Sumardekkjakönnun 2023

Page 1

SUMAR DEKKJA könnun fíb 2023

Fólksbíladekk

Sumardekkjakönnun

Motor, blað Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, vann og hafði umsjón með sumardekkjakönnuninni 2023 eins og undanfarin ár. Í könnuninni ár voru prófuð 18 tommu dekk, alls átta tegundir af stærðinni 245/50 R18. Dekkin henta mörgum bílgerðum, bæði rafknúnum og með brunavél. Með tímanum virðist sem sífellt fleiri nýir bílar notist við stærri dekk en áður. Með þessari stærð er farið inn í dekkjahlutann sem kallast UHP – Ultra High Performance. Þar eru aksturseiginleikar settir í forgang, með aukinni áherslu á gripstig og akstursupplifun. Jafnframt er um að ræða dekk sem hafa verið þróuð með venjulega bíla í huga, bæði í millistærð og rúmbetri skutbíla.Tveir Audi A4 Avants með sjálfskiptingu voru notaðir í könnuninni. ABS kerfið var í gangi og með skriðvörn svo að finna mætti betur fyrir jafnvægi dekkjanna.

Sumardekkjaprófunin að þessu sinni var gerð á ökuprófanasvæði í spænska bænum Santa Cruz de la Zara í Toledo-héraði skammt frá höfuðborginni Madríd. Meðan á prófunum stóð var veðrið sérlega gott, sól skein í heiði og hitastigið fór yfir 20 gráður. Veðrið var sem sagt eins og besti sumardagur í norðurhluta Evrópu. Prófunarsvæðið í Santa Cruz de la Zara þykir sérlega gott og býður upp á það besta í þessum efnum.

Prófanir tóku sex daga með fjölda endurtekinna prófana. Akstursbrautin er fjögurra akreina og um 7,2 km. Þarna er um að ræða nýjustu prófunaraðstöðu bílaiðnaðarins. Á 3.000 hektara landssvæði hafa tíu mismunandi brautir verið reistar með eitt markmið í huga, að prófa dekk.

Brautin heitir Hakka Ring og á svæðinu eru frábærar aðstæður til að ná sanngjörnum og jöfnum prófunarskilyrðum.

Sérfræðingar í prófunum höfðu frjálsar hendur til að komast að raun um hvernig mismundandi dekk bregðast við óvæntum aðstæðum sem geta komið upp í akstrinum. Enn fremur voru framkvæmd óvæntar uppákomur sem geta komið upp í akstri. Allt var þetta gert í þeim tilgangi að komast að raun um gæði hvers dekks fyrir sig. Prófanir eiga einnig að leiða í ljós hvernig ökumaðurinn upplifir dekkin í daglegri notkun og þá ekki síst með öryggi í huga.

Þegar upp var staðið kom fáum á óvart og þekktustu dekkjamerkin þóttu skara fram úr. Samkeppnin á þessum markaði er hörð og

2
Hakka Ring hjá Santa Cruz de la Zara í Toledo-héraði á Spáni

Sumardekkjakönnun 2023

dekkjaframleiðendur leggja allt í sölurnar og bjóða eins góða vöru og frekast er kostur. Þekktir dekkjaframleiðendur röðuðu sér í efstu sætin hvað gæði snertir. Það á ekki að koma á óvart því það rímar við margar undanfarnar kannanir. Eigi að síður koma reglulega inn á markaðinn ný dekk sem geta verið jafn álitslegur kostur en það þarf alls ekki að vera í öllum tilfellum.

Goodyear Eagle F1 Asymmetric 6 varð í efsta sæti í könnuninni að þessu sinni með 93 stig og með mjög góða dóma. Beygjugrip dekksins á blautu malbiki þótti þá einstaklega gott og viðnám við sömu aðstæður. Ástæðurnar voru að mjúk blanda dekksins veitir þægindi og öryggi og veghljóð hefur milda tíðni óháð yfirborði. Dekkið fékk hæstu einkunn í hverri einustu prófunargrein sem gefur því góðan sigur í sumardekkjaprófuninni.

Michelin Pilotsports hreppti annað sætið með 90 stig. Dekkið heldur miklu gripi á blautu malbiki og við hemlun. Það virðist algjörlega vera ónæmt fyrir hitamyndun og almennt hafa fá veikleikamerki.

Í þriðja sæti lenti Nokian Hakka Black 3 með 83 stig. Þetta dekk kom vel út úr bremsuprófunum og var með allra stystu stöðvunarvegalengdina, bæði á blautum og þurrum vegum. Stýrisnákvæmni dekksins þótti aftur á móti veikari en hjá öðrum í prófinu. Nokian var með lægsta hljóðstigið, sérstaklega á grófari vegum. Stuttar hemlunarvegalengdir og mikil þægindi gera Hakka Black að frábæru hversdagsdekki sem hentar langflestum.

Kínverska dekkið Sunfull SF-888 (M+S) fékk lægstu einkunnina í þessu prófi, alls 42 stig. Dekkið þykir ekki gott á blautum vegum og hemlunarvegalengdirnar eru heldur ekki góðar. Dekkið þótti viðkvæmt fyrir yfirborðinu.

Í prófinu var notaður viðmiðunarhjólbarði til að ganga úr skugga um hvort einhverjar ytri kringumstæður hafi áhrif á grip dekksins. Ekkert dekk getur verið best í öllum þeim þáttum sem skoðaðir eru í prófinu.

Þegar staðið er frammi fyrir því hvaða hjólbarðar verða fyrir valinu þarf ekki endilega að velja þá sem skoruðu einna hæst í könnunni, miklu heldur hvaða tegund hentar þínum þörfum, aðstæðum og efnahag. Í könnun Motor kemur fram að í vissum tilfellum gæti reynst sparnaður að velja ódýrari dekk frekar en úrvalsdekk. Þeir aðilar sem unnu könnunina báru ekki saman verð á þeim. Þau eru afar mismunandi milli söluaðila og hafa áhrif á söluherferðir og hvaða árstíðir eru í gangi.

Tveir Audi A4 Avants með sjálfskiptingu voru notaðir í könnuninni.

EVRÓPSKAR MERKINGAR Á DEKKJUM

Öll dekk sem eru seld í Evrópu skulu bera upplýsingar um eldsneytiseyðslu, grip í bleytu og veggný sem er mældur fyrir utan bílinn. Á upplýsingamiða sem fylgir dekkinu skal einnig vera QR kóði sem hægt er að skanna og komast þannig inn á heimasíðu sem hefur enn ítarlegri upplýsingar um viðkomandi dekk. Einkunn er uppgefin í bókstöfum þar sem A er best og G er verst.

Eldsneytiseyðsla er mæld með tilliti til viðnáms á viðkomandi dekki. Bestu dekkin með lægsta viðnám fá einkunnina B, en önnur fá C til E. Megin reglan er sú að 0.1 lítri á hverja 100 kílómetrum aðskilur hvern staf fyrir sig. Á rafbílum er 15 kílómetrar milli stafa.

Veggnýr er mældur hávaði fyrir utan bíl þegar honum er ekið fram hjá mæli. Hátalaratákn hefur þrjár línur og merkir ein lína að hljóðmengun sé að lágmarki þremur desíbelum undir viðmiði sem var notast við 2016, tvær línur þýðir að hljóðmengun sé á pari við 2016 viðmiðið. Síðan eru þrjár línur sem merkja að hávaði frá dekkjunum sem er svipaður og þau gildi sem var miðað við 2001.

Vetrarmerking sýnir getu dekks til að aka í vetraraðstæðum. Fjall með snjókorni gefur til kynna að dekkið sé hæft við vetraraðstæður í mildara loftslagi. Fjall með snjótopp þýðir að dekkið sé betur fallið til aksturs við erfiðari vetraraðstæður.

HP eða UHP dekk?

„High Performance“ (HP)

Grip á blautu malbiki er miðað við hemlun frá 80 km/h niður í 0. Frá A til B munar 3 metrum, B til C munar auka fjórum metrum og þá hefur E 12 metra eða lengra umfram A. Þau dekk sem bera F merkingu eru síðan komin í 18 metra eða lengra. Einnig má miða við eina bíllengd milli stafa (um 3-6 metrar).

Kostir: Lágur veggnýr, lengri líftími, eyðslugrennri, hljóðlát og örugg undir álagi

Ókostir: Minna grip en UHP dekkin, ekki jafn gott viðbragð í stýri

Fyrir hvern? Almenna notendur sem vilja þægileg og örugg dekk á góðu verði.

„Ultra High Performance“ (UHP)

Kostir: Mjög gott grip á blautu yfirborði, skemmtilegri bíll sem bregst betur við.

Ókostir: Minni þægindi og aukin veggnýr, eyðslufrekari með skemmri líftíma

Fyrir hvern? Alla sem vilja ná fram bestu aksturseiginleikum bílsins og hámarka grip í krefjandi akstri. Þá bregst bíllinn betur við í stýri.

4

Mikilvæg atriði í prófuninni

Hemlun

Blautt malbik er yfirleitt hættulegasta sumarfærið og veggrip dekkja í bleytu er þar af leiðandi mismikið. Sum eru hreinlega flughál í bleytu meðan önnur hafa tryggt grip bæði í akstri og í hemlun. Gott veggrip í bleytu er mjög mikilvægur eiginleiki og þess vegna vegur akstur og hemlun í bleytu þyngst. Einkunnir hvers hjólbarða eru reiknaðir út frá meðaltali allra mælda hemlunarvegalenda á þurru annars vegar og blautu malbiki hins vegar.

Veggrip Veggrip hjólbarðanna er metið með því að mæla brautartíma aksturs eftir votri akstursbraut. Aksturinn og mælingarnar eru margar og endurteknar og margir ökumenn annast hann. Brautin er fjölbreytt og krefst hröðunar og hemlunar en einnig eru krappar beygjur á henni. Einkunn hvers hjólbarða er reiknuð út frá meðaltali fjölda brautartímamælinga.

Aksturstilfinning

Ökumenn í könnuninni meta á eigin forsendum hvernig hver hjólbarðategund hegðar sér í almennum akstri á malbiki og ýmsum mismunandi akstursaðstæðum, eins og hvað gerist þegar bíllinn skrikar, hvernig það gerist og hversu erfitt eða létt er að ná aftur fullri stjórn á bílnum. Slíkar aðstæður koma oft upp í akstri í umferðinni. Um er að ræða blindpróf, það er að segja að ökumenn vita ekki hvaða hjólbarðategund er undir bifreiðinni hverju sinni.

Flotun

Hraðinn er aukinn inn á brautarhluta sem þakinn er vatni. Skráður er sá hraði sem bíllinn hefur náð þegar veggripið hefur algerlega tapast.

Veggnýr

Veggnýr er bæði mældur með mælitækjum og metinn af ökumönnum. Ekið er eftir vegi með grófu yfirborði. Ökumenn vita ekki hvaða hjólbarðategund er undir bílnum hverju sinni.

Núningsmótstaða Núningsmótstaða hjólbarða er mæld með sérstökum tækjabúnaði á rannsóknarstofu. Niðurstöðurnar eru umreiknaðar út frá því dekki sem mælist með minnstu mótsstöðu (rennur lengst). Einkunnin er reiknuð út sem aukin eldsneytiseyðsla.

5

Sumardekk

GOODYEAR EAGLE F1 ASYMMETRIC 6 1

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 93 (650 kg)

Mynsturdýpt: 6,6 mm

Framleiðsludags: 25.07.2021

Framleiðsluland: Þýskaland

Söluaðili:

Verð á eitt dekk:

Besta sumardekkið 2023, frábært dekk sem hentar bæði í rólegum og krefjandi akstri.

Asymmetric 6 er áberandi gott þegar kemur að beygjum á blautu malbiki. Dekkið lætur auðveldlega að stjórn og eru jafnvel fyrirsjáanleg við þolmörk. Þá er flotþol þess mjög gott.

