1 minute read

Vefskólinn

Hvað er stærsta verkefni sem þú hefur unnið að í starfi þínu?

Hjá Aranja væri það Hopp appið! Sem er alltaf í stöðugri þróun.

Ertu með einhver ráð fyrir þá sem stefna á sama nám og þú lærðir?

Fyrir utan auðvitað að standa sig vel myndi ég segja, tengslanet. Það hefur komið mér rosalega langt og í ótrúlega skemmtilegar vinnur og verkefni. Kynnast fólkinu í geiranum og mæta á viðburði. Það mun koma sér vel í framtíðinni.

Vefskólinn býður upp á nám í vefþróun með áherslu á viðmótsforritun. Námsleiðin er sérsniðin í þróun, viðmóti, notendaupplifun og forritun.

Námsleiðin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er 2 ára nám á fagháskólastigi. Nám í vefþróun er eina námið hér á landi sem sameinar kennslu í vefhönnun, viðmóti og vefforritun. Sérstaða námsins felst í fámennum nemendahópi, góðu aðgengi að kennurum og námsumhverfi sem stuðlar að samheldni og samvinnu nemenda.

Nú er ný búið er að endurskrifa námskrána í vefþróun yfir í verkefnastýrt nám. Við það var námið stytt niður í 3 annir (90 fein) með möguleika á að ljúka því á einu ári. Þannig myndu nemendur í fullu námi taka haustönn, vorönn og svo sumarönn þar sem unnið væri að lokaverkefni í samvinnu við fyrirtæki undir leiðsögn kennara. Það eru verkefnin sem ráða námsframvindunni. Nemandi getur þannig stjórnað á hvaða hraða hann fer í gegnum námið með verkefnunum.

Sótt af www.tskoli.is

This article is from: