Gafísk miðlun 2022 3.TBL.

Gafísk miðlun 2022 3.TBL.
Eitt af markmið Iðunnar fyrir prent- og miðlunargreinar er að sinna símenntun í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum en undir þær falla prentun, prentsmíð, bókband og ljósmyndun.
Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík s:590 6400 idan@idan.is
Tímaritið Embla er hluti af lokaverkefni í grafískri miðlun í Upplýsingatækniskólanum. Hver og einn nemandi hannar sitt tímarit síðan eru valdar síður notaðar í sameiginlegt tímarit Askur. Í tímaritinu fjalla ég um Gufunes. Sögu þess, mína upplifun og framtíðarhorfur ásamt viðtölum við íbúa í Gufuness.
Björn Heiðar Pálsson Texti
Björn Heiðar Pálsson
Með heimildum af veraldarvefnum og viðtali við Ýmir Grönvold listamann og Guðmund Odd Magnússon listamann og prófessor í grafískri hönnun en þeir eru báðir búsettir í Gufunesi.
Myndirnar í blaðinu eru ljósmyndaðar af Óþekkum ljósmyndara.
Mynd á bls. 4 tekin af útskriftarnemum í ljósmyndun Upplýsingatækniskólanns.
Myndir á bls. 6-7 eru úr greinagerð deiliskipulags Reykjavíkurborgar Gufuness
Mynd af asbest lunga er fengin af Google.
Baráttukveðjur á bls. 9 teknar af Facebook síðu Fúsk Gufunes.
Kynningaropna Bls. 4-5
Saga Gufuness Bls. 6
Reykjavíkurg selur lóðir Bls. 7
Viðspyrna Reykjavíkurborgar Bls. 8
Fúsk Gufunes Bls. 9
Heimsókn í Gufunes Bls. 9
Gufunes Radio Bls. 10
Viðtal Við Godd Bls. 11,12,13
Skemmdarverk og landtaka Bls. 14
Ég kom út árið 1994 sama ár og margar bestu kvikmyndirnar eins og Lion King, Forest Gump, Ace Ventura, The Mask og Natural Born Killers. Mitt helsta áhugamál er tónlist þó svo að ég spili ekki á neitt hljóðfæri nýt ég þess mikið að hlusta á og grafa eftir góðum lögum. Mest hlusta ég á hús tónlist enda er ég stundum kenndur við húsbóndann.
Ég er útskrifaðist af textíl og fatahönnunar braut frá FB með stúdentsprófi árið 2016.
Síðan lauk ég námi í prentiðn árið 2019 en eftir útskrift fór ég hins vegar ekki á samning vegna kreppu í bransanum á þeim tíma, því ákvað ég að bæta núna við mig grafískri miðlun og hér er ég og sé ekki eftir því. Gott nám sem einkennist af góðum kennurum.
Ég hef heyrt menn tala um að þetta sé jafnvel betra nám en grafíska hönnun í Listaháskólanum en ég get ekki svarað fyrir það því ég er ekki grafískur hönnuður.
Gufunes er nes austarlega í Reykjavík á milli Elliðaárvogs og Eiðsvíkur.
Í Gufunesi var kirkja og einnig spítali sem Skúli Magnússon lagði til að færa frá Viðey þegar hann reisir Viðeyjarstofu. Spítalinn sem stofnaður var af Kristjáni II Danakonungi var þá færður til Gufuness. Sennilega var þarna líka kaupstaður en Gufunes er kennt við Ketil gufu landnámsmann. Árið 1795 er spítalinn lagður niður og selur þá konungur Gufunes fyrir 150 ríkisdali og varð jörðin þá bændaeign.
Ýmisleg hefur verið í Gufunesi síðan, þar var reist stuttbylgjustöð árið 1934 og var henni ætlað að vera varaskeytasamband fyrir sæsímann og annast talsamband við útlönd og afgreiðslu við skip á höfum í kringum Ísland og afla og senda út veðurfréttir. Þorgeir Jónsson bóndi og glímukóngur stóð þar fyrir kappreiðum í Gufunesi á árunum 1949—1952.
