BaejarbladidJokull1176tbl

Page 1


Starfamessa í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Starfamessurnar fóru fram 26. september í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi, 30. september í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og 3. október í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Starfamessur á Vesturlandi 2025 er eitt af áhersluverkefnum Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Slíkir viðburðir hafa verið vinsælir meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína og krækja sér í starfsfólk framtíðarinnar. Markmið Starfamessu er að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandið, kynna fjölbreytt atvinnutækifæri á Vesturlandi, skapa beint samtal milli

nemenda og atvinnulífsins, auka meðvitund um hvaða menntun og færni skiptir máli í framtíðarstörfum og að virkja nemendur í gegnum ratleik og aðrar gagnvirkar aðferðir. Þá er markmiðið að gefa gestum innsýn í fjölbreytt störf og starfsleiðir sem finna má innan fyrirtækja og stofnana á svæðinu með það að leiðarljósi að kveikja áhuga og varpa ljósi á möguleika framtíðarinnar. Nemendur úr 9. og 10. bekk í grunnskólum á Vesturlandi og nemendur í framhaldsskólum heimsóttu starfamessurnar að morgni og svo var opið fyrir almenning á öllum starfamessum eftir hádegi. Tugir fyrirtækja kynntu starfsemi sína og höfðu allir sem að komu gagn og gaman af viðburðinum.

Undirritun samnings um farsæld

Í byrjun október mánaðar undirrituðu sveitarstjórnarmenn og forsvarsmenn stofnana og félaga á Vesturlandi samning um stofnun Farsældarráðs Vesturlands. Fyrir rúmu ári undirrituðu þáverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Ernir Daðason og Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samning um svæðisbundið farsældarráð á Vesturlandi. Undirbúningur hefur síðan þá staðið yfir í landshlutanum. Bára

Daðadóttir er starfandi verkefnisstjóri farsældar hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Markmiðið með starfinu er að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur á Vesturlandi með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Farsældarráð Vesturlands mun styrkja þverfaglegt samstarf og sjá til þess að farsæld barna sé höfð að leiðarljósi í stefnumótun á þjónustu svæðisins. JJ

Börnin á leikskólum Snæfellsbæjar buðu aðstandendum einnig að koma að horfa á afrakstur danskennslunar en með leik og

Undanfarnar vikur hefur danskennarinn Jón Pétur Úlfljótsson haldið danssnámskeið í Snæfellsbæ. Jón Pétur ætti að vera öllum kunnugur en hann er fæddur og uppalinn í Ólafsvík og hefur starfað sem danskennari frá árinu 1983. Hann hefur komið árlega og kennt börnum og fullorðnum dans við mikla ánægju. Í ár kenndi hann öllum bekkjum Grunnskóla Snæfellsbæjar, tveimur elstu árgöngum Leikskóla Snæfellsbæjar og starfsmönnum Smiðjunnar, dagþjónustu fyrir fatlaða. Að loknum dansnámskeiðum héldu nemendur grunnskólans danssýningu í íþróttahúsinu í Ólafsvík og sýndu brot af því sem þau höfðu lært síðustu vikurnar. Börn frá 1. upp í 10. bekk auk kennara lag á nemendunum og ár eftir ár er fallegt að sjá elstu og yngstu bekkina vinna vel saman.

Smiðjunni, dagþjónustu fyrir fatl aða er árlegur viðburður sem allir

Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dek kjask ipti og smurþjónustu.

Tímapantanir í síma 436-1111

Upplag: 500

Áb.maður: Jóhannes Ólafsson

Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ

Netfang: steinprent@simnet.is

Sími: 436 1617

sjálfboðaliða er að raka mol og moka að hleðslunum. Þurfum við dágóðan mannskap í það ver-

Hittumst kát og hress og drífum þetta af.

hvað þau höfðu lært.
sem koma þar að hafa gaman af og eykst færni og kunnátta í dansi
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði, Blaðið kemur út vikulega.

Landsmót Samfés haldið á Blönduósi

Landsmót Samfés, sem er haldið ár hvert að hausti til, var haldið á Blönduósi helgina 3. til 5. október. Um 360 ungmenni og 80 starfsmenn frá 80 félagsmiðstöðvum mættu þar saman. Unnið er í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best. Á Landsmóti Samfés en svo lokadagur mótsins helgaður Landsþingi ungs fólks. Það er Ungmennaráð Samfés sem skipuleggur þennan viðburð og fær ungt fólk tækifæri til að tjá sig um hin ýmsu málefni þeim hugleikinn. Í kjölfar Landsþings tekur Ungmennaráð saman niðurstöður og sendir ályktanir á ráðuneyti, sveitarstjórnir, fjölmiðla og aðildarfélaga Samfés. Þá fer einnig fram lýðræðisleg kosning í Ungmennaráð Samfés. Tveir fulltrúar eru kosnir úr hverju kjördæmi og sitja 18 fulltrúar til tveggja ára og

9 fulltrúar til eins árs þannig að fulltrúar Ungmennaráðs Samfés séu 27. Hanna Imgront hefur áður setið fyrir hönd Snæfellsbæjar í Ungmennaráði Samfés en í ár var Vigdís Júlía Viðarsdóttir kosin í ráðið og því annar fulltrúi Snæfellsbæjar til að sinna þessu embætti. Meðfylgjandi mynd er af fulltrúum félagsmiðstöðvarinnar Afdrep sem fóru ásamt Halldóru Unnarsdóttur á Landsmót Samfés á Blönduósi.

Gengið á Rauðhól

við Rauðhól og gengu saman um 2 og hálfan kílómeter upp á Rauðhól í blíðskaparveðri.

Þegar upp var komið skoðuðu göngugarparnir sig um, gengu í kringum gíginn og nutu útsýnisins áður en tekin var nestispása á toppnum.

Markmið viðburðanna er að hvetja íbúa til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði en

skipulag viðburðanna en næsti viðburður fer fram í Ólafsvík í nóvember. Þá verður gengið upp á Lambafell, Krókabrekku og Bekk undir Enni á meðan farið verður yfir sögu Ólafsvíkur og lautarferð tekin á leiðinni. Gangan verður þann 9. nóvember og þátttakendur eru líkt og áður minntir á að klæða sig eftir veðri og koma með nesti og drykki fyrir sína fjölskyldu. SJ

- Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði

vegr@vegr.is vegr.is

S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

viðhald á Sundlaug Snæfellsbæjar

arið. Starfsmenn sundlaugarinnar og iðnaðarmenn unnu af fullum krafti alla vikuna til þess að koma aðstöðunni í topp ástand fyrir veturinn. Búið er að þrífa vaðlaugina og báðar rennibrautirnar á útisvæðinu og hefur þeim nú verið lokað fyrir veturinn. Pottarnir á útisvæðinu voru einnig þrifnir en þeir verða opnir í allan vetur sem og saunað.

Aðstaðan inni var einnig þrifin, sundlaugin máluð, lagfæringar voru gerðar í kringum heita pottinn inni og flísar lagfærðar í sturtuklefum. Sturtubúnaður var endurnýjaður í báðum klefum og lýsing betrumbætt í karlaklefa. Fastagestir sundlaugarinnar voru fegnir að komast aftur í sund þriðjudaginn 30. september eftir pásuna enda margir þeirra vanir daglegum sundferðum.

Lauga setur upp Stelpuhelgi

Leikfélagið Lauga er um þessar mundir á fullu að setja upp nýtt leikrit sem verður sýnt í Röstinni á Hellissandi. Alexander Stutz leikstýrir leikritinu Stelpuhelgi en það er í anda leikritsins Sex í sama rúmi sem er fyrsta verk leikfélagsins sem var sett upp árið 2022 í Röstinni. Alexandrer leikstýrði einnig síðasta leikriti leikfélagsins Laugu, Ævintýrabókinni, sem var sett upp í félagsheimilinu í Klifi síðasta haust og fékk mikið lof, líkt og öll leikrit félagsins. Stífar æfingar standa nú yfir hjá meðlimum leikfélagsins en áætlað er að frumsýna verkið í Röstinni 31. október og munu nánari sýningartíma koma á næstunni. Á meðan æfingar félgasins standa yfir fylgir leikfélaginu teymi sem vinnur að heimildarmynd um hvernig áhugaleikfélög

setja upp verk í litlum bæjarfélögum sem gefur innsýn í vinnu félagsins og þá ómældu gleði sem leikhússtarfið gefur öllum þeim sem að því koma. SJ

Efni og auglýsingum í Jökul

þarf að skila fyrir kl. 16, þriðjudag fyrir útgáfu.

Það er í lagi að skila fyrr.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
BaejarbladidJokull1176tbl by Steinprent - Issuu