BaejarbladidJokull1177tbl

Page 1


Október er oft kenndur við litinn bleikan vegna tengingu mánaðarins við vitundarvakn ingu um krabbamein í konum. 22. október verður Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur en þá klæðu mst við bleiku og lýsum skamm degið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini. Þá sýna Íslendingar stuðning með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Mörg mannvirki hafa nú þegar verið lýst með bleikum ljóma og eins og sjá má á myndinni er Ólafs víkurkirkja ein þeirra. Í Grundar fjarðarkirkju verður haldin bleik messa miðvikudaginn 15. október en þar mun Lísa Ásgeirsdóttir segja frá reynslu sinni af krabba meini. Eftir messuna mun Krabba meinsfélag Snæfellsness selja vör ur til styrktar Krabbameinsfé lagi Íslands. Þar á meðal verður Bleika slaufan sem var hönnuð af fatahönnuðinum og listakon unni Thelmu Björk Jónsdóttur. Slaufan er rósetta, verðlaunagrip ur sem nældur er í hjartastað og er tileinkaður öllum þeim hetj um sem lifa með krabbameini. Thelma Björk greindist sjálf með brjóstakrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með ólæknandi krabbameini.

Bleika slaufan er enn fáanleg í flestum verslunum og á vefsíðu Krabbameinsfélags Íslands.

Endurhleðslu réttarinna lokið

Síðan árið 2014 hefur Guðrún Tryggvadóttir staðið að átaksverkefni sem varðar endurhleðslu réttarinnar í Ólafsvík ásamt Lydíu Rafnsdóttir og Sölva Konráðssyni. Þau hafa staðið vaktina við endurhleðslu ásamt Ara Jóhannessyni, hleðslumeistara og fjölda sjálfboðaliða sem tekið hafa til hendinni. Teymið hefur hlaðið réttina að nýju, einn dilk í einu, en þessi gamla fjárrétt í Ólafsvík hefur að öllum líkindum verið notuð frá upphafi byggðar í Ólafsvík og bætt við hana dilkum eftir þörfum þar til um og í kringum 1960 þegar hún var lögð af. Markmið Guðrúnar, forsprakka verkefnisins, var að færa réttina til fyrra horfs þar sem leiðinlegt var að sjá réttina hverfa und-

ir gróður. Verkefnið hefur verið fjármagnað með styrkjum og á hverju sumri síðan 2014 hefur

Gamla réttin fyrir endurhleðslu.

- Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði

vegr@vegr.is vegr.is

S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur

frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,

Blaðið kemur út vikulega.

Upplag: 500

Áb.maður: Jóhannes Ólafsson

Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ

Netfang: steinprent@simnet.is

Sími: 436 1617

teymið unnið í endurhleðslu réttarinnar þó það hafi farið eftir fjármagni hverju sinni hve lengi var unnið. Nú um síðastliðna helgi, eftir 11 ára vinnu, var unnið við lokafrágang gömlu réttarinnar og kom þar saman fjöldi sjálfboðaliða til að taka til hendinni. Guðrún Tryggvadóttir sá um að allir væru vel nærðir á lokametrunum og bauð sjálfboðaliðunum upp á súpu og brauð. Komið hefur ver-

ið fyrir fallegum skyldi og staur úr bryggjuefni úr Ólafsvíkurhöfn með QR kóða sem fólk getur nýtt til að afla sér upplýsinga. Réttin er því nú komin í sitt upprunalega horf og gott betur en það og orðin að fallegri perlu við skógræktina í Ólafsvík sem er hægt að nýta til útivistar og samveru.

SJ

Inflúensu bólusetning

Hin árlega inflúensubólusetning er að hefjast.

Við viljum bjóða fólki í forgangshópum að mæta til okkar á heilsugæslustöðina í Ólafsvík miðvikudaginn 15. október kl. 11:00 - 15:00.

Almenn bólusetning verður 20. – 23. október kl. 13:00 - 15:00 og föstudaginn 24. október kl. 09:00 - 11:00 og verður þá opið fyrir forgangshópa og einnig þau sem ekki eru í forgangshópum.

Ekki er þörf á tímabókun þessa daga

Ekki er ráðlagt að mæta í bólusetningu með hita eða önnur veikindi.

Eftir þessa daga er hægt að panta tíma í bólusetningu í síma 432-1360

Kassinn verður 50 ára á föstudag

Verslunin Kassinn í Ólafsvík fagnar 50 ára afmæli þann 17. október. Samkvæmt samantekt sem Ágúst Sigurðsson heitinn gerði árið 2003 hófu hann og Sævar Þórjónsson, málarameistari, ásamt eiginkonum sínum Ingu Jóhannesdóttur og Ásdísi Kristjánsdóttur, smíði á iðnaðarog verslunarhúsi við Ólafsbraut 55 árið 1971. Verslunarrekstur hjónanna Gústa og Ingu hófst svo formlega þann 17. október 1975 þegar þau opnuðu gjafavöruverslun í 50 fm húsnæði þar sem hægt var að versla margvíslega gjafavöru, plötur, blóm og margt fleira. Árið 1980 var verslunin svo stækkuð um helming og húsgögnum bætt við vöruúrvalið en það dugði skammt og þremur árum seinna drógu þau saman seglin, tóku húsgögnin aftur út og leigðu hluta húsnæðisins út vegna verðbólgu. Það var svo 17. febrúar 1985, eftir tæpan 10 ára rekstur sem þau hófu rekstur matvöruverslunar sem viðbót við gjafavöruverslunina og 4 árum seinna stækkuðu þau enn frekar við sig og færðu gjafavöruverslunina upp á efri hæð húsnæðisins ásamt skrifstofu- og starfs-

