9. KAFLI
Nýir tímar – ný tækni
Ný holræsareglugerð – skipulagsbreytingar
Á
Ingi Ú. Magnússon, þá deildarverkfræðingur holræsagerðar í Reykjavík, átti mikinn þátt í holræsareglugerðinni 1960. Hér sést hann við eitt af rörunum í Kringlumýrarræsi en það var 160 sentímetrar á vídd og víðara en í öðru ræsi áður. 166
|
CLOACINA
|
SAGA FRÁVEITU
rið 1960 var gefin út ný reglugerð um holræsi í Reykjavík og átti Ingi Ú. Magnússon deildarverkfræðingur holræsagerðar mikinn þátt í tilurð hennar. Hann sat í norrænni nefnd sem vann að samræmingu byggingarákvæða allra Norðurlanda að því er tók til vatnslagna, frárennslislagna og hreinlætistækja. Sat hann fund nefndarinnar sem fram fór í Helsinki í desember 1959 og kynnti sér holræsareglugerðir sem giltu á Norðurlöndum. Ragnar Ingimarsson verkfræðingur tók síðan að sér að semja frumdrög að reglugerðinni en sérstök nefnd vann að lokafrágangi hennar.1 Nýja reglugerðin var mjög ítarleg. Helstu nýmælin í henni voru þau að gerðar voru miklu strangari kröfur en áður til frárennslis frá húsum. Skila varð teikningum að þeim og þeir einir máttu leggja holræsi frá húsum sem hefðu til þess löggildingu. Frá þeim tíma sem holræsareglugerðin tók gildi eða frá 16. september 1960 eru því til allir samþykktir uppdrættir af frárennsliskerfum og lögnum í hús ásamt tengingum heimæða við holræsakerfið. Einnig voru um svipað leyti gerðar nokkrar skipulagsbreyt ingar að því er varðaði holræsakerfið. Fram að þessu hafði sorphreinsun, salernishreinsun og hreinsun á holræsaheimæðum í einkaeign heyrt undir borgarlækni en 1. maí 1960 gekk í gildi ný skipan þar sem þessi verk voru færð undir bæjarverkfræðing. Þar var stofnuð sérstök hreinsunardeild og öll hreinsunarstarfsemi Reykjavíkur sameinuð undir henni. Yfir hana var settur sem deildarstjóri Guðjón Þorsteinsson sem árum saman hafði verið yfirverkstjóri við gatnagerð.