Cloacina - Saga fráveitu

Page 17

1. KAFLI

Rennur og forarvilpur

E

ins og sagði frá í inngangi eru ekki til heimildir um fráveitumannvirki frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík. Frá upphafi hefur þó yfirborðsvatni vafalaust verið veitt með rásum og skurðum eftir götum og stígum svo að ekki ylli tjóni á húsum. Byggðin var framan af einkum vestantil í kvosinni milli Reykjavíkurtjarnar og fjöru. Þar var í fyrstu eina gata bæjarins, nefnd Hovedgaden, síðar Klúbbgata en loks Aðalstræti.

Aðalstrætisrennan Ljóst er af reikningum bæjarins frá 1813 að þá er komin renna í Aðalstræti sem svo voru jafnan kallaðar á 19. öld (á dönsku rende) eða rennusteinn öðru nafni. Þetta ár eru veittir 50 ríkis­dalir til „Steenbroens og Rendens Omlæggen omkring Posten“.1 Með „Posten“ er átt við brunninn sem var aðalvatnsból bæjarins og er enn sýnilegur við Aðalstræti 9. Ljóst er, þegar kemur fram á 19. öld, að eftir miðju Aðalstræti lá steinlögð renna en þverrennur frá einstökum húsum í hana. Aðalstrætisrennunni var ætlað að veita ofanvatni, regnvatni og leysingavatni, útrás niður í fjöru en í hana var einnig hellt skólpi og öðrum óþverra þótt slíku væri líka hent á öskuhauga eða í vilpur sem víða voru inn á milli húsa. Lítill halli var á Aðalstræti þannig að rennan hreinsaði sig illa og lágu langtímum saman í henni og öðrum rennum bæjarins illa þefjandi matarleifar og drasl. Á uppdrætti Lottins af Reykjavík árið 1836, sem þykir nákvæmur, má sjá að rennan í Aðalstræti er með sex þverrennum úr húsum vestan við strætið og í Grjótaþorpi. Einnig liggur renna CLOACINA

|

SAGA FRÁVEITU

| 15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Cloacina - Saga fráveitu by veitur - Issuu