
1 minute read
Reykjavíkurg selur lóðir Bls
DEILISKIPULAG
Ventill fyrir ungt fólk
Í Greinargerð deiliskipulags Gufuness segir 6.15 Útlitshönnun bygginga Á uppbyggingarsvæðinu eru gerðar kröfur um vandaða hönnun bygginga. Gufunes er jafnframt fríríki frumkvöðla og því eru hönnuðir hvattir til að skapa nýstárlegar íbúðargerðir og tilheyrandi útlit. „Fyrsti hluti uppbyggingar á Gufunesi hefur verið ákveðin, Arkitektar stofan jvantspijker + Felixx fengu fyrstu verðlaun með tillögu sinni að Gufunesi sem farin er að stað í framkvæmd. Í tillögu stofnunnarinnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi á að verða blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar-og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur.“
Viðspyrna við erfiðu efnahagsástandi
Á vef Reykjavíkurborgar segir að „Borgarráð staðfesti í 1. október 2020 44 leigusamninga á 11 þúsund fermetra húsnæðis. Ákveðið var að nýta húsnæði borgarinnar til að skapa viðspyrnu í erfiðu efnahagsástandi eftir að Covid-faraldurinn kom upp. Við ráðstöfun húsnæðisins var sérstaklega horft til þess að það nýttist skapandi greinum, nýsköpun, sprota starfsemi og samfélagslegum verkefnum. Húsnæðið sem um ræðir er ýmist ekki í notkun eða er að losna. Ástand þess er með ýmsu móti og gert er ráð fyrir að leigjendur lagi það að eigin þörfum. Horft var til hagstæðari leigukjara í þessu ljósi“. Listamenn fengu því að leigja gömlu ruslageymslurnar fyrir lítið en áttu að gera allt sjálf. Lítur út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list.
GEGGJUÐ ÞJÓNUSTA OG BANASTUÐ

Gerðu þér ferð í dekkjaskipti á Costadel Höfn það má nú aðeins leyfa sér
Skannaðu kóðann followaðu okkur á Instagram kauptu dekk og þú hefur möguleika á að vinna Vatnajökull Dekk derhúfu
