

Flóðavarnir lagaðar í Gilinu
Nú standa yfir framkvæmdir í Gilinu í Ólafsvík. Verið er að gera lagfæringar og endurbætur í læknum sem felst meðal annars í því að lagfæra grjótvörnina í botni lækjarins og beggja megin við hann ásamt því að víkka út farveginn svo hann geti flutt meira vatnsmagn. Framkvæmdin felst í lagfæringu á Gilinu eftir mikið vatnaveður sem gekk yfir Ísland í febrúar 2023 og olli tjóni víða um land, þar á meðal í grjótvörninni í Gilinu. Það var þó lán í óláni að varnirnar héldu þrátt fyrir mikið álag sem er afar jákvætt þar sem það er megin tilgangur grjótvarnanna. Auk þessara lagfæringa verður einnig hreinsað efni fyrir ofan stífluna í Gilinu en þar hefur safnast töluvert af jarðvegi. Snæfellsbær er framkvæmdaraðili verkefnisins með stuðningi Ofanfljóðasjóðs og verktaki við verkið er Borgarverk frá Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í byrjun nóvember ef allt gengur samkvæmt áætlun. Þessi framkvæmd gleður einna helst

börnin á leikskólanum Krílakoti þar sem þau fá að fylgjast með gröfunni og flutningabílinum að störfum þegar þau fara til og frá leikskóla.
- Bílaviðgerðir
- Skipaþjónusta
- Almenn suðuvinna
- Smurþjónusta
- Smábátaþjónusta
- Dekkjaverkstæði
vegr@vegr.is vegr.is
S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður


dróni mun auðvelda sjálfboðaliðum Lífsbjargar leitarstörf til
um bestu þökkum til Akraborgarlegu gjöf. Á meðfylgjandi mynd
ir hönd björgunarsveitarinnar Lífsbjargar.

dóttir, formaður starfshóps sem vann umsókn Íslands til UNESCO, og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, aðalritari íslensku UNESCO-nefndarinnar, ferðuðust til Kína á dögunum til að taka á móti viðurkenningunni á 37. alþjóða málþingi Man and Biosphere verkefnisins.
Það var að frumkvæði sveitarfélaganna á Snæfellsnesi sem vinna við umsókn um vistvang UNESCO hófst árið 2020 í umboði íslenskra stjórnvalda, árið 2023 var haldið málþing í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi, stóð svo undirbúningsvinna umsóknarinnar sem hæst sumarið 2024 og var umsókninni skilað inn til Menningarmálastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í september sama ár.
Hugtakið vistvangur er íslenskt nýyrði yfir hugtakið Biosphere Reserve, en þau svæði eru viðurkennd af MAB-áætlun UNESCO (Man and the Biosphere Programme). Vistvangur er svæði sem vinnur með náttúru- og félagsvísindi og nýtir það sem grunn til að bæta lífsgæði íbúa, varðveita vistkerfi og stuðla að sjálfbærri þróun. Snæfellsnes
meðal annars áunnið sér alþjóðlega umhverfisvottun EarthCheck í yfir 20 ár. Sveitarfélögin hafa markað skýra stefnu um sameiginlegar auðlindir sínar og sóknarfæri í Svæðisskipulagi Snæfellsness 2014- 2026.
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hefur frá stofnun, árið 2014, byggt upp farsælt samstarf sveitarfélaga, félagasamtaka, stofnana, atvinnu lífs og íbúa. Í starfsemi og ver kefnum Svæðisgarðsins er lögð áhersla á að grunnur verðmæta sköpunar og ímyndar byggi á nátt úru- og menningararfi svæðisins. Áhersla Svæðisgarðsins á samstarf ólíkra hópa samfélagsins rímar vel við grunnviðmið UNESCO vist vanganna.
Alþjóðlegt net vistvanga í heim inum nær til 759 svæða í 136 lönd um en Snæfellsjökulsþjóðgarður er kjarnasvæði í vistvangi Snæ fellsness og er þjóðgarðurinn og Svæðisgarður Snæfellsness sam starfsaðilar í verkefninu.
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir þessa viðurkenningu gefa fræðslu, rannsóknum og nýsköp un á sviði auðlindanýtingar og
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
svæða og að slík vinna sé undirstaða framfara.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar og formaður stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness segir að með tilnefningunni sé varpað ljósi á áralangt frumkvöðlastarf Snæfellinga í umhverfis- og samfélagsmálum, sem
inguna sem felst í tilnefningunni marka eitt stærsta skrefið í þeirri vegferð sem sveitarfélög, stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök á Snæfellsnesi hafa staðið saman að í yfir 30 ár en sú vegferð byggi á samvinnu um sjálfbærni, vernd og nýtingu náttúruauðlinda í sátt við samfélagið.
SJ

Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
sjálfboðaliða er að raka mol og moka að hleðslunum. Þurfum við dágóðan mannskap í það ver-
Hittumst kát og hress og drífum þetta af.

Hafnarstjóri
Snæfellsbær óskar eftir að ráða hafnarstjóra.
Sjávarútvegurinn er ein af mikilvægustu atvinnugreinunum í Snæfellsbæ og eru reknar þrjár hafnir í bæjarfélaginu; í Ólafsvík, Rifi og á Arnarstapa. Auk þess á Hafnarjóður Snæfellsbæjar hafnarmannvirki á Búðum og Hellnum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur og stjórnun hafna Snæfellsbæjar
• Undirbúningur og gerð fjárhagsáætlana, ásamt eftirfylgni
• Umsjón með viðhaldi mannvirkja, fasteigna og tækja í eigu hafnarsjóðs
• Umsjón og eftirlit með hafnarþjónustu
• Upplýsingagjöf og eftirfylgni ákvarðana hafnarstjórnar
• Samskipti við opinbera aðila og atvinnulífið
• Umsjón og ábyrgð á starfsmannamálum hafna Snæfellsbæjar
• Umsjón og eftirlit með öllum framkvæmdum hafna Snæfellsbæjar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði
• Reynsla og þekking á stjórnun og rekstri
• Reynsla af störfum tengdum sjávarútvegi er kostur
• Þekking á hafnarmálum og atvinnulífi í Snæfellsbæ er kostur
• Samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður í starfi
• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð íslensku- og enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Starfshlutfall er 100% og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Næsti yfirmaður hafnarstjóra er bæjarstjóri.
Sótt er um starfið á vefsíðu Hagvangs. Umsóknarfrestur er til 10. október 2025. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Nánari upplýsingar:
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, kristinn@snb.is

Heilsuvika í Snæfellsbæ
Heilsuvika Snæfellsbæjar fór fram dagana 23. til 30. september. Þá gerir sveitarfélagið, íbúar og fyrirtæki heilsu hátt undir höfði en heilsuvakan var haldin í tíunda sinn nú í ár. Vikan er haldin í tilefni íþróttaviku Evrópu og er lögð áhersla á að kynna íþróttir, hreyfingu og heilsutengda viðburði sem nú þegar eru í boði í sveitarfélaginu. Þá er lagt upp með að auglýsa allt það sem er í boði og standa vonir til að allir geti fundið einhverja afþreyingu við hæfi eða sem vekur áhuga. Með þessari kynningu á því sem stendur bæjarbúum til boða geta íbúar svo vonandi haldið áfram að stunda þá heilsurækt sem hentar best hverju sinni allan ársins hring. Voru íbúar hvattir til að nota þessa viku til að stunda útivist eða hvers konar hreyfingu, nýta sér heilsutengd tilboð í verslunum í Snæfellsbæjar en fyrst og fremst nota vikuna sem hvatningu til að venja sig á heilbrigðari lífsstíl með því að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Þá var kynning á hreyfingu og heilsutengdri dagskrá stofnanna Snæfellsbæjar, hjónin Margrét Lára og Einar Örn héldu fyrirlestur fyrir unglinga um andlega og líkamlega heilsu og Leikskólar Snæfellsbæjar voru með litaþema alla heilsuvikuna,að hverju sinni sem vakti mikla



Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dek kjask ipti og smurþjónustu.
SJ
Tímapantanir í síma 436-1111
Velgengi hjá UMFG í blaki

