Page 1

1.tbl. 2013 3.tbl.

F É L A G

Í S L E N S K R A

B I F R E I Ð A E I G E N D A

VETRARDEKKJAKÖNNUN

NOKIAN MICHELIN BRIDGESTONE HANKOOK GOODYEAR CONTINENTAL FULDA VREDESTEIN BF GOODRICH TOYO PIRELLI

A-Class

Mercedes-Benz

GÓÐ REYNSLA AF RAFBIL Viðtal við rafbílaeiganda

BÍLL ÁRSINS 2014 1

Valið milli drauma og veruleika - veruleikinn varð hlutskarpastur


Mosfellsbæ

Skúlagötu Skeifunni Bíldshöfða Sprengisandi

Öskjuhlíð

BYKO Breidd

Kópavogsbraut

Búðakór

Akureyri (Glerártorgi og Baldursnesi)

Kaplakrika

Egilsstöðum

Stykkishólmi

Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn

Borgarnesi Mosfellsbæ Reykjanesbæ Hveragerði Selfossi

VELDU ÞÍNA STÖÐ! Akureyri - Glerártorgi Akureyri - Baldursnesi hjá BYKO Borgarnesi Hafnarfirði - Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfirði - Kaplakrika Hveragerði Kópavogi - Búðakór Kópavogi - Kópavogsbraut Kópavogi - Byko Breiddinni Mosfellsbæ

Reykjanesbæ - Njarðvík Reykjavík - Bíldshöfða Reykjavík - Skeifunni Reykjavík - Skúlagötu Reykjavík - Sprengisandi Reykjavík - Öskjuhlíð Selfossi Stykkishólmi Egilsstöðum

Til að sækja um FÍB lykil og velja þína stöð farðu inn á fib.is eða hringdu í síma 414-9999

2


MEIRA FYRIR FÍB FÉLAGA HJÁ ATLANTSOLÍU

11 KR

AFSLÁTTUR

9+2 KR 7+2 KR

EF KEYPT ER 150 L EÐA MEIRA

EF KEYPT ER 150 L EÐA MINNA

FÍB félagar njóta sérkjara á eldsneyti. Dælulyklar þeirra sem greitt hafa félagsgjald veita 9 króna afslátt á valdri Atlantsolíustöð og 11 krónur ef teknir eru 150 l eða meira á mánuði. FYLLTU Á OG FARÐU AÐ SPARA • Dælulykillinn er ókeypis • Sæktu um hann á www.fib.is • Þú færð hann sendan heim

Hægt er að skanna kóðann til sækja um FÍB dælulykil

3


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 4 9 3

Stjarna er fædd

Komdu og reynsluaktu nýjum Mercedes-Benz E-Class

E-Class hefur fengið alveg nýtt og glæsilegt útlit og er hlaðinn tækninýjungum. 4MATIC aldrifskerfið tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og aukinn stöðugleika, jafnt á bundnu sem óbundnu slitlagi. 4MATIC er ávallt virkt og bregst nánast samstundis við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó.

Mercedes-Benz E-Class 250 CDI 4MATIC. Verð frá 10.080.000 kr.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur 4 sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook


ÚTGEFANDI FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA Ritstjóri Stefán Ásgrímsson Ábyrgðarmaður Runólfur Ólafsson HÖFUNDAR EFNIS BOGI AuðarSON RÓBERT MÁR RUNÓLFSSON RUNÓLFUR ÓLAFSSON Stefán Ásgrímsson UMBROT / Ljósmyndun Bogi Auðarson Stefán Ásgrímsson Prentun Ísafoldarprentsmiðja AUGLÝSINGAR FÍB - Bogi Auðarson UPPLAG 16.500 Forsíða Börnin okkar í umferðinni það er hægt að gera betur FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA skúlagata 19 101 Reykjavík Sími: 414-9999 Fax: 414-9998 Netfang: fib@fib.is Veffang: www.fib.is Árgjald FÍB er kr. 6.600.FÍB Blaðið kemur út þrisvar á ári og er innifalið í árgjaldinu Heimilt er að vitna í FÍB blaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið

Er það skammarlegt að fara ferða sinna á fjölskyldubílnum? „Elsku pabbi og mamma, ekki bíl,“ var sungið inn á íslenska hljómplötu fyrir munn ungs meðvitaðs barns fyrir trúmum tveimur áratugum. Ekki hefur dregið úr þessum tóni. Frekar hefur hann færst í aukana hjá mörgum stjórnmálamönnum, álitsgjöfum ýmsum og þeim sem boða fagnaðarerindi orkuskipta í samgöngum. Þeir úthrópa bílinn sem hann sé sjálf rót hins illa, hann spilli, mengi, slasi, meiði og drepi. Því skal þrengt að notendum hans alls staðar sem við verður komið. Neyða skal sem flesta til hjólreiða, gangs og upp í strætó.

Það er vitað að bílar eru ekki umhverfisvæn tæki. Það er einnig ljóst að við þurfum ekki að fara allra okkar ferða á einkabílnum. Og auðvitað ber okkur að vera meðvituð um að nýta aðra samgöngumöguleika s.s. strætó, hjóla eða ganga. En við búum við þær aðstæður að það er ekki alltaf né allstaðar mögulegt að vera án bíls. Sumir þurfa að sækja þjónustu um langan veg og almenningssamgöngur eru ekki valkostur allra. Við erum 320 þúsund sálir sem búum á yfir 100 þúsund ferkílómetrum. Bílinn eykur þannig augljóslega frelsi og hreyfanleika, hann styrkir fjarlægar byggðir, fjölskyldu- og tómstundastarf. Bíllinn og greiðar samgönguleiðir hafa aukið velmegun og öryggi borgaranna. Bílaframleiðendur hafa verið undir miklum þrýstingi og lagakröfum

á liðnum árum um að draga úr eldsneytisnotkun. Árangurinn er áþreifanlegur. Bílar í dag eyða um 25% minna eldsneyti en sambærilegir bílar sem framleiddir voru fyrir 7 árum. Kröfur varðandi bílaeldsneyti (bensín og dísilolíu) hafa aukist mikið og þessar tegundir eru minna mengandi en áður. Blýið er ekki lengur til staðar í bensíni og brennisteinsinnihald þess hefur stórminnkað. Litlar sem engar samskonar kröfur hafa verið gerðar til eldsneytis á önnur tæki en bílana. Enn er heimilt að brenna mun óhreinni olíu á þeim. Flotinn við strendur landsins má brenna svartolíu og skipadísilolían er með helmingi hærra brennisteinsinnihald en bílagasolían. Hernaðurinn gegn bílnum hefur leitt til þess að eign og rekstur fjölskyldubílsins er með skattpíndari athöfnum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. vor var það meðal helstu baráttumála Sjálfstæðisflokksins undir forystu núverandi fjármálaráðherra að lækka eldsneytisskatta. En nú ber svo við að hann hefur lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir 2014 þar sem boðuð er 3% hækkun eldsneytisskatta og bifreiðagjalds! Þetta er furðulegur viðsnúningur og aðför að heimilum og ferðafrelsi. FÍB hvetur Alþingi til að bregðast við og fella niður þessar skattahækkanir í frumvarpinu enda eru þær þvert á kosningaloforð flutningsmanns frumvarpsins. -Runólfur Ólafsson. 5


Efnisyfirlit 8

Skýrt merktar gangbrautir vantar

12 Góð reynsla af rafbíl 16 Val á bíl ársins 214 18 Skoda Octavia - Bíll ársins 2014 20 Tesla S Model reynsluakstur 22 Vetrardekkjakönnun FÍB 36 Renault Clio reynsluakstur 37 Ford Kuga reynsluakstur 39 Lexus IS300h reynsluakstur 40 Nissan Leaf reynsluakstur 41 Rauneyðsla og uppgefin eyðsla bíla 42 Honda CR-V reynsluakstur 44 VW Golf reynsluakstur 45 Danir hafna lækkun áfengismarka 46 Íslendingur í ævintýraleit 48 Norðmenn eyða gömlu bílunum 50 Rafbílar á Íslandi 51 Toyota Rav4 reynsluakstur 52 Öryggisvörur - FÍB verslun 53 Show your card afslættir/þjónusta 54 Bifreiðaþjónusta

Gangbrautir, já takk!

Helsta áherslumál þessa tölublaðs FÍB blaðsins er gangbrautarátak það sem FÍB gekkst fyrir í haust með virkri þátttöku almennings og fjölmiðla. Verkefnið leiddi í ljós undarlega grillu ýmissa sveitastjórna- og embættismanna sem við umferðarmál og umferðaröryggi fást. Hún er sú að gangbrautir yfir umferðargötur eigi að vera nánast ósýnilegar. Aðspurðir um hversvegna er því svarað að vel og löglega rétt merktar gangbrautir geri þá gangandi kærulausa og slysahætta aukist vegna þess að þeir vaði þá fremur í veg fyrir bifreiðar á fullri ferð 6

af því þeir telji sig eiga réttinn. Meðal annars efnis er ný vetrardekkjakönnun þar sem prófuð eru vetrardekk sem eru flest sérstaklega ætluð til aksturs í vetrarríki norðlægra slóða. Þótt þessi könnun og sömu kannanir undanfarin haust sýni hversu vel helstu framleiðendum hjólbarða hefur tekist að bæta hálkugrip ónegldra vetrardekkja þá sýnir hún líka að á svellglærunni er grip negldu dekkjanna oftast betra, þótt það sé vissulega ekki án undantekninga.

Ennfremur er fjallað ítarlega um val á bíl ársins 2014 á Íslandi og þá bíla sem í úrslit náðu. Athyglisvert má telja að sú bíltegund sem fyrir ekki svo löngu var einskonar samheiti fyrir lélega og vonda bíla hefur eftirminnilega risið upp úr öskustónni. Bíll ársins 2014 er nefnilega Skoda Octavia.

Stefán Ásgrímsson ritstjóri


22

VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB

Kilj ans -Jag uar ?

BIFREIÐAÞJÓNUSTA

12

Ske m ww w Fru mh Ske if Gyl unn fa Gar flöt 1 ð Dal atorgi , s BÍL hraun, H AH Ber ÚS g Ko staðir la - Be Ráð port v h Stjö úskja ið Se llar rnu Tra i-v por ð t Ves arkot - Lau g tur -H ver a gat Vit fisg aat Ve ö Nán org Skú sturgö ari la tu u BÍL ALE pplýsin götu/V Bíl IGU gar w ita al ww Sím eiga F R .b lug i 52 leið BÍL 24 40 a A Arc RÉT 0 Fax ehf. w T ti 522 w Sím c truc ING, 440 w S i k A.B 540 4 s ehf. PRAU 1 h 90 . K TU Bif skálin 0, ww lettsh N, re ál n w ble iðave , Gagn .arcti si 3, 1 ik g ctru 1 rks hei ata ði 1 t c Bif æ k s.is , 20 ði 1, re 550 iðave 0 Kóp Jónas Selfos ar, rks si s avo Sau S t g Bíl am ðarkr .Kaup i, Sím kemm óki álu uv i 55 f. S 700 , k n S 7 a ími Egi Egi 143 gfir . l Bíl l am sstöð sstöð 455 4 ðinga 0 um 5 um álu 200 ehf 70 fax Hes Kóp nin L , Sími .45 . Fa Bíl akk 4 54 gra ar o avogi hús 71 20 5 dal , 0 Sím gt 200 i sbr i 56 ð, Sm 5 au Kóp jón e i 7 ð hf.S Bíl -07 juv asp avogi k e gi , Sím emm 90, w rau Nýb ww 48 uv tu i5 ý Fax lavegi n og r 78 50 egi 44 .lakkh mB étt 564 10, 7 usi 0 ing ,w d.i lei Bíl 200 asp 2533 Kóp ar Au ww.bi k gata s ,w rau 56 tun ww.b avogi ðuns larogt rau j , ðg i o o S l Bíl a n.is ími g ré spr ata bót sf, B , Kópa tting autun 554 2 Bli ar 510 ki .i vog o H i, S.5 Hjar s Sm - Bíla lafæti tar ið m 3, 2 87 Sm Bi 9 60 Bíl juvegi álun iðju Nja 020, ver og 38 v r r 5 r k e g é ð e Sím 65 g u BÁ t t v i ehf l gata tingar ík S 4 tingar i Bíl ,2 21 .is 5 s 482 2 ,G e a

56

GÓÐ REYNSLA AF RAFBÍL

16 BÍLL ÁRSINS 2014

S Gr

7


Skýrt merktar gangbrautir skortir -undarlegur óvilji höfuðborgarinnar til að merkja gangbrautir rétt

F

ÍB hefur í haust staðið fyrir átaki til að tryggja sem best öryggi gangandi, ekki síst skólabarna á leið í og úr skóla. Með verkefninu vill FÍB vekja athygli á stórfelldri og undarlegri vanrækslu og óvilja sumra sveitarfélaga, sérstaklega höfuðborgarinnar, á því að merkja gangbrautir yfir umferðargötur á skýran og löglegan hátt. Slæmar og óljósar merkingar gangbrauta, sérstaklega við skóla og í grennd við þá hljóta að teljast sérstaklega varhugaverðar. Skólabörnin eiga heimtingu á því að að góðir og öruggir göngustaðir yfir umferðargötur séu skilgreindir og síðan merktir löglega og skýrt, svo ekkert fari á milli mála hjá börnunum sjálfum, né heldur ökumönnum sem um þessar götur aka. Í grannlöndum okkar tíðkast að

merkja gangbrautir rækilega auk þess sem ökumönnum er gefið það skýrt og greinilega til kynna þegar þeir nálgast gangbraut. Það er gert með yfirborðsmerkingum, umferðarmerkjum og skiltum sem minna á það að sýna beri sérstaka varúð. Í stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavík hefur sú stefna verið ríkjandi um langt árabil að merkja ekki gangbrautir á lögbundinn hátt með hvítum og svörtum þverröndum. Hins vegar hafa einskonar gervigangbrautir verið gerðar sem skapa fullkomna óvissu bæði gangandi og akandi um það hvort þar sé gangbraut eða ekki. Þetta telur FÍB afar misráðið. FÍB kallaði bæði almenning og fjölmiðla til liðs við átakið sem brugðust afar vel við. Yfir 200 myndir og lýsingar af varasömum göngu-

Góðar gangbrautir eins og við Hólabrekkuskóla eru sjaldséðar. Gangbrautarskilti eru beggja vegna, gangbrautin er zebra-merkt, upphækkuð og upplýst til beggja hliða.

8

leiðum yfir umferðargötur bárust frá fólki um allt landið. Jafnframt gerðu sérfræðingar FÍB eigin athuganir og mátu ástand þessara mála út frá sömu forsendum og unnið er eftir við hjá Euro RAP við vegaöryggisrýni. Bæði af þeim myndum og athugasemdum sem FÍB bárust frá almenningi og þeim athugunum sem starfsmenn FÍB gerðu má ráða að þessi mál eru víða í ólagi, sérstaklega þó í Reykjavík þar sem hending er að rekast á merkta gangbraut. Engu er líkara en yfirvöld umferðar- og gatnamála leggi fæð á vel merktar gönguleiðir yfir vegi og götur. En vinnan við verkefnið leiddi í ljós að mjög víða er hægt að gera mikla bragarbót með litlum tilkostnaði ef aðeins meiri metnaður stjórnenda umhverfis- og gatnamála væri til staðar. Niðurstöður gangbrautaverkefnis FÍB hafa nú verið sendar embætt-ismönnum og kjörnum fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem í hlut eiga. Þær niðurstöður sem varða gönguleiðir skólabarna til og frá skóla verða jafnframt sendar skólastjórum og foreldrafélögum til skoðunar í þeirri von að það leiði til endurbóta. FÍB mun síðan reglulega fylgjast með hvort og hvernig framvinda þessara mála verður og birta jafnharðan fréttir af því í FÍB blaðinu og á www.fib.is.


Við Kársnesskóla, Kópavogi Við Giljaskóla, Akureyri

Við Hraunvallaskóla, Hafnarfirði

Við Mýrarhúsaskóla, Seltjarnarnes

Við Austurbæjarskóla, Reykjavík

Forgangur og öryggi gangandi vegfarenda á gönguþverunum Úrdráttur úr skýrslu Mannvits sem unnin var fyrir Vegagerðina í desember 2012:

S

kv. kafla 2 varðandi lög og reglur er skýrt að við allar löglegar gangbrautir í götu skuli upplýsingamerki D02.11 (Gangbrautarskilti innskot FÍB) vera uppsett báðum megin akbrautar. Því miður virðist víða pottur brotinn þegar kemur að uppsetningu gangbrautaskilta en mjög mikilvægt er að allir vegfarendur geri sér grein fyrir aðstæðum hverju sinni og hvaða reglur gilda.

Göngum í skólann

Gjarnan er staða gangandi á gönguþverunum óljós og eru ökumenn og vegfarendur oft á tíðum ekki klárir á því hver hafi forgang. Sérstaklega á þetta við um forgang gangandi á gönguþverunum án sérstakra gangbrautarmerkinga og hafa slys á slíkum þverunum oft leitt til umræðna um eðli þeirra. Mjög margar gerðir af ómerktum þverunum er að finna á Íslandi og lítið samræmi milli lausna og við sumar aðstæður er vel

skiljanlegt að gangandi haldi að um forgang þeirra sé að ræða. Er þá einkum um að ræða þegar vel skilgreind gönguleið í samgöngu-kerfinu er leidd í gegnum akbraut með upphækkun eða götumynstri sem gerir gangandi erfitt um vik. Hvort er það sá gangandi sem er að þvera akstursleið eða sá akandi sem er að þvera gangstétt með forgangi gangandi? Mikilvægt er að koma í veg fyrir þess konar aðstæður og skilgreina betur muninn á akbraut, gangstétt og gangbraut.

T.v. mynd úr átakinu „Göngum í skólann“ sem fjölmargar stofnanir koma að [Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, 2012] Mynd. T.h. -Hvað á Innipúki Umferðarstofu að gera þegar engin er gangbrautin [Umferðarstofa, 2012d]?

Þar sem í sumum hverfum Reykjavíkur er ekki að finna dæmigerða löglega gangbraut með forgangi gangandi ætti því að vera jafn mikilvægt að kynna fyrir yngstu notendum hvað Innipúkinn gerir þegar engin gangbraut er nálæg heldur einungis annars konar gönguþveranir. Skýrsluhöfundur er Hörður Bjarnason, vega- og umferðarverkfræðingur hjá Mannviti.

