1. KAFLI
Rennur og forarvilpur
E
ins og sagði frá í inngangi eru ekki til heimildir um fráveitumannvirki frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík. Frá upphafi hefur þó yfirborðsvatni vafalaust verið veitt með rásum og skurðum eftir götum og stígum svo að ekki ylli tjóni á húsum. Byggðin var framan af einkum vestantil í kvosinni milli Reykjavíkurtjarnar og fjöru. Þar var í fyrstu eina gata bæjarins, nefnd Hovedgaden, síðar Klúbbgata en loks Aðalstræti.
Aðalstrætisrennan Ljóst er af reikningum bæjarins frá 1813 að þá er komin renna í Aðalstræti sem svo voru jafnan kallaðar á 19. öld (á dönsku rende) eða rennusteinn öðru nafni. Þetta ár eru veittir 50 ríkisdalir til „Steenbroens og Rendens Omlæggen omkring Posten“.1 Með „Posten“ er átt við brunninn sem var aðalvatnsból bæjarins og er enn sýnilegur við Aðalstræti 9. Ljóst er, þegar kemur fram á 19. öld, að eftir miðju Aðalstræti lá steinlögð renna en þverrennur frá einstökum húsum í hana. Aðalstrætisrennunni var ætlað að veita ofanvatni, regnvatni og leysingavatni, útrás niður í fjöru en í hana var einnig hellt skólpi og öðrum óþverra þótt slíku væri líka hent á öskuhauga eða í vilpur sem víða voru inn á milli húsa. Lítill halli var á Aðalstræti þannig að rennan hreinsaði sig illa og lágu langtímum saman í henni og öðrum rennum bæjarins illa þefjandi matarleifar og drasl. Á uppdrætti Lottins af Reykjavík árið 1836, sem þykir nákvæmur, má sjá að rennan í Aðalstræti er með sex þverrennum úr húsum vestan við strætið og í Grjótaþorpi. Einnig liggur renna CLOACINA
|
SAGA FRÁVEITU
| 15