Cloacina - Saga fráveitu

Page 104

5. KAFLI

Holræsalausu úthverfin og lækirnir

Á

árunum 1916 til 1945 þrefaldaðist tala Reykvíkinga, fór úr tæplega 15 þúsund manns í um 45 þúsund. Ný hverfi urðu til utan með gömlu byggðinni og þau gömlu þéttust. Einnig tóku að myndast lítil hverfi allfjarri meginbyggðinni en innan lögsögu Reykjavíkur, svo sem við Laugarnesveg, inni við Klepp, á Grímsstaðaholti og við Skerjafjörð. Húsaþyrpingarnar svo fjarri meginþéttbýlinu gátu ekki tengst því holræsakerfi sem fyrir var en þurftu sérlausnir. Oftast varð nokkur bið á þeim. Nýbýli og stök íbúðarhús á berangri eða í útjaðri bæjarins voru á víð og dreif um allt bæjarlandið og var fráveita frá þeim stundum leyst með rotþróm en oft þó með frumstæðari hætti. Ræsa þurfti einnig meðfram nýjum vegum sem varð að leggja vegna allra þessara dreifðu húsa og húsaþyrpinga utan við sjálfa meginbyggðina og sjá að öðru leyti til þess að vatn fengi framrás án þess að valda skemmdum.

Atvinnubótavinna í holræsum – pólitískt fjaðrafok Á kreppuárunum eftir 1930 vann fjöldi reykvískra verkamanna í svokallaðri atvinnubótavinnu, sem ríkið styrkti, og sá Reykjavíkurbær sér þá hag í því að láta þá vinna við gatna- og holræsagerð víðs vegar um bæinn, ekki síst í fyrrnefndum útjöðrum bæjarins sem höfðu setið á hakanum. Reyndar sá Haraldur Guðmundsson atvinnumálaráðherra ástæðu til að senda Jóni Þorlákssyni borgarstjóra í Reykjavík áminningarbréf árið 1934. Í því benti hann á að ekki gengi að fella niður fjárveitingar til holræsa- og gatnagerðar í fjárhagsáætlun Reykjavíkur, eins og hann taldi að gert hefði verið á árunum 1932–1934, en nota þess í stað atvinnubætur með styrk úr 102

|

CLOACINA

|

SAGA FRÁVEITU


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Cloacina - Saga fráveitu by veitur - Issuu