9


Nýr og betri afsláttarsamningur

við Atlantsolíu MEIRA FYRIR FÍB FÉLAGA 7 kr. á öllum bensínstöðvum og allt að 11 krónur á einni valstöð HJÁ ATLANTSOLÍU Mosfellsbæ

N

ýr og betri afsláttarsamningur hefur nú náðst við Atlantsolíu fyrir hönd félaga í FÍB. Samningurinn tekur gildi frá og með útkomu þessa tölublaðs FÍB blaðsins. Samkvæmt honum fá nú fullgildir félagar í FÍB sem um leið eru handhafar Atlantsolíulykils, enn betri afsláttarkjör við kaup á eldsneyti en áður. Fullgildir félagar í FÍB fá nú sjö króna afslátt af verði hvers eldsneytislítra á öllum stöðvum Atlantsolíu og níu króna afslátt á einni fyrirfram valinni stöð. VELDU ÞÍNA STÖÐ! Þessu til viðbótar þá skulbindur AtlantsAkureyri - Glerártorgi Reykjanesbæ - Njarðvík olía sig til þess að veita þeim félögum FÍB Akureyri - Baldursnesi hjá BYKO Reykjavík - Bíldshöfða Borgarnesi Skeifunni sem Reykjavík kaupa -50 lítra af eldsneyti á mánuði Hafnarfirði - Hafnarfjarðarhöfn Reykjavík - Skúlagötu eða meir, króna afslátt á einni fyrirfram Hafnarfirði - Kaplakrika Reykjavík11 - Sprengisandi Hveragerði Reykjavík - Öskjuhlíð valinni stöð. Allar nánari upplýsingar um Kópavogi - Búðakór Selfossi samninginn Kópavogi - Kópavogsbraut Stykkishólmiog skilmála hans má finna á Kópavogi - Byko Breiddinni Egilsstöðum heimasíðu FÍB, www.fib.is undir valorðinu Mosfellsbæ Afslættir ofarlega á heimasíðunni. Til að sækja um FÍB lykil og velja þínaFÍB stöð fagnar þessum nýja samningi og farðu inn á fib.is eða hringdu í síma 414-9999 væntir þess að hann bæti hag félagsmanna og verði nokkurt mótvægi við þær miklu hækkanir sem orðið hafa undanfarið á flestum kostnaðarliðum í rekstri bílsins. Skúlagötu

Skeifunni

Bíldshöfða Sprengisandi

Öskjuhlíð

BYKO Breidd

Kópavogsbraut

Búðakór

11 KR

AFSLÁTTUR

Akureyri (Glerártorgi og Baldursnesi)

Kaplakrika

9+2 KR

Egilsstöðum

Stykkishólmi

Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn

EF KEYPT ER 150 L EÐA MEIRA

Borgarnesi

Mosfellsbæ

Reykjanesbæ

7+2 KR

Hveragerði Selfossi

Mosfellsbæ

EF KEYPT ER 150 L EÐA MINNA

FÍB félagar njóta sérkjara á eldsneyti. Dælulyklar þeirra sem greitt hafa félagsgjald veita 9 króna afslátt á valdri Atlantsolíustöð og 11 krónur ef teknir eru 150 l eða meira á mánuði. Skúlagötu

Skeifunni

Bíldshöfða

Sprengisandi

Öskjuhlíð

BYKO Breidd

Kópavogsbraut

FYLLTU Á OG FARÐU AÐ SPARA

Búðakór

• Dælulykillinn er ókeypis • Sæktu um hann á www.fib.is ka • Þú færð hannKaplakri sendan heim

Akureyri (Glerártorgi og Baldursnesi)

Egilsstöðum

Stykkishólmi

Birgðastöð höfn Hafnarfjarðar

Borgarnesi Mosfellsbæ Reykjanesbæ Hveragerði Selfossi

tor Akureyri - Glerár snesi hjá BYKO Akureyri - Baldur Borgarnesi fnarfjarðarhöfn Hafnarfirði - Ha lakrika Hafnarfirði - Kap

Mosfellsbæ

Hveragerði ór Kópavogi - Búðak avogsbraut Kópavogi - Kóp o Breiddinni Kópavogi - Byk Mosfellsbæ

HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ

Skúlagötu

Í GÓÐUM HÖNDUM Skeifunni

Bíldshöfða Sprengisandi

Öskjuhlíð

lja þína stöð FÍB lykil og ve Til að sækja um síma 414-9999 í du ing hr .is eða farðu inn á fib

BYKO Breidd

Kópavogsbraut

- Njarðvík Reykjanesbæ shöfða Reykjavík - Bíld ifunni Reykjavík - Ske lagötu Reykjavík - Skú engisandi Reykjavík - Spr juhlíð Snjallt að Reykjavík - Ösk kíkja á okkur Selfossi á adal.is Stykkishólmi Egilsstöðum

Búðakór

Akureyri Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn (Glerártorgi og Baldursnesi)

á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið

Kaplakrika

11 KR

AFSLÁTTUR

9+2 KR

Egilsstöðum

Stykkishólmi

Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn

200 lítra eldsneytisúttekt.

MEIRA FYRIR HJÁ ATLAN H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 0 4 6 7

TÖÐ!

VELDU ÞÍNgiA S

Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 Borgarnesi Mosfellsbæ

www.adalskodun.is og www.adal.is

Reykjanesbæ

Reykjavík

Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár

10

Hveragerði Selfossi

Reykjavík

Hafnarfjörður

VELDU ÞÍNA STÖÐ! Grjóthálsi 10 Sími 590 6940

Skeifunni 5 Sími 590 6930

Akureyri - Glerártorgi Akureyri - Baldursnesi hjá BYKO Borgarnesi Hafnarfirði - Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfirði - Kaplakrika

Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900

Kópavogur

Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935

Reykjanesbæ - Njarðvík Reykjavík - Bíldshöfða Reykjavík - Skeifunni Reykjavík - Skúlagötu Reykjavík - Sprengisandi

Reykjanesbær

Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970

7+2 KR

FÍB félagar njóta sérkjara á e þeirra sem greitt hafa félagsgja


EIN MÍNÚTA

í lausagangi kostar meira eldsneyti og útblástur en að ræsa bílinn aftur.

HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Arion banki býður kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni.

AÐILD AÐ FÍB Viðskiptavinir sem fjármagna bílakaup sín hjá Arion banka fá ársaðild að Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Aðildin felur m.a. í sér neyðarþjónustu allan sólarhringinn, öflugt afsláttarkerfi og lögfræði- og tækniráðgjöf um allt sem lýtur að bílnum. Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru.

Arion bílafjármögnun auðveldar þér að eignast og reka bílinn þinn á hagkvæman hátt.

11


VIÐTALIÐ

GÓÐ REYNSLA AF RAFBÍL

-Helgi Sigurjónsson rafmagnstæknifræðingur fer allra sinna ferða á Nissan Leaf:

H

elgi Sigurjónsson rafmagnstæknifræðingur er eigandi Nissan Leaf rafbíls sem hann keypti frá Bandaríkjunum. Bíllinn var ársgamall en nánast ónotaður þegar Helgi tók hann í notkun fyrir um fjórum mánuðum. Bíllinn hefur reynst vel og uppfyllt vel þær væntingar sem til hans voru gerðar. Fjölskyldan hefur nokkrum sinnum skroppið austur í Tungur á bílnum og suður í Leifsstöð í Keflavík og aldrei lent í vanda vegna rafmagnsskorts. Bensínknúnu bílarnir á heimilinu hafa varla verið gangsettir síðan rafbíllinn kom á heimilið.

12

Bandaríkjamaðurinn sem áður átti bílinn hafði fengið sérstaka meðgjöf frá ríkinu með bílnum nýjum. Henni fylgdi það skilyrði að ekki mátti selja bílinn innan tilsetts tíma, sem rétt var útrunninn þegar Helgi keypti hann. Það má því segja að hið hagstæða verð sem Helgi fékk bílinn á hafi að hluta verið vegna þess að bandaríska ríkið hafði niðurgreitt hann. Hér á Íslandi bættust svo engin vörugjöld né virðisaukaskattur ofan á bílinn þannig að kominn á götuna var verðið ósköp áþekkt verði nýlegs lítið ekins bíls af svipaðri stærð, en með brunahreyfli.

Hversvegna rafbíl? „Ég hef fylgst lengi með þessum rafbílamálum. Í kring um árið 1980 sýndist mér sem rafbílarni væru alveg að koma. En þá lækkaði olían skyndilega í verði þannig að bílaiðnaðurinn eiginlega hætti við rafbílana um sinn. En tæknin sem gerði rafbílana mögulega var vissulega komin og hún fór reyndar hvergi því að hún var innleidd í rafknúna lyftara og fleiri slík tæki og hefur reynst mjög vel hér á landi sem annarsstaðar. Það er því komin góð reynsla á rafknúin farartæki og þróun tækninnar hefur


haldið áfram. Á þessum tíma vann ég m.a. við það að selja hraðabreyta fyrir rafmótora. Að baki þeim er hátt í hálfrar aldar þróun og tæknin í þeim er sérlega traust og örugg. Ég þekkti þessa tækni mjög vel og var og er alveg sannfærður um að hún er alls ekkert líkleg til að taka upp á því að bila í tíma og ótíma og ekkert frekar þótt búið sé að koma henni fyrir ofan í vélarrými bíls. Rafbílatæknin er nefnilega ekkert annað en rafmótor með hraðabreyti sem knýr bílinn áfram. Sams konar búnaðar hefur verið mjög algengur og í margskonar notkun áratugum saman bæði hér á landi og annarsstaðar án þess að hafa nokkru sinni bilað eða stöðvast. Og nú síðustu árin hefur orðið mikil þróun í þessu búnaði sem gert hefur hann enn betri. Ef gengið er vel frá honum í bílunum, eins og mér sýnist vera í mínum bíl þá eru mjög litlar líkur á að hann bili,“ segir Helgi. En svo tók olían að hækka á ný á heimsmarkaði og Helgi fór aftur að hugsa um rafbíl sem hugsanlegan valkost sem heimilisbíll sem kominn var tími til að endurnýja. Hann las mikið um rafbíla og nýjustu rafbíltækni og kannaði hvort og hvar þeir fengjust keyptir, ekki síst eftir að stjórnvöld ákváðu að gera þá alveg gjaldafrjálsa og fella niður virðisaukaskatt við kaup á þeim.

Þegar vélarhlífin er opnuð er engu líkara en að hefðbundin vél komi þar í ljós. Svo er þó ekki. Þetta er hraðabreytirinn og fyrir neðan er rafmótorinn sem knýr framhjólin um mismunadrif.

Volt eða Leaf? Leit Helga að rafbíl leiddi fljótlega í ljós að framboð á þeim var nánast ekkert hér á landi. Hann rakst að vísu á einn á bílasölu um síðustu áramót sem strax seldist. Bílaumboðin voru ekki tilbúin til að hefja innflutning og sölu rafbíla þá. Eina tækifærið til að eignast sæmilegan rafbíl var því að kaupa hann erlendis og flytja hann inn, annaðhvort eyða tíma í það sjálfur eða þá að fá einhvern til þess að annast það. „Niðurstaðan varð sú að ég hafði samband við fyrirtækið Islandus sem strax bauðst til þess að taka þetta að sér. Það myndi taka ca. þrjá mánuði að finna vel með farinn og lítið notaðan bíl í Bandaríkjunum, fá hann skoðaðan af fagaðila þar og flytja hann síðan

Tölvukerfið er óspart á upplýsingar um allt sem viðkemur akstrinum; um stöðuna á geymunum, hraðann, hitastigið inni og úti, orkunotkun og drægi.

Nissan Leaf er að flestu leyti eins og hefðbundinn bíll í akstri og notkun. Hann er viðbragðssnöggur, rúmgóður og þægilegur og nóg pláss fyrir fólk og farangur.

13


VIÐTALIÐ

til Íslands og fá hann skráðan. Eftir að ég hafði ákveðið mig samdi ég við Islandus um viðskiptin og er skemmst frá að segja að allt sem mér var lofað stóðst sem stafur á bók og hér er bíllinn.“ Helgi segir að ákvörðunin um hvort og þá sérstaklega hvaða bíltegund og gerð skyldi kaupa hafi ekki verið létt. Hann hafi í fyrstunni verið mjög spenntur fyrir Chevrolet Volt sem er vissulega rafbíll en með bensínrafstöð um borð. Rafstöðin sér drifkerfinu sjálfvirkt fyrir rafmagni þegar minnka tekur á geymunum. „Að vel athuguðu máli fannst mér Voltinn of dýr. Það sem síðan gerði útslagið með að við völdum Nissan Leaf sem er hreinn rafmagnsbíll var, að hann var talsvert ódýrari og auk þess mun rúmbetri en Volt. Þá er drægi hans á rafmagni talsvert meira en Voltsins og fyllilega nægilegt fyrir alla heimilisnotkun okkar. Þessa fjóra mánuði sem við höfum átt og notað bílinn höfum við varla sett hina bílana á heimilinu í gang. Rafbíllinn er alltaf fyrsta val heimilisfólksins.“ Helgi tekur fram að vissulega séu það talsverð umskipti að hætta nánast að keyra venjulega sprengihreyfilsbíla dags daglega og fara allra sinna ferða á rafbíl. Það þurfi að fylgjast grannt með straumnum á rafhlöðunum í upplýsingakerfi bílsins og muna eftir því að stinga bílnum sem oftast í samband þar sem því verður við komið, sérstaklega ef mikið þarf að nota hann og svo auðvitað alltaf á kvöldin þegar heim er komið. En það sé sannarlega þess virði. Nissan Leaf bíllinn hefur nú verið í notkun hjá fjölskyldunni í tæpa fjóra mánuði og mánaðarlegur akstur er í kringum 1.500 kílómetrar. Ekkert vandamál hefur komið upp. Alltaf er nóg rafmagn til að komast leiðar sinnar og hinir tveir bílarnir á heimilinu, lítill fólksbíll. Auk rafbílsins eru tveir aðrir bílar á heimilinu, jeppi og smábíll en rafbíllinn er lang mest notaður sem fyrr er sagt. Í Nissan Leaf er mjög öflugt upp14

lýsingakerfi sem stöðugt uppreiknar drægið út frá hleðslustöðunni og út frá aksturslaginu á hverjum tíma. Tölvan reiknar út á augabragði hvaða áhrif öll straumnotkun hefur á drægið, t.d. ef kveikt er á miðstöðinni, á sætahiturum eða jafnvel á þurrkunum. Aðalljósin virðist hins vegar taka sáralítinn straum. Þegar bílnum er stungið í samband í hleðslu er hægt að stilla hleðslutímann, t.d. hvenær ætlast er til að bíllinn fari að taka við rafmagni og hvenær að hætta. Þá er hægt að stilla það inn hvort og hversu mikið eða lengi hann skuli hita upp innanrýmið. Það þýðir að bíllinn er alltaf heitur þegar ekið er af stað og hvorki móða né ísing á rúðum.

væri stærri, dýrari og eyðslufrekari bíll en Citroen bíllinn saman við rafbílinn yrði munurinn enn meiri. En kaupverð Nissan Leaf er nokkru hærra en á bíl eins og umræddum Citroen C3 en Helgi telur að í hans tilfelli myndi sá munur jafnast út á þremur árum vegna þess hve reksturs- og orkukostnaður rafbílsins er lágur og orkunýtni hans góð.

Viðhald

Ég sá það í sumar þegar miðstöðin var ekki í gangi að tölvan í bílnum gaf upp allt að 7 kílómetra drægi fyrir hverja kílóWattstund sem auðvitað er fáránlega lág tala. Í wöttum talið eða þetta 130-140 wött á hvern kílómetra. Þetta er auðvitað vegna þess fyrst og fremst að orkunýtni í þessum bíl er svo miklu miklu betri en í bensínbíl.“

Almennt viðhald á rafbíl er allt annað en á bensínbíl. Engar síur þarf nokkru sinni að skipta um og nánast eina olían á honum eru ca 0,3 lítrar á mismunadrifinu. Í bílnum er AC miðstöð (hitun og kæling) Samkvæmt handbók skal skipta um kælivökvann á henni eftir 15 ár. Hemlar eru líklegir til að endast mun lengur en í bensínbíl vegna þess að þegar slegið er af inngjöfinni þá endurnýtir kerfið hreyfiorkuna og breytir henni í rafmagn sem hleðst inn á geymana. Um leið eykst mótstaða í rafmótornum (meiri mótorhemlun). Þetta þýðir það að í borgarakstri er mótorhemlunin í flestum tilfellum nóg og það mikil að ekki nema rétt þarf að tylla á bremsufetilinn öðru hverju til að stöðva bílinn alveg. Þetta þýðir að viðhald á hemlaklossum og –diskum og hemlabúnaðinum í heild verður mun léttara en í hefðbundnum bíl. Þá er hver orkueining í rafmagninu miklu ódýrari en sama orkueining í bensíni eða dísilolíu. Allt gerir þetta samanlagt það að notkun, almennt viðhald og umhirða bílsins verður mun léttari fyrir pyngjuna. Helgi hefur lauslega borið saman rekstur gamla heimilisbílsins sem er Citroen C3 og rafbílsins miðað við reynsluna hingað til. Niðurstaðan er sú að kostnaðarhlutfallið er nokkurn veginn 16:3 rafbílnum í hag. Ef borinn

„Rafmagnsverðið hjá okkur er mjög hagstætt. KílóWattstundin kostar 13 krónur og upplýsingakerfi bílsins segir að hann komist 5,3 kílómetra á einni kílóWattstund sem þýðir að notkunin er milli 180-190 wött á kílómetrann. Það getur tæpast talist mikið.

Aðspurður um hve lengi hann sjái fyrir sér að eiga þenna bíl svarar Helgi því til að ef hann eigi hann bílinn í tíu ár, þá eigi hann fyrir nýjum sambærilegum bíl. „Sjálfur bíllinn ætti að þola það ágætlega. Auðvitað er hann byggður úr stáli eins og aðrir fólksbílar sem getur ryðgað. En mótorinn og rafbúnaðurinn endist örugglega lengur en bensínvélar og gírkassar endast yfirleitt. Auðvitað verður að sinna eftirliti með hjólabúnaði, fjöðrum og stýrisliðum og viðhald þessara hluta verður líklega svipað og í hefðbundnum bílum. En viðhaldið á hemlakerfinu verður líklega minna en á bensínbíl vegna vélarhemlunarinnar.“ Spurður um hvort hann telji að rafhlöður bílsins gætu átt eftir að valda vandræðum segir hann engin merki þess að þær séu veikur hlekkur í þessu dæmi. Hingað til séu einungis dæmi um að um 20 rafhlöðusamstæður sem hafi bilað af þeim yfir 20 þúsund sem framleiddar hafa verið.


Við fjármögnum nýja fjölskyldubílinn Þegar fjölskyldan stækkar getur nýrri, sparneytnari og öruggari bíll gert gæfumuninn. Með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu hjálpum við ykkur að fjármagna það sem upp á vantar til að þið getið fengið ykkur nýjan fjölskyldubíl. Við aðstoðum með ánægju.

Suðurlandsbraut 14

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is

50%

afsláttur af lántökugjöldum* í október *á bílalánum og bílasamningum

Bílskúrshurðir fyrir íslenskar aðstæður Héðinshurðir eru glæsilegar og endingargóðar bílskúrshurðir sem hafa sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Gerðar úr galvanhúðuðu stáli með þykkri einangrun, þola mikið vindálag og kulda. Fyrsta flokks viðhalds- og varahlutaþjónusta. Ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu fylgja.

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

15


BÍLL ÁRSINS 2014 Á ÍSLANDI BÍLL ÁRSINS

Valið milli drauma og veruleika - veruleikinn varð hlutskarpastur

B

andalag íslenskra bílablaðamanna BÍBB hefur valið Skoda Octavia. Bíl ársins 2014 á Íslandi. Octavia hlaut flest stig valnefndarinnar eða 742. Næst flest stig hlaut Tesla Model S og Niðurstaða í þriðja sæti varð VW Golf með 701 stig.

stigatöflu við lokaval á ,,bíl ársins" 17. septemb A

B

C

D

E

F

60 82 66

80 90 72

92 76 62

88 96 80

78 94 94

82 82 94

Í flokki minni fólksbíla varð VW Lexus IS300h 76 88 Golf efstur með 701 stig. Næstur var Ragnar Borgþórsson fulltrúi Skoda Octavia 86 106 Renault Clio með 649 stig og þriðji Skoda með stálstýrið. Við hlið hans er varð Nissan Leaf með 642 stig. TeslaGuðjón ModelGuðmundsson S 68 92 formaður BÍBB Jeppar og jepplingar Í flokki stærri fólksbíla varð Skoda Ford Kuga 52 60 Octavia efstur með 742 stig. Næst kom Tesla S með 706 stig og loks Honda CRV 70 106 Lexus IS3300h með 699 stig. Toyoyta RAV4 56 72

78 70 78

90 98 96

94 92 94

80 96 90

66 68 64

68 78 54

82 90 78

62 95 72

Minni fólksbílar

Þeir bílar sem í úrslit komust voru Nissa Leaf aðgreindir í þrjá flokka: 1. Minni VW Golf fólksbíla. 2. Stærri fólksbíla. 3. jeppa Renault Clio og jepplinga.

Stærri fólksbílar

Í flokki jeppa og jepplinga varð Honda CRV efstur með 682 stig. Næstur varð Toyota RAV4 með 563 stig og loks Ford Kuga með 555 stig. Útnefningin á bíl ársins fór fram í veitingahúsinu Nauthóli með tilstyrk Bílgreinasambandsins og Frumherja. Frumherji léði einnig aðstöðu í skoðunarstöðinni við Hestháls til að skoða úrslitabílana. Ennfremur léði Kvartmíluklúbburinn BÍBB keppnisbraut sína og aðra aðstöðu í Kapelluhrauni án endurgjalds.

Formaður BÍBB, Guðjón Guðmundsson setti hátíðina í Nauthóli, en aldursforseti þeirra sem reglulega fjalla um bíla; Jóhannes Reykdal, lýsti kjöri bíls ársins 2014. Hann fjallaði í ávarpi sínu um störf og ekki síst starfsaðstæður bílablaðamanna

og sérstaklega nýlegar breytingar á reglugerð sem heimila blaðamönnum akstur forskráðra bíla á rauðum númerum. Þessar breytingar takmarka mjög möguleika blaðamanna til að reynsluaka bílunum frá því sem áður var. Jóhannes líkti þessu við það að blaðamaður sem fjallar um leiksýningu sé neyddur til að fylgjast með sýningunni með tjöldin dregin fyrir að miklu leyti, eða að blaðamaður sem gagnrýna ætti bók, yrði skikkaður til að lesa aðeins aðra hverja blaðsíðu í henni. Blaðamennirnir sem völdu bíl ársins að þessu sinni fjalla allir um bíla að staðaldri í alla helstu fjölmiðla landsins. Fulltrúi FÍB var Róbert Már Runólfsson.

Valnefnd bílablaðamanna sem útnefndi bíl ársins að þessu sinni. Frá v: Guðjón Guðmundsson, Jóhannes Reykdal, Sigurður Már Jónsson, Finnur Orri Thorlacius, Róbert Már Runólfsson, Malín Brand, Njáll Gunnlaugsson og Róbert Róbertsson.

