Embla - Grímkell Orri Sigurþórsson

Page 1

GARFÍSK MIÐLUN

3. TBL. – 8. ÁRG – 2023

Námskeið, fróðleikur, ráðgjöf og mikið meira. Iðan býður upp á fjölbreytt úrval vandaðra námskeiða og fullbúna kennsluaðstöðu. Hjá Iðunni færðu aðstoð við raunfærnimat og náms- og starfsval.

Kynntu þér möguleikana á www.idan.is.

NÁMSKEIÐ OG FRÆÐSLA
Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík | 590 6400 | www.idan.is | idan@indan.is
NÁMSOG STARFSRÁÐGJÖF

Umbrot og hönnun

Grímkell Orri Sigurþórsson

Hönnun forsíðu

Grímkell Orri Sigurþórsson

Útgefandi

Upplýsingatækniskólinn

Prentun

Upplýsingatækniskólinn

Letur

Univers 45 light 9/13

Univers 65 Bold 9/13

Um mig Í leit að áhugamáli? Teiknifjör Breskt rapp Marvel Gucci 4 - 5 10 - 11 6 - 7 12 - 13 14 8 - 9

Ég heiti Grímkell Orri og er fæddur á Egilsstöðum þann 11. mars 1997. Ég ólst upp á Egilsstöðum þar til í 7. bekk. Þá flutti ég í Garðabæinn og kláraði ég mína skólagöngu þar, sem var mikið ævintýri. Ég var mikill íþróttakappi sem krakki og það hefur fylgt mér út ævina. Ég æfði margt, t.d. fótbolta, golf, blak og körfubolta. Með aldrinum fann ég að körfubolti væri mín íþrótt svo ég setti alla mína orku í hann. Ég spilaði mest með Stjörnunni en síðustu árin spilaði ég með Álftanesi. Áhugi minn fyrir listinni kom í 8. bekk í dönsku tímum. Mér fannst danskan hundleiðinleg þannig ég og félagi

minn skiptumst á að teikna á blað, hentum því svo á milli okkar þar til það var komin skemmtileg fígúra. Þegar ég var í menntaskóla fannst mér tölvuteiknun vera heillandi, svo ég keypti mér teiknibretti og hafði mjög gaman af því. Teiknibrettið varð að teikniskjá og áhuginn jókst bara með tímanum. Ég skráði mig á námskeið í NTV skólanum sem hét Grafísk hönnun og þaðan fór ég svo í Tækniskólann. Grafísk miðlun hefur kennt mér margt og vonandi mun ég nýta það sem ég hef lært hér í framtíðinni.

Í LEIT AÐ ÁHUGAMÁLI ?

Hvað er áhugamál?

Það er hollt að hafa áhugamál, það hafa allir lent í því að vera heima hjá sér, hafa ekkert að gera og ekki vita hvað maður á að gera með sjálfan sig. Það er alltaf hægt að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu, en það getur orðið þreytandi fljótt. Ég tel sjónvarpsgláp ekki sem áhugamál, áhugamál í mínum augum er einhver afþreying sem þú getur bætt þig í með því oftar og lengur sem þú stundar það.

Hjólabretti

Hjólabretti er mjög gefandi áhugamál. Hjólabretti eykur heilsu, jafnvægi, ímyndunarafl og eflir dugnað. Það kennir þér að vera þolinmóður í þínu ævintýri að ná bestu útkomunni. Allir byrja eins, erfitt er að halda jafnvægi og ná getunni til að rúlla á brettinu. Ef maður þraukar í gegnum erfiða tíma, verður maður betri og betri og áhugamálið verður skemmtilegra með tímanum.

Tennis

Þið vinirnir eruð að leita að skemmtilegu áhugamáli til að svala þorstanum á skemmtilegum keppnisleik. Tennis gæti verið málið fyrir ykkur. Tennis getur verið spilaður til gamans og einnig er hægt að sleppa öllum tökum og leyfa keppnisskapinu að taka yfir. Tennis er bæði einliða og tvíliða íþrótt þar sem maður keppist við það að ná boltanum yfir netið og skora stig þar til eitt lið nær ellefu

stigum. Tennis er einnig frábær líkamshreyfing sem gefur manni snerpu, styrk og þol. Pantaðu tíma hjá Tennishöllinni í Kópavogi, eða farðu skrefi lengra og farðu að æfa.

