Eins og mörg undanfarin ár stóð Menningarnefnd Snæ fellsbæjar fyrir kosningu á Jólahúsi Snæfellsbæjar, jólahúsið var valið af íbúum Snæfellsbæjar en frestur til að kjósa rann út 21. desember. Að kosningum loknum fór Menningarnefnd yfir atkvæðin, að þessu sinni var Jólahús Snæfellsbæjar Brautarholt 18 en þar búa hjónin Jónas Gunnarsson og Jenný Guðmundsdóttir.
Þess má geta að aldrei hefur verið eins mikil þátttaka í kosningu um jólahús eins og núna
og er það ánægjulegt. Hús þeirra hjóna Jennýjar og Jónasar var kosið með meirihluta atkvæða og óskum við þeim hjónum til hamingju með jólahúsið.
Á myndinni eru þau Jónas Gunnarsson og Jenný Guðmundsdóttir að taka við viður kenningunni í hádeginu á Þorláksmessu frá fulltrúum Menningarnefndar þeim Helgu Jóhannsdóttur, Jóhannesi Stefánssyni og Ingunni Ýr Angantýsdóttur. þa
1048. tbl - 22. árg. 29. desember 2022 Jólahús Snæfellsbæjar er Brautarholt 18 Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dek kjask ipti og smurþjónustu. Tímapantanir í síma 436-1111
Föstudaginn 16. desember brautskráðust ellefu nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Af félags og hugvísindabraut brautskráðust fjórir nemendur, af náttúru og raunvísindabraut brautskráðust tveir nemendur og af opinni braut til stúdentsprófs brautskráðust fimm nemendur.
Með hæstu meðaleinkunn var Íris Birta Bergmann Heiðarsdóttir.
Í útskriftarávarp Hrafnhildar Hallvarðsdóttur skólameistara kom m.a. fram að á haustönn voru 214 nemendur skráðir í nám við FSN. Af þessum 214 nemendum voru 116 nemendur í fjarnámi og 98 í staðnámi. Fyrir ári síðan var farið af stað með tilraunaverkefni á vorönn þar sem kennsla fer fram á TEAMS á föstudögum. Nemendur eru heima og mæta í kennslustund á Teams þar sem kennarar eru með verkefni af ýmsu tagi. Meirihluti nemenda og kennara hefur fundist þetta takast vel og þessi tilhögun passar vel við þá kennslufræði sem var lagt upp með við stofnun þessa skóla þar sem nemendur hafa val um að vinna verkefni sjálfstætt eða undir leiðsögn kennara á TEAMS.
Hrafnhildur fór svo yfir helstu verkefni vetrarins en meðal verkefna var að FSN er enn þátttakandi í Eramsus verkefni ásamt svæðisgarði Snæfellsness og aðilum frá Noregi og Wales. Þetta verkefni heitir Umhverfisvæn nýsköpun fyrir ungt fólk. Síðastliðið haust fór Áslaug Sigvaldadóttir til Noregs til að taka
sl. héldu 12 nemendur úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga, auk þriggja kennara, til Tékklands í skóla heimsókn en heimsóknin var liður í verkefni sem skólarnir tveir hafa unnið saman og nefnist „Food for thought“, og snýr að því að kynnast því hvernig skuli sporna gegn matarsóun, stuðla að heilbrigðu mataræði, sem og að kynnast mat úr heimabyggðum og héruðum nemenda bæði hér á Íslandi sem og í Tékklandi.
Á nýsköpunarbraut skólans er m.a. áfangi sem heitir MeMa, eða menntamaskína.
Nemendur í þeim áfanga taka
keppni.
Á þessari haustönn hefur í skólanum verið unnið að rannsókn að sakamáli í áfanga sem hefur vinnuheitið SAKA en formlegt nafn er LÍFF2SA02. Það hefur verið gaman að fylgjast með þessari vinnu og nemendur hafa haft mjög gaman af að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er í annað sinn sem þessi áfangi er kenndur og miðað við aðsókn nemenda að honum eru allar líkur á því að hann verði kenndur oftar.