16


sjö

verslanir með mikið vöruúrval

EXPO - www.expo.is

Hafðu bílinn kláRan fyRiR vetuRinn!

Reykjavík, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 kópavoGuR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HafnaRfjöRðuR, Dalshrauni 17 ReykjanesbæR, Krossmóa 4, selfoss, Hrísmýri 7 akuReyRi, Furuvöllum 15, eGilsstaðiR, Lyngás 13

www.bilanaust.is

sími: 535 9000

Gæði, reynsla og gott verð!

17


BÍLL ÁRSINS 2014 Á ÍSLANDI

BÍLAPRÓFUN FÍB

SPARAKSTUR

Skoda Octavia

S

koda Octavia er Bíll ársins á Íslandi árið 2014. Sigurinn var nokkuð sannfærandi, enda skaraði Skódinn fram úr á öllum sviðum sem tekið var mið af í einkunnagjöfinni og endaði með 742 stig af 1200 mögulegum. Skoda Octavia er millistærðarbíll, byggður á MQB undirvagni Volkswagen samsteypunnar, en honum deila meðal annars VW Golf, sem vann einmitt flokk smærri bíla, Audi A3 og Seat León.

jepplingaflokki. Fótapláss var meira en nóg fyrir meðalmanneskjur og jafnframt var axla- og olnbogarými meira en ásættanlegt jafnvel þótt þrír fullorðnir sætu afturí. Ennfremur var farangursrýmið ríflegt í meira lagi jafnvel þótt reynslubíllinn hafi verið hlaðbakur (e. Hatchback). Skottið í hlaðbaknum rúmar heila 590 lítra (sem jafnframt er það stærsta í flokki bíla af þessari stærð), en 610 lítra í Combi útfærslu – þ.e. skutbíll (e. Station wagon).

Eins og flestir bílar í dag er nýja Octavian örlítið stærri á alla kanta en fyrirrennarinn. Ætla mætti að það myndi þyngja bílinn um of og hafa þar af leiðandi neikvað áhrif á eldsneytiseyðslu bílsins, en raunin segir annað (sjá síðar). Bíllinn er 9 cm lengri en fyrri kynslóðin, 4.5 cm breiðari og hjólhafið hefur vaxið um tæpa 9 cm. Þess má geta að það sem af er ári er Skoda Octavia mest seldi bíllinn á Íslandi og hlaut einnig þann titil árið 2011. Árið 2012, hins vegar, þurfti Skódinn að að lúta í lægra haldi fyrir Toyota Yaris.

Öryggi

Rými Þótt ótrúlegt megi virðast var farþegarýmið í aftursætunum það stærsta af öllum bílum sem komust í úrslit og eru þar með taldir keppendurnir í jeppa- og 18

Öryggi farþega er í fyrirrúmi í Skoda Octavia, en hann er útbúinn 9 loftpúðum, m.a. hliðarpúðum fyrir farþega í aftursætum og einnig fyrir hné ökumanns. Ekki nóg með það, heldur er bíllinn með svokallaða „virka vélarhlíf“, sem er blásin upp af loftbúðum og er því vænni fyrir vegfarendur sem kunna að verða fyrir bílnum. Því er betra fyrir gangandi að lenda fyrir Skoda Octavia en öðrum bílum! Undirrituðum (og öðrum aðilum dómnefndar) gafst ekki tækifæri til að sannreyna gæði loftpúðanna, og kaupendur verða því að treysta orði framleiðanda. Auk þess er bíllinn útbúinn fjölda skynjara sem hannaðir eru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árekstur. Þá hlaut bíllinn 5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP.

Innrétting og búnaður Innréttingin er nær gallalaus – sætin þægileg og veita góðan stuðning, fótapláss er, eins og áður segir, talsvert og nóg er af hólfum og glasahöldurum. Bolero hljómtæki með 8 hátölurum er staðalbúnaður sem og stór og skilvirkur snertiskjár sem stýrir afþreyingu o.þ.h. USB og Aux tengi eru fyrir síma og iPod ásamt SD-kortarauf. Einnig er hægt að tengja símann við bílinn með Bluetooth og er þá bæði hægt að hringja og spila tónlist beint úr símanum. Gaman er að segja frá því að raddstýringin virkar betur en í nokkrum öðrum bíl sem undirritaður hefur prófað og reyndist leikur einn að „segja“ bílnum að hringja í hvern sem er – hversu íslenskt sem nafnið á viðkomandi var. Í akstri Í akstri er fátt út á bílinn að setja. Vitaskuld eru aksturseiginleikarnir ekki sportlegir, enda ekki það sem sóst er eftir í Skoda Octavia. Sá pakki er afgreiddur af Skoda Octavia vRS sem kemur væntanlega seinna til landsins. Vélarhljóð og veghljóð eru í algjöru lágmarki, enda bíllinn einstaklega vel smíðaður og hljóðeinangraður. Fjöðrunin er viðsættanleg, en nú er notast við svokallaða „torsion-link“ afturfjöðrun í stað fjölarma (e. Multilink) fjöðrunar. Sú fyrrnefnda er


ódýrari í framleiðslu, en gerir það að verkum að fjöðrunin er ögn hastari og grófari en ella. Vélar og eldsneytiseyðsla Gott úrval véla er í boði, en prufubíllinn var útbúinn 1.6l TDI dísilvél með DSG-skiptingu. Einnig er í boði 2.0 TDI dísilvél og 1.2l og 1.4l bensínvélar, bæði með beinskiptingu og DSG-sjálfskiptingu. Hestöflin eru ekki ýkja mörg (frá 105 í 1.2 bensín upp í 150 í 2.0 dísil), en allar vélarnar eru nokkuð sprækar fyrir því, vinna vel og eru rennisléttar í þokkabót. Kolefnislosun er svo lág í báðum dísilvélum og minni bensínvélinni, að leggja má frítt í gjaldskyld stæði í allt að 90 mínútur. Ennfremur er eldsneytiseyðslan lítil, frá aðeins 3.8l/100 km skv. tölum frá framleiðanda sé 1.6 dísilvélin valin. Vert er að taka fram að þrátt fyrir harðan akstur í stanslausri botngjöf á Kvartmílubrautinni reyndist ógjörningur að ná eyðslunni upp fyrir 6 lítra á hundraðið! Verð Upp á síðkastið hefur Skoda verið að hækka gæðastaðla og bæta ímynd sína. Því fylgir verðhækkun milli kynslóða, án þess þó að komast of nálægt verðum stóra bróður, Volkswagen. Grunnverð á Skoda Octavia með beinskiptingu og 1.2l bensínvél er 3.790.000 kr. Á hinum enda skalans er verðið á Combi útfærslu (skutbíll) með 2.0 dísilvél 5.070.000 kr. Hægt er að fá Combi-bílinn með fjórhjóladrifi og 1.6l dísilvél og er verðið á honum 4.890.000 kr. (Öll verð miðast við verðlista Skoda á Íslandi, september 2013. Heimild: http://www.skoda.is) RMR

Heilsteyptur pakki Vélar og gírkassar Rými Eyðsla Óspennandi útlit 19


BÍLAPRÓFUN FÍB

MODEL S

T

esla Model S hafnaði í öðru sæti í flokki stærri fólksbíla í vali á Bíl ársins 2014 og hlaut alls 706 stig.

Fyrstu kynni Frá því andartaki er þú lítur Tesla Model S fyrst augum veistu að ein heljarinnar veisla er í vændum. Lykillinn að bílnum er ekki lykill í hefðbundnum skilningi orðsins, heldur smækkuð útfærsla af bílnum sjálfum. Þegar gengið er upp að bílnum skríða hurðarhúnarnir út á móti þér og bjóða þig velkominn inn. Þegar inn er komið tekur á móti þér innra rými sem er harla ólíkt öllu því sem á að venjast. Skortur á tökkum er algjör! Í stað þess situr í mælaborði milli sætanna 17“ snertiskjár er minnir helst á iPad. –Nema talsvert stærri. Þessi snertiskjár er aðal stjórnstöð bílsins. Ætla mætti í byrjun að einungis hinir örgustu tölvunördar gætu botnað í þessari stjórnstöð, en raunin er allt önnur. Efst á skjánum eru flýtileiðir fyrir útvarp/mp3, leiðsögukerfi, orkunotkun, netvafra (já, hví ekki?), baksýnismyndavél og síma. Neðst á skjánum eru svo miðstöðvarstillingar og flýtileið í fleiri stillingar bílsins. Kostir þessa flennistóra skjás er að hægt er að varpa upp fullkomnu korti 20

frá Google Maps, eða til dæmis skipta skjánum til helminga með korti og baksýnismyndavél. Því er viðmótið stílhreint og auðvelt í notkun. Bíllinn er útbúinn 3G-neti og er því hægt að vafra á internetinu meðan keyrt er. Mesta furða þó er að það skuli vera löglegt, en undirritaður mælir með því að láta þann eiginleika alveg í friði meðan ekið er, nema ef farþegi stjórnar því. Undir Controls er svo hægt að stýra vel flestu sem hægt er að ímynda sér. Hægt er að opna og loka aftur- og framhlera, læsa hurðum, opna sóllúguna, hækka eða lækka bílinn eftir því hvort keyrt er yfir ójöfnur í vegi eða á miklum hraða á sléttum vegi og margt, margt fleira. Í akstri Fyrstu viðbrigði umfram „venjulega“ bíla sem maður tekur eftir í Teslunni er hinn undarlegi skortur á hljóði. Við létta inngjöf heyrist lítið sem ekki neitt – aðeins lágvær ómur frá dekkjunum. Sé stigið örlítið þéttar á inngjöfina (hér verður nota bene að varast að segja bensíngjöf) hljómar lágvært „humm“-hljóð frá rafmótornum, sem minnir kannski einna helst á hljóð í lyftu, en dekkjahljóð eykst einnig lítillega. Viðbrögðin leyndu sér ekki loks þegar inngjöfin var stigin í botn, en undirritaður

skellti upp úr í hláturskasti, enda tilfinningin sem yfirþyrmdi mann engri lík. Hið viðstöðulausa viðbragð rafmótorsins skýtur bílnum af stað líkt og teygjubyssa. Sprengihreyflar taka sinn tíma að dæla inn bensíni í sprengihólfin, blanda saman við loftið og dæla útblæstrinum út um púströrið, en í rafmagnsbílum má helst líkja þessu við slökkvara á ljósi – aflið er annað hvort af eða á. Þessi snerpa skilar sér í mikilli hröðun, en aðeins tekur tæpar 4.5 sekúndur að knýja þennan 2.170 kg bíl frá kyrrstöðu í 100 km/klst. Reynsluakstursbíllinn var af svokallaðri Signature gerð og var útbúinn öllum mögulegum búnaði, en helst ber þar að nefna 85 kílóWattstunda Performance Plus batterípakkann. Skv. framleiðanda er fræðilegt drægi um 450 km og hámarkshraði 210 km/klst. Bíllinn lætur vel að stjórn á miklum hraða og vekur samhliða hraðaaukningu sjálfstraust ökumanns og traust á bílnum, sem höndlar beygjur líkt og langt um léttari bíll. Teslan fékk svo heldur betur að finna fyrir því af hálfu bílablaðamanna á Kvartmílubrautinni í lokaprófunum, en þegar hraðinn var skuggalega nálægt öðru hundraðinu var stöðugleikinn, enn sem áður, algjör.


Ef eitthvað má setja út á bílinn í akstri er það að nokkur ókyrrð myndast í samskeytum topplúgunnar og skapar því nokkurn hávaða vegna vindsins á miklum hraða. Til stendur hins vegar að hanna einhvers konar „sokk“ eða hljóðeinangrandi hulsu sem á að klæða innan á topplúguna, eigendum að kostnaðarlausu. 14“ Brembo bremsurnar reyndust einnig ansi aflmiklar, en skv. prófunum erlendra bílablaðamanna á ekki að

taka nema 33 metra fyrir bílinn að staðnæmast frá 100 km hraða á klukkustund. Loftpúðafjöðrunin í bílnum er stillanleg, bæði hvað varðar stífni og veghæð, en við líflegar og krefjandi aðstæður, líkt og í keilusvigi á Kvartmílubrautinni, hélst bíllinn svo gott sem flatur og ávallt undir stjórn. Sé hins vegar dólað í miðbæjarumferð mýkist allt og aksturinn verður hinn þægilegasti. Rými Þegar Tesla Model S er fyrst barinn augum er erfitt að átta sig á hvort hann líti út eins og sportbíll eða fernra dyra lúxuskerra. Sannleikurinn er sá að bíllinn er blanda af því tvennu, en með rými á við stóran fjölskyldubíl og gott betur en það! Byrjum fremst: Þar sem engin vél er í „nefi“ bílsins er þar pláss fyrir farangur. Framleiðandinn nefnir það pláss Frunk (stytting á Front-trunk) og mætti því íslenska það sem Frott (þ.e. Fram-skott). Ætla mætti að sú geymsla væri í besta falli á stærð við hanskahólf, en það gæti ekki verið fjær raunveruleikanum. Í raun rúmar frottið heila 750 lítra. Akstursstaða ökumanns er óað-

finnanleg, stillingar auðveldar og sætin góð að mestu leyti – þó mættu þau veita örlítið meiri hliðarstuðning, en í kröppum beygjum er hætt við að kastast of mikið til í stólnum. Milli framsætanna er stórt, autt rými og má geyma þar enn meiri farangur, en til stendur að hanna miðjustokk með geymsluhólfum milli sætanna og mun verða selt í seinni útfærslum bílsins. Aftursætin rúma nokkuð ágætlega tvo fullvaxna farþega, en um leið og sá þriðji mætir í miðjuna er rýmið takmarkað í meira lagi. Ekki er pláss fyrir axlir allra farþega og verður ferðin því heldur óþægileg fyrir vikið. Ennfremur eru höfuðpúðarnir það lágir að þeir ná engum meðalmanni upp að höfði eins og þeim er ætlað að gera. Skottið afturí er svo aftur á móti talsvert rúmgott, eða tæpir 740 lítrar með aftursætin í uppréttri stöðu. Reynslubíllinn var útbúinn þriðju sætaröð í skotti og rúmar tvö börn allt að 10 ára gömul. Efnisval í innra rými bílsins er til fyrirmyndar, en notast er við hágæða leður, ál- og viðarinnréttingu ásamt koltrefjum hér og þar.

Verð Grunnverð fyrir Tesla Model S með minni, 60Kwh, batterípakkann án aukahluta kostar frá 11.800.000 kr, en fyrir þann pening fæst ekki eins mikil hröðun eða drægi eins og í reynsluakstursbílnum. Drægið um 370km og hröðunin frá 0-100km/ klst tekur um 6 sekúndur, en aflið er 302 hestöfl. Reynsluakstursbíllinn var aftur á móti af dýrustu sort, með stærri batterípakkann, skilaði 416 hestöflum og með alla fáanlega aukahluti. Skemmst er að segja frá því að þann lista tæki nokkrar blaðsíður að útlista og er því mælt með að áhugasamir heimsæki heimasíðu Tesla (www.teslamotors.com) og kynni sér aukahlutina. Verðið var því komið vel yfir 20 milljónir, án þess að hafa fengið uppgefna nákvæma tölu. Að lokum Það eru þvílík forréttindi að fá að reynsluaka bíl eins og Tesla Model S. Hann vekur athygli hvar sem er og munu eigendur þurfa að gera ráð fyrir góðum aukatíma á ferðalögum sem fer í að ræða um bílinn við almenning. Efasemdir um farsælni rafbíla fara þverrandi og við tekur tilhlökkun um hvað framtíð þeirra ber í skauti sér. 21


NEGLDU DEKKIN GRÍPA

22


BETUR Í ÍSINN - ENNÞÁ

E

nnþá er grip nagladekkjanna í svellið betra en grip þeirra ónegldu. Enn er það svo að hemlunarvegalengd besta neglda vetrarhjólbarðans er næstum 14 metrum styttri en besta óneglda hjólbarðans. Naglarnir eru þannig enn sem fyrr verulegt öryggismál þegar ís er á vegunum. 14 metrum lengri hemlunarvegalengd gæti skilið milli lífs og dauða. Að þessu sinni hafa verið prófuð 20 vetrardekk, bæði negld og ónegld. Flest eru þessi dekk sérstaklega gerð og ætluð til nota í vetrarfæri á norðlægum slóðum. Meðal þeirra eru margar þeirra tegunda og gerða sem best hafa selst hér á landi. Inni í milli eru svo tegundir og gerðir minna þekktra vetrarhjólbarða. Vægi hinna fjölmörgu prófunarþátta er misþungt en könnunin er að venju sett upp þannig að hver og einn ætti að geta valið sér vetrarhjólbarða eftir ríkjandi aðstæðum á sínu megin 23


aksturssvæði. Heildareinkunn hvers hjólbarða er einskonar vegið meðaltal árangurs í einstökum prófunarþáttum og þarf vitanlega ekki endilega að skoðast sem hin eina rétta niðurstaða sem gildir fyrir alla. En vísbending er hún vissulega. En svona raðast vetrarhjólbarðarnir í vetrardekkjakönnun NAF 2013 eftir heildareinkunn (skali 0-10):

Negldir hjólbarðar Heildareinkunn 0 - 10 Nokian Hakkapeliitta 8 8,6 Pirelli Ice Zero 8,5 Continental ContiIce Contact 8,2 Gislaved Nord Frost 100 8,2 Goodyear Ultra Grip Ice Arctic 7,8 Hankook Winter I*Pike RS 7,8 Bridgestone Blizzak Spike-01 7,7 Michelin X-Ice North 3 7,4 BF Goodrich g-Force Stud 7,3 Toyo Observe G3-Ice 6,9 Aurora Winter Route Master UW71 6,6

Teg. gerð

Ónegldir hjólbarðar Heildareinkunn 0 - 10 Michelin X-Ice X13 7,6 Nokian Hakkapeliitta R2 7,5 Bridgestone Blizzak WS70 7,2 Pirelli Icecontrol 7,2 Continental ContiViking Contact 5 7,0 Vredestein Nord-Trac 2 6,8 Debica Frigo 2 6,6 Fulda Montero 3 6,5

Teg. gerð

Vetrardekkjaprófunin nú sýnir að það er verulegur munur á því hversu miklu fé og fyrirhöfn einstakir framleiðendur verja til að þróa hjólbarða sem hæfa erfiðri vetrarfærð á norðlægum slóðum. Gott vetrardekk fyrir norðurslóðir þarf fyrst og fremst að vera öruggt í snjó og á ís en jafnframt eins gott og mögulegt er á votu malbiki. Að búa til slíkt vetrardekk er sannarlega ekkert einfalt mál. Það er ekki einfalt að sameina svo ólíka eiginleika í einum og sama hjólbarðanum. Ef þú kaupir þér ódýra vetrarhjólbarða frá framleiðanda sem á sama stendur um okkur norðurslóðabúa, þá gætir þú átt á hættu að fá hjólbarða sem eru hreinlega hættulegir í vissum aðstæðum. Lestu því könnunina vel og taktu ákvörðun út frá þínum eigin aðstæðum og þörfum. Nú eru um 20 ár síðan fyrstu ónegldu vetrardekkin komu á Evrópumarkað, sem gerð höfðu verið sérstaklega með það fyrir augum að þau hefðu sem best grip á ís. Það hefur vissulega tekist vel hjá mörgum framleiðendum að minnka bilið milli negldu og ónegldu vetrardekkjanna. Samt er þetta bil ennþá verulegt. Það dekk sem best grípur í ísinn er hið neglda Nokian Hakkapeliitta 8. Það þarf 40,7 metra til að stansa á sléttum ís (ABS hemlun). Sjá nánar í töflu. Við sömu aðstæður þarf besta óneglda dekkið, Pirelli Ice-

control, 53,8 metra til að stansa. Öryggismunurinn ætti að vera flestum ljós af þessu. Samt er það svo að stöðugt er unnið gegn nagladekkjunum vegna hins meinta skaða sem þau eru talin valda á vegum og götum. Þau eru enn leyfð á Íslandi um tiltekinn tíma að vetri, en hafa sums staðar verið bönnuð, eða þá að sérstakir nagladekkjaskattar hafa verið lagðir á notkun þeirra. Á þessu ári tóku gildi nýjar reglur í Svíþjóð og Finnlandi sem segja að naglar í vetrardekki megi ekki vera fleiri en 50 á hvern lengdarmetra sem dekkið rúllar. Það þýðir að dekk af stærð 205/55 R16 má aðeins hafa um 100 nagla. Í þessum nýju reglum eru þó undanþáguákvæði um að naglar megi vera fleiri ef prófanir sanna að fleiri naglar auki ekki vegslit. Þetta vetrardekkjapróf sem hér birtist er kostað af mjög stóru og útbreiddu rússnesku bílatímariti sem heitir AutoRevy. Riststjórar og starfsmenn þess velja vetrardekkin sem prófuð eru og lögð er sérstök áhersla á þau dekk sem eru sérstaklega gerð til að henta í vetrarríki norðlægra landa. Könnunin birtist síðan í fjölda tímarita og miðla í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Sjálf könnunin og allar prófanir og rannsóknavinna fer fram hjá finnska prófunarfyrirtækinu TestWorld í Ivalo í Norður-Finnlandi. Til FÍB koma niðurstöður hennar frá NAF, systurfélagi FÍB í Noregi.