Skák

Skák er líklega mest gefandi áhugamál sem þú finnur. Það eru endalausir kostir við að stunda skák. Það er ekki bara gefandi heldur er það líka stórkostlega skemmtilegt. Skák getur verið skilgreindur sem hugarleikur sem byggist á því að hugsa fram í tímann, vera þolinmóður og nota ímyndunaraflið. Nokkrir kostir skáks eru að minni eykst, ímyndunarafl eflist, þú lærir að skipuleggja þig betur og margt fleira.

Hvítur er að gera, hvernig myndir þú vinna?

Kostir áhugamála

Rannsóknir sýna að einstaklingar með áhugamál þjást síðar af streitu, skapleysi, stressi og þunglyndi. Áhugamál sem koma þér út úr húsi geta gert þig hamingjusamari og afslappaðri. Hóp áhugamál t.d. hópíþrótt getur bætt samskiptahæfileika þína og að tengjast nýju fólki. Eins getur það styrkt vinahópa eða myndað nýja. Áhugamál er víðtkækt hugtak, það er svo

Skúlagötu 12, 101 Reykjavík 471 1978 kaffe@kaffe.is kaffe.is
margt í boði fyrir alla. Engar áhyggjur þú finnur Unsplash Antonino Visalli

TEIKNIFJÖR

AÐ TEIKNA

Að teikna getur verið mjög gefandi, bæði fyrir andlega heilsu og ímyndunaraflið. Það er hollt að stíga aðeins frá öllu, símanum, hávaða og hraða samfélagsins. Setjast niður með einn bolla og teikna það sem kemur upp í huga. Á þessari opnu mun ég sýna hvernig ég skipulegg teikningar mínar, bæði í tölvu og á blaði.

1. SKETCH

Fyrsta sem ég geri er að koma grunnhugmyndinni á blað. Ekki vanda mig of mikið, bara láta höndina fljóta á blaðinu. Í mínu tilfelli vildi ég geri sterkan

3. LITUR

Næsta skref er að setja smá líf í teikninguna. Ekkert gerir það betur heldur en að setja lit í verkið. Enga skugga bara setja grunnlitina inn.

Næsta skref sem ég geri er að hreinteikna sketchinn sem ég var að gera. Útlínur eru grunnurinn á góðu verki þannig nú má byrja að vanda sig meira

4. BAKGRUNNS GRUNNUR

Nú finnst mér gott að gera mjög einfaldan bakgrunn, hvaðan ljósið mun koma, hvar skugginn á að vera og heilt yfir tilfinningin í verkinu. Ekkert of mikið af smáatriðum, bara lítill grunnur.

5. SKYGGINGAR OG LOKATOUCH

Lokaskrefin eru þessi. Skyggja, lýsa og setja loka touchið á verkið. Skyggingar skipta miklu máli. Verkið lifnar við og er meira áberandi. Svo er hægt að leika sér með litinn á skuggunum og einnig lýsingunni. Lýsingin og skyggingin þarf líka að virka með bakgrunninum. Hvaðan ljósið kemur, hvar skugginn ætti að vera og svo framvegis. Ef það er t.d. sólarlýsing þá myndu ljósu punktarnir vera meira gulir heldur en hvítir.

Það sem er lengst frá lýsingunni ætti að vera dekksti hluti verksins. Ekki vera hrædd/ur að setja alveg svartan á sumum stöðum. Það er ekkert sjálfsagt að þú verður 100% sátt/ur með allt sem þú gerir. En í öllum verkum verður þú betri og lærir eitthvað nýtt. Engin verk eru fullkomin.

BRESKT

Hvað er Grime?

