

Nýtt fjarskiptamastur í Ólafsvík
Reist hefur verið nýtt 35 metra hátt fjarskiptamastur við Ólafs víkurhöfn. Þetta mastur kemur í stað gamla mastursins sem hafði staðið við Bæjartún 11 en var tek ið niður í nóvember 2024 eftir að Pósturinn hætti þar starfsemi.
Míla hefur umsjón með framkvæmdinni og er eigandi mastursins en Jáverk frá Selfossi sá um að reisa mastrið með kranabíl. Mastrið er um 4,5 tonn að þyngd og er kirfilega boltað niður í þykk an stall við Norðurtanga 6A hjá Ólafsvíkurhöfn. Þegar mastrið var komið á sinn stað voru það svo bræðurnir Stefán og Páll Svans synir, starfsmenn T.S. Vélaleigu sem hífðu upp starfsmann Mílu í yfir 30 metra hæð svo hægt væri að ganga frá öllu eins og best er á kosið.
Nýtt fjarskiptamastur gnæfir nú yfir höfninni og mun það bæta fjarskipti bæði sjómanna og fólks á landi.
- Bílaviðgerðir
- Skipaþjónusta
- Almenn suðuvinna
- Smurþjónusta
- Smábátaþjónusta
- Dekkjaverkstæði
vegr@vegr.is vegr.is
S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður


Blakmót í Ólafsvík og
Grundarfirði um helgina
Afmælisveisla í Kassanum
Líkt og kom fram í síðasta tölublaði Jökuls fagnaði Verslunin Kassinn 50 ára afmæli sínu föstudaginn 17. október síðastliðinn. Að því tilefni buðu Inga, fjölskylda hennar og starfsfólk til afmælisveislu þann sama dag og buðu viðskiptavinum upp á veglegar veitingar í anddyri verslunarinnar. Á venjulegum föstudegi er umferðin í verslunina mikil en á afmælisdaginn gerðu fjölmargir sér ferð í búðina, gæddu sér á veitingum og rifjuðu upp kynni sín af versluninni í gegnum árin. Veðrið lék við gesti, sólin skein og hafði Inga orð á því að það hafi nú ekki viðrað svo vel um miðjan október fyrir 50 árum síðan. Mikil gleði einkenndi daginn, gestir báru Ingu og aðstandendum verslunarinnar gjafir og söngglaðir gestir tóku afmælissönginn. Fréttaritari bæjarblaðsins kíkti í afmæl

af Ingu, ásamt börnum sínum Guðbjörgu, Kristínu og Sigurði,

Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Berki og Rakel og barnabörnunum Hugrúnu Birtu, Ingu Sóley, Kristal Blæ og Lilju Dögg, en þau
starfa öll í versluninni eða koma að rekstri hennar með einum eða öðrum hætti. SJ
Markvörður framlengir hjá Víking Ó.

Markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson spilaði með meistaraflokki Víkings Ólafsvíkur í sumar en hann hefur nú framlengt samning sinn um eitt ár til viðbótar. Jón Kristinn mun því verkja mark liðsins á næsta tímabili. Jón er 24 ára gamall og kom til Víkings Ó. fyrir seinasta tímabil. Hann stóð sig mjög vel í sum
ar og spilaði meðal annars stórt hlutverk í lokaleikjum Fótbolta. net bikarsins fyrir stuttu. Hann var kosinn leikmaður ársins af liðsfélögum sínum á lokahófinu sem fór fram eftir sumarið. Það er því mikið fagnaðarefni að Jón Kristinn hafi ákveðið að halda kyrru fyrir hjá liðinu. JJ
Sjóstangasumarið gert upp
Veiðiárinu 2025 í sjóstöng er nú lokið og öll Íslandsmeistaramót og innanfélagsmót afstaðin. Lokahóf Landssambands sjóstangaveiðifélaga fór fram í Höllinni, Grandagarði í Reykjavík laugardaginn 4. október síðastliðinn. Þar komu sjóstangveiðifélagar landsins saman og gerðu upp sumarið með kvöldverði, tónlist og verðlaunaafhendingu. Eins og áður átti Sjósnæ þó nokkra titla eftir Íslandsmeistaramót sumarsins og tók Björg Guðlaugsdóttir Íslandsmeistaratitil kvenna í ár og 1. sæti aflahæstu kvenna sömuleiðis. Þá átti Jón Einarsson 3. sæti Íslandsmeistara karla 2025 og 2. sæti aflahæstu karla. Helgi Bergsson var svo í 2. sæti fyrir flestar tegundir með 10 tegundir fiska í sumar. 12 meðlimir Sjósnæ tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu í sumar sem fór fram í sjö keppnum og virðast meðlimir Sjósnæ hafa sérstakt lag á stönginni þar sem titlarnir rata margir heim til Snæfellsbæjar.
SJ
Barnó - Barnamenningarh
Barnó BEST MEST VEST er fór af stað 9. október og mun fara fram á Vesturlandinu öllu til 14. nóvember 2025. Viðburður fyrir börn verða í boði víðsvegar um landshlutann en markmið hátíðarinnar er að börn skapi, njóti og taki virkan þátt í menningu. Því verður boðið upp á skapandi smiðjur og fjölbreytta menningarviðburði og öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það tengist tónlist, myndlist, sögum eða hreyfingu. Barnó er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands og nýtur stuðnings frá Barnamenningarsjóði Íslands. Í ár fer hátíðin fram með nýju sniði þar sem hún nær til alls Vesturlands í stað þess að fara aðeins á milli þriggja staða eins og var áður. Með þessu nýja fyrirkomulagi verður hátíðin bæði stærri, fjölbreyttari og aðgengilegri fyrir öll börn á svæðinu. Nú þegar