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var vígð 22. maí 1954 og framleiddi hún köfnunarefnisáburð sem fékk nafnið Kjarni. Mengun var af framleiðslunni og lýstu Grafarvogsbúar yfir áhyggjum á staðsetningu verksmiðjunnar að hún væri of nálægt íbúðarhverfi. Borgarráð samþykkti árið 1990 að krefjast þess á rekstri verksmiðjunnar yrði hætt. 2001 varð öflug sprenging í verksmiðjunni. Árið 2002 gekk það í gegn framleiðslan var stöðvuð2 og keypti Reykjavíkurborg fasteignir og aðstöðu fyrir tækisins á 1.280 milljónir króna. 2010 dæmdi Hæstiréttur Íslands konu sem bjó skammt frá áburðarverksmiðjunni 4,2 milljónir kr. í skaða bætur fyrir líkamstjón og örorku vegna meng unar frá verksmiðjunni. Áburðarverksmiðjan hafði starfsleyfi til ársins 2019 og var lóðin sem áburðar verksmiðjan leigði þá af borginni 20 hektarar. Í aðalskipulagi Reykjavíkur var gert ráð fyrir íbúðarbyggð í framtíðinni á þessu svæði og landfyllingum út í sjó.
Árið 2005 var gerður leigusamningur án útboðs við Íslenska gámafélagið. Í maí 2016 var samningnum sagt upp og borgin seldi í kjölfarið umræddar eignir á Gufunessvæðinu til kvikmyndavers.
Borgarráð samþykkti kaupsamning við RVK studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, kaup á fjórum fasteignum sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi 26. Maí 2016 og greiddi rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. Markmið RVK studios er að byggja upp svo kallað menningar og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því sumarið 2015 að ganga til viðræðna við Reykjavíkur borg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverk smiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi.
Ventill fyrir ungt fólk Í Greinargerð deiliskipulags Gufuness segir 6.15 Útlitshönnun bygginga Á uppbyggingarsvæðinu eru gerðar kröfur um vandaða hönnun bygginga. Gufunes er jafnframt fríríki frumkvöðla og því eru hönnuðir hvattir til að skapa nýstárlegar íbúðar gerðir og tilheyrandi útlit.
„Fyrsti hluti uppbyggingar á Gufunesi hefur verið ákveðin, Arkitektar stofan jvantspijker + Felixx fengu fyrstu verðlaun með tillögu sinni að Gufunesi sem farin er að stað í framkvæmd. Í tillögu stofnunnarinnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi á að verða blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar-og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur.“
Viðspyrna við erfiðu efnahagsástandi Á vef Reykjavíkurborgar segir að „Borgarráð stað festi í 1. október 2020 44 leigusamninga á 11 þúsund fermetra húsnæðis. Ákveðið var að nýta húsnæði borgarinnar til að skapa viðspyrnu í erfiðu efnahagsástandi eftir að Covid-faraldurinn kom upp. Við ráðstöfun húsnæðisins var sérstaklega horft til þess að það nýttist skapandi greinum, nýsköpun, sprota starfsemi og samfélagslegum verkefnum. Húsnæðið sem um ræðir er ýmist ekki í notkun eða er að losna. Ástand þess er með ýmsu móti og gert er ráð fyrir að leigjendur lagi það að eigin þörfum. Horft var til hagstæðari leigukjara í þessu ljósi“.
Listamenn fengu því að leigja gömlu rusla geymslurnar fyrir lítið en áttu að gera allt sjálf. Lítur út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list.
Skannaðu kóðann followaðu okkur á Instagram kauptu dekk og þú hefur möguleika á að vinna Vatnajökull Dekk derhúfu
Vatnajökull- Dekk ehf, Bugðuleiru 2, 780 Höfn í Hornafirði sími: 839 1616
Viðspyrna við erfiðu efnahagsástandi Á vef Reykjavíkurborgar segir að „Borgarráð stað festi í 1. október 2020 44 leigusamninga á 11 þúsund fermetra húsnæðis. Ákveðið var að nýta húsnæði borgarinnar til að skapa viðspyrnu í erfiðu efnahagsástandi eftir að Covid-faraldurinn kom upp. Við ráðstöfun húsnæðisins var sérstaklega horft til þess að það nýttist skapandi greinum, nýsköpun, sprota starfsemi og samfélagslegum verkefnum. Húsnæðið sem um ræðir er ýmist ekki í notkun eða er að losna. Ástand þess er með ýmsu móti og gert er ráð fyrir að leigjendur lagi það að eigin þörfum. Horft var til hagstæðari leigukjara í þessu ljósi“.
