Cloacina - Saga fráveitu

Page 123

6. KAFLI

Braggahverfin og fráveitan

V

ið hernám Íslands vorið 1940 fjölgaði íbúum í höfuðborginni óvænt og skyndilega úr hófi fram. Herskálahverfi risu út um öll holt og inni í bænum hvar sem autt rými fannst. Árið 1941 voru 17.800 breskir hermenn í Reykjavík og nágrenni. Meginliðstyrkur breska hersins hélt á brott 1942 en þá var bandarískur her kominn í staðinn. Árið 1943 náðu hernaðarumsvif Bandaríkjanna á landinu hámarki. Þá voru á landinu öllu um 50 þúsund bandarískir hermenn, þar af mikill fjöldi í Reykjavík og nágrenni. Fækka tók í herliðinu á síðari hluta árs 1943 en bæjarsjóður hóf þá að kaupa yfirgefna bragga og leigja fólki í húsnæðisneyð. Skólpleiðslur frá bröggunum voru ýmist engar eða mjög frumstæðar en bæjaryfirvöld vildu lítið gera í þeim málum því litið var á braggana Braggar í Skólavörðuholti í stríðslok. Austurbæjarskóli til hægri. Reykvíkingar tóku að setjast að í bröggunum í stórum stíl eftir því sem erlendir hermenn hurfu á brott og var litið á braggana sem bráðabirgðahúsnæði enda þótt búseta í fjölmörgum þeirra teygðist mjög á langinn. Lýsingar á sóðaskapnum í braggahverfum, ekki síst vegna skólpfráveitu, ófullnægjandi vatnsveitu og óþrifalegra útikamra, minna helst á lýsingar á Reykjavík fyrir daga vatnsveitu og holræsa. Líklega eru skúrarnir sem sjást yfir braggaþakið lengst til hægri náðhús og þvottahús. CLOACINA

|

SAGA FRÁVEITU

| 121


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Cloacina - Saga fráveitu by veitur - Issuu