Líkt og síðasta vetur keppir blakdeild UMFG í 1. deild kvenna á þessu tímabili. Á mótinu keppa 7 lið í 12 leikjum hver, sex heimaleikjum og sex útileikjum. Fjögur efstu liðin í deildinni mætast svo í úrslitum til Íslandsmeistara í vor. Mótið er rétt að hefjast en lið Grundarfjarðar stimplar sig inn með krafti og hefur spilað þrjá leiki nú þegar á meðan önnur lið í deildinni hafa einungis spilað einn. Tímabilið hófst sunnudaginn 14. september þegar kvennalið UMFG tók á móti b-liði HK í íþróttahúsinu í Grundarfirði þar sem heimakonur unnu allar hrinurn -
ar. Fimmtudaginn 18. september heimsóttu þær Blakfélag Hafnarfjarðar þar sem þær mættu ákveðnar til leiks og unnu sömuleiðis allar þrjár hrinurnar. Sunnudaginn 21. september tóku þær svo á mót B-liði Aftureldingar í íþróttahúsinu í Grundarfirði þó tæpt hafði verið undir lokin áttu þær samt sem áður taplausan leik enn á ný og luku þriðja leik mótsins án þess að hafa tapað hrinu. Næst tekur lið Grundarfjarðar á móti KA-U þann 12. október á heimavelli og er allir velkomnir að fylgjast með leiknum og að hvetja liðið áfram. SJ









Styrkur til Krabbameinsfélagsins
Krabbameinsfélagi Snæfellsness barst rausnarlegur styrkur á dögunum frá Samkomuhúsinu og Diddabúð á Arnarstapa.
Það var eigandi og rekstraraðili Samkomuhússins, Ólína Gunnlaugsdóttir sem afhenti styrkinn til formanns félagsins, Eyglóar Kristjánsdóttur. Styrkurinn var gefinn til félagsins til minningar um Sveinbjörgu Eyvindsdóttir eða Sveinu eins og hún var jafnan kölluð, en Sveina féll frá 17. maí 2021 vegna krabbameins. Eftir að hún lést færði sonur Sveinu, Hjörtur Sturluson, Ólínu nokkuð magn af dúkum og dúllum sem móðir hans hafði heklað. Ólína með samþykki frá Hirti fékk þá hugmynd að selja þessa dúka og dúllur í Diddabúð í Samkomuhúsinu til styrktar Krabbameinsfélagi Snæfellsness. Með Sveinudúllum fylgdu upplýsingar um Sveinu. Sennilega flestir ef ekki allir sem keyptu verk eftir hana, gerðu það til minningar um hana eða vegna tengsla við sjúkdóminn. Oft létu viðskiptavinir fylgja með upplýs-
ingar um ættingja eða sig sjálfan varðandi tengsl við krabbamein, sumir með tárin í augunum.
Við afhendingu styrksins sagði Ólína „Okkur í Samkomuhúsinu og Diddabúð, er ánægja af því að færa Krabbameinsfélagi Snæfellsness afrakstur þessarar vinnu Sveinu, sem var einstaklega listræn og vandvirk, en féll sjálf frá vegna þessa sjúkdóms“.
Það var ekki síður ánægjulegt fyrir okkur hjá Krabbmeinsfélagi Snæfellsness að taka við styrknum, sérstaklega þar sem Sveinbjörg (Sveina) var í stjórn félagsins og gegndi m.a. formannshlutverki í stjórninni á sínum tíma.
Kærar þakkir til Samkomuhússins, Diddabúðar og Ólínu fyrir að hafa fengið þessa hugmynd. Styrkurinn mun koma að góðum notum fyrir skjólstæðinga félagsins.
Á myndinni má sjá Ólínu Gunnlaugsdóttir og Eygló Kristjánsdóttir með einn af hekluðu dúkunum hennar Sveinu heitinnar.
Samverustund
í Röst
Kvenfélag Hellissands býður bæjarbúum að koma og eiga notalega kvöldstund saman í félagsheimilinu Röst á Hellissandi þriðjudaginn 7. október klukkan 19:30. Félagið býður til þessarar samverustundar þar sem Gulum september er að ljúka og vika einmanaleikans verður dagana 3. til 10. október.
Spilað verður Kínaskák, Partners og fleiri spil auk þess sem hægt verður að gera handavinnu eða einfaldlega bara spjalla og njóta í góðum félagsskap.
Kaffi, gos og konfekt verður í boði og hlakka kvenfélagskonur til að sjá sem flesta
Kvenfélag Hellissands.

