Cloacina - Saga fráveitu

Page 94

4. KAFLI

Hnökrar á kerfinu – fyrsta sniðræsið

E

ftir holræsaátakið mikla 1906–1916 komu ýmsir hnökrar á kerfinu fljótt í ljós. Bærinn var í örri þróun, íbúunum fjölgaði mjög hratt og það var rétt svo að bæjaryfirvöld gætu haldið í við þróunina með holræsaframkvæmdir. Á árunum 1920 til 1940 voru flest árin miklir erfiðleikar í efnahagsmálum og atvinnuleysi mikið í Reykjavík. Æ meiri peningar fóru í fátækraframfæri en því minna var aflögu til framkvæmda.

Langt í frá fullkomið kerfi Þó að holræsakerfið væri í grófum dráttum komið um allan bæinn árið 1916 var það langt í frá fullkomið eins og áður sagði. Allmikið var til dæmis um kvartanir vegna þess að holræsi lágu of hátt í götu til þess að íbúar húsa neðan við hana gætu nýtt sér þau. Þannig skrifuðu átta húseigendur við Njálsgötu neðanverða bréf til borgarstjóra vorið 1916 og báðust undan því að þurfa að borga holræsagjald vegna aukakostnaðar sem þeir höfðu þurft að greiða. Þeir sögðu: „Sumarið 1914 var lagt holræsi í götu þá, er vér búum við, en vér höfum þess engin not, því jarðveg hallar svo mikið á þessu svæði, sem kunnugt er, að holræsið í götunni er mikið ofar en kjallarar í húsum vorum, enda þó þeir séu næstum alveg upp úr jörðu, eða svo ofarlega, sem leyfilegt er. Til þess að ná í göturæsi var oss sá einn kostur, að gjöra holræsi á vorn kostnað alla leið niður í Grettisgötu, og hefir það kostað hvern af oss meira og minna á annað hundrað krónur, eða margfalt meira en oss hefði kostað að ná í samband við Njálsgötuna, þá götu sem hús vor liggja við.“1 Slíkum undanþágum frá holræsagjöldum var yfirleitt hafnað. 92

|

CLOACINA

|

SAGA FRÁVEITU


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.