Á þurru yfirborði stendur dekkið sig einnig vel en þó örlar á undirstýringu undir álagi. Dekkið er fremur mjúkt sem skilar þægilegri akstri, lágum veggný og lægsta viðnámi í prófununum.

Þetta dekk klárar öll próf með bestu einkunn án nokkurra vandræða og landar þar með fyrsta sæti.

Kostir: Öruggir akstureiginleikar, grip á blautu malbiki, lágt viðnám og lágur veggnýr.

MICHELIN PILOTSPORT 5 2

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,1 mm

Framleiðsludags: 03.01.2022

Framleiðsluland: Spánn

Söluaðili: N1 / Costco

Verð á eitt dekk:

PS5 dekkið frá Michelin kom á markað fyrir ári síðan og er endurbætt útgáfa þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á endingu dekksins. Kom þetta skýrt í ljós við prófanir en dekkið slitnaði minnst af öllum prufudekkjunum í ár. Dekkið skilar mjög góðu gripi á blautu yfirborði en það var einnig áberandi gott við bremsuprófanir, ekki aðeins að dekkið hafi náð skemmstri hemlunarvegalengd heldur einnig hversu jafnar niðurstöðurnar voru en dekkið virðist vera ónæmt fyrir breytingum á álagi og hita. Sérstaklega var dekkið gott þegar bremsað var í kröppum beygjum án þess að missa grip. Þessir eiginleikar gerir ökumanni kleift að ná mjög góðum árangri í brautarakstri jafnt í blautu og þurru þrátt fyrir að undirstýring geri stundum vart við sig.

Michelin var, eins og Goodyear-dekkið, mjög gott í flest öllum prófunum, að nokkrum atriðum undanskildum.

Kostir: Auðvelt við hemlun, grip í bleytu, öryggistilfinning við krefjandi akstur.

Ókostir: Verð í samanburði við samkeppnisaðila

6
90 STIG
Ókostir: Engir. 93 STIG Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blaut beygja (10) 10 Akstur í bleytu (15) 15 Flot (10) 10 Flot í beygju (10) 10 Hemlun á þurru (10) 10 Akstur á þurru (15) 12 Eldsneytiseyðsla (10) 10 Veggnýr (5) 4 Samtals (100) 93 Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blaut beygja (10) 10 Akstur í bleytu (15) 15 Flot (10) 10 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 15 Eldsneytiseyðsla (10) 8 Veggnýr (5) 4 Samtals (100) 90

Sumardekk

3

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,0 mm

Framleiðsludags: 15.08.2022

Framleiðsluland: Finnland

Söluaðili: MAX1

Verð per. dekk

4

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,1 mm

Framleiðsludags: 07.02.2022

Framleiðsluland: Tyrkland

Söluaðili: Dekkjahöllin

Verð per. dekk

Hakka Black er nýtt dekk frá

Nokian og kemur á markað á þessu ári. Það kemur mjög vel út í bremsuprófununum og hefur einna styðstu hemlunarvegalengdina bæði á blautum og þurrum vegi.

Aftur á móti skortir á nákvæmni í stýringu og bregst það fremur seint við. Undirstýring gerir stundum vart við sig en þrátt fyrir það lætur dekkið vel að stjórn undir álagi og eru afturdekk stöðug á blautu malbiki.

Að auki er Nokian með lægsta veggný í prófununum og þá sérstaklega á grófara yfirborði.

Stutt bremsuvegalengd og aksturánægja gerir Hakka Black að góðu alhliða sumardekki fyrir flesta ökumenn.

Kostir: Lætur auðveldlega að stjórn undir álagi, stutt hemlun, lágur veggnýr.

Ókostir: Viðbragð í stýri, fremur hátt viðnám.

Góðar niðurstöður við hemlun á blautu yfirborði skila dekkinu fjórða sæti.

Á seinasta ári tók FK520 við af FK510. Dekkið náði fjölda stiga við akstur í bleytu og þá var flothraði með þeim hæstu.

