1 minute read

Kynningaropna Bls

Björn Heiðar

Ég kom út árið 1994 sama ár og margar bestu kvikmyndirnar eins og Lion King, Forest Gump, Ace Ventura, The Mask og Natural Born Killers.

Mitt helsta áhugamál er tónlist þó svo að ég spili ekki á neitt hljóðfæri nýt ég þess mikið að hlusta á og grafa eftir góðum lögum. Mest hlusta ég á hús tónlist enda er ég stundum kenndur við húsbóndann.

Ég er útskrifaðist af textíl og fatahönnunarbraut frá FB með stúdentsprófi árið 2016.

Síðan lauk ég námi í prentiðn árið 2019 en eftir útskrift fór ég hins vegar ekki á samning vegna kreppu í bransanum á þeim tíma, því ákvað ég að bæta núna við mig grafískri miðlun og hér er ég og sé ekki eftir því. Gott nám sem einkennist af góðum kennurum.

Ég hef heyrt menn tala um að þetta sé jafnvel betra nám en grafíska hönnun í Listaháskólanum en ég get ekki svarað fyrir það því ég er ekki grafískur hönnuður.

This article is from: