
1 minute read
Viðspyrna Reykjavíkurborgar Bls
VIÐSPYRNA
Viðspyrna við erfiðu efnahagsástandi
Á vef Reykjavíkurborgar segir að „Borgarráð staðfesti í 1. október 2020 44 leigusamninga á 11 þúsund fermetra húsnæðis. Ákveðið var að nýta húsnæði borgarinnar til að skapa viðspyrnu í erfiðu efnahagsástandi eftir að Covid-faraldurinn kom upp. Við ráðstöfun húsnæðisins var sérstaklega horft til þess að það nýttist skapandi greinum, nýsköpun, sprota starfsemi og samfélagslegum verkefnum. Húsnæðið sem um ræðir er ýmist ekki í notkun eða er að losna. Ástand þess er með ýmsu móti og gert er ráð fyrir að leigjendur lagi það að eigin þörfum. Horft var til hagstæðari leigukjara í þessu ljósi“.
Listamenn fengu því að leigja gömlu ruslageymslurnar fyrir lítið en áttu að gera allt sjálf.
Lítur út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list.
„Ég verð landnemi í Gufunesi“
„Ég hlakka til því þetta verður magnað samfélag að starfa í“. Segir Guðmundur Oddur kallaður Goddur árið 2019. „Lífræn sköpunarstarfsemi í miðbænum dó fyrir nokkrum árum. Listamenn leita að húsnæði þar sem eru ódýr pláss en þegar túrisminn hélt innreið sína voru allar fasteignir keyptar upp í miðbænum af fasteignafélögum. Skapandi fólk flykktist þá út á Granda og í austurborgina en nú er allt orðið of dýrt þar líka,það líti út fyrir að Reykjavíkurborg munu styðja list samfélagið í Gufunesi. Nú hefur túrisminn náð allsherjar völdum á miðbæ Reykjavíkur og hvert fyrirtækið flýr þaðan af fótum annara og brátt mun ekkert standa í miðborginni nema lundabúðir og veitingahús. Menningin og sköpunargleðin mun brátt falla öll frá miðborginni.“ „Þetta er stórt svæði þar sem um árabil var starfsemi sem nú hefur verið færð um fet eða lögð niður og nú er byrjað að byggja blandaða byggð með list menntun og skapandi iðnaði“.