Listamenn fengu því að leigja gömlu rusla geymslurnar fyrir lítið en áttu að gera allt sjálf.
Lítur út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list.
„Ég verð landnemi í Gufunesi“ „Ég hlakka til því þetta verður magnað samfélag að starfa í“. Segir Guðmundur Oddur kallaður Goddur árið 2019. „Lífræn sköpunarstarfsemi í miðbænum dó fyrir nokkrum árum. Listamenn leita að húsnæði þar sem eru ódýr pláss en þegar túrisminn hélt innreið sína voru allar fasteignir keyptar upp í miðbænum af fasteignafélögum. Skapandi fólk flykktist þá út á Granda og í aust urborgina en nú er allt orðið of dýrt þar líka,það líti út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list samfélagið í Gufunesi. Nú hefur túrisminn náð allsherjar völdum á miðbæ Reykjavíkur og hvert fyrirtækið flýr þaðan af fótum annara og brátt mun ekkert standa í miðborginni nema lundabúðir og veitingahús. Menningin og sköpunargleðin mun brátt falla öll frá miðborginni.“
„Þetta er stórt svæði þar sem um árabil var starfsemi sem nú hefur verið færð um fet eða lögð niður og nú er byrjað að byggja blandaða byggð með list menntun og skapandi iðnaði“.
Á Patreon söfnunarsíðu Fúsks segir: Fúsk er 1200 m² listamiðstöð í Gufunesi. Verkefnið snýst um að stofna gámahverfi að erlendri fyrirmynd. Skapa frjóan og faglegan jarðveg fyrir einstaklinga og samtök. Auðvelda og efla menningarstarfsemi og stuðla að þverfaglegu samstarfi innan listheimsins. Sameina list ræna sköpunargáfu, viðskipti, opinbera um ræðu og samfélagslega menntun. Verkefnið er rannsóknarstofa fyrir tilraunaþéttbýli þar sem frumkvæði fær að blómstra í kraftmiklu andrúmslofti.
Verkefnið er hugsað sem stökkpallur fyrir frumkvöðla, fólk fær tíma og rými til að þróa og vinna hugmyndir og verkefni sem svo fær ast út í samfélagið.
Fúskið er einnig hentugt til styttri verkefna líkt og ljósmyndatökur, kvikmyndaverkefni, tónleika og sýningar.
Við ætlum ekki að finna upp hjólið. Í Árós um, Amsterdam og Berlín hafa tilraunasam félög blómstrað og orðið ómissandi partur af borgarmyndinni. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Institut for X í Árósum sem er eitt virtasta smágámasamfélag í Evrópu.
1. maí 2022
Fúsk Gufunes setur á samfélagsmiðla „Bar áttukveðjur til allra Fúskara“.
Rusl Fest
Rusl festival / listahátíð var haldin í Gufunesi 27.–1. júlí 2022 og var þar fjölbreytt dagskrá tónleika og vinnustofa með áherslu endurnýt ingu efniviðs í hönnun myndlist og nýtingu á matvælum sem annars væri hennt en einnig fræðsla villtra matvæla sem vaxa á Íslandi og hvernig hægt er að nýta það sem vex hér á landi.
Fríríki listamanna
Mun Gufunesið fá að halda sínum sjarma sem frí ríki listamanna og munu listamenn og frumkvöðlar hafa möguleika á ódýrum rýmum þar til framtíðar eða er þetta gert til þess að skapa menningu sem mun svo þurfa að víkja fyrir komandi hlutum deiliskipulags og uppbyggingu á Gufunesi er þess ekki að vænta að túrisminn nái einnig völdum á Gufunesi líkt og hann hefur lagt yfir sig Reykja víkurborg nei ég bara spyr?
Heimsókn í Gufunes Ég lagði leið mína í Gufunesið að hitta góðan vin minn Ýmir Grönvold sem lærði myndlist í Hollandi og Listaháskóla Íslands. Hann er fluttur í Gufunes ið og vinnur hörðum höndum við að byggja upp stúdíó kaffihús, og margt fleira.