Haustfrí var tekið í FSN og þá daga nýttu starfsmenn til að fara í námsferð til Finnlands og kynna sér hugmyndafræði sem nefnist Positive Learning. Námskeiðið hjá Positive var fræðsla og þjálfun í því að sjá það góða í hverjum nemanda og aðferðir til þess að innleiða jákvæðni inn í allt skólasamfélagið. Það er mikill styrkur fólginn í því fyrir skólastarfið að fá alla starfsmenn skólans til þess að vinna eftir sömu hugmyndafræði, sem gengur út á það að veita styrkleikum hvers og eins nemanda sérstaka athygli og fléttast það mjög vel við leiðsagnarnámið hér í skólanum.
Í nóvember fóru 17 nemendur sem voru í söguáfanga ásamt sögukennara í skólaheimsókn að Snorrastofu í Reykholti. Í áfanganum er ýtt undir áhuga nemenda á því að lesa íslenskar fornsögur en þær eru eins og allir vita merkur bókmenntaarfur þjóðarinnar.
Útskriftarnemendur í FSN vinna lokaverkefni á útskriftarönninni. Núna fyrir jólin kynntu níu nemendur verkefni sín. Verkefnin
voru fjölbreytt, en þarna mátti m.a. heyra kynningu um íþróttaiðkun barna, stuttmynd, hlaðvarpsþátt og sjá uppstoppaðan lunda.
Að loknu ávarpi og útskrift skólameistara veitti Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðar skóla meistari viðurkenningar fyrir góðan námsárangur sem eru gefnar af sveitarfélögum á norðan verðu Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum, Danska sendi ráðinu á Íslandi, Íslenska Stærð fræðafélaginu, Háskóla Reykjavíkur, Arion banka, Landsbankanum og Soffanías Cecilsson hf.
Þiðrik Örn Viðarsson íslenskukennari var kynnir útskriftar, Áslaug Sigvaldadóttir myndlistarog raungreinakennari flutti kveðjuræðu fyrir hönd starfsfólks og Ísak Hilmarsson 15 ára stúdent flutti ræðu á rafrænu formi.
Kolbrún Júlía Erlendsdóttir nýstúdent flutti ræðu fyrir hönd stúdenta.
Myndirnar tók Sumarliði Ásgeirsson.
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði, Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 500 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður
FLUGELDASALA Í METTUBÚÐ
SÖLUDAGAR:
Fimmtud. 29. des. 16 - 22
Föstud. 30. des. 16 - 22
Laugard. 31. des. 10 - 16
Föstud. 6. jan. 16 - 18
Ægir Örn ráðinn prestur
Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Ólafsvíkur og Ingjaldshólsprestakalli, miðað var við að ráðið yrði í starfið frá 1. janúar 2023.
Einn umsækjandi var um starfið og hefur hann nú verið ráðinn, það er mag. theol. Ægir Örn Sveinsson.
Ægir Örn Sveinsson er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1968, en ólst upp á Seyðisfirði.
Hann hóf guðfræðinám árið 2009 sem hann stundaði meðfram störfum sínum hjá Þjóðskrá Íslands og útskrifaðist með mag. theol próf haustið 2019.
Hann hefur starfað á vettvangi kirkjunnar um árabil. Má þar nefna afleysingu héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi árið
2018 auk þess hefur hann starfað í sóknarnefnd Lindakirkju frá 2010, lengst af sem varaformaður sóknarnefndar. Þar hefur hann sinnt ýmsum störfum eins og umsjón með unglingastarfi í tvo vetur og sunnudagaskóla.
Í Austurlandsprófastsdæmi sinnti Ægir afleysingu héraðsprests, sá um helgihald og boðun orðsins í almennum guðsþjónustum, helgistundum og hátíðarguðsþjónustum um páska.
Þá hafði hann umsjón með TTT starfi og unglingastarfi á Eskifirði og Reyðarfirði.
Eiginkona Ægis er Paula Nerenberg Sveinsson og á hann fjögur börn frá fyrra hjónabandi.
1x2 Getraunir
Síðasta getrauna kaffistund ársins verður á laugardaginn í Átthagastofunni. Tilvalið er að ljúka árinu með því að rölta við hjá okkur, fá sér kaffisopa og spjalla. Það verður opið hjá okkur á milli klukkan 11.00 og 12.00 og kaffið á sínum stað, Macintosh molar og jafnvel eitthvað annað meðlæti með kaffinu. Spennan er að magnast í enska boltanum og því gaman að fylgjast með, tippa nokkrar raðir, bíða í ofvæni og sjá
árangurinn. Þau, sem ekki hafa prófað þetta ættu að láta verða af því núna, en seðillinn að þessu sinni er óræðinn og því nokkuð spennandi. Við viljum ítreka þakklæti okkar til þeirra fjölmörgu, sem stutt hafa Víking á árinu, sem er að líða og óskum öllum velunnurum félagsins gleðilegs nýs árs.
Áfram Víkingur
LIONSKLÚBBUR ÓLAFSVÍKUR
Gjaldskrá fyrir
hundahald í GJALDSKRÁSnæfellsbæ
fyrir hundahald í Snæfellsbæ
1. gr. Leyfi til hundahalds
Sækja þarf um leyfir fyrir alla hunda, einnig hunda sem af einhverjum ástæðum eru undanþegnir leyfisgjaldi.
2. gr. Um leyfisgjöld
Snæfellsbær innheimtir gjöld vegna hundahalds samkvæmt gjaldskrá þessari, sem ætlað er að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um hundahald í Snæfellsbæ, nr. 757/2007.
3. gr. Skráningargjald
Við leyfisveitingu skal innheimta gjald sem hér segir:
Fyrsta leyfisveiting, kr. 22 500.-
Leyfisveiting eftir útrunninn frest, kr. 30 250.Frestur til að skrá hunda er 2 vikur eftir að hundur er tekinn inn á heimili, en hvolpa skal skrá eigi síðar en þegar þeir ná þriggja mánaða aldri.
4.
gr. Eftirlitsgjald
Af leyfðum hundum skal innheimta árlegt eftirlitsgjald sem hér segir:
Fyrir hvern hund, kr. 16.800.Ekki er innheimt eftirlitsgjald sama ár og hundur er skráður. Innifalið í eftirlitsgjaldi hunda er greiðsla fyrir ábyrgðartryggingu, merkispjald, heilbrigðisskoðun dýralæknis og árleg ormahreinsun, ásamt umsýslugjaldi sveitarfélagsins.
5. gr. Handsömunargjald
Við afhendingu handsamaðra hunda skal innheimt handsömunargjald sem hér segir:
Fyrsta afhending hunds, kr. 17 325 -
Önnur afhending hunds, kr. 34 650.-
Þriðja afhending hunds, kr. 51.975.-
Fyrsta afhending hunds sem ekki er skráður, kr. 34.650.Óheimilt er að afhenda óskráða hunda nema gengið verði frá leyfisveitingu við afhendingu.
Að auki skal greiða þann kostnað sem leggs á vegna fæðis, geymslu, auglýsinga og ferðakostnaðar handsamaðs hunds.
Verð pr. sólarhring pr. hund, kr. 3.675 -
6. gr.
Undanþágur frá leyfisgjaldi Undanþága frá eftirlitsgjöldum er veitt sem hér segir:
vegna minkahunda og smalahunda á lögbýlum,
Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is
5. gr. Handsömunargjald
Við afhendingu handsamaðra hunda skal innheimt handsömunargjald sem hér segir:
Fyrsta afhending hunds, kr. 17 325 -
Önnur afhending hunds, kr. 34.650.-
Þriðja afhending hunds, kr 51 975 -
Fyrsta afhending hunds sem ekki er skráður, kr. 34 650.Óheimilt er að afhenda óskráða hunda nema gengið verði frá leyfisveitingu við afhendingu.
Gjaldskrá fyrir hundahald
í Snæfellsbæ
Að auki skal greiða þann kostnað sem leggs á vegna fæðis, geymslu, auglýsinga og ferðakostnaðar handsamaðs hunds.
Verð pr. sólarhring pr. hund, kr. 3.675.-
6. gr. Undanþágur frá leyfisgjaldi
Undanþága frá eftirlitsgjöldum er veitt sem hér segir:
vegna minkahunda og smalahunda á lögbýlum,
vegna hjálparhunda fyrir fatlaða einstalinga, vegna leitarhunda. Leitarhundur er undaþeginn leyfis- og eftirlitsgjaldi ef viðkomandi hundur hefur að minnsta kosti B-viðurkenningu sem gefin er út af viðurkenndum leiðbeinanda. Ljósrit af slíkri viðurkenningu skal afhent við umsókn um niðurfellingu gjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu gjalda sé hundurinn ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari.