24


X-ICE 3 VETRARHJÓLBARÐAR

* Borið saman við forvera sinn Michelin X-Ice 2

Þriðja kynslóðin af X-Ice er komin • • • • • •

Endingargott naglalaust vetrardekk 10% styttri hemlunarvegalengd á ís* Stærri snertiflötur og meira grip Stífara gúmmí tryggir betri aksturseiginleika Framúrskarandi stöðugleiki og stýrissvörun Michelin er að fá bestu einkunn í vetrardekkjakönnun FÍB í flokki ónelgdra dekkja

2013 N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA | 440 1000 | WWW.DEKK.IS

25


NELGDIR HJÓLBARÐAR 205/55 R16

8,6

8,5

Hakkapeliitta 8 er nýtt vetrardekk með mjög marga léttnagla sem eru af nýrri gerð sem eiga að hlífa vegum og götum. Hiklaust besta dekkið á ís með bestu einkunnir í öllum ísgreinum. Það er einnig meðal þeirra bestu í snjó en á hinn bóginn meðal þeirra slökustu í bleytu. Þar eru hemlunarvegalengdir miklar og brautartímar meðal þeirra lengstu. Dekkið er ekki komið á Norðurlandamarkað þegar þetta er skrifað, en fæst í Rússlandi. Fjöldi nagla: 190    Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 7. 2013 Framleiðsluland: Finnland

Pirelli Ice Zero kemur á óvart og skýst í annað sætið sem næst besta neglda vetrardekkið. Stendur sig mjög vel í flestum prófunargreinum sem lúta að ís og snjó. Þar hemlar það vel og fer brautirnar á mjög góðum tíma og ökumennirnir segja að það skili þeim góðri og öruggri aksturstilfinningu og engum óvæntum uppákomum. Það hemlar hins vegar ekki vel á votu og þurru auðu malbiki og er auk þess með þeim háværustu. Fjöldi nagla: 130    Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 46. 2012 Framleiðsluland: Þýskaland

Nokian Hakkapeliitta 8

Söluaðili: MAX1 Verð kr. 36.690.-

7,9 Hankook Winter I*Pike RS Hankook er fremur ódýrt vetrardekk sem þrátt fyrir skaplegt verð hentar ágætlega í vetrarfærð á norðurslóðum. Það spjarar sig í góðu meðallagi í öllum akstri á ís og skilar ökumönnum góðri og tryggri aksturstilfinningu. Hemlun þess og hröðun í snjó er með því besta, en hliðargripið er heldur síðra. Á votu malbiki er hemlunarvegalengdin mikil og hliðargrip slakt sem skilar fremur slökum brautartíma. Núningsmótstaða talsverð. Fjöldi nagla: 118    Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 22. 2012 Framleiðsluland: Kórea

Söluaðili: Sólning Verð kr. 21.990.-

26

Pirelli Ice Zero

Umboðsaðili: MAX1

8,2

8,2

7,8

Continental er áfram eitt af bestu negldu vetrardekkjunum í hörðum vetraraðstæðum norðurslóða þótt nýju dekkin frá Nokian og Pirelli hafi þokað því úr efsta sætinu. Í snjó er Continental afbragðsgott og betra á votu malbiki en bestu ísdekkin. Reynsluökumennirnir gefa því góð meðmæli fyrir trausta, örugga og góða eiginleika í bleytunni. Rásfast og mjög jafngott í öllum prófunarþáttum. Fjöldi nagla: 130    Hraði: T (190 km/klst) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Nei Sérmerkt inn-/úthlið: Já Framleiðsluvika: 7. 2013 Framleiðsluland: Þýskaland

Gislaved er ódýrara undirmerki Continental en fyrirtaksgott engu að síður. Það hefur færri en „duglegri“ nagla en Continental sem þó gera sama góða gagnið. Hemlunarvegalengdir á ís og í snjó eru lítilsháttar lengri en á votu malbiki hemlar þetta neglda dekk betur en flest hin. Núningsmótstaðan er tiltölulega mikil en hávaði frá því er í meðallagi. Fjöldi nagla: 96      Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 45. 2012 Framleiðsluland: Þýskaland

Goodyear Ultra Grip er í meðallagi í nánast öllum prófunarþáttum. Enda þótt Ice Arctic (ísað heimskaut) sé hluti heitis þessa vetrardekks er gripið í ísinn einungis í meðallagi hvort heldur er við hemlun eða hröðun eða í akstri í vetrarfæri almennt. Í snjó er það hins vegar nær þeim betri og mjög gott á þurru malbiki þar sem það hemlar ágætlega. Hemlunin er síðri ef malbikið er blautt. Hávaði er í meðallagi. Fjöldi nagla: 130    Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 6. 2013 Framleiðsluland: Pólland

Continental ContiIce Contac

Söluaðili: Sólning Verð kr. 34.990.-

Gislaved Nord Frost 100

7,7

Bridgestone Blizzak Spike-01 er lítilsháttar slakara en Bridgestone Noranza 2, var í prófun síðasta árs. Á ís er hemlunarvegalengdin lengri en hjá flestum hinna nagladekkjanna en hröðunargripið er gott. Veggrip þess í snjó er hins vegar með því besta í öllum „snjógreinunum.“ Veikasti punkturinn er hemlun á votum vegi. Fremur hávært og núningsmótstaða fremur mikil. Fjöldi nagla: 130    Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 2. 2013 Framleiðsluland: Japan

Umboðsaðili:Betra Grip

Toyo Observe G3-Ice

Michelin X-Ice North 3 Í dekkjaprófuninni í fyrra var X-Ice North 2 meðal bestu negladekkjanna. Nú hefur nöglunum verið fækkað og hemlunin er verri á ís. Hemlunarvegalengdin hefur vaxið. Svipaða sögu er að segja um aðrar prófunargreinar á ísnum. Í snjó hinsvegar er þetta eitt besta vetrardekkið sem fæst. Þar er hemlunarvegalengdin sérlega stutt og hröðunin góð. Á auðu votu malbiki er hemlunarvegalengdin mikil. Núningsmótstaðan er sú mesta af dekkjunum í prófuninni nú. Fjöldi nagla: 96      Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn- /úthlið: Nei Framleiðsluvika: 6. 2013 Framleiðsluland: Rússland

Söluaðili: N1 Verð kr. 36.990.-

Söluaðili: Klettur Verð kr. 35.000.-

6,9

7,4 Bridgestone Blizzak Spike-01

Goodyear Ultra Grip Ice Arctic

7,3

BF Goodrich g-Force Stud BF Goodrich er eitt af þeim bestu á þurru og votu malbiki. Þar hemlar það vel og hefur trausta og góða aksturseiginleika. En góðir eiginleikar á auðum vegi og góðir vetrarfæriseiginleikar fara ekki alltaf saman og það gera þeir ekki hér. Dekkið er meðal þeirra slökustu á ís og í snjó. Þar eru hemlunarvegalengdir miklar og aksturstilfinningin ekki sérlega góð. Í meðallagi hávært. Fjöldi nagla: 114    Hraði: Q (160 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika 42. 2012 Framleiðsluland: Rússland

Söluaðili: Bílab. Benna

Toyo er á hagstæðu verði sem endurspeglar trúlega að nokkru getu þess sem vetrarhjólbarða. Hemlun þess á ís er tiltölulega góð. Að öðru leyti er frammistaða þess fremur slök. Í ljósi reynslunnar gæti það verið merki þess að það geti staðið sig allvel á votum vegi. Svo er þó ekki. Hemlunarvegalengd þess í bleytu er sú lengsta og aksturstilfinningin er sú að það er eins og dekkið sé við það að missa veggripið. Rásfesta er slök en ljósi punkturinn er lág núningsmótstaða. Fjöldi nagla: 97      Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 9. 2013 Framleiðsluland: Japan

Söluaðili:Bílabúð Benna Verð kr. 28.990.-


ÓNELGDIR HJÓLBARÐAR 205/55 R16

7,6

7,5

7,2

7,2

Michelin var í fyrra meðal bestu ónegldu vetrardekkjanna, en nú er það í efsta sæti. Hemlun á ís er veikasti hlekkurinn. Öðru máli gegnir um snjóinn. Þar er það best af ónegldu dekkjunum, reynsluökumennirnir gefa því hæstu einkunn fyrir hversu traust það er í akstri og fyrirsjáanlegt. Á votu malbiki er það meðal þeirra allra bestu. Það er sérlega rásfast en lítilsháttar háværara en sum önnur þeirra bestu. Hraði: H (210 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 37, 2012 Framleiðsluland: Spánn

Nokian var besta óneglda vetrardekkið í fyrra en nú hefur Michelin tekið þann sess. Er eitt þeirra albestu í snjó og á ís. Þar eru hemlunarvegalengdir stuttar og veggrip við hröðun með ágætum. Það er einkum á votu malbiki þar sem þetta ágæta dekk tapar stigum til keppinautanna í efsta flokknum. Þar er hemlunin ekki sem skyldi og brautartími í bleytunni lengri en hjá flestum hinna. Hemlunarvegalengd á þurru malbiki er einnig sú lengsta. En það er hið hljóðlátasta að þessu sinni. Hraði: R (170 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 7. 2013 Framleiðsluland: Finnland

Eftir frekar slakt gengi í fyrra hefur Bridgestone uppfært Blizzak dekkið og nú er það aftur meðal þeirra bestu af ónegldu dekkjunum. Á bæði ís og að hluta í snjó er hröðun og hemlun með ágætum. Það er öruggt í akstri í snjó og er ekki með neinar óvæntar uppákomur. Hröðun í snjó mætti vera betri. Veikleiki þess er fyrst og fremst að finna á votu malbiki og hemlunarvegalengd þar er löng. Mjög hljóðlátt. Hraði: T (190 km/klst) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 34. 2012 Framleiðsluland: Japan

Þetta Pirelli vetrardekk er sönnun þess að það sé fyllilega mögulegt að framleiða góð dekki í Kína. En þetta dekk er þróað í Evrópu og sérstaklega gert til aksturs við norðlægar aðstæður. Og dekkið ber nafnið Icecontrol með réttu því það hemlar best ónegldu dekkjanna á ís. Það er sömuleiðis meðal þeirra bestu í öðrum ísgreinum eins og hemlun, hröðun og akstri. Þrjú til fjögur önnur vetrardekk eru betri en Pirelli í snjó. Stærsti veikleikinn er hemlun á votu malbiki. Á auðum þurrum vegi er það í meðallagi. Mjög hljóðlátt. Hraði: T (190 km/h) Burðarþolskóði: 94 Tilgreind snúningsátt: Já Innhlið/úthlið merkt: Nei Framleiðsludags.: Vika 51, 2012

Michelin X-Ice X13

Söluaðili: N1 Verð kr. 35.990.-

Nokian Hakkapeliitta R2

Bridgestone Blizzak WS7

Umboðsaðili: Betra grip

Söluaðili: MAX1 Verð kr. 36.990.-

Aurora Winter Route Master UW71 Aurora er ódýrt kóreskt dekk. Það er eitt lélegustu nagladekkjanna á ís. Í snjó er það aðeins skárra en þó slakara en mörg ónegldu dekkin. Á votu og auðu malbiki er það hins vegar eitt þeirra bestu. Þar er hemlunarvegalengdin óvenju stutt og brautartímar sömuleiðis. Hemlun er einnig ágæt á auðum þurrum vegi. Það er ekki rásfast og er auk þess háværasta dekkið í könnuninni Fjöldi nagla: 98      Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 18. 2012 Framleiðsluland: Kórea

6,3 GT Champiro Ice Force Ódýrt nagladekk frá Kína og frammistaðan í erfiðu vetrarfæri norðlægra slóða er þar eftir. Lengstu hemlunarvegalengdirnar og slakasta hröðunin í vetrarfæri. Stenst fæstum ónegldu dekkjunum snúning í snjónum. Hemlar ágætlega á bæði þurru og votu malbiki. Hliðargripið er ótraust og það skilaði ökumönnunum óöryggi í akstri. Í háværara lagi Fjöldi nagla: 130    Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 26. 2012 Framleiðsluland: Kína

Umboðsaðili: Sólning

7,0

Continental ContiViking Contact 5 Var á toppnum í fyrra en nú hafa önnur dekk skotist uppfyrir það. Ástæðan er sú að sumir keppinautarnir hafa bætt frammistöðuna á ís. Á ísnum er Continental einungis í meðallagi. Aðra sögu er að segja um snjó. Þar er það í essinu sínu í öllum greinum. Reynsluökumennirnir segja dekkið einstaklega rásfast og traust í erfiðum aðstæðum. Það svarar fljótt og vel stýrinu þar. Á votu malbiki er það í meðallagi. Sérlega hljóðlátt. Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Nei Sérmerkt inn-/úthlið: Já Framleiðsluvika: 38. 2012 Framleiðsluland: Þýskaland

Söluaðili: Sólning Verð kr. 32.990.-

Umboðsaðili: Max1

6,8 6,6

Pirelli Icecontrol

6,5

Vredestein Nord-Trac

6,6

Fulda Montero 3

Vetrareiginleikar Vredestein eru tiltölulega jafngóðir í öllum greinum prófunarinnar. Dekkið hemlar miðlungsvel á ís og er í meðallagi í flestöllum öðrum prófunarþáttum sem lúta að snjó. Helsti veikleikinn er hröðun á ís og almennt veggrip í beygjum á ís sem kemur fram í fremur löngum brautartíma í þeim prófunarþætti. Með þeim bestu á votu malbiki og hemlar þar með ágætum. Jafnframt er aksturstilfinningin traust. Dekkið rennur vel sem stuðlar að minni eldsneytiseyðslu. Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Ja Sérmerkt inn/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 5. 2013 Framleiðsluland: Holland

Debica Frigo 2 Debica er ódýrt vetrardekk frá Slóveníu. Það er selt hjá nokkrum netverslunum í Evrópu. Dekkið er lélegt á ís og gefur ökumönnum ótrygga aksturstilfinningu. Aðeins er það skárra í snjónum. En almennt er það undir meðallagi í flestum öðrum prófunargreinum nema í huglægu mati ökumannanna sem gáfu því 8 þar vegna þess hve eiginleikar þess í akstri eru jafnir og fyrirsjáanlegir. Á votu malbiki er það sömuleiðis ágætt og þar er hemlunarvegalengd þess meðal þess besta. Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 43. 2012 Framleiðsluland: Slóvenia

Fulda Montero dugar tæpast í erfiðri færð á vegum á norðlægum slóðum. Á hinn bóginn er það frábært á votu malbiki og ætti því með réttu að vera auglýst sem Mið-Evrópu vetrardekk. Á ís er dekkið það versta og sem dæmi um það er að hemlunarvegalengd þess á svellinu er 67,7 metrar sem er 14 metrum lengra en besta óneglda dekksins. Í snjónum er Fulda Montero 3 meðal þeirra sístu. Best er það á auðum blautum vegi. Þar eru aksturseiginleikar þess afbragðsgóðir og tryggir, svo góðir reyndar að ökumennirnir gáfu því einkunnina 9 í þeim þætti. Hraði: T (190 km/klst.) Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 42. 2012 Framleiðsluland: Frakkland

Umboðsaðili:BJB Hf.

Umboðsaðili: Klettur

27


ABS-hemlun á sléttum ís Vægi %

Dekk Nokian Pirelli Continental Gislaved Hankook Bridgestone Goodyear Toyo Pirelli Michelin Bridgestonet BF Goodrich

Nokian Aurora Vredestein Continental GT Champiro

Michelin Debica Fulda

Hemlunarvegalengd (m)

40.7 42.8 47.3 49.1 49.5 49.8 51.4 52.3 53.8 53.9 55.6 55.8 56.4 56.9 59.0 59.7 60.9 61.0 61.9 67.7

Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð

28


Goodyear gæðadekk færðu hjá okkur UltraGrip Ice+

UltraGrip 8

UltraGrip 8 Performance

SilentArmor

Ultragrip Ice Arctic

BJÓÐUM EINNIG: ÆÐI

JAVERKST

NÝTT DEKK

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is PA R T N E R SÖLUAÐILAR: Höldur Dekkjaverkstæði | Gleráreyrum 4 (við Glerártorg) | 600 Akureyri | Sími: 461-6050 | www.holdur.is/dekk Gúmmívinnustofan | Skipholti 35 | 105 Reykjavík | Sími: 553 1055 - Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns | Hátúni 2a | 105 Reykjavík | Sími: 551 5508

nýtt byltingarkennt vetrardekk frá Hankook driving emotion

Nýjasta kynslóð neglanlegra vetrardekkja fyrir fólksbíla. Hægt er að nota dekkið með eða án nagla. Gríðarlegar rannsóknir og þróunarvinna liggja að baki þessu nýja dekki.

Hankook W419 Winter ipike rS

Mikil gæði á afar sanngjörnu verði!

UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Smiðjuvegi ☎ 544 5000 rauðhellu ☎ 568 2035 Hjallhrauni ☎ 565 2121 – Síðan 1941 – Skútuvogi 2 | Sími 568 3080 | www.bardinn.is

Selfossi ☎ 482 2722

www.solning.is

njarðvík ☎ 421 1399

29


Hröðun á sléttum ís

Ekið á ísilagðri braut

Tími (sek.) Nokian 3.3 Pirellit 3.5 Bridgestone 4.0 Gislaved 4.2 Continental 4.3 Hankook 4.4 Michelin 4.7 Goodyear 4.8 Toyo 5.0 BF Goodrich 5.2 Aurora 5.4 Nokian 5.6 Michelin 5.7 GT Champiro 5.9 Bridgestone 6.0 Pirelli 6.0 Continental 6.3 Vredestein 6.7 Debica 6.8 Fulda 7.1 Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð

Dekk

Á votu malbiki Dekk

Brautartími (sek.)

Fulda 29.7 Gislaved 29.7 Continental 30.0 Bridgestone 30.2 BF Goodrich 30.5 Goodyear 30.6 GT Champiro 30.6 Debica 30.8 Pirelli 30.9 Michelin 31.2 Aurora 31.3 Vredestein 31.4 Continental 31.5 Pirelli 31.5 Hankook 31.6 Michelin 31.7 Nokian 31.7 Nokian 31.7 Bridgestone 32.0 Toyo 32.2 Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð

30

Dekk

Brautartími (sek.)

Nokian 61.3 Pirelli 65.1 Gislaved 65.4 Continental 66.4 Hankook 66.5 Bridgestone 68.0 Goodyear 68.8 Michelin 68.8 Michelin 69.6 Toyo 71.1 Nokian 71.6 GT Champiro 73.1 Aurora 73.8 Bridgestone 74.2 Pirelli 75.4 BF Goodrich 76.2 Continental 78.6 Vredestein 82.8 Debica 84.8 Fulda 88.4 Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð

Rásfesta Dekk

Hemlun í snjó

Hröðun á snjó

Dekk

Dekk

Michelin Continental Pirelli Bridgestone Nokian Goodyear Hankook Gislaved Toyo Michelin BF Goodrich

Nokian Bridgestone Continental Pirelli Debica Vredestein Aurora Fulda

Hemlunarvegalengd (m)

52.6 53.0 53.2 53.3 53.3 53.4 53.6 53.8 53.9 54.3 54.4 54.5 54.8 55.3 55.4 55.5 55.5 56.2 56.2

59.3 Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð GT Champiro

Einkunn

Fulda 9 Michelin 9 BF Goodrich 8 Bridgestone 8 Continental 8 Debica 8 Gislaved 8 Pirelli 8 Pirelli 8 Vredestein 8 Bridgestone 7 Continental 7 Goodyear 7 GT Champiro 7 Hankook 7 Michelin 7 Nokian 7 Nokian 7 Aurora 6 Toyo 6 Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð

Dekk

Einkunn

Bridgestone 10 Continental 10 Nokian 10 Pirelli 10 Debica 9 Fulda 9 Michelin 9 Vredestein 9 BF Goodrich 6 Continental 6 Gislaved 6 Goodyear 6 Hankook 6 Nokian 6 Toyo 6 Bridgestone 5 GT Champiro 5 Michelin 5 Pirelli 5 Aurora 4 Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð

Tími (sek.)