Bremsuprófun á blautu og þurru yfirborði lofar mjög góðu. Á blautum vegi er dekkið nákvæmt og heldur gripi á afturdekkjum mjög vel þegar beygt er og bremsað.

Á þurru yfirborði vantaði aðeins upp á hvað varðar stöðugleika. Gott viðbragð er við litlum stefnubreytingum en þó fer að skorta á endurgjöf upp í stýri þegar beygjur eru orðnar krappari . Hvað varðar þægindi er dekkið ekki mjög fyrirgefandi á ójöfnur en aldrei svo mikið að það sé til trafala.

Að öllu jöfnu er dekkið yfir meðaltali í flestum þáttum og lítið er um vandamál sem skila dekkinu í öruggt fjórða sæti.

Kostir: Hár flothraði, stutt bremsuvegalengd, gott grip í bleytu.

Ókostir: Skortir nákvæmni undir álagi, akstursánægja í meðallagi.

7
NOKIAN HAKKA BLACK 3 FALKEN AZENIS FK520
83 STIG 80 STIG
Hemlun í bleytu (15) 15 Grip í blaut beygja (10) 8 Akstur í bleytu (15) 12 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 10 Akstur á þurru (15) 9 Eldsneytiseyðsla (10) 8 Veggnýr (5) 5 Samtals (100) 83 Hemlun í bleytu (15) 12 Grip í blaut beygja (10) 8 Akstur í bleytu (15) 12 Flot (10) 10 Flot í beygju (10) 10 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 9 Eldsneytiseyðsla (10) 8 Veggnýr (5) 3 Samtals (100) 80

HANKOOK VENTUS S1 EVO3 K127 5

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,4 mm

Framleiðsludags: Vika 26, 2022

Framleiðsluland: Suður Kórea

Söluaðili:

Verð per. dekk

EVO3 hefur verið á markaðnum frá 2019. Dekkið sem kemur frá Suður-Kóreu stendur sig vel við hemlun en síður þegar kemur að gripi í beygju. Einkum er dekkið þó latt til að stýra inn í beygjur á blautu malbiki og missir grip mun fyrr en önnur.

Aftur á móti er dekkið fyrirsjáanlegt, auðvelt að stýra þrátt fyrir að dragi úr gripi í kröppum beygjum.

Þá er dekkið mun skemmtilegra á þurru yfirborði með stöðugleika og gott viðbragð í stýri. Veggnýr er mjög lágur á beinum kafla en í beygjum eykst hann umtalsvert.

Þetta er gott dekk sem veitir ökumanni öryggi og góða tilfinningu fyrir akstrinum.

Kostir: Hemlun á blautu yfirborði, tilfinning í stýri í þurru, lágt viðnám.

Ókostir: Grip í meðallagi á blautu malbiki, aukin veggnýr í beygjum.

PIRELLI P-ZERO PZ4 SC

Hraðaþol: Y (300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,2 mm

Framleiðsludags: 09.05.2022

Framleiðsluland: Ítalía

P-Zero dekkið hefur verið einna lengst á markaði af þeim dekkjum sem voru prófuð í ár. Það kom fram 2017 og er fáanlegt í tveimur útgáfum: LS (e. Luxury Saloon) og SC (e. Sport Car) en það síðarnefnda er í boði í þeirri dekkjastærð sem var prófuð í ár.

Á þurru yfirborði veitir dekkið ökumanni mjög góða tilfinningu fyrir akstrinum, bæði í beinni línu og svigakstri. Aftur á móti er það verra í bleytu og fer full fljótt á flot og niðurstöður úr bremsuprófunum eru ekki heldur góðar.

Það missir oftast grip á afturdekkjum í kröppum beygjum en þrátt fyrir það er heldur auðveldara að halda stjórn í samanburði við Bridgestone.

Dekkið er fremur viðkvæmt fyrir ójöfnum í vegi og skorar lágt hvað varðar veggný en allt þetta skilar dekkinu í sjötta sæti.