Breskt rapp eða „Grime“ kom fram snemma á 20. áratugnum þegar raftónlistin fór að minnka í Bretlandi. Grime er blanda af mörgum tónlistartegundum. Það mætti segja að það væri blanda af hip hoppi, rappi og teknó. Grime einkennist af hröðum töktum, rafrænum hljóðum og mikilli orku. Í gegnum tíðina hefur Grime ekki náð þeim vinsældum eins og það hefur í dag. Tónlistarmenn voru með of grófa texta svo að útvarpsstöðvar og auglýsingastofur vildu ekki auglýsa það. Með tímanum lærði tónlistafólk að skrifa réttan

Hérna kemur listi yfir best spiluðu lögin hjá Stormzy á Spotify. Elsta lagið hjá honum á þessum lista er síðan 2017. Öll þessi lög eru með yfir 30.000.000 hlustanir sem er svipað

og allir á Íslandi margfalt 86 sinnum. Mest hlustaða lagið hans er Own it, sem er einnig með Ed Sheeran. Það er með 167.197.417 hlustanir. Sem væri svipað og að margfalda alla á Íslandi 481 sinnum.

Fleiri Grime ARTISTAR

topp 10
Lag Dagsetning Hlustanir 1. Own It 22/11/2019 168.197.417 2. Vossi Bop 03/05/2019 156.081.364 3. Clash 23/07/2019 82.400.388 4. Take Me Back To 12/07/2019 72.398.159 5. Ain‘t It Different 21/08/2020 63.188.584 6. Big For Your Boots 04/02/2017 45.431.288 7. I Dunno 30/05/2020 38.708.871 8. Power 17/06/2017 37.628.030 9. Crown 03/07/2019 37.165.555 10. Shut Up 04/02/2017 31.824.634
aitch
CHIP BUGZY MALONE aj tracey SKEPTA

Hvað er Marvel?

Marvel er myndasögu útgefandi sem hefur verið til síðan 1939. Það hefur stækkað og er orðið eitt farsælasta og vinsælasta kvikmyndaframleiðslu fyrirtæki í heimi. Með óteljandi persónur eins og Spider-Man, Captain America, Iron Man, Black Panther o.s.frv. Marvel heimurinn er elskaður af aðdáendum á öllum aldri um allan heim. Stofnendur Marvel eru Stan Lee og Jack Kirby. Stan Lee var rithöfundur, ritstjóri, útgefandi og framleiðandi. Jack Kirby var listamaður sem hjálpaði Stan Lee að skapa heiminn og gefa persónum útlit og líf.

Fyrsta kvikmynd frá Marvel

Í fyrstu var Marvel einungis að gefa út myndasögur. Þær voru gríðarlega vinsælar og helsta samkeppnin þeirra var DC Comics. Árið 2008 breyttu þeir algjörlega stefnu þeirra og ákváðu að framleiða kvikmyndir. Þetta var árið sem Marvel gaf út myndina Iron Man. Þessi mynd gaf aðdáendum Marvels þvílíka gleði og spenning fyrir komandi tímum.

The Black Panther

The Black Panther fjallar um einstaklinginn

T‘challa sem snýr heim til Wakanda eftir dauða föður síns til að taka rétt sinn sem konungur. Hins vegar lendir hann fljótlega í bardaga um hásætið þegar gamall óvinur birtist aftur með hættulega áætlun. Með aðstoð frá bandamönnum sínum verður T‘Challa að berjast fyrir örlögum Wakanda og vernda fólkið frá gamla óvininum sem vill taka yfir Wakanda og fara í stríð við restina af jörðinni. Black Panther var gríðarlega vinsæl og græddi allt að 800 milljón dollara.

Iron Man Unsplash The Black Panther Unsplash

Söluhæsta mynd Marvels

Marvel var með áætlun, búa til fullt af ofurhetjumyndum, kynna fólki fyrir öllum hetjunum í heiminum. Eftir það, sameina allar hetjurnar sem allir elska í ennþá stærri myndir. Það virkaði svo sannarlega, síðasta myndin var í tveimur pörtum. Fyrri myndin heitir Avengers: , hún situr númer tvö á söluhæstu myndunum. Sú mynd græddi 2.048.359.754 dollara, eða sirka 280.000.000.000 íslenskar krónur. Seinni parturinn varð ennþá vinsælli. Hún heitir Avengers: Endgame, sú myndi græddi 2.797.800.564 dollara, eða sirka 382.000.000.000

Vinsælustu hetjurnar

Marvel er með nánast endalausar hetjur í boði. Ég fór að forvitnast hvaða hetjur væru vinsælastar. Ég fann rannsókn sem fyrirtækið Game framleiddi, sem sýnir margar áhugaverðar kannanir um Marvel og ofurhetju bransann. Helsta samkeppni

Marvels er DC Comics, en í þessari rannsókn kom fram skýr munur hver krúnir á toppnum.