Nokian 5.5 Goodyear 5.6 Hankook 5.6 Michelin 5.6 Michelin 5.6 Pirelli 5.6 Bridgestone 5.7 Continental 5.7 Continental 5.7 Nokian 5.7 Gislaved 5.8 Pirelli 5.8 Toyo 5.8 Vredestein 5.8 Debica 5.9 BF Goodrich 6.0 Bridgestone 6.0 Aurora 6.1 Fulda 6.1 GT Champiro 6.5 Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð

Hemlun á votu malbiki

Veggnýr

Ekið á snjóbraut

Dekk

Hemlunarvegalengd (m)

Fulda 30.2 BF Goodrich 32.2 GT Champiro 32.8 Gislaved 33.4 Debica 33.9 Michelin 34.4 Aurora 34.5 Michelin 34.9 Vredestein 34.9 Nokian 35.0 Continental 35.1 Nokian 35.2 Bridgestone 35.3 Goodyear 35.4 Hankook 35.4 Pirelli 35.4 Bridgestone 35.5 Pirelli 35.5 Continental 36.2 Toyo 37.1 Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð

Brautartími (sek.)

Dekk

Pirelli Michelin Nokian Hankook Goodyear Continental Gislaved Bridgestone Michelin Nokian Continental Bridgestone BF Goodrich Pirelli Toyo Debica Vredestein Aurora GT Champiro

59.4 59.6 59.6 59.7 60.0 60.3 60.9 61.2 61.4 61.8 61.9 62.7 62.8 63.2 63.4 63.6 63.9 65.2 65.7 Fulda 68.8 Nöfn negldu hjólbarðanna eru feitletruð

Hemlun á þurru malbiki

Dekk

GT Champiro Aurora Bridgestone Fulda BF Goodrich Gislaved Vredestein Debica Continental Continental Hankook Nokian Toyo Michelin Pirelli Michelin Pirelli Goodyear Bridgestone Nokian

Hemlunarvegalengd (m)

26,6 26,7 26,8 26,8 27,2 27,3 27,4 27,5 27,6 27,8 28,1 28,1 28,1 28,2 28,2 28,3 28,3 28,5 28,7 28,7


Kauptu betri vetrardekk - hjá MAX1

Margverðlaunuð Nokian gæðadekk sem veita öryggi Nokian er leiðandi í framleiðslu dekkja sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða. Nokian dekk veita öryggi og minnka eldsneytisnotkun. Þau veita jafnframt mýkt og þægindi í akstri.

Ekki fórna örygginu í vetur. Veldu gæðadekk frá Nokian. Mundu að grip dekkjana er aðeins fjórir lófastórir fletir.

Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum við val á dekkjum. Komdu á Max1 Bílavaktina.

VAXTALAUSAR

NÝ TEGUND

12 MÁN. AFBORGANIR

NAGLADEKK NOKIAN HP 8

1,5 % lántökugj.

NÝ TEGUND

Öruggasta og besta nagladekkið 2013 skv. könnun ZaRulem.

Max1 bílavaktin og Nokian uppfylla ESB reglur um hjólbarðamerkingar. Fáðu ráðgjöf.

VETRARDEKK NOKIAN HP R2

(ÓNEGLT)

Góð ending, minni eldsneytiseyðsla og hljótlátt.

Öruggasta og besta óneglda vetrardekkið 2013 skv. könnun ZaRulem.

Minna vegslit og góðir umhverfiseiginleikar.

Ný gúmmíblanda veitir frábært grip í snjó og ís.

Verksmiðjuneglt með akkerisnöglum.

Byltingarkennt loftbóludekk með vistvænum harðkorna kristölum.

VETRAR- OG HEILSÁRSDEKK

NOKIAN WRD3 Verðlaunað fyrir frábæra eiginleika í snjó, bleytu og á þurru undirlagi. Gott verð og minni eldsneytiseyðsla. Góðir umhverfiseiginleikar.

Reykjavík: Bíldshöfða 5a, sími 515 7190 Jafnaseli 6, sími 515 7190 Knarrarvogi 2, sími 515 7190

Hafnarfjörður: Dalshrauni 5, sími 515 7190

Opnunartími: Allar stöðvar opnar virka daga kl. 8-17. Laugardaga: sjá max1.is

Nánari upplýsingar: max1.is

31


SVONA PRÓFUM VIÐ - ís og snjór eru erfiðasta og háskalegasta undirlag undir bílhjólum sem hugsast getur

Í

vetrarhjólbarðaprófum okkar er lagt mest upp úr því hvernig hjólbarðarnir spjara sig í færð sem telja má dæmigerða erfiða vetrarfærð á norðlægum slóðum.

er að ná aftur valdi yfir ástandinu. Þekking á þessu getur skipt sköpum í almennri umferð.

Reynsluakstursbíllinn er Ford Focus. Allir hjólbarðarnir eru 205/55 R16 að stærð.

er og sá tími mældur sem tekur að auka hraðann úr tilteknu lágmarki upp í tiltekið hámark. Á ís er hið tímamælda hraðabil 5-20 km og á snjó er það 5-35 km á klst. Á sama hátt og í hemlunarprófunum eru mælingarnar marg endurteknar við mismunandi hitastig, bæði utan- og innanhúss.

HEMLUN

AKSTURSEIGINLEIKAR

STÖÐUGLEIKI

Hemlunarvegalengd er mæld á snjó, ís, votu og þurru malbiki. Hemlunarprófin eru gerð við mismunandi hitastig um tveggja til þriggja daga tímabil og niðurstöðurnar eru meðaltal 15-20 hemlunarprófa. Hemlaprófanir á ís eru gerðar þannig að nauðhemlað er á 50 km hraða og vegalengdin mæld frá því hemlun hófst og þar til bíllinn nam staðar. Á snjó og votu malbiki er hraðinn 80-0 og á þurru malbiki er hraðinn 100-0. Hemlunarprófin á ís voru gerð bæði innan- og utanhúss. Innanhúss er mögulegt að stjórna hita- og rakastigi og útiloka áhrif veðurs og vinda.

Aksturseiginleikar hjólbarðanna eru prófaðir og mældir á þann hátt að ekið er eftir hlykkjóttri keppnisbraut eins hratt og mögulegt er. Á leiðinni er ýmist hemlað eða hraðinn aukinn og ekið á fullu gegn um beygjur til að meta hliðargrip hjólbarðanna. Prófið er endurtekið af mörgum ökumönnum og niðurstöðurnar eru meðaltal brautatíma þeirra hvers og eins.

Rásfesta hjólbarðanna er prófuð á vegum með áberandi hjólförum sem ýmist hafa orðið til við mikinn akstur á negldum hjólbörðum eða þá að förin hafi verið fræst í malbikið. Reynsluökumennirnir meta rásfestuna í blindprófi og gefa einkunnir eftir því hversu stöðugur bíllinn virkar og eftir því hversu mikið þarf að snúa stýrinu til að halda stöðugri stefnu.

HRÖÐUN Grip hjólbarðanna er mælt þannig að hraðinn er aukinn eins og mögulegt 32

AKSTURSTILFINNING Til viðbótar við það að reynsluökumennirnir reyni að ná sem stystum brautartíma gefa þeir hverri hjólbarðategund umsögn eða huglægt mat sitt á því hvernig barðarnir standa sig og hvernig þeir hegða sér. Mikilvægt er að vita hvernig hjólbarðinn bregst við þegar hann er við það að missa grip og bíllinn er að byrja að skrensa og hversu vandasamt eða auðvelt það

Þessi hluti prófsins er blindpróf. Það þýðir að ökumennirnir vita ekki hvaða tegund hjólbarða er undir bílnum hverju sinni.


VEGGNÝR Margir reynsluökumenn meta veggnýinn í akstri á grófum vegi. Prófið er blindpróf. Ökumennirnir vita ekki hvaða hjólbarðategund er undir bílnum hverju sinni. Niðurstaðan er meðaltal einkunna bílstjóranna.

Söluaðilar Nagladekk 205/55 R16

Toyo G3S nagladekk BFGoodrich G-Force Stud Winter Claw Ext. MX Maxxis Presa Spike Vredestein Arctrac Sava Eskimo Negld Goodyear Ultra Grip Ice Arctic Negld

Vetrardekk 205/55 R16

Toyo GSI-5 Harðskeljadekk BFGoodrich G-Force Winter Interstate IWT2 94H Óneglanleg WinterClaw Sport SXI Vredestein Quatrac Federal WS1 Federal WS2 Vredestein Snowtrac3 Hankook Icept W606 Kingstar SW41 Nankang Winter Activa SV Sava Eskimo S3 Goodyear Ultra Grip 8 Goodyear Ultra Grip Ice+ Brigdestone Blizzak WS70 Brigdestone Noransa 2

Verð Söluaðili 30.980 29.990 20.980 23.980 28.964 25.600 35.300

Bílabúð Benna Bílabúð Benna Bílabúð Benna Bílabúð Benna BJB Klettur Klettur

31.990 23.990 17.990 17.990 25.751 19.637 19.959 24.378 23.990 18.990 17.990 23.900 29.900 31.500 34.309 32.254

Bílabúð Benna Bílabúð Benna Bílabúð Benna Bílabúð Benna BJB BJB BJB BJB Sólning Sólning Sólning Klettur Klettur Klettur Betra Grip Betra Grip

NÚNINGSMÓTSTAÐA/ ELDSNEYTISEEYÐSLA Núningsmótstaðan er mæld utandyra þannig að þegar bíllinn hefur náð 80 km hraða á sléttum hallalausum vegi er hann látinn renna uns hraðinn er er fallinn niður í 40 km/klst. Prófið er endurtekið við tvenns konar hitastig. Sú hjólbarðategund sem lengst rennur er viðmiðunardekkið. Niðurstöður eru síðan umreiknaðar út frá því í prósentustighækkandi eldsneytiseyðslu eftir því sem dekkin renna skemmri vegalengd.

33


ALMENNT UM HJÓLBARÐA -stærð, aldur, loftþrýstingur o.fl

M

ynsturdýpt sumarhjólbarða skal vera minnst 1,6 mm en FÍB mælir með því að hún verði aldrei minni en 3 mm. Hvað varðar vetrarhjólbarða þá eru þeir gagnslausir í vetrarfærðinni ef mynstrið verður grynnra en 3 mm. Segja má að lágmarks mynsturdýpt vetrarhjólbarða sé 4 mm. Hve gamall er barðinn? DOT merkingin á hlið hjólbarða segir m.a. til um hversu gamall barðinn er. Þrír til fjórir síðustu tölustafirnir í DOT merkingunni gefa til kynna í hvaða viku og á hvaða ári hjólbarðinn var framleiddur. Á hjólbarða sem framleiddur var árið 2000 og síðar eru tölurnar fjórar. Ef t.d. stendur 1509 þá þýðir það að barðinn var framleiddur í 15. viku ársins 2009. Sé barðinn eldri en frá 2000 er aldurskóðinn með þremur tölustöfum. Það gæti t.d. staðið 159. Það táknar að barðinn hafi orðið til 15. viku ársins 1999. Gúmmíið í hjólbörðum á það til að harðna með tímanum og jafnvel fúna. Það er því alls ekki æskilegt að setja of gömul dekk undir bílinn, jafnvel þótt ónotuð séu. Skynsamlegt er því að leita eftir DOT aldursmerkingunni á þeim dekkjum sem meiningin er 34

að kaupa. Ekki eru mörg ár síðan bandarískur dekkjasali komst yfir gamlan lager af ónotuðum dekkjum og seldi síðan sem nýleg „eftirársdekk.“ En dekkin sem orðin voru meir en áratugs gömul reyndust afar illa og áttu til að hvellspringa fyrirvaralaust, stundum með mjög alvarlegum afleiðingum. Dekkjasalinn var lögsóttur og honum gert að greiða miklar sektir og háar skaðabætur. Ending Hvað varðar slit og endingu hjólbarða þá fer það auðvitað eftir akstursmáta og eins eftir því hversu ökumenn eru natnir við að passa upp á dekkin og gæta að því að loftþrýstingur í þeim sé réttur og að hjólastilling bílsins sé sem réttust. En oftast má þó reikna með því að dekkjagangurinn endist þrjú til fjögur ár miðað við þetta 15 þúsund km ársakstur. Réttur loftþrýstingu skiptir verulega miklu upp á öruggan akstur, þægindi í akstri, eldsneytiseyðslu og hjólbarðaslit. Ef bíllinn er þunghlaðinn er sjálfsagt að bæta við þrýstinginn í samræmi við það sem stendur í handbókinni og innan á hurðarstafnum, eða þá undir lúgunni yfir eldsneytisáfyllingarstútnum. Fylgist með loftþrýstingnum amk. einu sinni í mánuði. Á

sjálfvirku loftdælunum á íslensku bensínstöðvunum er loftþrýstingurinn stilltur samkvæmt kvarðanum pund á fertommu eða psi. Í flestum nýrri bílum er þrýstingurinn hins vegar uppgefinn í börum en bar táknar kíló á fersentimetra. Eitt bar jafngildir 14,29 psi. Merkingar Á hliðum hjólbarðanna eru margskonar merkingar og táknmál í bæði tölu- og bókstöfum sem við fyrstu sýn virðist flókið. Lítum fyrst á stærðarmerkingarnar sem eru hvað mest áberandi. Algeng stærðarmerking á fólksbílahjólbarða gæti verið 205/65R15 88H. Hvað táknar það? 205 = Breidd slitflatarins í mm. 65    = Sýnir hæð dekkshliðar frá felgubrún sem prósentuhlutfall af breidd slitflatarins. R     = Radíaldekk (meginþræðirnir í burðarneti dekksins liggja hornrétt hverjir á aðra). 15    = Þvermál felgunnar sem dekkið passar á. 88    = Burðarþolskóði. 88 þýðir að burðarþol dekksins er 560 kíló.


H     = Hraðaþolskóði. Sjá nánar í töflu. Bílar eru misjafnlega hraðskreiðir. Í handbók bílsins sést hversu hratt bíllinn getur komist og hverskonar dekk eigi að vera undir honum, hvaða stærðir og hæfa honum, hvert lágmarks burðarþol þeirra skal vera og hraðaþol. Þessar upplýsinga má ennfremur nálgast hjá hjólbarðasölum og hjá bílaumboðum og vefsíðum þeim tengdum.

Tafla yfir hraðaþolskóða hjólbarða Hjólbarðar bíla verða að hæfa bílnum, þyngd hans, hleðslugetu og hraðagetu. Þetta á sérstaklega við um sumarhjólbarða, en síður við vetrarhjólbarða, því að í vetrarfæri er ekki beint færi til að stunda mikinn hraðakstur. Þótt bíll sem náð getur um eða yfir 200 km hraða á klst. er oftast tekið fram í handbókinni að vetrardekkin þurfi ekki að uppfylla hraðakóða T eða U (190 og 200 km hraða). Það nægi að þau þoli Q (160 km/klst.). Hámarkshraðakóðar dekkja: L = 120 km/klst. M = 130 km/klst. N = 140 km/klst. P = 150 km/klst. Q = 160 km/klst. R = 170 km/klst. S = 180 km/klst. T = 190 km/klst. U = 200 km/klst. H = 210 km/klst. V = 240 km/klst. W = 270 km/klst. Y = 300 km/klst. Z = yfir 240 km/klst.

35


BÍLAPRÓFUN FÍB

Renault Clio

ÞÆGILEGUR SMÁBÍLL

R

enault Clio kom fyrst í sölu árið 1990 og hefur ávallt verið vinsæll smábíll síðan þá. Nýja kynslóðin er sú fjórða í röðinni og er betri en nokkru sinni fyrr, en Renault Clio hafnaði í öðru sæti í flokki minni fólksbíla í vali á Bíl ársins á Íslandi 2014. Nýi Clioinn hefur sérkennilegt útlit sem tekur nokkurn tíma að venjast. Þegar útlitið hefur vanist má segja að bíllinn sé talsvert laglegur og með betur útlítandi smábílum á markaðnum í dag. Innra rýmið er minimalískt og nútímalegt, en í stað fjömargra takka er hægt að stjórna mestöllu í afþreyingarkerfi bílsins sem stýrt er af 7“ snertiskjá, sem virkar vel og er auðveldur í notkun. Sem staðalbúnað má nefna cruise control, leiðsögukerfi með fullkomnu Íslandskorti (í milli-útfærslu, Expression), Bluetooth tengingu fyrir síma, start/stop ræsibúnað (aðeins í dísilbílnum) og útvarp með aux og usb tengi – Allt sem hinn nútímalegi einstaklingur þarf! Geymslurými í farþegarýminu er að 36

mestu gott, að undanskildu agnarsmáu hanskahólfi, en efnisvalið er oft á tíðum nokkuð vafasamt. Óþarflega mikið af hörðum plastefnum hér og þar draga örlítið niður heildarágæti innrarýmisins. þó er efnisnotkun mun betri en í síðustu kynslóð bílsins. Farangursrýmið er stærra en áður, en með aftursætin felld niður er rýmið eitt það stærsta í sínum flokki. Þegar, hins vegar, sætin eru upprétt er pláss fyrir aftursætisfarþega viðsættanlegt. Útsýni og höfuðrými fyrir einstaklinga yfir 180 cm er hins vegar nokkuð takmarkað, sökum lægri þaklínu en áður. Í akstri er Clioinn nær gallalaus. 1.5 lítra dísilvélin í reynsluakstursbílnum var talsvert spræk og vinnslan í henni mjög góð. Fjöðrunin er fáguð og straujar út ójöfnur á götunum, en er þó það ákveðin að bíllinn var bæði fær og talsvert skemmtilegur við krefjandi aðstæður, líkt og háhraða keilusvig á Kvartmílubrautinni. Stýrið er létt, en samt beintengt við hjólin og gefur nokkuð góða tilfinningu fyrir veginum. Gírskiptinar eru

stuttar og fótstig vel staðsett fyrir „metnaðarfullan“ akstur. Svo er bara að bíða og sjá hvernig endingin reynist á þessum bíl, en þrátt fyrir mikla bætingu undanfarin ár hefur alltaf loðað við franska bíla nokkur bilanatíðni. -RMR Renault Clio Verð: Frá 2.390.000 kr – 3.290.000 kr (án aukabúnaðar) Afl: Frá 75 (bensín) – 90 hestöfl (bensín og dísil) Hröðun 0-100 km/klst: 11.9 sekúndur (1.5 dísil) Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri: Frá 3.4 l/100 km Losun CO2: Frá 99 g/km Hönnun Aksturseiginleikar Sparneytni Verð Efnisnotkun Rými í aftursætum


Ford Kuga

EINN SPORTLEGASTI JEPPLINGURINN

F

ord Kuga endaði í þriðja sæti í flokki jeppa og jepplinga í vali á Bíl ársins á Íslandi 2014. Þetta er önnur kynslóð Kuga, en hann er byggður á C1 grunni frá Ford sem má einnig finna í Ford Focus og C-Max, Volvo C30, S40 og V50 og Mazda 3. Réttur framburður á Kuga er „Kjúga“ og eru Íslendingar beðnir um að varast annan framburð, hver svo sem hann kann að vera. Í augum undirritaðs hittir útlit og hönnun Ford Kuga beint í mark – að utan í það minnsta. Andlitsfallið er agressívt og samsvarar sér vel með öðrum hliðum bílsins. Að innan er svipaða sögu að segja; sætin eru lagleg og löguleg, geymsluhólf eru næg og yfirbragðið hið ágætasta að undanskildu takkaborði fyrir afþreyingarkerfi bílsins. Hönnunin er að mestu sú sama og í öðrum Fordum á borð við Focus, Fiesta, B-Max og C-Max og er, þrátt fyrir ungan aldur, farin að missa marks hvað varðar fagurfræði og notagildi. Bláir stafir á dökkum fleti skjásins milli framsætanna eru hreinlega úreltir, en

frekar mætti búast við skjá í fullum lit líkt og keppinautar státa sig af. SYNC kerfið frá Ford hefur verið nokkuð gagnrýnt, en með þrautsegju og þolinmæði ætti hver sem er að geta nýtt það til fulls. Bíllinn er stærri en fyrri kynslóðin, 81 mm lengri, sem þýðir að pláss er hið sæmilegasta fyrir farþega, höfuð- og fótarými er gott en þó verður ansi þröngt með þriðja farþega í miðjusæti. Farangursrými er rausnarlegt og útsýni úr bílnum almennt gott. Reynsluakstursbíllinn var útbúinn 1.6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar heilum 182 hestöflum, sem var nóg til að skilja keppinautana hreinlega eftir á Kvartmílubrautinni. Kugan einkenndist af sportlegustu aksturseiginleikum í sínum flokki, en sökum nokkuð stífrar fjöðrunar var malarvegaakstur heldur harðgerari en t.d. hjá Honda CR-V. Að auki var eldsneytiseyðslan ekki ákjósanleg og ekki nógu nálægt uppgefnum tölum frá framleiðanda. Rauneyðsla m.v. blandaðan akstur reyndist um 8.5 lítrar á hundraðið.

Að lokum má nefna að Ford Kuga er mjög öruggur bíll, en hann hlaut t.a.m. 5 stjörnur og hæstu einkunn sem gefin hefur verið fyrir jepplinga af millistærð í árekstrarprófunum EuroNCAP. -RMR Ford Kuga Verð: Frá 5.790.000 kr – 6.190.000 kr (án aukabúnaðar) Afl: 140 hestöfl (2.0 TDCi dísil) / 182 hestöfl (1.6 EcoBoost) Hröðun 0-100 km/klst: 9.7 sekúndur Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri: 7.7 l/100 km Losun CO2: 179 g/km

Útlit Farangursrými Afþreyingarkerfi Pláss fyrir þriðja farþega í aftursætum Eldsneytiseyðsla (bensín)

37


Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn? Allar almennar bílaviðgerðir – Gírkassa- og vélaviðgerðir. Yfirförum, gerum við og förum með í skoðun sé þess óskað. Fljót og góð þjónusta.

Sparaðu bensín! Metanvæddu bílinn!

Metanbreytingar HRINGDU STRAX OG FÁÐU UPPLÝSINGAR

HÁTÆKNIBÚNAÐUR EINN VIRTASTI FRAMLEIÐANDI METANBÚNAÐAR Í EVRÓPU

Bifreiða- og vélaverkstæði • Álhellu 8 Hafnarfirði • Sími 577 6670 • velras.is 38


BÍLAPRÓFUN FÍB

Lexus IS300h

ÞRIÐJA KYNSLÓÐ, SÚ STÆRSTA OG KANNSKI BESTA

Þ

riðja kynslóð IS línunnar frá Lexus er stærri og betri á flestan hátt en fyrri kynslóðir, án þess þó að gera lítið úr þeim. T.a.m. var Lexus IS valinn Bíll ársins á Íslandi árið 2007. Í ár var prófaður IS300h, en hann er útbúinn 2.5 lítra bensín vél ásamt rafmótor sem skila samanlagt 220 hestöflum. Dómarar hrifust af yfirveguðum aksturseiginleikum (þökk sé fáguðum undirvagni og afturhjóladrifi), lítilli eldsneytiseyðslu og þægindum í akstri. Bíllinn er ríkulega búinn og á samkeppnishæfu verði samanborið við keppinauta sína frá Mercedes Benz, BMW og Audi. Líkt og í GS450h bílnum frá Lexus sem tók þátt í valinu í fyrra voru sætin í algjörum sérflokki. Dúnmjúk og vel styðjandi leðursæti, stillanleg á ótal vegu, gerðu bílinn að enn betri stað til að verja tíma sínum en í öðrum bílum. Pláss í aftursætum var rausnarlegt, en miðjusætið var nær gagnslaust fyrir fullvaxna farþega. Skottið er í meðallagi stórt og hefur

að geyma alls kyns festingar sem gera það að verkum að auðveldara er að skorða farangur af og koma í veg fyrir að hann velti um farangursrýmið. Hljómtækin hljómuðu yndislega og margmiðlunarkerfið sem stýrir þeim og öðrum aðgerðum var auðvelt í notkun. Efnisnotkun er eins og best verður á kosið – leður, rúskinn og mjúk plastefni umlykja þá fleti sem farþegar komast í snertingu við. Hljóðeinangrun er góð og undirstrikar aflsappaða upplifun sem fylgir því að aka bílnum. Aflið er nægjanlegt, en CVT gírkassinn, sem augljóslega er hannaður með eyðslu í huga fremur en sportleika, er svifaseinn, jafnvel þótt bíllinn sé settur í Sport-stillingu. Skemmtileg nýjung í bílnum er stilling á tónstyrk vélarhljóðsins, en hægt er að hækka í hljóðinu og magnast það þá inni í farþegarýminu í gegnum hljómtækin. Lexus IS endaði í þriðja sæti í flokki stærri fólksbíla í vali á Bíl ársins 2014, alls með 699 stig. -RMR

Lexus IS300h Verð: Frá 6.990.000 kr. (Reynsluakstursbíll kostaði þó rúmar 9 m.kr.) Afl: 220 hestöfl / 221 Nm Hröðun 0-100 km/klst: 8.4 sekúndur Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri: 4.7 l/100 km Losun CO2: 109 g/km

Útlit Þægindi Eldsneytiseyðsla Aksturseiginleikar Miðjusæti aftur í Gírskipting 39


SPARAKSTUR

BÍLAPRÓFUN FÍB VIÐTALIÐ GAMALT OG NÝTT VERÐKÖNNUN ASÍ

Nissan Leaf

HINN ÁGÆTASTI INNANBÆJARBÍLL

R

afbíllinn Nissan Leaf hreppti þriðja sætið í flokki minni fólksbíla í vali á Bíl ársins 2014. Strax í byrjun voru efasemdir um hvort bíllinn væri gjaldgengur þar sem hann hefur nú þegar verið seldur í tæp þrjú ár vestanhafs, en reglur BÍBB (Bandalag íslenskra bílablaðamanna) kveða hins vegar á um að bíll sé gjaldgengur sé hann kynntur fyrst á Íslandi eftir að val á bíl ársins er afstaðið árið áður. Markmið Nissan með Leaf bílnum var að gera rafbílinn að aðgengilegri kosti fyrir þá sem hingað til höfðu efast um ágæti rafmagns fram yfir hefðbundið eldsneyti. Í fyrsta lagi lítur Nissan Leaf út eins og hver annar bíll af þessari stærð, að innan sem utan, og reynir því ekki að gera meira úr útliti en þörf er á eingöngu vegna þess að hann gengur fyrir annarskonar orku. Það tókst með ágætum, enda er bíllinn laglegur, rúmgóður og notadrjúgur. Rými er gott að innan fyrir farþega fram- og aftursæta sem stutt er með nægum fjölda geymsluhólfa og glasahaldara. Bíllinn er vel útbúinn í þeirri útfærslu sem er seld á Íslandi, en dæmi um staðalbúnað er hiti í fram- og aftursætum, hiti í stýri, handfrjáls búnaður fyrir síma, usb 40

og aux tengi, lyklalaust aðgengi, bakkmyndavél og margt fleira. Farangursrými er meðalstórt þrátt fyrir plássfreka rafhlöðupakka, en þökk sé skynsamlegri röðun rafhlaðna neðst í bílnum eykst farangursrými og þynktarpunktur færist neðar fyrir vikið sem skilar sér í betri aksturseiginleikum umfram frumútgáfur bílsins. Drægi er oftast sá þáttur sem kemur í veg fyrir að fólk kaupi rafbíla, en raunhæft drægi Nissan Leaf við íslenskar aðstæður er á bilinu 130-140 km á hverri hleðslu. Það er vissulega ekki ýkja langt, en oftast nær nægilegt fyrir hefðbundinn inannbæjarakstur. Auðvelt er að hlaða bílinn, en hægt er að tengja hleðslusnúru hans við hefðbundna heimilisinnstungu. Með 16 ampera öryggi tekur um 11 klst. að hlaða bílinn að fullu, sé engin hleðsla fyrir. Aksturseiginleikar Nissan Leaf komu á óvart þökk sé sprækum rafmótor. Hröðun er gjörsamlega viðstöðulaus og blekkir ökumann í að halda að um mun kraftmeiri bíl sé að ræða – hámarkstog er framkallað frá 0 snúningum. Bíllinn hefur aðeins einn gír áfram og því eru afköst aflsins silkimjúk frá kyrrstöðu upp

í hámarkshraða. Að auki er bíllinn algjörlega hljóðlátur í akstri. Auðvelt er að ruglast á hvort bíllinn sé í gangi eða ekki, en alltaf er hægt að miða við að ef ljós eru í mælaborði, þá er bíllinn í gangi. Að lokum má segja að Nissan hafi tekist ætlunarverk sitt, því hæglega er hægt að mæla með þessum bíl fyrir fólk sem notar bílinn mest í inannbæjarakstur, líkt og til og frá vinnu. Notagildið er svo gott sem það sama og í sambærilegum bílum með sprengihreyfil, nema rekstrarkostnaður er talsvert minni. -RMR Nissan Leaf Verð: 4.990.000 kr Afl: 109 hestöfl / 254 Nm Hröðun 0-100 km/klst: 11 sekúndur Drægi á rafhlöðu: 199 km (skv. framl Losun CO2: 0 gr/km

Afbragðs aksturseiginleikar Lágur rekstrarkostnaður Langur hleðslutími Stutt drægi


RAUNEYÐSLA OG UPPGEFIN EYÐSLA BÍLA -Evrópumæling á eyðslu misfjarri raunveruleikanum Svonefnd EC mæling (Evrópusambandsmæling) á eldsneytiseyðslu bíla og CO2 útblæstri fer fram í rannsóknastofu þar sem líkt er eftir akstri bíls við mismunandi akstursaðstæður. Þessi mæling er gerð á nýjum bílum og er ein af forsendum þess að bíllinn fái gerðarviðurkenningu og megi fara í almenna sölu. Eldsneytiseyðsla og CO2 útblástur bíla fylgist mjög að. Bíll sem mælist með mikinn CO2 útblástur er þannig eldsneytisfrekur og auðvitað öfugt. Þessar mælingar eru mikilvægar fyrir neytendur vegna þess að niðurstöðurnar eru grundvöllur skattlagningar hins opinbera á bílana. Það skiptir því máli fyrir bílaframleiðendur að þessar tölur, sérstaklega CO2 gildin, séu sem lægst í mælingunni. Lengi hafa verið uppi grunsemdir um að bílaframleiðendur stilli sérstaklega vélar þeirra bíla sem þeir senda í þessar mælingar svo að CO2 gildin verði sem allra lægst. Það sjáist af því misræmi sem oftast er milli EC mælinganiðurstaðnanna og raunverulegrar eyðslu bílanna í daglegri notkun, sem yfirleitt er umtalsvert meiri. En misræmið skýrist líka af sjálfri mælingunni og þeim tilbúnu akstursskilyrðum sem hún fer fram við. Þéttbýlisakstur EC eyðslu- og útblástursmælingin fer fram í rannsóknastofu þar sem bíllinn „keyrir“ á keflum svipuðum þeim sem

margir hafa séð á skoðunarstöðvum þar sem hemlar bíla eru prófaðir. Lofthiti við prófunina er 20 fyrst en síðan 30 gráður á Celsíus. Bíllinn er ræstur „kaldur,“ það er að segja eftir að hafa staðið ógangsettur í nokkrar klst. Síðan er honum „ekið“ af stað og er líkt eftir akstri í borg, það er að segja að það er stansað nokkrum sinnum og vélin látin ganga í lausagangi. Síðan er tekið af stað nokkrum sinnum, hraðinn aukinn og hægt á ferðinni á víxl og eins er ekið á jöfnum hraða. Vegalengdin er 4 kílómetrar, mesti hraði er 50 km á klst. og meðalhraðinn er 19 km/klst. Vegaakstur Vegaaksturinn í tilraunastofunni fer fram í beinu framhaldi af þéttbýlisakstrinum. Hann er í stórum dráttum þannig að aksturinn er nokkuð ójafn þannig að hægt er á ferðinni og hún aukin á víxl. Hraðast er ekið á 120 km/ klst, meðalhraðinn er 63 km/klst. og vegalengdin er 7 km. Sú eyðslutala sem kallast er blandaður akstur er síðan meðaltal mældrar eyðslu í þéttbýlis- og vegaaksturshluta prófunarinnar.

Breska vefsíðan Honest John hefur all lengi tekið saman upplýsingar um eyðslu fjölda bíltegunda og bílgerða í raunverulegri notkun og borið saman við hinar opinberu EC eyðslutölur bílanna. Munurinn er í sumum tilfellum verulegur en meginniðurstaðan er sú að bílar komist að meðaltali 87 prósent þeirrar vegalengdar sem þeir ættu að komast á hverjum eldsneytislítra samkvæmt opinberu EC eyðslutölunum. Stöku bílar komast lengra eins og lúxusbíllinn Jaguar XJ frá árinu 2003 sem fer 8 prósent lengra á lítranum en EC mælingin gefur til kynna. Drægi Volkswagenbíla er að meðaltali 91 prósent af af því sem EC eyðslutalan segir til um. Hjá Kia er það 83%, hjá Toyota 89%, hjá Ford 85%, hjá Dacia 90% og Chevrolet 87%.

41


BÍLAPRÓFUN FÍB

Honda CR-V

JEPPI/JEPPLINGUR ÁRSINS 2014

H

onda CR-V var hlutskarpastur í flokki jeppa og jepplinga í vali á Bíl ársins 2014 og hlaut 682 stig. Dómnefnd hreifst af samspili verðs, búnaðar, rýmis og aksturseiginleika. Honda CR-V hefur verið í framleiðslu síðan árið 1995 og er núna á sinni fjórðu kynslóð. CR-V, sem hefur notið mikilla vinsælda meðal eldri borgara í gegnum tíðina, hefur ávallt verið öruggur kostur fyrir fólk sem leitar sér að góðum jeppling. Það sést í áreiðanleikakönnunum, en skv. breska bílablaðinu Auto Express skorar CR-V rúm 88% í 30.000 manna úrtaki. Einnig kemur fram á heimasíðu Honda á Íslandi að Honda hafi verið valinn áreiðanlegasti bílaframleiðandinn 8 ár í röð skv. What Car og Warranty Direct. Bíllinn er straumlínulagaðri en áður og lítur betur út fyrir vikið ásamt því að minnka eldsneytiseyðsluna. Útsýni úr gluggum er hið ágætasta og ekki skemmir hið flennistóra glerþak sem reynsluakstursbíllinn var útbúinn. Rými Honda CR-V er talsvert rúmbetri en hinir úrslitabílarnir í sama flokki, Toyota Rav4 og Ford Kuga. Farþegar sitja hátt og og hafa gott útsýni yfir veginn. Sætin eru rúmgóð og þægileg komast þrír fullvaxnir 42

auðveldlega í aftursætin. Gírkassinn situr lágt í bílnum og því er gólfið undir miðjusætinu svo gott sem flatt, sem gerir farþega miðjusætis kleift að geyma fæturna á sínum stað. Afturhurðir opnast næstum því 90 gráður og er aðgengi því gott. Skottið rúmar 589 lítra með aftursætin í uppréttri stöðu og allt að 1.669 lítra með þau niðurfelld og er því eitt það stærsta í flokki bíla af þessari stærð. Því er nóg pláss fyrir hundinn og allan farangur fjölskyldunnar. Til gamans má geta að sigurvegari flokksins í fyrra, Hyundai Santa Fe, tekur 585 lítra í skottið, en er talsvert dýrari - En nánar um það síðar. Öryggi Honda CR-V skoraði 5 stjörnur í árekstrarprófum EuroNCAP og er í raun engin furða. Fjöldann allan af loftpúðum er að finna í bílnum ásamt rafeindabúnaði sem á að koma í veg fyrir slys. Skrikvörn, ABShemlar, rafstýrð hemlunaraflsdreifing (dreifir álagi á hvern bremsudisk fyrir sig) ásamt stöðugleikakerfi fyrir tengivagna eru staðalbúnaður. Aukalega er hægt að fá radarstýrðan árekstrarvara og akreina aðstoð sem lætur vita ef bíllinn slysast yfir á aðra akrein í gáleysi. Einnig er hægt að fá aukalega bakkskynjara og –myndavél.

Innrétting og búnaður Þótt efnisvalið í innréttingu CR-V sé ekki hið allra besta – þ.e. nokkuð um ódýr og hörð plastefni –er ánægjulegt að sitja í honum. Þrír glasahaldarar eru milli framsætanna, hanskahólf er stórt og hurðavasar eru nægjanlega stórir fyrir meðalstóra drykkjarflösku. Allar útfærslur CRV koma með margmiðlunarskjá í lit í mælaborði, en stýrikerfið þótti undirrituðum ekki nægilega skilvirkt. Ennfremur tókst ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að tengja símann við bílinn með Bluetooth. Þar sem greinarhöfundi á þrítugsaldri þótti kerfið heldur flókið í notkun má Guð vita hvernig minna-en-meðal-tæknivæddum eldri borgurum líst á kerfið. Tekið skal fram að reynsluakstursbíllinn var af svokallaðri Executive gerð, þ.e. dýrustu gerð og var því megnið af búnaði sem honum fylgdi aukabúnaður fyrir grunngerðir. Hlutir á borð við rafstýrð, hituð leðursæti, handfrjálst Bluetooth kerfi fyrir síma (sem virkaði ekki sem skyldi), rafstýrður afturhleri, áðurnefnt glerþak, fjarlægðarskynjarar og bakkmyndavél eru allr aukabúnaður fyrir grunngerðina, Comfort, og því skal taka mið af því þegar verð bílsins er metið. Að svo sögðu kemur


grunngerðin með tvískipta tölvustýrða miðstöð, aux- og usb tengi, skriðstilli (cruise control), regnskynjara, rafstýrða hliðarspegla og 12v tengi milli framsæta og í farangursrými – en það verður að teljast nokkuð rausnarlegur búnaður fyrir lágt grunnverð. Í akstri Honda CR-V er þægilegur í akstri. Stýrið er létt og auðvelt að þræða bílinn um götur borgarinnar. Fjöðrun er mjúk og fyrirgefanleg og bíllinn svífur yfir hraðahindranir. Auk þess er bíllinn vel hljóðeinangraður og lítil þörf á að hækka róminn til að halda samræðum við farþega. Þó þótti bíllinn heldur vélarvana og sjálfskiptingin fremur sein undir álagi. Þegar komið var upp á Kvartmílubraut í keilusvig þótti CR-V-inn hegða sér eins og bátur í samanburði við hina keppinautana, en skriðvörnin skilaði sínu og skapaðist því aldrei hætta. Til að draga ályktun um aksturseiginleika bílsins má segja að hann standi sig vel við „venjulegar“ aðstæður en heldur hægt og klunnalega við krefjandi aðstæður. Hvað utanvegagetu varðar, þá er bílinn útbúinn fjórhjóladrifi og veghæðin er 165mm. Malarvegaakstur er hinn ágætasti þökk sé góðri fjöðrun og einangrun og ætti því ekki að eiga í nokkrum vandræðum með akstur um léttar vegleysur og snjóakstur meðal Íslendings. Vélar og eldsneytiseyðsla Val er á milli tveggja véla – 2.0i VTEC bensínvél og 2.2i DTEC dísilvél. Bensínvélin skilar 150 hestöflun og er losun kolefnis ekki nema frá 175 gr/100km á meðan dísilvélin skilar 155 hestöflum og losar aðeins frá 149 gr/100km sé beinskipting valin. Sú tala hækkar þó upp í 174 gr/100km sé sjálfskiptingin valin og er samt sem áður, ekki há. Meðaleyðsla bensínbílsins er frá 7.4 l/100km skv. tölum frá framleiðanda (beinskiptur). Reynsluakstursbíllinn var með dísilvélina ásamt sjálfskiptingu og á skv. opinberum tölum að eyða að meðaltali aðeins 6.6 l/100km, þótt rauneyðslan hafi verið rétt tæpir 7.5

lítrar á hundraðið í reynsluakstri (ath. akstur á kvartmílubrautinni ekki tekinn með!). Verð Eins og áður segir sigurvegari ársins í ár talsvert ódýari en sigurvegari síðasta árs – Hyundai Santa Fe. Grunnverð á Honda CR-V Comfort, með beinskiptingu og bensínvél er 5.690.000 kr. Fullbúinn bíll í Elegance útfærslu, eins og reynsluekið var, kostar hins vegar 7.690.000 kr. með sjálfskiptingu og dísilvél. Því til samanburðar er grunnverð á Hyundai Santa Fe 7.450.000 (2.2 dísil, sjálfskiptur), en á dýrustu útfærslu (Preminum, einnig 2.2 dísil, sjálfskiptur) 8.750.000. (Öll verð miðast við verðlista Honda á Íslandi, maí 2013. Heimild: http://www.honda.is -RMR

Honda CR-V Rými Fágun Kraftleysi Aksturseiginleikar við harðan akstur Afþreyingarkerfi