hefur tónlistarsmiðjan Taktur og texti farið fram í Grundarfirði fyrir 1. til 10. bekk þar sem börn sömdu lag og texta saman undir handleiðslu tónlistarfólksins
Steinunnar og Kela. Nóg er svo framundan en enn sem komið er hefur verið auglýst ýmsa viðburði, til dæmis Barnó í Snæfellsjökulsþjóðgarðinum byrjar á tröllasmiðju í Þjóðgarðsmiðstöðinni á sunnudaginn 26. október þar sem börnum gefst tækifæri til að skapa eigin tröll úr náttúruefnum. Þá býður Menninganefnd Snæfellsbæjar upp á litríka og skapandi listasmiðju með Guðný Ósk Karlsdóttur, sem ber heitið Leitin að regnboganum. Þar eru börn á aldrinum 2 til 6 ára virkir þátttakendur í gegnum leik og list sem fer fram í félagsheimilinu Klifi miðvikudaginn 29. október. Litadýrð jökulsins – Vegglistasmiðjan Litadýrð Jökulsins fer
fram dagana 29. til 31. október Í Félagsmiðstöðinni Afdrepi þar sem börn á aldrinum 6 til 16 ára geta tekið þátt í að skapa listaverk í sameiningu þar sem litir og ímyndunarafl fá að ráða ferðinni. Þá er fjöldinn allur af viðburðum á dagskránni fram til 14. nóvember en til að mynda verða sýningin Hringleikur, Bókaútgáfusmiðja Mörtu, smiðja um hvernig barnabók verður til og sýningin Búkolla á norðuslóðum bæði í Grundarfirði og Snæfellsbæ auk þess sem Ljósagull og eldlistasýning
Húlladúllunnar, smiðja í sirkuslistum á vegum Húlladúllunnar og tónlistasmiðja í félagsmiðstöðinni Afdrep verður á dagskrá í Snæfellsbæ. Það er því nóg um að vera á Barnamenningarhátíð Vesturlands næstu vikurnar en nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar og tímasetningar komandi viðburða má finna inná vefsíðu hátíðarinnar www.ssv.is/barno eða Facebooksíðu hátíðarinnar Barnó BEST MEST VEST. SJ


Fjárhagsáætlun 2026
Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Snæfellsbæjar fyrir árið 2026.
Þeir aðilar sem vilja koma með styrkumsóknir er varða næsta fjárhagsár Snæfellsbæjar eru hvattir til að skila þeim á bæjarskrifstofuna til bæjarritara fyrir 10. nóvember 2025
Þau félagasamtök sem fengu styrki á árinu 2025 þurfa að senda inn ársreikning með áframhaldandi styrkbeiðni.
Athugið: Engir styrkir fást greiddir nema um þá sé sótt og bæjarstjórn samþykki þá.
Bæjarritari
Vetrarstarf Taflfélag Snæfellsbæjar er að vakna til lífsins eftir sumarfrí en ástæða þess að sumardvali félagsins var heldur lengri en venjan er vegna þess að félagið hefur staðið í flutningum.
Starfsemi Taflfélags Snæfellsbæjar mun nú fara fram í Grunnskóla Ólafsvíkur frá og með miðvikudeginum 22. október og kennt verður á miðvikudögum klukkan


Skákin byrjuð að nýju
16:15. Tími á æfingar fyrir iðkendur í Grundarfirði verður auglýstur síðar. Eins og áður verður netskákmót svo haldið einu sinni í viku, þar keppa iðkendur á milli sín í tölvu heiman frá sér og eru verðlaun veitt þeim sem bera sigur úr býtum.

Hinrik Konráðsson. Hinrik mun bráðlega fara á skákkennara námskeið en aðrir sem að kennslunni koma hafa nú þegar sótt slíkt námskeið. Viðar mun þá kenna í Snæfellsbæ og Hinrik í Grundarfirði. Taflfélagið mun bjóða iðkendum upp á fría skákkennslu fram að áramótum og það eina sem er gerð krafa um þegar börn og unglingar koma á æfingar er að viðkomandi kunni mannganginn.
Sigurður Scheving, formaður taflfélagsins og skákskólastjóri
lofar mikilli gleði, jákvæðu andrúmslofti og virðingu en það er einmitt aðalsmerki félagsins. Skorar hann á foreldra til að hvetja börn í að fara í skákina því það er fátt sem þjálfar upp hugann eins og skákin.
Meðfylgjandi myndir eru af nýjum kennurum skákfélagsins við mannganginn en auk þeirra sjá Þorsteinn Hjaltason og Sigurður Scheving um skákkennsluna. SJ