Kostir: Akstursánægja, grip á þurrum vegi.

Ókostir: Lágur flothraði, veggnýr á grófu yfirborði

8
Sumardekk
77 STIG
6
Söluaðili: Nesdekk Verð per. dekk 74 STIG Hemlun í bleytu (15) 15 Grip í blaut beygja (10) 6 Akstur í bleytu (15) 6 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 10 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 12 Eldsneytiseyðsla (10) 10 Veggnýr (5) 2 Samtals (100) 77 Hemlun í bleytu (15) 9 Grip í blaut beygja (10) 8 Akstur í bleytu (15) 9 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 6 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 15 Eldsneytiseyðsla (10) 8 Veggnýr (5) 3 Samtals (100) 74

Sumardekk

BRIDGESTONE POTENZA SPORT 7

Hraðaþol: Y(300 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 6,5 mm

Framleiðsludags: 11.04.2022

Framleiðsluland: Ítalía

Söluaðili: Betra Grip

Verð per. dekk

70

Nýjasta Potenza Sport dekkið kom á markað 2021 og hefur það sportlegustu eiginleika þeirra dekkja sem voru prófuð í ár. Hins vegar þarf að færa þó nokkrar fórnir á móti.

Mynsturdýptin er einungis 6,5 mm en það er ekki til að draga úr viðnámi heldur til að hámarka aksturstilfinningu. Ekkert annað dekk hefur jafn kvikt viðbragð og bregst það nær viðstöðulaust við breyttri aksturstefnu.

Dekkið stenst hraða í beygjum mun betur en önnur dekk en hemlunarvegalengd er ívið lengri en á öðrum dekkjum í prófununum.

Á blautu yfirborði fer dekkið að fljóta á fremur lágum hraða og yfirleitt missa afturdekkin grip fyrst og hleypir það bílnum auðveldlega á hliðarskrið.

Hátt viðnám og veggnýr skila dekkinu eingöngu sjöunda sæti.

Kostir: Akstursánægja, viðbragð í stýri, stöðugleiki, grip í beygju.

Ókostir: Flot, hliðarskrið á blautu yfirborði.

Hraðaþol: W(270 km/h)

Burðarþol: 97 (730 kg)

Mynsturdýpt: 7,6 mm

Framleiðsludags: 22.11.2021

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: Verð per. dekk

Sunfull SF-888 er eitt af ódýrustu dekkjum á markaðnum. Eins og sum önnur kínversk dekk þá ber dekkið „M+S“ merkingu sem bendir til að það megi nota sem heilsársdekk en er í raun eingöngu hæft til sumaraksturs.

Á óvart kemur hversu gott grip dekkið veitti en þó var það ekki traustvekjandi.

Stöðugleikinn var lítill sem engin og átti dekkið erfitt með að halda stefnu við krappar beygju, eða beygjur almennt og bregst þar illa við, jafnvel á lágum hraða. Mikið er um undirstýringu á blautu yfirborði en það veldur því að ólíklegt er að bíllinn fari í hliðarskrið eins og ódýr dekk eiga til að gera.

Hátt viðnám og veggnýr skila dekkinu síðasta sæti.

Kostir: Þokkalegt grip með tilliti til verðs.

Ókostir: Lélegt í beygjum, lítill stöðugleiki, hár veggnýr.

9
STIG
8
SUNFULL SF-888 (M+S)
42 STIG
Hemlun í bleytu (15) 9 Grip í blaut beygja (10) 8 Akstur í bleytu (15) 9 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 6 Hemlun á þurru (10) 8 Akstur á þurru (15) 15 Eldsneytiseyðsla (10) 4 Veggnýr (5) 3 Samtals (100) 70 Hemlun í bleytu (15) 6 Grip í blaut beygja (10) 6 Akstur í bleytu (15) 3 Flot (10) 8 Flot í beygju (10) 8 Hemlun á þurru (10) 4 Akstur á þurru (15) 3 Eldsneytiseyðsla (10) 2 Veggnýr (5) 2 Samtals (100) 42
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.