43


BÍLAPRÓFUN FÍB

VW GOLF

H

vað er það við Volkswagen Golf sem gerir hann að svo góðum bíl? Hvers vegna er hann svona óhemju vinsæll? Hvers vegna er hann mælistika bíla í sínum stærðarflokki (sem nota bene kallast í daglegu tali „Golf-stærð“)? Í stuttu máli sagt, eftir að hafa ekið öllum keppinautum sem seldir eru á Íslandi, er svarið einfaldlega hversu gegnheill pakki þessi bíll er. Vélarnar tvær sem eru í boði eru einstaklega sparsamar, en þó sprækar. Hvort sem valin er 1.4 TSI bensínvélin eða 1.6 TDI dísilvélin er alltaf nægilegt tog fyrir hendi, hljóðlætið í fyrirrúmi og vinnslan silkimjúk. Eldsneytiseyðslan er til fyrirmyndar; rúmir 5 l/100 km sé 1.4 TSI vélin valin og aðeins tæpir 4 l/100 km verði dísilvélin fyrir valinu. Beinskiptingar frá VW samteypunni eru nær gallalausar hvað varðar slaglengd, léttleika og tilfinningu fyrir vélinni. Ennfremur er nýjasta uppfærslan á 7 þrepa DSG

sjálfskiptingunni einhver sú besta sem til er á markaðnum í dag. Bíllinn er vel útbúinn í grunnútfærslu og kemur m.a. með hljómtæki með 5.8“ snertiskjá, bluetooth tengingu fyrir síma og alls kyns aksturstölvur. Innréttingin er snyrtileg, „ergónómísk“ og efnisnotkun er til fyrirmyndar. Bíllinn er einstaklega vel hljóðeinangraður og í ofanálag er fjöðrunin hreinlega dásamleg. Aksturseiginleikar eru meira en hæfilega góðir og ójöfnur í vegi eru snyrtilega straujaðar út þökk sé fyrrnefndri fjöðrun. Er eitthvað sem er ekki frábært við nýja Golfinn? Jú, til eru bílar með skemmtilegri aksturseiginleika í þessum flokki fyrir þá sem hafa gaman af „metnaðarfullum“ akstri, t.a.m. Ford Focus. Útlit Golfsins, þrátt fyrir að vera mjög auðkennanlegt fyrir Golf, er heldur líflaust og ekki mikið breytt umfram síðustu kynslóðir. Einnig eru til bílar í svipuðum verðflokki, jafnvel ódýrari,

sem hafa talsvert meira farþega- og farangurspláss. Að svo sögðu er ekki hægt að kvarta undan plássleysi í Golfinum. Þrír farþegar geta setið í mestu makindum í aftursætum án mikilla vandræða og skottið rúmar 380 lítra með aftursætin í uppréttri stöðu. Sú tala vex upp í 1.270 lítra séu þau hins vegar felld niður. VW Golf kostar frá 3.670.000 kr og upp í 4.650.000 kr áður en nokkrum aukahlutum er bætt við. Vert er að benda á að Golfinn er hættulega nálægt Skoda Octavia í verði, en hann er talsvert rúmbetri. VW Golf sigraði flokk smærri fólks-bíla í vali á Bíl ársins 2014 og hlaut 701 stig af 1200 mögulegum -RMR VW Golf Þægindi í akstri Búnaður Vélar og gírskiptingar Útlit Verð

44


DANIR HAFNA SÆNSKUM ÁFENGISLÖGUM -áfengishámarkið áfram 0,5 prómill

T

alsmenn umferðarmála tveggja stærstu flokkanna í danska þinginu; Sósíaldemókrata, sem eru stjórnarflokkur og Venstre sem er í stjórnarandstöðu, hafa hafnað frumvarpi um að lækka refsimark áfengis í blóði ökumanna úr 0,5 í 0,2 prómill. Margur Daninn andar því léttar að geta vænst þess að fá sér einn venjulegan bjór eða eitt vínglas án þess að fara yfir mörkin. Tillagan um að lækka leyft áfengismark er ein af mörgum breytingatillögum sem danska umferðarráðið lagði fram sl. vor. Tillögurnar voru til umræðu á fjölsóttum umferðardögum í há-

skólanum í Álaborg fyrr í haust. Þar sagði Kristian Phil Lorenzen talsmaður umferðarmála hjá Venstre að það væri nú alveg lágmark að fólk hefði svigrúm til að fá sér einn öllara þótt það væri á bíl. Það hefði aldrei fundist neitt sem benti til þess að það yki umferðaröryggi að lækka áfengismörkin niður fyrir 0,5 prómill. Umferðartalsmaður Sósíaldemókrata, Rasmus Prehn tók í sama streng og sagði að 0,2-0,5 prómill í blóði ökumanna skapaði enga hættu. „Við kærum okkur ekkert um að innleiða einhverja sænska siði hér,“ sagði Prehn. (Í Svíþjóð gildir 0,2 prómilla hámark).

Í rannsóknaskýrslu frá DTU (Danmarks Tekniske Universitet) sem birt var fyrir nokkrum árum, kemur fram að ekkert bendi til þess að slysatíðni sé hærri hjá fólki með 0,2-0,5 prómill í blóði en hjá þeim með ekkert eða 0,0 prómill. FDM, systurfélag FÍB er sammála talsmönnum Sósíaldemókrata og Venstre í málinu og telur enga ástæðu til að lækka refsimörkin.

EINFALDUR LOFTMÆLIR -lætur vita þegar nóg loft er komið í dekkið

S

protafyrirtækið QuickFill í bænum Maribo á dönsku eynni Lálandi hefur þróað hjólbarðaventil sem er þeirrar náttúru að þegar nóg loft er komið í hjólbarðann gefur hann frá sér hljóð. Ekki þarf því að mæla loftþrýstinginn þegar pumpað er í dekk. Ventillinn, sem er einskonar hetta sem skrúfuð er á sjálfan ventilinn, kemur á almennan markað í aprílmánuði nk. Samkvæmt marg endurteknum könnunum á ástandi hjólbarða er um það bil sex af hverjum bílum í umferð með vitlausan (of lágan) loftþrýsting. Rangur og misjafn loftþrýstingur er ávísun á versnandi aksturseiginleika, verri hemlun og aukna eldsneytiseyðslu. Talið er að

ef allir bílar heims væru keyrðir með réttum þrýstingi í hjólbörðum myndu tveir milljarðar lítra eldsneytis sparast árlega. Framkvæmdastjóri QuickFill telur að nýi ventillinn góði geti orðið til þess að ökumenn nenni oftar að tékka á loftþrýstingnum og fleiri bílar í umferð með réttan loftþrýsting leiðir til sparnaðar og betra öryggis í umferðinni. Sem fyrr segir er QuickFill ventillinn skrúfaður á hjólbarðaventilinn í stað hettunnar sem þar er venjulega og er þar síðan. QuickFill ventlar munu fást með algengustu þrýstimörkum fólksbíla, t.d. 2,4 kílóum á fersentimetra. Þegar síðan dælt er lofti í dekkið flautar ventillinn og gefur með því til kynna að nú sé

réttum þrýstingi náð. Hann gefur hins vegar ekkert upp um loftþrýstinginn þess í milli. Í fyrstunni er ætlunin að bjóða QuickFill ventilinn í Danmörku en frá 2015 er ætlunin að hefja útflutning til hinna Norðurlandanna og Þýskalands og þar á eftir til Bandaríkjanna. Ekki er enn ljóst hvert verðið verður, en líklegt að það verði í kröng um 200 danskar krónur.

Vélarvarahlutir

frá viðurkenndum framleiðendum 45


FERÐALÖG

-gekk af norsku skipi til að skoða Bandaríkin í upphafi kreppunnar miklu

Íslendingur í ævintýraleit

M

yndirnar sem hér sjást eru af Íslendingnum Gunnari Smith. Þær eru teknar í Bandaríkjunum við upphaf kreppunnar miklu í Bandaríkjunum, sem hófst með verðbréfahruninu á Wall Street 1929. En hvernig stóð á ferðum Gunnars þarna? Gunnar var sonur norska verkfræðingsins Paul W. Smith sem upphaflega kom til Íslands á heimastjórnartímanum í upphafi 20 aldarinnar. Paul kom hingað í tengslum við lagningu fyrsta sæsímastrengsins yfir

Atlantshafið. Hann ílengdist hér, eignaðist fjölskyldu, var um tíma símstöðvarstjóri á Akureyri en fluttist svo til Reykjavíkur og stofnaði fyrirtækið Paul Smith & Co. sem seinna sameinaðist öðru og heitir eftir það Smith & Norland og enn lifir góðu lífi. Paul W. Smith átti þrjá syni sem auk Gunnars voru Erling og Thorolf sem lengi var fréttamaður Ríkisútvarpsins. Poul missti konu sína unga og ól syni sína upp einn eftir það og vildi undirbúa þá sem best undir lífið, mennta þá og gera þannig sjálfbjarga. Í því augnamiði sendi hann Erling

Skipsfélagi og ferðafélagi Gunnars, sem hann kallaði Stolpen, situr á bíltröppunni. Bíllinn hefur greinilega bilað illa þarna úti í Arizona eyðimörkinni.

46

son sinn í verslunarskóla í Noregi og Thorolf til náms í Belgíu. Gunnari hugnaðist lítt að setjast á skólabekkinn en faðir hans, sem var umboðsmaður Bergenska skipafélagsins, sendi hann til Noregs þar sem hann var munstraður á kaupskip. Þar með komst hann í miklar siglingar og sigldi á þessum árum m.a. tvisvar umhverfis jörðina á tankskipinu Lincoln Ellsworth sem þá var nánast nýtt. Skipið sem var 5.580 tonna var skotið niður af þýskum kafbáti árið 1941 við Trinidad. En svo gerðust siglingarnar hversdagslegar og er skipið kom eitt sinn til Galvestone í Texas, gerðu þeir Gunnar og norskur skipsfélagi hans sér lítið fyrir og yfirgáfu skipið, keyptu Buick bíl og héldu af stað í vesturátt til að skoða hinn víðlenda Vesturheim. Þeir óku í gegnum Texas, New Mexico og Arizona og unnu fyrir sér á ýmsan máta, m.a. með baðmullartínslu. Ferðin endaði í San Pedro, sem nú er hluti Los Angeles. Þar komust þeir félagarnir í kynni við innflytjendalögregluna sem umsvifalaust setti þá inn og í sjálft „Sing Sing” fangelsið.   Þar sem þeir töldust ekki hættulegir þá fór stjórnandi fangelsisdeildarinnar


Hér hefur sprungið lengst inni í Arizona eyðimörkinni og Gunnar hefur komið tjakk undir bílinn og byrjaður að tjakka hann upp.

Gunnar Smith hér staddur í Oklahoma. þar sem þeir voru vistaðir um þá mildum höndum og fékk Gunnar til að sópa gólf og taka til á skrifstofu sinni. Deildarstjórinn sem jafnframt var ökukennari hafði uppgötvað að Gunnar hafði ekki ökuréttindi og vildi endilega að hann tæki bílpróf. Það þýddi að hann þurfti að læra umferðarreglur og þreyta síðan munnlegt próf. Það reyndist honum létt verk, ekki síst vegna þess að þegar hann var eitt sinn að taka til á skrifstofu deildarstjórans, fann hann bunka af prófgögnum sem tilheyrðu stjóranum m.a., skriflegt próf norskrar konu.

Hinn gamli skipsfélagi Gunnars og ferðafélagi var norskur og jafnan kallaður Stolpen. Hér stendur hann fyrir utan bílinn, teygir sig vel og geispar eftir góða máltíð.

Gunnar fékk blaðið „lánað” og þegar kom að því að hann settist fyrir framan prófdómarann, hafði hann sett blað norsku konunar inn í stráhatt sem hann jafnan brúkaði þarna, stillti honum þannig að hann sá á blaðið inni í hattinum. Auðvitað flaug hann í gegnum prófið og fékk á staðnum „Temporary Licence” eða tímabundin ökuskírteini dagsett 7.mars 1929. Dvöl þeirra félaga varð ekki óbærilega löng í Sing Sing því að norska sendiráðið og Paul, faðir Gunnars heima á Íslandi, leystu málin. Gunnar og félagi hans fengu frelsið aftur en var gert að koma sér úr landi.

Hér hafa þeir Gunnar og Stolpen stansað í gömlu Indíánaþorpi í Arizona til að bæta vatni á kælikerfið.

47


BÍLAVIÐSKIPTI

NORÐMENN EYÐA GRIMMT GÖMLU BÍLUNUM

S

egja má að ef ekki væru þær aðstæður upp á Íslandi að bíla-leigunum gengur vel og erlendir ferðamenn skipta við þær sem aldrei fyrr, væri meðalaldur íslenska bílaflotans verulega hærri. Það eru nefnilega bílaleigurnar sem kaupa langstærstan hluta þeirra nýju bíla sem seljast í landinu. En þrátt fyrir þetta er meðalaldur bíla á Íslandi einn sá hæsti í Evrópu um þessar mundir. Aðra sögu er að segja frá Noregi. Norðmenn endurnýja nú bíla sína nokkuð hratt og losa sig við elstu bílana til eyðingar. Miðað við hversu margir bílar eru settir í eyðingu í Noregi bendir flest til að árið 2013 verði metár í eyðingu eldri bíla. Á fyrri helmingi ársins var 85.700 gömlum bílum eytt í Noregi eða 8.800 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum frá norskum tolla- og skattayfirvöldum þá er jafnvel meiri gangur í eyðingunni nú. Því megi búast við að 2013 verði mesta bílaeyðingaár í sögu Noregs.

48

Í júlí og ágúst sl. var 23 þúsund ökutækjum eytt. Á sama tímabili í fyrra voru ökutækin 15 þúsund. Alls hefur því verið eytt 108.700 bílum í Noregi frá áramótum til og með ágúst. Til samanburðar þá fóru alls rúmlega 100 þúsund bíla í eyðingu árlega að meðaltali á árunum 2009 til og með 2011. Norsk stjórnvöld hafa ýtt undir það að eldri og eyðslufrekari bílum sé eytt, með því að hækka skilagjald fyrir þá. Skilagjald fyrir gömlu bílanna sem er greitt eigendum þeirra við eyðingu er nú þrjú þúsund norskar krónur eða rétt um 60 þúsund ísl. kr.


Á þessu grafi sést glöggt hversu hratt íslenski bílaflotinn eldist og hve endurnýjunin er hæg.

49


AÐRIR ORKUGJAFAR

Tilkynnt um hraðhleðslustöðvar Nissan á Íslandi. Erna Gísladóttir forstjóri BL og Bjarni Bjarnason forstjóri OR takast í hendur og Frederik Subra frá Nissan fylgist með.

Nissan Leaf rafbíll í hraðhleðslu. Hleðslutími er 10-20 mínútur.

RAFBÍLAR Á ÍSLANDI - nýjar hraðhleðslustöðvar auka notagildi rafbíla verulega

F

yrir um áratug trúðu margir því að rafbíllinn væri við það að slá í gegn. Hann væri nánast kominn á bílastæðið fyrir utan húsið og tilbúinn að taka sess heimilisbílsins. Sumir trúðu því líka að í raun og veru hefði rafbíllinn verið tilbúinn fyrir löngu en olíuiðnaðurinn bara að þvælast fyrir honum. Í því samhengi var gjarnan minnst á rafbílinn EV1 sem GM byggði í allmörgum eintökum og fékk hóp fólks til að nota til allra daglegra þarfa. En svo lagði GM rafbílaáætlanir sínar á hilluna, innkallaði alla EV1 bílana og eyddi þeim. Við það fóru samsæriskenningarnar á flug og m.a. varð til kvikmyndin -Who killed the electric car? En að samsæriskenningum slepptum þá má ástæða þess að rafbíllinn hefur ekki enn slegið í gegn, vera augljós: Rafgeymarnir. Almenningur var ekki tilbúinn að borga mun hærra kaupverð fyrir bíl sem dró einungis 100 kílómetra á hleðslunni og heilan sólarhring tók að endurhlaða. Slíkur bíll hefur ekki sama notagildi og venjulegur bíll sem kemst 500-1000 kílómetra á einni tankfylli og tvær mínútur tekur að endurfylla. Allt frá upphafi bílaaldar fyrir rúmri öld hafa menn hugsað um rafmagnið sem orkugjafa. Á mörgum bílasöfnum má sjá rafknúna bíla sem byggðir 50

voru á fyrstu árum 20. aldarinnar. Allir eru þeir með níðþungum blýsýrugeymum og til að bera þá þurftu bílarnir að vera vel sterkbyggðir og þar með þungir og öll þessi þyngd krafðist auðvitað mikillar orku til að hreyfa ökutækið úr stað. En svo rann upp tölvu- og farsímaöld og fundnar voru upp léttari rafhlöður. Þessar rafhlöður mátti tengja saman í samstæður og setja í rafbíla. Með þeim fóru hjól rafbílanna loks að snúast að einhverju marki. Framfarirnar í gerð þessara léttu rafhlaða hafa síðan verið mjög hraðar og nú eru til rafbílar sem komast nokkur hundruð kílómetra á einni og sömu hleðslunni og drægið vex stöðugt. Þessar rafhlöður eru hreinlega forsenda þess að rafbílarnir eru nú loks að verða samkeppnishæfir við hefðbundna bíla með brunahreyflum, allavega á sumum sviðum eins og t.d. borgar- og þéttbýlisakstri. En svo því sé haldið til haga þá hafa framleiðendur bíla sannarlega farið í harða samkeppni við rafbílana, sérstaklega þó síðasta áratuginn. Sú samkeppni hefur áreiðanlega hægt á þróun rafbílanna. Svar framleiðenda hefðbundnu bílanna var það að hanna nýja bíla, nýjar vélar og nýjan drifbúnað sem krefst miklu minna eldsneytis en áður hefur þekkst, án þess að neitt hafi dregið úr afli og

afköstum bílanna, heldur þvert á móti. Nú fyrirfinnst fjöldi bíla sem eyðir langt innan við helmingi þess eldsneytis sem ámóta bílar gerðu fyrir áratug. En nú eru hreinu rafbílarnir að sækja á. Þeir hafa stöðugt verið að batna og verða langdrægari auk þess sem hleðslutíminn hefur styst verulega. Um leið hefur áhugi fyrir þeim aftur aukist en þá sýnir það sig að innviðina fyrir þá vantar. Hvar eru hleðslustöðvarnar? Hversu langt kemst ég á rafbíl? Kemst ég austur í sumarbústaðinn? Kemst ég gullna hringinn á sunnudaginn? Það voru því talsverð tíðindi þegar fulltrúar Nissan á Íslandi og Orkuveita Reykjavíkur tilkynntu fyrr í haust að nú væri að hefjast uppsetning hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla þar sem um 20 mínútur tekur að nánast fullhlaða tóma geyma bílanna. Það er Nisssan í Japan sem leggur hleðslustöðvarnar til endurgjaldslaust og Orkuveitan leggur til raforkuna án endurgjalds næstu tvö árin. Hleðslustöðvarnar verða staðsettar þannig að drægisradíus rafbíla stækkar verulega eða um ca. 100 kílómetra og munar sannarlega um minna. Auk þess að setja upp hleðslustöðvar á völdum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, verða stöðvar væntanlega í Borgarnesi, Keflavík og Selfossi. Þetta framtak er lofsvert og þýðir það að notagildi rafbíla tekur stórt stökk fram á við.


Toyota RAV4

TOYOTA RAV4

JEPPAEIGINLEIKAR Á UNDANHALDI

T

oyota Rav4 hafnaði í öðru sæti í flokki jeppa og jepplinga í vali á Bíl ársins á Íslandi 2014. Nýjasta kynslóðin er sú fjórða í röðinni, en Rav4 er mest seldi jepplingurinn frá upphafi. Með nýjustu útfærslunni var lögð frekari áhersla á sportlega aksturseiginleika fremur en utanvegagetu og vekur það talsverðar efasemdir í fyrstu. Að utan er nýi bíllinn talsvert breyttur frá síðustu kynslóð, en hönnuðir Toyota hafa greinilega verið með puttann á púlsinum og fylgt þeirri stefnu sem flestir jepplingar stefna í dag. Kúptar og sveigðar línur víkja fyrir skörpum hornum og stæðilegum áherslulínum. Útkoman er að mestu góð: Að framan er bíllinn myndarlegur og í góðum hlutföllum, en að aftan er að finna einkennilegan stall undir afturrúðunni sem á líklega að undirstrika kröftugt útlit og öryggi. Sá hluti þótti hins vegar missa marks og líta skringilega út. Innrarýmið er fallega hannað og er efnisval hið ágætasta. Ennfremur er bíllinn vel smíðaður eins og Toyota er þekkt fyrir og gefur traustvekjandi

tilfinningu. Búnaður er rausnarlegur í meira lagi, en sem staðalbúnað má nefna Toyota Touch snertiskjá (í lit) með bakkmyndavél, handfrjálsan Bluetooth búnað, rafstýrðan afturhlera og margt fleira. Rými er gott fyrir alla farþega og farangursrýmið stærra en nokkru sinni fyrr. Segja má að Toyota hafi tekist ætlunarverk sitt hvað akstur varðar, en á götunni hegðar bíllinn sér eins og fólksbíll fremur en jepplingur. Bíllinn liggur svotil flatur í beygjum og ökumaður situr lægra en áður og fær því meiri tilfinningu fyrir veginum. Á móti kemur að eiginleikar hans utan malbikaðra borgar- og þjóðvega eru öllu grófari en áður. Stífari fjöðrun lætur ökumann vita af hverjum einasta smástein sem keyrt er yfir sem kann að vera þreytandi til lengri tíma. Þó er vitað mál að flestir kaupendur munu nær eingöngu nota bílinn á malbikuðum vegum. Bíllinn var útbúinn 2.0 lítra bensínvél með CVT sjálfskiptingu og skiptiflipum aftan á stýri. Hún þótti heldur kraftlaus og var eyðslan, líkt og hjá Ford Kuga, nokkuð yfir uppgefnum tölum frá framleiðanda, eða um 8.5 lítrar á

hundraðið. Undirritaður mælir frekar með dísilvélinni vegna samblands aukins togs og minni eldsneytiseyðslu. Toyota Rv4 er mjög heilsteyptur pakki og öruggur kostur þegar kemur að jepplingakaupum. Í ofanálag er bilanatíðni nær engin og þjónustan hjá Toyota á Íslandi góð. -RMR Toyota RAV4 Verð: Frá 5.985.000 kr – 7.400.000 kr (án aukabúnaðar) Afl: 150 hestöfl (2.0 bensín) / 151 hestafl (2.2 dísil) Hröðun 0-100 km/klst: 9.9 sekúndur (bensín) / 9.6 sekúndur (dísil) Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri: 7.3 l/100 km (bensín) / 5.6 l/100 km (dísil) Losun CO2: 169 g/km (bensín) / 147 g/km (dísil) Ríkulegur staðalbúnaður Akstur innanbæjar Eldsneytiseyðsla (bensín) Utanvegaakstur 51


FERÐAMÁL ÖRYGGISVÖRUR

FÍB VERSLUN SKÚLAGÖTU 19 & VEFVERSLUN Á FIB.IS Startkaplar

Skófla

Vandaðir 10 mm startkaplar í hentugri tösku til að koma fyrir í bílnum.

