
1 minute read
Í LEIT AÐ ÁHUGAMÁLI ?
Hvað er áhugamál?
Það er hollt að hafa áhugamál, það hafa allir lent í því að vera heima hjá sér, hafa ekkert að gera og ekki vita hvað maður á að gera með sjálfan sig. Það er alltaf hægt að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu, en það getur orðið þreytandi fljótt. Ég tel sjónvarpsgláp ekki sem áhugamál, áhugamál í mínum augum er einhver afþreying sem þú getur bætt þig í með því oftar og lengur sem þú stundar það.
Hjólabretti
Hjólabretti er mjög gefandi áhugamál. Hjólabretti eykur heilsu, jafnvægi, ímyndunarafl og eflir dugnað. Það kennir þér að vera þolinmóður í þínu ævintýri að ná bestu útkomunni. Allir byrja eins, erfitt er að halda jafnvægi og ná getunni til að rúlla á brettinu. Ef maður þraukar í gegnum erfiða tíma, verður maður betri og betri og áhugamálið verður skemmtilegra með tímanum.
Tennis
Þið vinirnir eruð að leita að skemmtilegu áhugamáli til að svala þorstanum á skemmtilegum keppnisleik. Tennis gæti verið málið fyrir ykkur. Tennis getur verið spilaður til gamans og einnig er hægt að sleppa öllum tökum og leyfa keppnisskapinu að taka yfir. Tennis er bæði einliða og tvíliða íþrótt þar sem maður keppist við það að ná boltanum yfir netið og skora stig þar til eitt lið nær ellefu stigum. Tennis er einnig frábær líkamshreyfing sem gefur manni snerpu, styrk og þol. Pantaðu tíma hjá Tennishöllinni í Kópavogi, eða farðu skrefi lengra og farðu að æfa.



Skák
Skák er líklega mest gefandi áhugamál sem þú finnur. Það eru endalausir kostir við að stunda skák. Það er ekki bara gefandi heldur er það líka stórkostlega skemmtilegt. Skák getur verið skilgreindur sem hugarleikur sem byggist á því að hugsa fram í tímann, vera þolinmóður og nota ímyndunaraflið. Nokkrir kostir skáks eru að minni eykst, ímyndunarafl eflist, þú lærir að skipuleggja þig betur og margt fleira.
Kostir áhugamála

Rannsóknir sýna að einstaklingar með áhugamál þjást síðar af streitu, skapleysi, stressi og þunglyndi. Áhugamál sem koma þér út úr húsi geta gert þig hamingjusamari og afslappaðri. Hóp áhugamál t.d. hópíþrótt getur bætt samskiptahæfileika þína og að tengjast nýju fólki. Eins getur það styrkt vinahópa eða myndað nýja. Áhugamál er víðtkækt hugtak, það er svo