stóð sig sérstaklega vel á blautum vegi og hefur hæfnin haldist vel á milli kynslóða og um leið hefur grip í vetraraðstæðum batnað. Dekkið nær góðum árangri hvað varðar upptak og hemlun í snjó ásamt gripi í beygjum. Grip á ís er ágætt en þó ekki í flokki þeirra bestu. Allra bestu einleikarnir koma fram á malbiki, sérstaklega í bleytu. Tilfinning upp í stýri og stöðugleiki í svigakstri skila toppeinkunn. Sama á við um hæfni til að takast á við flot og hemla á blautu yfirborði. Þetta dekk er besti kosturinn fyrir þá sem aka mikið á auðum vegi. Kostir: Yfirburðir á malbiki, hemlun á snjó og ís. Ókostir: Aðeins slakara grip í beygjum á ís en samkeppnisdekkin.
4
NOKIAN HAKKAPELITTA R5
Hraða- og burðarþol: 94 T Hörkustig (Slitflötur): 52 Framleiðsludags: Vika 46, 2022 Framleiðsluland: Finnland Söluaðili: Max1 Verð á eitt dekk: 43.990
84
MICHELIN X-ICE SNOW
Hraða- og burðarþol: 94 H Hörkustig (Slitflötur): 57 Framleiðsludags: Vika 30, 2022 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: N1 / Costco Verð á eitt dekk: 42.990 / -- kr.
STIG
Nýjasta óneglda dekkið frá Nokian fær flest stig þegar kemur að akstri í snjó og á ís. Það lætur vel að stjórn og heldur góðu gripi í beygjum. Það er kvikt og hentar vel í virkan og krefjandi akstur, þrátt fyrir að vera fremur mjúkt dekk . Aftur á móti getur ökumönnum, sem leita eftir þægilegu dekki fyrir rólegan akstur, þótt það full ákaft til að fara í skrið. Í svigakstri á malbiki kemur dekkið vel út en vantar aðeins upp á nákvæmni upp í stýri. Eiginleikar á blautu yfirborði eru ívið slakari í samanburði við önnur dekk. Viðnám er með lægsta móti. Nokian R5 hentar best fyrir þá sem leggja megináherslu á góða eiginleika við akstur í vetraraðstæðum. Kostir: Framúrskarandi vetrargrip. Ókostir: Hemlun á blautu yfirborði, tilfinning í stýri og veggnýr.
30
87
STIG
83
STIG
Franska dekkið stendur sig mjög vel í vetrarakstri í beinni aksturstefnu, þ.e. í upptaki og við hemlun. Aftur á móti erfiðar það í beygjum og bregst illa við skyndilegum stefnubreytingum en það endurspeglast í undirstýringu. Á auðum vegi er dekkið stöðugt og veitir góða tilfinningu upp í stýri. Undirstýringin er þó handan við hornið, sértaklega undir álagi í bleytu. Michelin leggur megináherslu á stutta hemlunarvegalengd og akstursánægju umfram bestu getu til að takast á við krappar beygjur. Kostir: Hemlun við vetraraðstæður. Tilfinning á auðum vegi. Ókostir: Viðnám, undirstýring.
Ónegld dekk 5
6
BRIDGESTONE BLIZZAK ICE
Hraða- og burðarþol: 91 S Hörkustig (Slitflötur): 57 Framleiðsludags: Vika 30, 2022 Framleiðsluland: Japan Söluaðili: Betra Grip Verð á eitt dekk: 55.239
73
PIRELLI ICEZERO ASIMMETRICO
Hraða- og burðarþol: 94 H Hörkustig (Slitflötur): 57 Framleiðsludags: Vika 44, 2022 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: Nesdekk Verð á eitt dekk:
STIG
Japanski framleiðandinn Bridgestone vinnur með ósamhverft mynstur með upplýsingum um hvað mynstur sé að innan og utan. Þetta heimilar dekkinu til að takast betur á við beygjur en missir marks þegar kemur að blautu yfirborði. Blizzak Ice hefur mýkstu gúmmíblönduna (49 gráður) en það þýðir frábært grip í svigakstri á snjó og ís. Á hinn bóginn er það ekki jafn auðstýrt þegar komið er að þolmörkum eins og hjá bestu dekkjunum. Mýktin skilar góðum niðurstöðum við hemlun á þurru yfirborði ásamt því að vera hljóðlátt. Aftur á móti skortir stöðugleika í svigakstri og hemlun í bleytu er ein sú slakasta í þessum prófunum. Dekkið hafnar í fimmta sæti án þess að skara sérstaklega fram úr á neinu sviði.
