Cloacina - Saga fráveitu

Page 137

8. KAFLI

Hröð þensla borgarinnar – ný aðalholræsi

F

ram til um 1940 rúmaðist þéttbýlið í Reykjavík að mestu leyti innan gömlu Hringbrautar en núverandi Snorrabraut var þá hluti af henni. Undantekningar voru smáir þéttbýlis­kjarnar sem áður hefur verið greint frá, svo sem í Grímsstaðaholti og Laugarnesi. Stutt var til sjávar í flestum hverfum innan Hringbrautar og byggðist holræsakerfið þar á fjölmörgum útrásum stystu leið fram í flæðarmál eins og Sigurður Thoroddsen hafði skipulagt árið 1912. Undantekning var Lækurinn í Lækjargötu sem var eina höfuðræsið. Það tók við öllu frárennsli frá verulegum hluta Kvosarinnar, Þingholtum og hverfunum þar upp af í sunnanverðu Skólavörðuholti. Valgeir Björnsson, sem verið hafði bæjarverkfræðingur frá 1924, sagði í viðtali 1936 að meginverkefnið í sambandi við holræsagerð væri að leggja holræsi í nýjar götur og væru þau nú orðin 43.600 metrar að lengd í allri borginni.1 Aðeins 14 árum síðar eða árið 1950 hafði lengd þeirra tvöfaldast, voru þá orðin 90.770 metrar. Ekkert heildarkort var þá til af holræsakerfi borgarinnar en um þær mundir eða 1949 var starfsmaður hjá bæjarverkfræðings­ embættinu settur í að mæla upp holræsi borgarinnar til undirbúnings slíku heildarkorti auk þess að framkvæma mælingar á jarðvegsdýpi bæjarlandsins. Segir í ársskýrslu bæjarverkfræðings árið 1952 að mælingarnar séu komnar langt áleiðis. Á því ári hafði lega holræsa einkum verið mæld á þeim stöðum, sem áður hafði ekki verið hægt að komast að, til dæmis vegna þess að gamlir holræsabrunnar höfðu farið í kaf í ofaníburði á fyrri árum og týnst.2

CLOACINA

|

SAGA FRÁVEITU

| 135


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Cloacina - Saga fráveitu by veitur - Issuu