Snowvel skóflan er búin til úr hágæða áli, fislétt, sterk og fyrirferðarlítil. 2 mögulegar stillingar 64 - 82 sm. Hentugt klikk-system Þyngd: 600 grömm Lítil taska: 24 sm x 39 sm

100% kopar kaplar Lengd: 3 metrar

Verð til félagsmanna

kr. 6.080.-

Almennt verð kr. 7.600.-

Verð til félagsmanna

kr. 4.400.-

Almennt verð kr. 5.500.-

Öryggishamar 3 áhöld í einu

- LED vasaljós - Sætisbeltaskerari - Öryggishamar, brýtur auðveldlega bílrúður - 360° blikkandi rautt neyðarljós með segulfestingu, sem sést í allt að 500 m fjarlægð

Verð til félagsmanna

kr. 3.120.-

Almennt verð kr. 3.900.-

Verð til félagsmanna

kr. 2.280.-

Almennt verð kr. 2.850.-

Þægileg og handhæg sjúkrataska með mikið úrval af plástrum, sárabindum, brunakremi, einnota hönskum o.fl. Kassinn inninheldur: - 12 plástra í mismunandi stærðum - 3 miðstærðir plástra. - 2 miðstærðir af grisjum - 1 stór plástur - 1 N°7 fingurplástur - 4 áfengislausar þurrkur - 2 brunasárapúðar - límband - 2 sárabindi (Crepe & þríhyrnd) - brunakrem - 12 öryggisnælur - 2 pör einnota hanska - skæri - skyndihjálparbækling

Verð til félagsmanna

Viðvörunarþríhyrningur Viðvörunarþríhyrningur ECE R27 vottaður Hentugt geymslubox.

Sjúkrataska

kr. 3.880.-

Almennt verð kr. 4.850.-

Endurskins armband Verð til félagsmanna

kr. 700.-

Almennt verð kr. 1.000.-

Öryggisvesti Öryggistaska Viðvörunarþríhyrningur Vasaljós - vatnshelt Öryggisvesti - viðurkennt Neyðarhamar Griphanskar

Verð til félagsmanna

kr. 5.680.-

Neonlitað öryggisvesti með endurskinsröndum. Vestið er með FÍB merkinu.

Stærðir: L - XL - 2XL

Verð til félagsmanna

kr. 1.755.-

Almennt verð kr. 2.065.-

Almennt verð kr. 7.100.Skannaðu kóðann til að fara inn á vefverslunina 52


SHOW YOUR CARD Félagsmenn FÍB hafa aðgang að einum stærsta afsláttarklúbbi í heimi Show your Card! landamæralaus afsláttarklúbbur bílaklúbba. Tugþúsundir staða út um allan heim sem gefa afslátt, ef þú ætlar að leigja bíl í fríinu, kaupa hótelgistingu, fara í dýragarðinn, vatnagarðinn eða á söfn. Nánar á fib.is

Hard Rock Cafe

10% af öllu nema áfengum drykkjum 32 staðir í Evrópu, 60 í USA www.hardrock.com

RELAIS & CHATEAUX

3 nætur fyrir 2 152 gamlir herragarðar og kastalar í 26 löndum Bókunarsíða www.relaischateaux.com/3for2/arceurope Bókunarkóði: RELAISARC13

SEA LIFE 2 fyrir 1 25 staðir í 10 Evrópulöndum www.sealifeeurope.com

Holiday Inn Express & Suites

Býður sértilboð 35% afsl. á gistingu frá fös. - sun. á 370 hótelum í Evrópu. Gildir fyrir dvöl frá 18. okt. 2013 - 24. feb. 2014. Verður að bóka fyrir 31. des. Allt árið er 15% af helgargistingur en 10% af gistingu á virkum dögum. Bókunarsíða http://www.ihg.com/arceurope

ÓKEYPIS VEGAAÐSTOÐ Systurfélag FÍB í Bandaríkjunum American Automobile Association (AAA) veitir FÍB félagsmönnum vegaaðstoð við dekkja-skipti, straum á rafgeymi og eldsneytisaðstoð. Í flestum ríkjum er dráttarbíll ókeypis allt að 4.8 kílómetra (3 mílur). Í Kaliforníu 8 kílómetrar (5 mílur).

“Offices to serve you”

Félagsmaður FÍB hefur aðgang að yfir 1100 skrifstofum AAA. Þjónustufulltrúi AAA aðstoðar þig við að skipuleggja ferðalagið. Hjá AAA er mikið úrval af ferðakortum og ferðabókum ásamt ferðavörum.

Trip Tik - AAA vegvísir á fib.is Frábær leið til að skipuleggja aksturinn í Bandaríkjunum. Öll þjónusta og afsláttarkjör AAA á einum stað.

164.000 AFSLÁTTARAÐILAR Taktu FÍB skírteinið þitt með í fríið. 29.000 veitingastaðir, 8.400 hótel, Gap Outlet, Kmart, Sears, McDonald’s, Best Western, The Crab House, Universal Orlando, Seaworld, Reebook Outlet, Hard Rock Cafe, Adventure Island, Walt Disney Park, Grayline, Hertz, Madame Tussauds, Cheer’s Boston, Busch Gardens, Marriott, Johnny Reb’s, The Toll Roads, Sunglass Hut, Legoland, Grand Canyon Railway, Hilton Hotels, Landry’s Seafood House, Tanger Outlet Centers, Wet ‘n Wild, Central Florida Zoo, LensCrafters, New York & Company, Aquatica.. Nánar á fib.is 53


BIFREIÐAÞJÓNUSTA

Skemmuvegi 44m Kópavogi · www.bilarogtjon.is Avis bílaleigubílar á staðnum

bfo.is

Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðar

reynsla – þekking – góð þjónusta

Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf

bfo@bfo.is

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó NUS

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar

54


Aðalskoðun hf. Hjallahrauni 4, 220 Hafnarfirði Sími 590 6900 www.adalskodun.is Skeifan 5 (hjá vínbúðinni) sími 590 6930 Grjóthálsi 10 (við vesturlandsveg) sími 590 6940 Skemmuvegur 6, Kópavogi sími 590 6935 www.adalskodun.is Frumherji hf. Hestshálsi 6-8, Reykjavík Skeifunni (Grensásvegi 7) Reykjavík Gylfaflöt 19, Grafarvogi, Dalvegi 22, Kópavogi Garðatorgi, Garðabæ, Sími 570 9090 frumherji.is Dalshraun, Hafnarfjörður, Sími 570 9217 Tékkland Borgartún 24, 105 Reykjavík Holtagarðar, Reykjavík s. 414-9914 Reykjavíkurvegur 54, Hafnarfjörður s. 414-9912 Dalsbaut 1, Akureyri sími. 414-9916

BÍLAHÚS

Bergstaðir - Bergstaðastræti 6, 101 Rvk. Kolaport - við Seðlabanka Íslands, 101 Rvk. Ráðhúskjallari - við Ráðhús Reykjav. 101 Rvk. Stjörnuport - Laugavegi 94, 101 Rvk. Traðarkot - Hverfisgötu 20, 101 Rvk. Vesturgata - Vesturgötu 7, 101 Rvk. Vitatorg - Skúlagötu/Vitastíg, 101 Rvk. Nánari upplýsingar www.bilastaedasjodur.is

BÍLALEIGUR

Bílaleiga Flugleiða ehf. www.hertz.is Sími 522 4400 Fax 522 4401 hertz@hertz.is

BÍLARÉTTING, SPRAUTUN,TJÓNAMAT Arctic trucks ehf. Klettshálsi 3, 110 Reykjavík Sími 540 4900, www.arctictrucks.is A.B. skálinn, Gagnheiði 11, Selfossi s. 482 2200 Bifreiðaverkst.Kaupf. Skagfirðinga Hesteyri 2, 550 Sauðarkróki, Sími. 455 4570 fax.455 4571 Bílamálun Egilsstöðum ehf. Fagradalsbraut 21 Sími 471 2005, 700 Egilsstöðum, Bílamálunin Lakkhúsið, Smiðjuvegi 48 200 Kópavogi, Sími 567-0790, www.lakkhusid.is Bílar og tjón ehf.Skemmuvegi 44m Bleik gata 200 Kópavogi, Sími 578 5070, www.bilarogtjon.is Bílasprautun og réttingar Hjartar Smiðjuvegi 56 rauð gata, Kópavogi, S.587 9020, rettingar.is Bliki- Bílamálun og réttingar ehf, Smiðjuvegi 38 gul gata, 200 Kópavogi,S.567 4477 Bílverk BÁ ehf, Gagnheiði 3, 800 Selfossi Sími 482 2224, Fax 482 2354 www.bilverkba.is 5 stjörnu vottað, bilverkba@simnet.is Kar ehf, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík S. 567 8686 Lakkskemman ehf.Skemmuvegi 30, blá gata 200 Kópavogi, Sími 557 4540 Réttingaverk ehf,Hamarshöfða10,RvkS.5674343 Réttingaþjónustan ehf, Smiðjuvegi 40, gull gata Kópavogi, s. 557 6333, rettingathjounstan@itn.is Réttur – bílaréttingar, Funahöfða 17, 108 Reykjavík s. 587 6350, F 587 6351, rettur.net Smáréttingar ehf. – Réttingaþjónusta Smiðjuvegi 36 gul gata, 200 Kópavogi S.588 4644 Víkur-ós ehf, Bæjarflöt 6, 112 Reykjavík Sími 587 7760, Fax 587 7761, www.vikuros.is

BÍLASÖLUR

Bílver ehf. Innnesvegi 1, Akranesi s.431 1985, Bílaverkstæði Austurlands, Miðási 2 700 Egilsstöðum, Sími 471 1436, Nýir og notaðir

BÍLAVARAHLUTIR

AB Varahlutir, Bíldshöfða 18, Rvk, s.567 6020 E.T. Einar og Tryggvi, Klettagarðar 11 Rvk, S. 568 1580, F. 568 0844 www.et.is Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 Reykjavík Sími 520 8000, www.stilling.is Varahlutaverslunin Kistufell ehf, Brautarholti 16

105 Reykjavík, Sími 562 2104, www.kistufell.is Mekonomen, Smiðsbúð 2, 210 Garðabær, Símli 527 2300, www.mekonomen.is Ljósboginn ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Sími 553 1244, ljosboginn@simnet.is

BÍLAUMBOÐ

Askja, Krókhálsi 11, 110 Reykjavík Sími: 590 2100, www.askja.is Bernhard, Vatnagörðum 24-26, 104 Reykjavík Sími: 520 1100, www.bernhard.is Brimborg, Bíldshöfða 6 og 8, 110 Reykjavík Sími: 5157000 www.brimborg.is BL, Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík Sími: 525 8000 www.bl.is Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8, 110 Reykjavík Sími: 590 2000, www.benni.is Hekla hf, Laugavegi 170-174, 105 Reykjavík Sími: 590 5000, www.hekla.is Toyota, Kauptún, Garðabær Sími: 570 5070, www.toyotakauptuni.is Suzuki, Skeifunni 17, 108 Reykjavík Sími: 568-5100, www.suzuki.is

ALMENN BIFREIÐAVERKSTÆÐI

Bílhúsið ehf, Smiðjuvegi 60, rauð gata, Kópavogi Sími 557 2540, Verkstæði/smurþjónusta, bilhusid.is Bifreiðastillingin ehf, Smiðjuvegi 40d, rauð gata 200 Kópavogi, Sími 557 6400, Fax 557 7258 Bifreiðaverkstæðið Baugsbót, Frostagötu 1b, 603 Akureyri S.462 7033, Metanísetningar Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar Smiðjuvegi 22, græn gata, 200 Kópavogi Sími 567 7360, Fax 557 7374, www.bfo.is Bifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf, Gylfaflöt 24-30 112 Reykjavík, Sími 577 4477, Þjón. Bílabúð Benna Bifreiðaverkstæði Gunnars Valdimarssonar Iðjuvöllum 3, 880 Kirkjubæjarklaustri S.487 4630, Gsm 892 8663, hjólbarðaverkstæði, Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga Hesteyri 2, 550 Sauðarkróki, S.455 4570 F.455 4571 Bifreiðaverkstæðið Pardus. Suðurbraut 565 Hofsósi, S.453 7380 Gsm: 893 2881/8942881 pardus@pardusehf.is, Bílanes – Grandanes ehf. Bygggörðum 8, 170 Seltjarnarnesi S.561 1190, GSM 698 2212. Bílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 Kópavogi Sími 564 1180, Fax 564 1153, Almennar viðgerðir. Bílaverkstæði Austurlands, Miðási 2 700 Egilsstöðum, Sími 4705070, www.bva.is Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 Kópavogi Sími 587 1400, bilaattan@bilaattan.is Bílaþjónusta Péturs ehf, Vallholti 17, 800 Selfossi Sími 482 2050, Alhliða viðgerðaverkstæði, smurstöð Bíljöfur bifreiðaverkstæði ehf. - biljofur.is Smiðjuvegi 34, 200 Kópavogi, Sími 544 5151 Bílstál ehf, Askalind 3, Kópavogi Sími 564 4632 Bílver ehf, Innnesvegi 1,300 Akranesi S. 431 1985 Hekla hf, Laugavegi 170-174, 105 Reykjavík Sími: 590 5000, www.hekla.is Jeppasmiðjan ehf,Ljónsstöðum Árborg 801 Selfossi Sími 482 2858, Fax 482 1004, Varahlutir/breytingar Rafstilling ehf, Dugguvogi 23, 104 Reykjavík Sími 581 4991, Fax 581 4981, www.rafstilling.is Stimpill ehf, Akralind 9, 201 Kópavogi S. 564 1268, Þjónusta fyrir Renault, Hyundai, Land Rover, BMW Smur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3 450 Patreksfirði, Sími 456 1144 Vélastilling sf, Auðbrekku 16, 200 Kópavogur Sími 554 3140, Fax 564 4460, velastilling@simnet.is Þjónustuverkstæði Honda, Peugeot Vélrás Bifreiða- og vélaverkstæði velras@velras.is

Vagnhöfða 5, 110 Reykjavík, Sími 577 6670

BÍLSKÚRSHURÐIR OG OPNARAR

BIFREIÐAÞJÓNUSTA

BIFREIÐASKOÐUN

Glófaxi ehf. blikksmiðja, Ármúla 42, 108 Reykjavík Sími 581 2900, Fax 588 8336, www.glofaxi.is Héðinn, Gjáhellu 4, Hafnarfjörður, Sími 5692100 Bílskúrshurðaþjónustan, sími 892 7285

BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐVAR

Bílaþvottastöðin Löður ehf, Bæjarflöt 2 201 Kópavogi, Sími 544 4540, www.lodur.is Smur- bón og dekkjaþjónustan sf, Sætúni 4 105 Reykkjavík, Sími 562 6066, Fax 562 6038

HJÓLBARÐAR OG ÞJÓNUSTA

Barðinn Skútuvogi 2, Reykjavík, s. 568-3080. Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga Hesteyri 2, 550 Sauðarkróki, Sími 455 4570 Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 Kópavogi Sími 587 1400, bilaattan@bilaattan.is Bílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 Kópavogi Sími 564 1180, Fax 564 1153, bilvogur@simnet.is Dekkjahöllin, Skeifan 5, 108 Reykjavík, S.581 3002 Draupnisgata 5, 600 Akureyri S. 462 3002 Þverklettar 1, sími 471 2002, www.dekkjahollin.is Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hátúni 2a 105 Reykjavík, Sími 551 5508 Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Gylfaflöt 3 112 Reykjavík , Sími 567 4468 Smur- bón og dekkjaþjónustan sf. Sætúni 4, 105 Reykkjavík, Sími 562 6066 Smur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3 450 Patreksfirði, Sími 456 1144 Sólning hf, Smiðjuvegi 68-70, 200 Kópavogi Sími 544-5000, www.solning.is Njarðvík, Fitjabraut 12, s.421-1399 Selfossi, Austurvegi 52, s,482-2722 Hafnarfjörður, Rauðhellu 11, s. 568-2035 Hafnarfjörður, Hjallahraun 4, s. 565-2121

PÚSTÞJÓNUSTA

Kvikk Þjónustan, Vagnhöfða 5, 110 Reykjavík, Drangahrauni 1, Hafnarfirði, s. 520 0600 kvikk.is

KERRUR OG DRÁTTARBEISLI

Vagnar og þjónusta,Tunguhálsi 10, Rvk s.567 3440

VERSLUN, LÁSASMIÐIR OG ÞJÓNUSTA

Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík Sími 567 2330, Fax 567 3844, bilasmidurinn.is Neyðarþjónustan lykla- og lásasmiður Skútuvogur 11, Reykjavík, s.5108888 Neyð.8006000

RAFGEYMAR OG ÞJÓNUSTA

Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17, 220 Hafnarfirði Sími 565 4060, www.rafgeymar.is Rafstilling ehf, Dugguvogi 23, 104 Reykjavík S. 581 4991, Fax 581 4981, www.rafstilling.is Skorri ehf, Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík Sími 577 1515, Fax 577 1517, www.skorri.is

SJÁLFSKIPTIVIÐGERÐIR

Stimpill ehf, Akralind 9, 201 Kópavogi,S. 564 1268

SMURSTÖÐVAR

Bílvogur ehf, Auðbrekku 17, 200 Kópavogi Sími 564 1180, Fax 564 1153 Bíla áttan, Smiðjuvegi 30, 200 Kópavogi Sími 587 14 00, bilaattan@bilaattan.is Smur og dekkjaþjónusta, Aðalstræti 3 450 Patreksfirði, Sími 456 1144 Smur- bón og dekkjaþjónustan sf. Sætúni 4, 105 Reykkjavík, S. 562 6066, F 562 6038 Smurstöðin Fosshálsi, Fosshálsi 1, Rvk s.567 3545 Smurstöðin Akranesi, Smiðjuvöllum 2, S.431 2445 Stimpill ehf, Akralind 9, Kópavogi, Sími 564 1268

VINNUVÉLAR

Vélfang ehf, Gylfaflöt 32, 112 Reykjavík Sími 580-8200, velfang@velfang.is www.velfang.is

55


Númer 1 í Þýskalandi

Liqui Moly hefur verið valið í fjórum sjálfstæðum könnunum í Þýskalandi, besta vörumerkið í olíuvörum fyrir bíla. Nútíma vélar þurfa bestu smurog hreinsiefnin til þess hámarka nýtinguna á eldsneytinu og lágmarka mengandi útblástur samkvæmt ríkjandi mengunarstöðlum. Liqui Moly sérhæfir sig í efnavörum fyrir bíla og framleiðir öll smurefni samkvæmt stöðlum bílaframleiðenda. Notaðu Liqui Moly efnavörur og þú hámarkar virkni vélarinnar en lágmarkar eyðsluna.

Er ekki kominn tími til að nota Liqui Moly á bílinn þinn?

56

Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is

Fib bladid 3 tbl 2013  

FÍB Blaðið kemur út 3svar á ári (mars/ júlí /okt) og er sent til 15.000 félagsmanna FÍB og bifreiðatengd fyrirtæki um allt land. Blaðið er f...

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you