er tuttugasta og annað árið í röð sem það er haldið. Á þessum rúmlega 20 árum höfum við sent börnum og ungmennum í Úkra ínu um það bil eitt hundrað þús und jólagjafir. Þau sem fá slíka gjöf eru einstaklingar sem búa við fátækt, sjúkdóma, munaðar leysi og aðrar þær aðstæður sem gerir líf þeirra erfitt.

Efni og auglýsingum í Jökul
þarf að skila fyrir kl. 16, þriðjudag fyrir útgáfu.
Það er í lagi að skila fyrr.

Við fáum á hverjum degi fréttir af stríði í Úkraínu sem bætist of an á allt annað. Fólk hefur flúið svæði þar sem bardagar eiga sér stað og sprengjum er varpað á mörg svæði í landinu. Börn eru oftar en ekki fórnarlömb í slíkum aðstæðum. Þegar verkefnið hófst upp úr síðustu aldamótum var ástandið afar erfitt í landinu.
Hvað þá núna. Svo þörfin hefur aldrei verið meiri.
KFUM og KFUK á Íslandi vinnur þetta verkefni í samstarfi við KFUM í Úkraínu. Hér heima vinnur fjöldi fólks í sjálfboðavinnu við að taka á móti kössum, flokka þá og yfirfara og pakka þeim í gám sem sendur er út til Úkraínu um miðjan nóvember. Eimskip hef-
ur styrkt verkefnið varðandi flutning til meginlandsins þaðan sem gámurinn er gjarna fluttur á bíl á áfangastað. Þar taka sjálfboðaliðar á móti varningunum og sjá um dreifingu. Þau hafa mjög góða vitneskju um hvar gjafirnar eiga best heima þannig að allir pakkar skila sér á rétta staði. Á heimasíðu verkefnisins má finna allar frekari upplýsingar um verkefnið og um móttökustaði og dagsetningar, www.skokassar.is. Einnig á facebook síðu verkefnisins.
Ólsarinn kominn um borð
Í kvöldverði sem áhöfn safnskipsins Óðins var boðið til á Skerinu 30. maí s.l., tilkynnti bæjarstjóri að Hafnarsjóður Snæfellsbæjar mundi styrkja rekstur safnskipsins Óðins með 500.000,króna fjárframlagi. Þessum vinargreiða var þakksamlega tekið af Óðinsmönnum sem vörðu upphæðinni til kaupa á vönduðum landgangi til að nota á stjórnborðssíðunni þegar skipið heimsækir aðrar hafnir en Reykjavíkurhöfn. Í Reykjavíkurhöfn er fastur landgangur bakborðsmegin þar sem skipið er ekki bundið við bryggju, heldur fest með járnklossum við stóra I-bita utan á bryggjunni.
Nú er nýi landgangurinn kom-


Komum
skemmtiferðaskipa

sumarsins kom til hafnar í Grundarfirði 24. september og gestir skipsins eyddu deginum í bænum. Skipið er á vegum fyrirtækisins Hurtigruten Expeditions og heitir MS Spitsbergen en það var nefnt eftir eyju á Svalbarða. Skipið er um 100 metrar á lengd og rúmir 22 metrar á breidd. Um borð í skipinu voru 335 farþegar auk 65 manna áhöfn. Frá Grundarfirði
firði og í kringum Ísland. Þaðan sigldi skipið til Skotlands og mun svo enda ferðalagið í Þýskalandi. Í sumar voru komur skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar 74 talsins og í þeim voru tæplega 74.000 farþegar. Það er fjölgun frá því í fyrra en árið 2024 voru komurnar 67 og farþegar þeirra tæplega 63.000. JJ