Gufunes 20 partur af hluta Baltasars Kormáks. Að utan að sjá er eins og að það sé ekki mikið líf nema iðnaður og miklar framkvæmdir á hlutanum við hliðina á. Þar gerast hlutirnir með hraða öll skemman var tekin í gegn og lagður hiti í gólf og ég veit ekki hvað og hvað. Ég gekk inn um litla hurð á hliðarríminu sem Baltasar leyfði syni sínum að sjá um sem listastúdíó og hefur hann fengið þar inn listamenn sem vanta aðstöðu til sköpunar. Þar inni er stór vinnustofa þar sem Ýmir ásamt fleirum hafa fengið að vera í og nýta til sköpunar. Þar er góð vinnuaðstaða, myndlistarstúdíó, smíða verkstæði, Gufunes Radio og fleira.
Ýmir er að vinna í því að skipta ríminu niður með ótrúlegustu kúnst. Veggirnir rísa og skemman tekur á sig mynd sem mismunandi vinnurými til allskyns sköpunar. Allt hér inni er byggt úr endur nýttum efnivið sem annars átti að henda.
Það er skítakuldi hérna inni og ég er kominn með gæsahúð af kulda, þá spyr Ýmir mig hissa hvort að ég sé ekki í föðurlandi sem ég var ekki svo hann teygir sig í par og gefur mér. Föðurland er staðalbúnaður sérstaklega eftir að skrúfað var fyrir heita vatnið vegna framkvæmda í skemmunni við hliðina á. Það er ekkert hægt að hringja til að fá hitann á húsið svo það nýjasta nýtt er kamína til að kynda vinnustofuna svo að það verður vonandi hægt að halda stúdíóinu heitu í vetur.
Í
Gufunesi er aðstaða fyrir upprennandi jafnt sem lengra komna plötusnúða og til að iðka sína list á græjunum með möguleika á að taka upp taktana við að blanda saman tónlist, úr mörgum áttum og eða eigin tónlist og taka upp á miðil með möguleika á birtingu á Soundcloud síðu Gufunes Radio. Stórir hlutir í væntum, þetta er hugsað sem einskonar stökkpallur fyrir plötusnúða að koma sér á framfari en einnig frábært æfingarhúsnæði. Það er aldrei of oft sagt að æfingin skapar meist arann það að læra að þeyta skífum er langhlaup en ekki spretthlaup. Munið að langhlaup krefst úthalds. Mikilvægt er að sinna blöndunarörvun reglulega. Ég hvet alla til þess að fylgja Gufunes Radio á Soundcloud.
Mig langaði að hitta á hann Guðmund Odd sem að var með þeim fyrstu að flytja í Gufunesið og hann hlakkaði til þegar að Kristjana tók viðtal við hann 2019. Mig langar að heyra í honum hljóðið núna vita hvort hans sýn á Gufunes samfélagið væri á réttri leið og hvort þetta hafi gengið eftir hjá borginni. Ýmir gerði sér lítið fyrir og tók upp tólið og hringdi í ná granna sinn. Við vorum velkomnir í heimsókn og röltum yfir.
Hann býr í gamalli skemmu sem búið er að gera upp innrétta og breyta í fallegt heimili með mikilli lofthæð. Tíkin hans er nýbúin að eignast hvolpa svo að það mikið líf í þessari áður ónýttu og illa förnu skemmu. Ég segi honum hvað ég er að gera og spyr hann hvernig þetta hefur allt gengið og hver hanns framtíðar sýn sé á Gufunesið og skap andi menningu þess og pælingar mínar um það hvort menningin og listamenn þurfi brátt að víkja fyrir komandi hlutum deiliskipulags uppbyggingar á Gufunesi og hvort þess sé að vænta að túrisminn taki völdin hér á Gufunesinu líkt og annarsstaðar. Ég þurfti ekki að segja mikið þar til Goddur tók við orðinu
Átti að vera fríríki listamanna
„Þetta fer af stað þegar að Besti flokkurinn er í stjórn borgarinnar Björn Blöndal er formaður borgarráðs og Jón Gnarr er borgarstjóri. Björn Blöndal er í hljómsveitinni Ham og í henni er líka Sigurjón Kjartansson sem þá var nánasti samstarfsmaður Baltasar Kormák þá fer þetta af stað. Síðan er voða erfitt ástandið hérna. Það var svo mikil lykt hérna að það var ekki verandi hérna vegna lyktar af rotnandi hey inni í heyrúlluplasti og umferðar á stórum sorpbílum og bara ógeðslegt. Síðan fara þeir en eru þó ekki farnir algjörlega“.