Eins og nafnið segir til um er dekkið ósamhverft með ólíkt mynstur á innri og ytri brún. Þá er dekkið ívið stífara en hin. Hemlun á snjó og ís er í meðallagi góð, í beygjum bregst dekkið vel við stýringu en getur skyndilega misst grip þegar komið er að þolmörkum. Aksturánægja kemur best fram á þurru malbiki en því miður er hemlun á þurru og blautu yfirborði sú slakasta og endurspeglast það í lágum stigafjölda.
Ókostir: Hemlun á þurru og blautu yfirborði, grip á ís.
Ókostir: Flot, hemlun í bleytu, akstureiginleikar á malbiki.
8
TRIANGLE SNOWLINK PL01
Hraða- og burðarþol: 94 R Hörkustig (Slitflötur): 65 Framleiðsludags: Vika 14, 2022 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: Dekkjahöllin Verð á eitt dekk: 18.990 kr.
Nýtt dekk var hannað undir nafninu Asimmetrico þegar ítalski framleiðandinn Pirelli gat ekki lengur haldið áfram framleiðslu sinni á naglalausa dekkinu Icezero FR í Rússlandi og framleiðslan var flutt til Asíu.
Kostir: Gott viðbragð, stöðugleiki á malbiki, gott grip í snjó.
Kostir: Akstursöryggi í snjó og á ís, veggnýr.
7
71
STIG
51
SAMANBURÐARDEKK FRÁ 2015
Hraða- og burðarþol: 94 R Hörkustig (Slitflötur): 62 Framleiðsludags: Vika 35, 2015 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: -Verð á eitt dekk: --
STIG
PL01 er óvenjuhart og grípur illa í vetrarakstri þrátt fyrir yfirlýsingar kínverska framleiðandans um að dekkið hafi verið þróað á finnskri grundu. Í ísilögðum beygjum missir dekkið skyndilega grip að framan og bíllinn rennur stjórnlaust út úr beygju án þess að ökumaður geti nokkuð að gert. Gripið í vetraraðstæðum er nánast á pari við notaða samanburðardekkið sem er átta ára gamalt. Þegar kemur að akstri á auðum vegi eru niðurstöðurnar aðeins betri en aldrei það góðar að dekkið nái að vinna sig upp í efri sætin. Hár veggnýr innsiglar síðan neðsta sæti í flokki nýrra vetrardekkja. Staðreyndin er sú að því tekst í raun ekki að skáka gamla samanburðardekkinu. Kostir: Hemlun á þurru malbiki Ókostir: Grip í beygju við vetraraðstæður, hemlun í bleytu, veggnýr.
51
STIG
Nokian R2 var sigurvegarinn í prófunum þegar það koma á markað 2015. Nú er það orðið átta ára gamalt með 6 mm mynstur og harðara gúmmí. Þegar í byrjun kemur í ljós hversu mikið hefur dregið úr gripi í samanburði við bestu dekkin en það stenst samanburð við nýja kínverska dekkið í þessu prófi. Í raun tekur R2 vinninginn þegar kemur að gripi í beygjum. Grynnra mynstur vinnur með dekkinu þegar kemur að hemlun og viðnámi á malbiki. Aftur á móti hefur það lágan flothraða og aukið kantslit á framdekkjunum skilar slakara gripi í beygjum. Tekið skal fram að ný dekk eru ávallt öruggari en notuð svo fremur að þau séu góð. Kostir: Viðbragð við stýringu, auðkeyrt í vetraraðstæðum. Ókostir: Flot, grip í bleytu, hemlun á ís.
