3. KAFLI
Frá kömrum til vatnssalerna
Losun kamra
Á
Kamar í Skuggahverfi. Teikning eftir Eggert Guðmundsson.
76
|
CLOACINA
|
SAGA FRÁVEITU
fyrstu árum og áratugum 20. aldar voru útikamrar við flest hús í Reykjavík en þó ekki öll. Í þeim voru fötur með setu sem fólk gerði þarfir sínar í og gengu þær undir ýmsum nöfnum, svo sem kollur, kaggar, kyrnur, skjólur, dunkar eða dollur.1 Koppar voru yfirleitt undir rúmum og í þá gerði fólk líka þarfir sínar á nóttunni og síðan var hellt úr þeim í kamarföturnar eða í vilpur að húsabaki, á tún, út í móa eða niðri í fjöru. Eitthvað var líka um að fólk, einkum karlar, gerði þarfir sínar úti undir beru lofti, svo sem í fjörum eða undir grjótgörðum. Kona sem fæddist 1899 og ólst upp í einu herbergi í kjallara í húsi við Lindargötu ásamt móður sinni og ömmu sagði í viðtali að í herberginu hefði verið einn skápur. Í skápnum var fata sem þær gerðu þarfir sínar í. Fatan var tæmd einu sinni á dag og var þá farið með hana til þess niður að sjó.2 Í lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík sem gekk í gildi 1. janúar 1891 var ákvæði um að safni úr salernum mætti eigi kasta í Tjörnina eða fjöruna eða sjóinn heldur skyldi það látið í byrgðar gryfjur fyrir utan bæinn en bæjarstjórn tæki að sér að láta hreina salerni bæjarins gegn endurgjaldi frá húseigendum.3 Þetta síðasta var þó dauður bókstafur eins og áður hefur verið minnst á. Menn héldu áfram að hreinsa kamarfötur sínar sjálfir eða fengu til þess fólk, oft vatnsbera bæjarins, og fór sú iðja fram á kvöldin eða á nóttunni þegar fáir voru á ferli. Losað var í safngryfjur eða beint á tún og garða eða þá bara út um holt og móa eða í sjóinn. Þeir sem önnuðust þetta voru kallaðir kamarmokarar.4 Eins og gefur að skilja var