1 minute read

TEIKNIFJÖR

AÐ TEIKNA

Að teikna getur verið mjög gefandi, bæði fyrir andlega heilsu og ímyndunaraflið. Það er hollt að stíga aðeins frá öllu, símanum, hávaða og hraða samfélagsins. Setjast niður með einn bolla og teikna það sem kemur upp í huga. Á þessari opnu mun ég sýna hvernig ég skipulegg teikningar mínar, bæði í tölvu og á blaði.

1. SKETCH

Fyrsta sem ég geri er að koma grunnhugmyndinni á blað. Ekki vanda mig of mikið, bara láta höndina fljóta á blaðinu. Í mínu tilfelli vildi ég geri sterkan

3. LITUR

Næsta skref er að setja smá líf í teikninguna. Ekkert gerir það betur heldur en að setja lit í verkið. Enga skugga bara setja grunnlitina inn.

Næsta skref sem ég geri er að hreinteikna sketchinn sem ég var að gera. Útlínur eru grunnurinn á góðu verki þannig nú má byrja að vanda sig meira

4. BAKGRUNNS GRUNNUR

Nú finnst mér gott að gera mjög einfaldan bakgrunn, hvaðan ljósið mun koma, hvar skugginn á að vera og heilt yfir tilfinningin í verkinu. Ekkert of mikið af smáatriðum, bara lítill grunnur.

5. SKYGGINGAR OG LOKATOUCH

Lokaskrefin eru þessi. Skyggja, lýsa og setja loka touchið á verkið. Skyggingar skipta miklu máli. Verkið lifnar við og er meira áberandi. Svo er hægt að leika sér með litinn á skuggunum og einnig lýsingunni. Lýsingin og skyggingin þarf líka að virka með bakgrunninum. Hvaðan ljósið kemur, hvar skugginn ætti að vera og svo framvegis. Ef það er t.d. sólarlýsing þá myndu ljósu punktarnir vera meira gulir heldur en hvítir.

Það sem er lengst frá lýsingunni ætti að vera dekksti hluti verksins. Ekki vera hrædd/ur að setja alveg svartan á sumum stöðum. Það er ekkert sjálfsagt að þú verður 100% sátt/ur með allt sem þú gerir. En í öllum verkum verður þú betri og lærir eitthvað nýtt. Engin verk eru fullkomin.

This article is from: