Cloacina - Saga fráveitu

Page 178

10. KAFLI

Holræsahreinsun og rottugangur

E

kki var nóg að byggja ný holræsi og endurnýja gömul heldur þurfti stöðugt að hafa eftirlit með holræsakerfinu og sjá til þess að það stíflaðist ekki. Árið 1952 annaðist það sérstakur fimm manna vinnuflokkur á vegum bæjarverkfræðings.1 Árið 1959 fékk flokkurinn sérstakt vélknúið tæki, svokallaðan holræsasnigil, sem gaf góða raun og hafði í för með sér töluverðan sparnað, meðal annars í mannahaldi.2 Hlutverk þessa flokks var einnig að hreinsa götuniðurföll og var notaður til þess sérstakur tankbíll sem búinn var dælu.3 Hreinsun á heimæðum, sem var á ábyrgð húseigenda, var hins vegar framan af á könnu heilbrigðisfulltrúa Reykjavíkur. Sérstök

Sérstakur vinnuflokkur hafði það verkefni að hreinsa götuniðurföll og sjá til þess að holræsakerfið stíflaðist ekki. Árið 1959 fékk hann í hendur vélknúið tæki, svokallaðan holræsasnigil, til þessara verka. Tækið sést hér á myndinni í gangi í Suðurgötu. Gísli Gíslason verkstjóri er við tækið en fyrir aftan hann stendur Ingi Ú. Magnússon. 176

|

CLOACINA

|

SAGA FRÁVEITU


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Cloacina - Saga fráveitu by veitur - Issuu