1 minute read

GUCCI

Next Article
topp 10

topp 10

Uppruni

Gucci er eitt þekktasta tískumerki sem hefur verið til. Gucci var stofnað árið 1921 af Guccio Gucci í Flórens Ítalíu og er komið langt frá hógværu upphafi þeirra. Í dag er Gucci eitt þekktasta og farsælasta lúxusmerki í heimi.

Það er engin furða hvers vegna Gucci er svona elskaður af tískuunnendum um allan heim, allt frá einkennandi „G“ kennimerkinu til einstakrar og lúxushönnunar. Einkennislitir

Gucci eru einnig mjög stór ástæða vinsælda þeirra. Einkennis litirnir eru grænn, rauður og gulllitaður.

Guccio Gucci

Guccio Gucci var ítalskur viðskiptamaður og fatahönnuður. Fæddur í Flórens, Ítalíu árið 1881. Hann stofnaði Gucci árið 1921 og það byrjaði sem lítil fjölskyldu leður búð. Í upphafi seldi hann leður töskur og áhöld fyrir hestamenn. Árið 1951 var Guccio búinn að opna þrjár búðir, eina í Flórens, eina í Róm og í lokin opnaði hann í Mílan. Gucci giftist árið 1901 og átti 6 börn og lést árið 1953 í Mílan.

Skór og töskur

Gucci eru lang mest þekkt fyrir sitt framlag í skóm og töskum. Á fyrstu árum Gucci voru þeir mikið að framleiða allt sem tengdist leðri. Þar komu töskurnar sterkt inn. Þær voru með einstakan stíl og oft skemmtileg mynstur.

Skórnir hjá Gucci urðu svo gríðarlega vinsælir og seldust eins og ís í heitu landi. Á skónum voru oftast einkennislitirnir eða Gucci mynstrið.

Gucci í dag

Í dag er Gucci fjórða stærsta fatamerki í heiminum. Samkvæmt könnun árið 2020 er Gucci 18.2 billjón dollara virði. 528 Gucci búðir eru opnar í dag og þeim bara fjölgar.

Hvað vantar?

Hér hjá Litlaprent færð þú frábæra þjónustu fyrir öll prentverkin þín. Nafnspjöld, bæklingar, reikningar, tímarit og margt fleira. Við tökum að okkur allskonar verkefni, stórum og smáum. Þannig endilega sendið á okkur línu og við ræðum málin.

This article is from: