BaejarbladidJokull1179tbl

Page 1


Góð þátttaka í Kvennafrídeginum

Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt föstu daginn 24. október síðastliðinn. Haldið hefur verið upp á kvenna frídaginn á Íslandi reglulega frá árinu 1975 en þá leggja konur og kvár niður störf til að sýna fram á mikilvægi síns starfs, bæði laun aðs og ólaunaðs. Konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf allan daginn, bæði heima fyrir og í vinnu eða að ganga út upp úr hádegi. Með þessu móti er mark miðið að sýna fram á hve mik ið vægi störf kvenna hefur í sam félaginu og þennan dag lokuðu skólar og leikskólar, ýmist allan daginn eða klukkan 13, verslan ir lokuðu eða keyrðu á lágmarks

mönnun ásamt öðrum fyrirtækjum og stofnunum.

Í Snæfellsbæ komu konur og kvár saman á Skeri í Ólafsvík þar sem Halldóra Unnarsdóttir hafði skipulagt viðburð til að halda upp á daginn. Kvennafrídagurinn er dagur til að fagna framþróun en líka til að minna á að baráttunni er ekki lokið og voru yfir 60 konur samankomnar þennan dag til þess að sýna samstöðu. Halldóra byrjaði samveruna á að ávarpa konur um mikilvægi kvennabaráttunnar og svo nutu konur sam-

verunnar og fylgdust með dagskránni frá Ingólfstorgi þar sem um 50 þúsund manns voru saman komin. Í Grundarfirði hóf öflugur hópur daginn á kröfugöngu um Grundarfjörð sem endaði svo á fjöldasöng þar sem meðal annars var tekið baráttusönginn sem var frumfluttur í Reykjavík fyrir 50 árum síðan. Um hádegi var konum og kvárum svo boðið til samveru á Kaffi 59 þar sem yfir 30 konur komu saman, sýndu samstöðu og héldu upp á daginn.

SJ

Blakmót haldið í Grundarfirði og Snæfellsbæ

Íslandsmót 5. deildar kvenna í blaki fór fram á Snæfellsnesi dagana 24. til 26. október. Spilaðir voru leikir í íþróttahúsinu í Grundarfirði og íþróttahúsinu í Ólafsvík en mótshaldarar voru blakdeild Ungmennafélags Grundarfjarðar sem eiga einmitt lið í 5. deild. Leikmenn liðsins eru á öllum aldri og eru margir nýjir leikmenn að koma inn. Liðinu gekk vel í fyrra en þá spiluðu þær í 6. deild og komust upp um deild. Lið UMFG spilaði 5 leiki um liðna helgi og vann einn af þeim leikjum. Liðið bar sigur úr býtum í 4 hrinum af 13 spiluðum og enduðu í 10. sæti af 12 liðum. Næsti hluti Íslandsmótsins verður spilaður í Mosfellsbæ í byrjun janúar og þriðji og síðasti hluti mótsins verður svo í Kópavogi í mars.

Forstöðumenn

Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra 14. nóvember munu lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ í samstar við

Heilsugæslustöðina bjóða íbúum Snæfellsbæjar upp á mælingu á blóðsykri auk þess sem hægt verður að mæla blóðþrýsting.

Laugardaginn 1. nóvember kl. 10 - 12

í húsnæði Sóley saumar

Allir eru hvattir til að mæta!

Upplag: 500

Áb.maður: Jóhannes Ólafsson

Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ

Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,

Blaðið kemur út vikulega.

Netfang: steinprent@simnet.is

Sími: 436 1617

sundlauga í heimsókn

komu Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi saman í Stykkishólmi. Fór þar fram aðalfundur forstöðumanna sundlauga þar sem málin voru rædd og ákvarðanir teknar, auk fræðslu frá lykilaðilum varðandi rekstur sundlauga og íþróttahúsa. 53 forstöðumenn komu þar saman og farið var um Snæfellsnesið og þáttakendum boðið í heimsóknir, meðal annars í sundlaugina í Ólafsvík. Þar höfðu forstöðumenn orð á því hvað sundlaugin í Ólafsvík lítur vel út, hældu þau útisvæðinu í hástert og fengu aðstandendur sundlaugarinnar

mikið lof fyrir hve snyrtileg aðstaðan er. Þaðan lá leiðin í Snæfellsjökulsþjóðgarð þar sem þau fengu kynningu á Snæfellsjökulþjóðgarði, Þjóðgarðsmiðstöðinni og nýrri sýningu sem verið er að setja upp þar. Veðrið var eins og best verður á kosið. Þátttakendum var svo boðin kynning í Stykkishólmi frá lykilaðilum varðandi rekstur sundlauga og íþróttahúsa en aðalfundurinn var þó megintilgangur samverunnar þar sem málin eru rædd og ákvarðanir teknar varðandi rekstur sundlauga á Íslandi. SJ

Kristgeir keppir í crossfit

Fyrri partur Íslandsmótsins í CrossFit var haldið í CrossFit Reykjavík um síðastliðna helgi. Í fyrri part mótsins var keppt í aldursflokkum en svo mun vera keppni í opnum flokki dagana 6. til 8. nóvember. Cf Snb, Crossfitstöðin á Rifi, átti fulltrúa í þessum fyrri hluta keppninnar en Kristgeir Kristinsson fékk þátttökurétt í flokki 40 til 49 ára karla. Sjö keppendur tóku þátt í þeim aldursflokki og kepptu í 5 viðburðum yfir föstudag og laugardag. Þarna keppti Kristgeir á meðal bestu sjö karlmanna á Íslandi á þessu aldursbili og lenti í 6. sæti í aldursflokknum. Kristgeiri gekk best í viðburði þrjú sem var utanvegahlaup og lenti hann í 2. sæti í hlaupinu.

- Bílaviðgerðir

- Skipaþjónusta

- Almenn suðuvinna

- Smurþjónusta

- Smábátaþjónusta

- Dekkjaverkstæði

vegr@vegr.is vegr.is

S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

Sýning í Þjóðgarðsmiðstöð

Eins og glöggir gestir hafa eflaust tekið eftir er nú unnið að uppsetningu nýrrar sýningar í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi. Sýningin er í höndum dönsku hönnunarstofunnar Yoke, sem staðsett er í Kaupmannahöfn. Yoke sérhæfir sig í að gagnvirkri hönnun fyrir söfn og gestastofur og leggur stofan áherslu á að hanna upplifun fyrir skilningarvitin. Samið var við Yoke um aðkomu að sýningunni í apríl og hófst hugmyndavinnan þá. Uppsetning hófst svo í lok september og verður hún að vonum fullklár í lok nóvember. Þar munu gestir Þjóðgarðsmiðstöðvarinnar sjá stæðilegt gagnaukið líkan af Snæfellsjökulsþjóðgarði sem verður miðpunktur sýningar-

Fjárhagsáætlun 2026

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Snæfellsbæjar fyrir árið 2026.

Þeir aðilar sem vilja koma með styrkumsóknir er varða næsta fjárhagsár Snæfellsbæjar eru hvattir til að skila þeim á bæjarskrifstofuna til bæjarritara fyrir 10. nóvember 2025

Þau félagasamtök sem fengu styrki á árinu 2025 þurfa að senda inn ársreikning með áframhaldandi styrkbeiðni.

Athugið: Engir styrkir fást greiddir nema um þá sé sótt og bæjarstjórn samþykki þá.

Bæjarritari

Góðar

Leikskóli Snæfellsbæjar fékk á dögunum góðar gjafir. Guðrún Tryggvadóttir kom færandi hendi og færði leikskólanum prjónaða vettlinga til að hafa í aukafatakassanum. Nú er vetradagurinn fyrsti liðinn, fyrsti snjór vetursins fallinn og hitastigið í kringum frostmark og því virkilega gott fyrir

gjafir til leikskólans

börn sem gleyma eða eru með blauta vettlinga í útiverunni að hafa aðgang að hlýjum ullarvettlingum. Þá afhenti hún leikskólanum líka dúkkuföt sem hún hefur bæði saumað og prjónað sem mun nýtast vel í leik með dúkkurnar. Leikskólinn fékk líka að gjöf flottan varning í læknakassann

bæði Guðrúnu Tryggvadóttur og Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Tröllasmiðja á Barnamenningarhátíð

Í tilefni að Barnamenningarhátíð Vesturlands var börnum og fjölskyldum þeirra boðið í þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi í Tröllasmiðju. Barnó Vest 2025 stendur nú yfir en það er barnamenningarhátíð sem fer fram frá 9. október til 14. nóvember. Í

Tröllasmiðjunni gafst börnunum tækifæri á að búða til tröll úr náttúruefni og heyra sögur frá landverði af tröllum úr nágrenninu. Börnin bjuggu til tröll úr steinum, kuðungum og þurrkuðum laufblöðum sem þau gátu svo skreytt með tússlitum. Fjöldi barna tóku þátt í smiðjunni og fengu þau aðstoð foreldra sinna við útbúa tröll af öllum stærðum og gerðum. Á kaffihúsinu Elju í þjóðgarðsmiðstöðinni voru smákökur og bollakökur með hrekkjavöku ívafi í boði fyrir börnin eftir föndrið sem slógu í gegn.

Jökull Bæjarblað steinprent@simnet.is

436 1617

Opin fyrirspurn til menningarnefndar og bæjarstjórnar Snæfellsbæjar

Nýlega sá ég að bæjarstjórnin hefur fyrir sitt leyti gefið heimild til að halda áfram við vinnu við uppsetningu listaverks við aðkomu að Ólafsvík. Og í tilefni þess og að bæjarstjórnin virðist orðið álíta að bæjarbúum varði orðið ekkert um málefni og/eða framkvæmdir innan bæjarins (aldrei haldnir íbúafundir og sjaldan kynningar nema þær séu lögbundnar) og ekkert er að finna í fundargerðum menningarnefndar Snæfellsbæjar (þessi mál falla væntanlega undir verksvið nefndarinnar,en erfitt er að finna nokkuð á heimasíðu SNB varðandi erindisbréf og hlutverk stakra nefnd líkt og er í flestöllum bæjarfélögum er hafa opnað bókhald sitt og allir reikningar opnir) varðandi tilkomu umræddra listaverka langar mig því að spyrja um öll þessi listaverk er komin eru víða um þéttbýlistaði bæjarins. – Á hvers vegum er þetta,hver á þessi verk,hver greiðir fyrir þau (efni,laun og uppsetning) og hver bað um þetta ? Nú vil ég taka fram að ég er alls ekkert mótfallin þessu,hef reyndar gaman af mörgum þeirra.Mér finnst reyndar að Snæfellsbær ætti að láta

útbúa kort er sýni staðsetningu verkanna í bæjarfélaginu ásamt upplýsingum um höfunda og/eða eiganda viðkomandi verka. Þannig kort gæti gagnast bæði bæjarbúum og gestum bæjarfélagsins. (er ekki Snæfellsbær enn með markaðs og upplýsingafulltrúa á launum)

Þannig skráning útilistaverka gæti einnig nýst Snæfellsbæ sem hluti af eignarskrá,er þeir reyndar hafa vanrækt í áratugi að láta gera,er ég hef lengi óskað eftir aðgang að og ég tel mjög hæpið að ársreikningar geti staðist er ekki innihald skrá yfir eignir. Fyrir utan að íbúar eiga rétt á að fá aðgang að þeim gögnum á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012.

Einnig langar mig líka,svona fyrst maður er sestur við skriftir eins og fyrrverandi tollvörðurinn Felix, að spyrjast fyrir hvað valdi að Snæfellsbær virðist frekar mótfallin ef eitthvað er að gróðursetja hér innan bæjarfélagsins skjólgóðan trjágróður á opnum svæðum,og fá þá til þess fagmann með þekkingu á efninu. Tré og runnar mynda skjól og bæta ásýnd svæða,einnig er margsannað að trjágróður hefur góð heilsufarsleg

áhrif (kolefnisjöfnun,líffræðileg fjölbreitni dýralífs og fleira) og svo má til gamans bæta því við að hér í Ólafsvík er sennilega Vallholt veðursælasta gata bæjarins vegna mikils og fallegs gróðurs íbúa götunnar. Nú hefur Snæfellsbær lengi verið aðili að Earth Check og einnig aðili að Green Globe (er fáir skilja og ennþá færri vita hverju skilar okkur,svona miðað við sorphirðumál bæjarfélagsins) og einnig nú síðast sem UNESCO vistvangur þarsem eitt hlutverkanna snýr einmitt að því að bæta lífsgæði íbúa. Sjálfum hefur mér lengi fundist vanta gróður kringum og innan tjaldstæðisins hér í Ólafsvík (nú er spáð miklum fjöld ferðamanna hér til að upplifa sólmyrkvann er verður einna best sjáanlegur hér á nesinu þann 12 ágúst 2026. ) og einnig mætti gróðursetja „holtin“ er myndu þá draga úr SA rokinu hér í plássinu. Þó skógræktarsvæðin innan þéttbýliskjarna bæjarfélagsins og garðrækt geri mikið fyrir íbúa og umhverfið er ekkert er mælir á móti því að bæjaryfirvöld taki einnig þátt í að gera gott betra. Gaman er að geta þess að Sameinuðu þjóðirnar telja gróð-

ur gera það mikið fyrir umhverfið að þær hafa tilnefnt 21 mars sem alþjóðadag skóga. Nú styttist til sveitastjórnar kosninga og sakna ég þess að tímabundin bæjarstjórn hafi ekki meira og betra samráð við okkur bæjarbúa og upplýsi okkur um hvað er í gangi,hvað stendur til og hvað við íbúarnir vildum sjá gert (enda borgum við sem útsvarsgreiðendur fyrir þetta) en ekki látið einsog „égáettaég máetta“ og síðan birtir einhverjir myndrænir „afrekslistar“ fyrir kosningar - t.d. á enn eftir að birta niðurstöðu könnunar er haldinn var fyrir löngu þarsem óskað var tillagna frá bæjarbúum varðandi hvað íbúar vildu sjá á Sáinu ? Nýlega var sótt um að setja hér upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á Hellisandi og Ólafsvík,mig langar að koma með uppástungu varðandi staðsetningu hér í Ólafsvík,planið milli íþróttahússins og kirkjunnar væri tilvalið og myndi nýtast þeim er sækja skóla,knattspyrnuleiki og kirkjuna ásamt fleirum.

Ólafsvík.27.10.2025. Árni G Aðalsteinsson.

Fyrstu sporin tekin í Eyrbyggjusögurefil á Snæfellsnesi

Árið 2021 var komið á fót félagi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi um miðlun Eyrbyggju - Sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga sem er héraðssaga Snæfellsness og gerist sagan um allt nesið eins og örnefnin vitna ríkulega um. Félagið hefur sett á fót ýmis verkefni á undanförnum árum m.a. Eyrbyggjusögunámskeið með Torfa H. Tulinius prófessor í miðaldabókmenntum við HÍ, mjög vel sóttar sagnaskemmtanir þar sem rithöfundar hafa spjallað um söguna og örnefnagöngur á söguslóðum svo eitthvað sé nefnt. Stærsta einstaka verkefni félagsins hefur þó verið gerð Eyrbyggjusögurefils. Vinna við hann hófst árið 2022 og var Kristín Ragna Gunnarsdóttir mynd- og rithöfundur ráðin til þess að teikna upp söguna fyrir væntanlegan refilsaum. Félagið leitaði til kvenfélaga á Snæfellsnesi um samstarf um verkefnið og munu þau taka að sér umsjón með saumaskapnum, hver í sinni sveit. Refillinn er í 7 hlutum – jafnmörgum og kvenfélögin eru og verður hann saumaður jöfnum höndum í heimahögum kvenfé-

Fulltrúar frá kvenfélögunum á Snæfellsnesi taka sporið. Frá vinstri: Hafdís Björgvinsdóttir Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi, Helena María Stolzenwald Kvenfélaginu Gleym-mér-ei Grundarfirði, Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir Kvenfélagið Sigurvon Staðarsveit og Breiðavíkurhreppi, Margrét Birna Kolbrúnardóttir Kvenfélagið Liljan Eyja- og Miklaholtshreppi, Sif Matthíasdóttir Kvenfélagið Björk Helgafellssveit, Nanna Aðalheiður Þórðardóttir Kvenfélag Ólafsvíkur, Guðrún Gísladóttir Kvenfélag Hellissands. Fyrir aftan saumakonur standa frá vinstri: Guðlaug Sigurðardóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Anna Melsteð, Ólafur K. Ólafsson, Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Torfi H. Tulinius.

laganna á Snæfellsnesi. Ullin sem notuð er til sauma er framlag frá sauðfjárbændum á Snæfellsnesi og var hún spunnin og lituð sérstaklega fyrir verkefnið.

Fyrsta vetrardag urðu þau tíma mót að fyrstu sporin voru tekin í refilinn að Hraunhálsi í Helgafellssveit að viðstöddu fjöl-

menni. Fulltrúar frá öllum kvenfélögunum munduðu nálarnar og bandið og tóku nokkur spor í fyrsta hluta hans.

Næsta skref er að fara með refilhluta og ull heim í héruð kvenfélaganna og hefja saumaskapinn og eru spennandi tímar framundan í saumaskap og samveru. Áætlað er að bjóða fólki á opna viðburði þegar fram í sækir til þess að sauma í refil og verður það auglýst á miðlum félagsins og vefsíðunni eyrbyggja.is þegar nær dregur.

Verkefnið hefur hlotið framgang vegna velvilja margra aðila. Ber þar helst að nefna Uppbyggingarsjóð Vesturlands, sveitarfélögin á Snæfellsnesi, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Norræna félagið í Stykkishólmi, sauðfjár-

bændur á Snæfellsnesi, kvenfélögin á Snæfellsnesi, félagsfólk í Eyrbyggjusögufélaginu auk annarra ónafngreindra bakhjarla sem hafa lagt verkefninu til myndarleg fjárframlög. Hjartað í félagsins slær á Hraunhálsi í Helgafellssveit en stofnun þess í upphafi er komin frá bændunum Jóhannesi Eyberg Ragnarssyni og Guðlaugu Sigurðardóttur þar á bæ en þau auk Ólafi K. Ólafssyni og Önnu Melsteð skipa stjórn félagsins.

Meðfylgjandi mynd tók Ólafur K. Ólafsson fyrsta vetradag á Hraunhálsi á Vetrarblóti Eyrbyggjusögufélagsins.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.