Marvel er í uppáhaldi hjá mun fleiri löndum (51) heldur en DC Comics (9). Spurning er svo, hverjar eru uppáhalds hetjur landanna. Ein Marvel hetja er lang hæst á þessum lista, en það er Spiderman. Spider­man er í uppáhaldi í 57 löndum. Það er yfirburða meira heldur en næsta hetja fyrir neðan, en það er Wonder Woman sem er í uppáhaldi í 15 löndum. Í fjórða sæti er einnig

Lífgaðu uppá heimilið með Skrípó málverki @skripo skripo@gmail.com HAFÐU SAMBAND!
DC Comics Cory Doctorow

GUCCI

Uppruni

Gucci er eitt þekktasta tískumerki sem hefur verið til. Gucci var stofnað árið 1921 af Guccio Gucci í Flórens Ítalíu og er komið langt frá hógværu upphafi þeirra. Í dag er Gucci eitt þekktasta og farsælasta lúxusmerki í heimi.

Það er engin furða hvers vegna Gucci er svona elskaður af tískuunnendum um allan heim, allt frá einkennandi „G“ kennimerkinu til einstakrar og lúxushönnunar. Einkennislitir

Gucci eru einnig mjög stór ástæða vinsælda þeirra. Einkennis litirnir eru grænn, rauður og gulllitaður.

Guccio Gucci

Guccio Gucci var ítalskur viðskiptamaður og fatahönnuður. Fæddur í Flórens, Ítalíu

árið 1881. Hann stofnaði Gucci árið 1921 og það byrjaði sem lítil fjölskyldu leður búð. Í upphafi seldi hann leður töskur og áhöld fyrir hestamenn. Árið 1951 var Guccio búinn að opna þrjár búðir, eina í Flórens, eina í Róm og í lokin opnaði hann

í Mílan. Gucci giftist árið 1901 og átti 6 börn og lést árið 1953 í Mílan.

Skór og töskur

Gucci eru lang mest þekkt fyrir sitt framlag í skóm og töskum. Á fyrstu árum Gucci voru

þeir mikið að framleiða allt sem tengdist leðri. Þar komu töskurnar sterkt inn. Þær voru með einstakan stíl og oft skemmtileg mynstur. Skórnir hjá Gucci urðu svo gríðarlega vinsælir og seldust eins og ís í heitu landi. Á skónum voru oftast einkennislitirnir eða Gucci mynstrið.

Gucci í dag

Í dag er Gucci fjórða stærsta fatamerki í heiminum. Samkvæmt könnun árið 2020 er Gucci 18.2 billjón dollara virði. 528 Gucci búðir eru opnar í dag og þeim bara fjölgar.

Einkennislitir Gucci Guccio Gucci

Hvað vantar?

Hér hjá Litlaprent færð þú frábæra þjónustu fyrir öll prentverkin þín. Nafnspjöld, bæklingar, reikningar, tímarit og margt fleira. Við tökum að okkur allskonar verkefni, stórum og smáum. Þannig endilega sendið á okkur línu og við ræðum málin.

FORVINNSLA PRENTUNFORVINNSLAFRÁGANGURPRENTUN FRÁGANGUR
OKKAR PRENT Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi | S: 540 1800 | Fax: 540 1800 | |litlaprent@litlaprent.is | www.litlaprent.is
FORVINNSLA PRENTUN FRÁGANGUR ÞITT VERK

ERTU MEÐ RÉTTAN STÉTTARFÉLAGA?

Stórhöfða 31, 3. hæð - 110 Reykjavík | Sími 540 0100 | grafia@grafia.is | grafia.is

Kynntu þér réttindin þín og fáðu frekari upplýsingar í gegnum síma, netfang eða heimasíðu.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.