
1 minute read
Viðtal Við Godd Bls. 11,12,13 Skemmdarverk og landtaka Bls
FRÍRÍKIÐ
Skemmdarverk og landtaka
„þá er eitt sem gerist sem er svona eiginlega mótmælaaðgerð það er fríríkið þar að segja að menn fara að setja niður hérna ólöglega sumarhús byggja kofa gróðurhús og souna.“ „þetta er allt saman fullkomlega ólöglegt og í óþökk yfirvalda og sérstaklega eignar og viðhaldssvið borgarinnar sem talar um þetta sem skemmdarverk og landtaka.“„Þetta er það sem að þetta hefur gengið út á.“ „Það er bara eitt hús sem að er í einkaeigu sem að við erum staddir í núna enda er sá sem að á þetta búinn að standa í endalausum deilum sem að eru komir fyrir dómstóla um allskyns gögn sem að þetta svið gerir og sérstaklega forstöðumaður eignar og viðhaldssvið borgarinnar sem að heitir Óli Jón Hertevík hann er sko skepna og margfaldur í roðinu og með fullkomið andlit brosandi andlit fyrir framan yfirboðara sína og er svo skíthæll við allt liðið sem er svo undir“.
Aukin umferð
Ýmir hefur tekið eftir aukinni umferð um svæðið fólk er byrjað að sýna þessu áhuga fasteignarverð hækkar og fólk í jakkafötum spyr „er ekki hægt að virkja þetta einhvernveginn?“
Landnám
Ýmir segir „eitt sem er að eiga sér stað hérna sem er svo áhugavert að hér er að myndast byggðarlag fólk að flytja inn og landnema, hér er að myndast samfélag.“ Ymir talar um hvað það sé geggjað hvað það hafi fengið að vera í friði lengi. „Svo erum við bara að gera allt sjálf byggja kamínu til að hita upp við erum ekkert að biðja borgina um neitt við búum þetta bara til sjálf ég ætla ekki einu sinni að reyna það gerist ekki neitt.“
Gott efni í heimildamynd
Goddur segir „Málið er það að þetta er svo gott að gera þetta því meira sem er gert af þessu þá verður svo skemmtilegra að fylgjast með því þegar að borgin sendir jarðýtur á þetta þá er komið svo gott efni í heimildarmynd.“
Blönduð byggð
Ég vona innilega að jarðýturnar fletji ekki út það menningarlega og listræna sem að hefur átt sér stað og það fái að standa í Gufunesi þá ættu allir að geta verið ánægðir! Blönduð byggð í Gufunesi fríríki listamanna.
Láttu okkur um