Endurreisnin eftir faraldurinn „Í covid fer af stað hugmynd hjá meirihluta borgarstjórnar að búa til verkefni skapandi þorp sem átti ekki að vera endanlegt verkefni þetta var gert í tengslum við covid og það var sett út tilboð að taka við húsum sem ekki höfðu verið seld. Þetta átti að vera partur af endurreisn covid ástands að bjóða upp á að stöðu fyrir skapandi fólk. Menn áttu að taka við húsunum eins og þau voru og bara innrétta sjálf. Þetta var langt langt umsóknarferli að þessu og vel vandað til umsókna á sínum tíma.
„Þegar að pólitíkusarnir eru búnir að lýsa draumsýninni sinni á verkefnið, sem að allir sögðu bara já þetta er góð hugmynd, þá var þetta sett í hendurnar á eignar og viðhaldsviði borgarinnar. Þá byrjaði allt vesenið“.
Eignar og viðhaldssvið borgarinnar Það er eins og að eignar og viðhaldssvið borgar innar sé sérstaklega illa við tvenn fyrirbæri. Það er annars vegar hús með sveppasótt og hins vegar hús undir listamenn og menningu. Þau þola þetta ekki og hafa ekkert innsæi í þessu.
Það var enginn sem að lagði sál sína í þetta verkefni annað en að gera samningana.“
„Í fyrsta lagi átti ekki að vera hægt að flytja inn í eitt húsið vegna vatns leka því að það vantaðiað jarðtengja rafmagnið í húsinu og það var alltaf verið að fresta því að laga það. Menn voru búnir að skrifa undir samninga og fá lyklana í hendurnar. fengu lyklana í byrjun september en fengu ekki að fara inn fyrr en í endanum á maí og byrjun júní. Það kom svo í ljós að það tók 2 klukkutíma að jarðtengja.
Í öðru húsi komst enginn inn þar vegna þess að þeir spörkaðu niður asbest plötu og þá var því mælanlegt asbest þar inni. Þá eru þeir varla fluttir inn enn í dag 3 árum síðar skilur þú?“.
Allt lokað í 1 og hálft ár Sumum gruna að viðhaldssvið borgarinnar hafi viljandi hrinnt niður asbest plötunni til þess að búa til asbest óloft þar inni en öðrum þykir það þó heldur ólíklegt.
Listamönnum sagt upp samningum og peningaöflin koma inn í þetta segir goddur Listamönnum sagt upp samningum og peninga öflin koma inn í þetta segir Goddur
„Þegar að búið er að losa sig við gámafélagið og lyktin farin og kvikmyndabransinn að blómstra með stórum verkefnum þá koma peningaöflin inn í þetta og fara að kaupa upp húsin og listamönnum eru sagðir upp samningar. Búið er að segja öllum upp nema í einu húsi sem er samt vesen.
Allt í einu er viðhald og eigna deild borgar innar farin að stjórna þessu og það er ekki lengur umsóknar ferill líkt og var áður heldur er kominn einhver biðlisti sem að enginn veit hvaðan kemur. Um leið og það er búið að mála skipta um glugga og gera fínt þá er kominn einhver biðlisti sem að er ekki á vegum borgarinnar eða menningarsviðs borgarinnar heldur eignar og viðhaldssviðið sem fyrirlítur listamenn.
Þetta er ekki bara bundið við okkur þú getur talað við hvaða stofnun borgarinnar hvort að það sé listasafn Reykjavíkur eða hönnunarmiðstöð eða klink og bank það eru allir tilbúnir að tala illa um eignar og viðhaldssvið borgarinnar eða þá sem stjórna því þetta eru sko algjörir skíthælar og delar. það er svo mikið að gera hjá þeim út af sveppa sýkingum og svona að þau mega ekkert vera að ansa svona vitleysunum.“
„Og plús það fer af stað hérna starfsemi bæði í kring um Fúskið allt á fleygiferð og fín stemning svo núna þegar að það er ætlað að fæla fólk í burtu þá fá allir allt í einu bakreikninga fyrir hita og rafmagn sumir upp á miljón flestir upp tugi ef ekki hundruð þúsunda á síðustu stundu ekki rukkað mánaðarlega heldur er eins og það sé verið að fæla fólk í burtu.“
Heitavatslögnin er biluð svo ekki er hægt að skrúfa fyrir hana svo það dælist bara endaleust vatn og þetta verður að greiðast þó svo að talað var um í upphafi að borga ætti um 15 þúsund krónur á mánuði í heitt vatn og rafmagn.