31
Pirelli
Triangle
Notað dekk
9
9
6
6
15
12
6
6
28
23
13
13
4
4
5
3
4
8
10
8
10
8
8
8
10
8
8
8
4
4
22
23
22
22
20
23
15
16
10
8
10
6
10
6
4
4
6
Ekið í vætu
5
4
5
4
3
2
2
3
2
Uppflotun
5
4
5
3
5
2
3
3
1
Stig í bleytu
20
16
20
13
18
10
9
10
9
Hemlað á þurru
5
5
4
4
4
5
3
5
5
Akstur á þurru
5
4
5
3
4
2
5
3
2
Stig á þurru
10
9
9
7
8
7
8
8
7
Orkueyðsla
5
4
5
5
3
3
4
4
5
Veggnýr
5
4
3
2
3
5
4
1
1
Stig alls
100
89
87
84
83
73
71
51
51
1
2
3
4
5
6
7
7
Michelin
1
Nokian
1
Goodyear
2
Continental
4
Stig alls
Bridgestone
Ónegld dekk
Hröðun á ís
5
4
3
5
5
Hemlað á ís
15
15
12
15
15
Akstur á ís
15
15
12
15
9
Stig á ís
35
34
27
35
29
Hröðun í snjó
5
4
5
4
Hemlun í snjó
10
8
10
Aksur í snjó
10
10
Stig í snjó
25
Hemlað í vætu
Sæti
32
Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
HRÖÐUN Á ÍS
HEMLUN Á ÍS
Hröðun frá 5-25 km/h mælt í sekúndum
AKSTUR Á ÍS
Brautarakstur mælt í sekúndum
ABS hemlun úr 25 - 5 km/h mælt metrum
Michelin
7,32
Michelin
12,09
Continental
44,52
Nokian
7,52
Continental
12,32
Nokian
44,69
Continental
7,82
Nokian
12,49
Bridgestone
44,90
Bridgestone
8,05
Goodyear
13,00
Pirelli
46,01
Goodyear
8,43
Pirelli
13,23
Goodyear
46,71
Pirelli
8,97
Bridgestone
13,30
Michelin
47,07
Triangle
9,17
Triangle
13,93
Triangle
48,63
Notað dekk
3,73
Notað dekk
14,04
Notað dekk
48,98
Hröðun frá 5 til 25 km/klst. Meðaltal úr 12 hröðunum í tveimur lotum á hvert dekk. Michelin og Nokian taka vinninginn á ísnum. Fast á eftir koma Bridgestone og Goodyear. Triangle vermir neðsta sætið í flokki nýrra dekkja en notaða dekkið rekur lestina. Pirelli stóð sig ekki heldur nægjanlega vel.
HRÖÐUN Í SNJÓ
ABS hemlun frá 25 til 5 km/h klst. Meðaltal 48 hemlana í tveimur lotum. Michelin sýnir aftur fram á bestu hæfni á ís. Einnig skila Continental og Nokian góðum niðurstöðum. Á botninum er annars vegar kínverska dekkið Triangle og notaða Nokian dekkið.
HEMLUN Í SNJÓ
Hröðun frá 5-35 km/h mælt í sekúndum
Ekið á íslilagðri braut. Brautartímar eru meðaltal þriggja tilrauna í tveimur umferðum. Continental ræður ræður einstaklega vel við krappar beygjur á miklum hraða. Bridgestone og Nokian koma þar á eftir með þægileg og léttkeyrð dekk. Notaða dekkið á erfitt með að halda gripi í beygjum. Þá er Triangle líklegegt til að missa skyndilega girp án viðvörunnar.
AKSTUR Í SNJÓ
ABS hemlun úr 35 - 5 km/h mælt í sekúndum
Brautarakstur mælt í sekúndum
Goodyear
4,44
Goodyear
12,19
Nokian
75,50
Pirelli
4,49
Michelin
12,21
Continental
75,74
Continental
4,55
Pirelli
12,27
Goodyear
75,91
Michelin
4,57
Continental
12,34
Pirelli
76,44
Nokian
4,57
Nokian
12,52
Bridgestone
76,61
Bridgestone
4,59
Triangle
12,52
Michelin
76,67
Notað dekk
4,60
Notað dekk
12,73
Triangle
79,75
Triangle
4,68
Bridgestone
12,77
Notað dekk
80,65
Hröðun 5-35 km/h. Meðaltal 12 tilrauna í tvemur lotum. Eins og oft áður þá er lítill munur á milli dekkja þegar hröðun í snjó er mæld. Með bestu hröðunina eru Goodyear og Pirelli. Aðrir á listanum er með svipaða tíma en neðst er Triangle sem náði ekki nægjanlega góðu gripi.
HEMLUN Í BLEYTU
ABS hemlun frá 35 til 5 km/klst. Meðaltal 12 nauðhemlana í tveimur lotum. Jafnvel við hemlun í snjó er lítið sem aðskilur dekkin. Öll dekkin ná mjög góðum niðurstöðum og eingöngu um hálfur meter sem skilur að besta og versta dekkið. Best standa sig Goodyear, Michelin og Pirelli.
FLOT
HEMLUN Í ÞURRU
Hemlun úr 80 - 5 km/h
Meðaltími sex umferða um akstursbraut í tveimur lotum. Það eru skörpu beygjurnar sem skilja að bestu og verstu dekkin. Nokian og Continental standa sig best og fylgir Goodyear fast á eftir. Það var auðveldara að hafa stjórn á notaða dekkinu en Triangle þrátt fyrir að Triangle hafði betra grip í beygjum.
Hemlun úr 80 - 5 km/h
Mældur hraði við flot
Goodyear
37,55
Notað dekk
29,23
Goodyear
66,0
Michelin
38,40
Bridgestone
30,03
Michelin
65,0
Continental
39,31
Continental
30,32
Continental
62,7
Nokian
40,28
Triangle
30,37
Nokian
61,4
Bridgestone
40,74
Nokian
30,65
Triangle
61,0
Notað dekk
40,88
Goodyear
30,90
Pirelli
60,5
Triangle
42,19
Michelin
30,96
Bridgestone
59,8
Pirelli
43,34
Pirelli
31,46
Notað dekk
56,6
Hemlað frá 80-5 km/klst. Það var Goodyear sem náði að stöða bílinn á aðeins 37,55 metrum. Michelin skilaði einnig góðum árangri. Önnur dekk náðu að mun betri árangri en Triangle og Pirelli. Pirelli fór 1-2 metrum umfram hin dekkin áður en það hafði stöðvað bílinn.
Hemlað frá 80-5 km/klst. Eftir því sem mynstursdýpt minnkar eykst hemlunarhæfni á þurru malbiki. Því var það notaða dekkið sem hafði vinninginn í þessum prófunum með tæplega meter í vinning. Mjúka gúmmíið í Bridgestone dekkinu skilaði bestri niðurstöðu af nýju dekkjunum. Pirelli átti í mesta basli og endaði á botninum.
Hér er sýndur hraðinn þegar dekk flýtur upp (planar) í 7 mm djúpu vatni. Þetta er gert við hröðun og kannað er á hvaða hraða það er þegar það missir veggripið og byrjar að spóla og snúast 15% hraðar en það ætti að gera miðað við hraða bílsins. Naglalaus dekk eru yfirleitt slakari en þau negldu í þessum prófnum. En Micheline og Goodyear náðu ágætis árangri að þessu sinni. Á botninum sat notaða dekkið ásamt Bridgestone.33