Cloacina - Saga fráveitu

Page 37

2. KAFLI

Holræsakerfi verður til

Fyrstu verkfræðingarnir

F

yrstu íslensku verkfræðingarnir voru nú að tínast til landsins eftir nám í Kaupmannahöfn og bjuggu í Reykjavík. Sá sem var númer tvö í röðinni, Sigurður Pétursson, hélt alþýðu­fyrir­ lestur í Iðnó í nóvember 1899 um vatnsból og fráræslu. Þar rakti hann hvernig drepsóttir í mörgum iðnaðarbæjum hefðu orðið til þess á undanförnum áratugum að borgir og bæir hefðu verið gerræst bæði fyrir regnvatni og skólpi. Þar hefðu Englendingar og raunar einnig Frakkar og Þjóðverjar verið í broddi fylkingar með þeim árangri að dánartíðni af völdum kóleru, taugaveiki og annarra sótta hefði snarlækkað í þessum löndum. Taldi hann tímabært að bæjarfélög á Íslandi tækju sig saman og kæmu á betra skipulagi varðandi fráveitumál sín og vatnsbúskap.1 Þriðji íslenski verkfræðingurinn var Knud Zimsen. Hann lauk verkfræðiprófi frá Pólítekníska skólanum í Kaupmannahöfn í janúar 1900. Eftir að hann lauk prófi réð hann sig til vinnu hjá borgarverkfræðingnum í Kaupmannahöfn en um það leyti var verið að gjörbreyta skólpræsakerfi höfuðborgar Danmerkur. Hann segir í endurminningum sínum: „Sá hafði verið háttur fram til þessa, að allt skólp frá bænum rann víðs vegar út í höfnina. En að því þótti bæði óhollusta og óþrifnaður. Til þess að ráða bót á þessu var skólpinu safnað í tvær aðalleiðslur, sem lágu undir sundið og út á Amager. Þar var því safnað í stóra geyma og dælt þaðan í pípur, sem lágu út í mitt Eyrarsund. Í sambandi við þessar breytingar á skólpleiðslukerfinu

Sigurður Pétursson, annar íslenski verkfræðingurinn, hélt alþýðufyrirlestur í Iðnó 1899 og benti á samhengið milli farsótta og lélegra vatnsbóla og opinnar fráveitu.

CLOACINA

|

SAGA FRÁVEITU

| 35


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.