„Þá er eitt sem gerist sem er svona eiginlega mótmælaaðgerð það er fríríkið þar að segja að menn fara að setja niður hérna ólöglega sumarhús, byggja kofa, gróðurhús og souna þetta er allt saman fullkomlega ólöglegt og í óþökk yfirsjórn Reykjavíkurborgar og sérstaklega um hverfis- og skipulagssviðs sem talar um þetta sem skemmdar verk og landtaka. Þetta er það sem að þetta hefur gengið út á.“
„Það er bara eitt hús sem að er í einkaeigu sá sem að á það er búinn að standa í endalaus um deilum sem að eru komir fyrir dómstóla um allskyns gögn sem að eignaskrifstofa borgar innar gerir. og sérstaklega skrifstofustjóri eigna skrifstofu Óli Jón Hertevig hann er sko skepna og margfaldur í roðinu og með fullkomið andlit brosandi andlit fyrir framan yfirboðara sína og er svo skíthæll við allt liðið sem er svo undir.“
Asbest er samheiti yfir nokkrar steintegundir sem allar eiga það sameiginlegt að mynda þráðkennda kristalla sem oft eru mjög fíngerðir. Asbest brotn ar mjög auðveldlega niður og myndar fínsallað asbestryk. Rykið líkist helst litlum nálum sem festist í lungum við innöndun. Ef andað er að sér miklu magni af asbestryki geta þræðirnir orðið svo margir að þeir valdi tjóni. Skaðinn kemur oft ekki fram fyrr en 20 40 árum seinna og þá sem steinlunga, lungnakrabbamein eða fleiðrukrabba mein. Hér að neðan er mynd af asbest lúngum.
Skemmdarverk og landtaka
„þá er eitt sem gerist sem er svona eiginlega mótmælaaðgerð það er fríríkið þar að segja að menn fara að setja niður hérna ólöglega sumarhús byggja kofa gróðurhús og souna.“
„þetta er allt saman fullkomlega ólöglegt og í óþökk yfirvalda og sérstaklega eignar og viðhaldssvið borgarinnar sem talar um þetta sem skemmdarverk og landtaka.“„Þetta er það sem að þetta hefur gengið út á.“
„Það er bara eitt hús sem að er í einkaeigu sem að við erum staddir í núna enda er sá sem að á þetta búinn að standa í endalausum deilum sem að eru komir fyrir dómstóla um allskyns gögn sem að þetta svið gerir og sérstaklega for stöðumaður eignar og viðhaldssvið borgarinnar sem að heitir Óli Jón Hertevík hann er sko skepna og margfaldur í roðinu og með fullkomið andlit brosandi andlit fyrir framan yfirboðara sína og er svo skíthæll við allt liðið sem er svo undir“.
Aukin umferð Ýmir hefur tekið eftir aukinni umferð um svæðið fólk er byrjað að sýna þessu áhuga fasteignarverð hækkar og fólk í jakkafötum spyr „er ekki hægt að virkja þetta einhvernveginn?“
Landnám
Ýmir segir „eitt sem er að eiga sér stað hérna sem er svo áhugavert að hér er að myndast byggðarlag fólk að flytja inn og landnema, hér er að myndast samfélag.“ Ymir talar um hvað það sé geggjað hvað það hafi fengið að vera í friði lengi. „Svo erum við bara að gera allt sjálf byggja kamínu til að hita upp við erum ekkert að biðja borgina um neitt við búum þetta bara til sjálf ég ætla ekki einu sinni að reyna það gerist ekki neitt.“ Gott efni í heimildamynd Goddur segir „Málið er það að þetta er svo gott að gera þetta því meira sem er gert af þessu þá verður svo skemmtilegra að fylgjast með því þegar að borgin sendir jarðýtur á þetta þá er komið svo gott efni í heimildarmynd.“
Blönduð byggð Ég vona innilega að jarðýturnar fletji ekki út það menningarlega og listræna sem að hefur átt sér stað og það fái að standa í Gufunesi þá ættu allir að geta verið ánægðir! Blönduð byggð í Gufunesi fríríki listamanna.
Stéttarfélag í prentog miðlunargreinum