
1 minute read
Ljúffeng döðlukaka
Ljúffeng döðlukaka með marssósu
Döðlukakan Marssósan
Hráefni Magn Hráefni Magn
Sykur 5 msk. Mars 4 stk. Smjör 120 g Rjómi 2 dl Egg 2 stk. Hveiti 100 g Döðlur 210 g Matarsódi 1 tsk. Kanill ½ tsk. Salt ½ tsk. Vanilludropar ½ tsk. Lyftiduft 1½ tsk.
Aðferð
Döðlukakan
• Stilla ofninn á 180°C.
• Setja döðlurnar í pott og láta vatn fljóta yfir. • Þegar vatnið nær suðu taka pottinn af hellunni og láta hann standa í 3–4 mínútur.
• Stappa döðlurnar aðeins með gaffli. • Blanda matarsóda vel saman við döðlumaukið.
• Leyfa blöndunni að standa í smá stund. • Þeyta smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós. • Bæta eggjunum saman við og þeyta. • Setja þurrefnin saman við ásamt vanilludropunum. • Þeyta í smá stund og bæta svo döðlumaukinu saman við. • Hella deiginu í hringlaga form. • Setja inn í ofn í 35–40 mínútur við 180°C.
Marssósan
• Skera Mars stykkin í bita. • Setja Mars stykkin ásamt rjómanum í pott. • Bræða saman í potti á vægum hita, passa að brenna ekki við.
• Kæla í ca. 5 mínútur.
• Hella sósunni yfir kökuna.