7. gr. Afsláttur á leyfisgjaldi
Hafi eigandi skráðs hunds lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi, viðurkenndu af heilbrigðiseftirliti þar sem námskeiðið er haldið, er heimilt að veita 20% afslátt af gjöldum fyrir viðkomandi hund.
Framvísi eigandi tryggingaskírteini vegna ábyrgðartryggingar og kvittun frá dýralækni um að heilbrigðisskoðun og árleg ormahreinsun hafi farið fram annars staðar á kostnað eiganda, er heimilt að veita 10% afslátt af gjöldum fyrir viðkomandi hund. Þessum skírteinum skal skilað árlega.
8. gr. Gjalddagi
Gjalddagi eftirlitsgjalds er 1. apríl ár hvert og eindagi 30. apríl. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengungarvarnir, nr. 7/1998. Gjöld skv. gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.
Við afskráningu hunds er eftirlitsgjald endurgreitt í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir lifa af árinu.
9. gr. Annað
Ofangreind gjaldskrá bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, staðfestist hér með, samkvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998, með síðari breytingum, um hollustuhætti og mengunarvarnir, samanber samþykkt um hundahald í Snæfellsbæ nr. 757/2007, til að öðlast gildi þegar við birtingu.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir hundahald í Snæfellsbæ nr. 1506/2021. Snæfellsbæ, 8. desember 2022 Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is
Litlu Jól Smiðjunnar
Föstudaginn 16. desember voru haldin hátíðleg Litlu Jól Smiðjunnar. Þá gera starfsmenn og leiðbeinendur sé glaðan dag í anda jólanna.
Viljum við þakka Tónlistarskóla Snæfellsbæjar sérstaklega fyrir að gera daginn okkar enn notalegri með ljúfum jólatónum. En
Jökull á Issuu
Síðustu ár hafa þáttakendur fylgst spenntir með í streymi en flestir eru þó sammála um að meiri
Guðbjart í síma 895 6774 eða Ara Bent í síma 8666939. sj
Til að nálgast Jökul á netinu er hægt að skanna QR merkið hér að ofan með myndavélinni í símanum.
Sameiginlegt jólaball í Snæfellsbæ
Miðvikudaginn 28. desember kl. 16.30 - 18.00 verður sameiginlegt jólaball á vegum félagasamtaka í Snæfellsbæ. Jólaballið verður á Kli
Hefðbundin dagskrá: Veitingar, jólasveinar og dansað í kringum jólatré. Miðaverð er 500 kr. og enginn posi, börn skulu vera í fylgd með fullorðnum.
Allir velkomnir - Góða skemmtun Kvenfélag Ólafsvíkur Kvenfélag Hellissands Lionsklúbburinn Rán Lionsklúbburinn Þernan Lionsklúbbur Nesþinga
218 274 415 512 528 561 674 831 836 841 843 853 860 865 988 1114 1121 1174 1175 1183 1204 1220 1224 1267 1331 1359 1387 1425 1427 1466 1633 1701 1758 1865
15 23 291 751 760 813 831 975
1900 1928 2001 2016 2043 2057 2084 2089 2137 2476 Ósótt vinningsnúmer frá jólahappdrætti Lkl. Nesþinga:
1052
1161
1322
1609 Ósótt vinningsnúmer frá jólahappdrætti Lkl. Ólafsvíkur:
Hljómsveitin Festival
Jólasmásögukeppni Jökuls
Dómnefnd fyrir keppnina skipuðu Jóhanna Jóhannesdóttir og Sigurbjörg Jóhannesdóttir og beið þeirra erfitt verkefni að velja aðeins fimm sögur sem hljóta áttu verðlaun. Steinar Henry Oddsson og Jón Svavar Þórðarson úr Grunnskóla Snæfellsbæjar og Bergur Ingi Þorsteinsson, Klara Dögg Tryggvadóttir og Ísabella Ósk Davíðsdóttir úr Grunnskóla Grundarfjarðar áttu þær fimm
sögur sem urðu hlutskarpastar. Vinningshafar hlutu hvert fyrir sig bók, fimm miða í happdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur og fimm miða í happdrætti Lionsklúbbs Nesþinga.
Allar sögurnar sem sendar voru inn í keppnina má lesa í jólaútgáfu Jökuls og þökkum við öllum þeim sem sendu inn sögu fyrir þátttökuna. sj
ATH 18. ára aldurstakmark. Húsið opnar kl. 01.00 - Dansað til kl. 04.00