Embla - Margrét Lilja Stefánsdóttir

Page 8

Havana, Kúba

Ljósm.: Margrét Lilja

Kúba – eins og að ferðast aftur í tímann Að ferðast til Kúbu er smá eins og að ferðast aftur í tímann. Þar er að finna mikið af gömlum fallegum byggingum og maður sér nánast bara eldgamla fornbíla á götunum. Það er ekki annað hægt en að verða strax ástfangin af landinu, menningin er svo lifandi, litrík og skemmtileg og fólkið er svo hlýlegt og allir vilja hjálpa. Internet er takmarkað í Kúbu og ekki allir sem hafa efni á þeim munaði. Fólk er ekki með internet heima hjá sér og til þess að nota internet þarf að kaupa sérstök inneignarkort með interneti sem dugar aðeins í takmarkaðan tíma og nota þau svo á sér til gerðum „símasvæðum“, en það eru garðar sem eru merktir sem símasvæði og aðeins þar næst netsamband með inneignarkortunum. Vegna þessa þá upplifði maður það að sjá hvað heimamenn lifa meira í núinu. Þau hafa ekki jafn mikið af afþreyingu í símunum og tölvunum eins og tíðkast mikið í vesturlöndunum. Fólk sat í ruggustólum fyrir utan heimili sín og fylgdist með mannlífinu, eldri karlar sátu úti að spila Dominoes, unglingarnir hópuðust saman á götuhornum og spiluðu tónlist úr „boombox“ sem þau héldu upp á öxlinni á sér, krakkarnir höfðu engan leikvöll eða fótboltavöll og voru bara að leika sér með bolta á

8 | Embla

malarvegunum. Þó að sumir hefðu kannski ekki mikið á milli handanna þá sá maður hvað þau voru hamingjusöm og nægjusöm. Á ferðalögum mínum hef ég alltaf verið svolítið fiðrildi og plana vanalega ekkert mikið fram í tím­ ann, ég kaupi t.d. alltaf bara miðann út og sé svo til hvenær ég kem heim, ég er aldrei búin að plana alla ferðina mína og veit sjaldnast hvaða áfangastaður eða land sé næst. Þessi ferðamáti reyndist mér frekar erfiður í Kúbu þar sem maður þarf að vera frekar undirbúinn þegar maður kemur þangað… sem ég var ekki. En það endaði þó allt vel og gerði góða ferðasögu.

Karlar að spila Dominoes, Kúba

Ljósm.: Margrét Lilja


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.