
2 minute read
topp 10
Hérna kemur listi yfir best spiluðu lögin hjá Stormzy á Spotify. Elsta lagið hjá honum á þessum lista er síðan 2017. Öll þessi lög eru með yfir 30.000.000 hlustanir sem er svipað og allir á Íslandi margfalt 86 sinnum. Mest hlustaða lagið hans er Own it, sem er einnig með Ed Sheeran. Það er með 167.197.417 hlustanir. Sem væri svipað og að margfalda alla á Íslandi 481 sinnum.
Fleiri Grime ARTISTAR
Hvað er Marvel?
Marvel er myndasögu útgefandi sem hefur verið til síðan 1939. Það hefur stækkað og er orðið eitt farsælasta og vinsælasta kvikmyndaframleiðslu fyrirtæki í heimi. Með óteljandi persónur eins og Spider-Man, Captain America, Iron Man, Black Panther o.s.frv. Marvel heimurinn er elskaður af aðdáendum á öllum aldri um allan heim. Stofnendur Marvel eru Stan Lee og Jack Kirby. Stan Lee var rithöfundur, ritstjóri, útgefandi og framleiðandi. Jack Kirby var listamaður sem hjálpaði Stan Lee að skapa heiminn og gefa persónum útlit og líf.

Fyrsta kvikmynd frá Marvel

Í fyrstu var Marvel einungis að gefa út myndasögur. Þær voru gríðarlega vinsælar og helsta samkeppnin þeirra var DC Comics. Árið 2008 breyttu þeir algjörlega stefnu þeirra og ákváðu að framleiða kvikmyndir. Þetta var árið sem Marvel gaf út myndina Iron Man. Þessi mynd gaf aðdáendum Marvels þvílíka gleði og spenning fyrir komandi tímum.

The Black Panther

The Black Panther fjallar um einstaklinginn
T‘challa sem snýr heim til Wakanda eftir dauða föður síns til að taka rétt sinn sem konungur. Hins vegar lendir hann fljótlega í bardaga um hásætið þegar gamall óvinur birtist aftur með hættulega áætlun. Með aðstoð frá bandamönnum sínum verður T‘Challa að berjast fyrir örlögum Wakanda og vernda fólkið frá gamla óvininum sem vill taka yfir Wakanda og fara í stríð við restina af jörðinni. Black Panther var gríðarlega vinsæl og græddi allt að 800 milljón dollara.
Söluhæsta mynd Marvels
Marvel var með áætlun, búa til fullt af ofurhetjumyndum, kynna fólki fyrir öllum hetjunum í heiminum. Eftir það, sameina allar hetjurnar sem allir elska í ennþá stærri myndir. Það virkaði svo sannarlega, síðasta myndin var í tveimur pörtum. Fyrri myndin heitir Avengers: , hún situr númer tvö á söluhæstu myndunum. Sú mynd græddi 2.048.359.754 dollara, eða sirka 280.000.000.000 íslenskar krónur. Seinni parturinn varð ennþá vinsælli. Hún heitir Avengers: Endgame, sú myndi græddi 2.797.800.564 dollara, eða sirka 382.000.000.000
Vinsælustu hetjurnar

Marvel er með nánast endalausar hetjur í boði. Ég fór að forvitnast hvaða hetjur væru vinsælastar. Ég fann rannsókn sem fyrirtækið Game framleiddi, sem sýnir margar áhugaverðar kannanir um Marvel og ofurhetju bransann. Helsta samkeppni
Marvels er DC Comics, en í þessari rannsókn kom fram skýr munur hver krúnir á toppnum.


Marvel er í uppáhaldi hjá mun fleiri löndum (51) heldur en DC Comics (9). Spurning er svo, hverjar eru uppáhalds hetjur landanna. Ein Marvel hetja er lang hæst á þessum lista, en það er Spiderman. Spiderman er í uppáhaldi í 57 löndum. Það er yfirburða meira heldur en næsta hetja fyrir neðan, en það er Wonder Woman sem er í uppáhaldi í 15 löndum. Í fjórða sæti er einnig

Marvel hetjan Iron Man í 10 löndum.