mannaaðstöðu. Árið 1997 festu Ágúst og Inga svo kaup á matvöruversluninni Hvammi við Vallholt 1 og ráku þar verslun samhliða þeirri að Ólafsbraut. Samdráttur í atvinnulífinu í Ólafsvík gerði þeim hins vegar ókleift að halda úti tveimur matvöruverslunum í bæjarfélaginu svo að gjafavörudeildin var að endingu færð upp eftir árið 2002 og hlaut þar nafnið Gjafakassinn. Þann 28. júní flutti

Myndmenntakennarar

heimsóttu Gsnb

Kassinn, sem þá var orðinn Þín Verslun Kassinn í nýtt 1.100 fm húsnæði við Norðurtanga 1, þar sem áður var Hraðfrystihús Ólafsvíkur og er meðfylgjandi mynd tekin við opnunina, við Norðurtanga 1 hefur verslunin verið rekin síðan en vöruúrvalið og þjónustan í Kassanum er ólík því sem önnur lítil bæjarfélög þekkja og er það mikil búbót fyrir bæjarbúa og aðra sem eiga leið um sveitarfélagið. Eftir fráfall Ágústs snemma árs

skóla Snæfellsbæjar. Þau voru að kynna sér myndmenntakennslu og listaverk í Snæfellsbæ. Inga Harðardóttir, myndmenntakennari í Grunnaskóla Snæfells bæjar kynnti myndmenntastarf skólans fyrir hópnum og að því loknu fengu þau leiðsögn um Hellissand. Fjölbreytt listalíf þrífst á Hellissandi

una, í Þjóðgarðsmiðstöðina og virtu fyrir sér veggjalistina sem má finna víðsvegar um bæinn. Gestirnir voru mjög ánægðir með glæsilega kynningu á öllu því sem Hellissandur og skólinn hefur upp á að bjóða enda fjölmargt áhugavert að skoða. JJ

2024 stendur Inga þó ekki ein í þessu þar sem börn þeirra hjóna, makar og barnabörn eru áberandi í daglegum rekstri fyrirtækisins auk annarra starfsmanna verslunarinnar, verslunin Kassinn er því fjölskyldufyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu.

Í tilefni af afmæli verslunarinnar er bæjarbúum og gestum boðið upp á léttar veitingar og kaffi í versluninni milli kl. 14 og 18 þann 17. október.

SJ

Héraðssýning Lambhrúta var haldin laugardaginn 11. október í Reiðhöllinni á Lýsuhóli í Staðarsveit en þann dag var dagur sauðkindarinnar líka haldinn hátíðlegur víða um land. Þeir Jökull Gíslason frá Álftavatni og Arnar Darri frá Fossi stóðu fyrir viðburðinum en á sýningunni eru lambhrútar af Snæfellsnesi metnir og stigaðir. Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í þremur flokkum, fyrir besta mislita hrútinn, besta kollótta hrútinn og besta hyrnda hrútinn. Rétt undir 80 manns mættu í reiðhöllina, sem að Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson frá Lýsuhóli lánuðu. Þá voru 44 hrútar mættir til keppni og voru það Sigvaldi Jónsson og Logi Sigurðsson sem sáu um að dæma hvaða gripir væru bestir. Vegleg verðlaun voru í boði en Hampiðjan, Matarlyst, Kaupfélag Borgfirðinga og Hótel Búðir voru meðal styrktaraðila ásamt fleirum.

Á meðan skoðað var og þukklað á hrútunum var dregið úr gimbrahappdrættinu en þar gátu gestir verið svo heppnir að vinna gimbur og var dregið úr 4 gimbrum, frá Fossi, Gaul, Álftavatni og Hoftúni auk þess sem

Héraðssýning lambhrúta

hægt var að vinna gistingu á Hótel Búðum.

Herdísi og Emil frá Mávahlíð hlutu verðlaun fyrir besta kollótta hrútinn og var sá sami einnig skjaldhafi sýningarinnar þar sem hann var valinn besti hrúturinn.

Dísa og Emil fengu líka verðlaun fyrir besta mislita hrútinn og á meðfylgjandi mynd eru dætur

þeirra Freyja Naomí með besta mislita hrútinn og Embla Marína með besta kollótta hrútinn ásamt vinkonum sínum þeim Birtu Líf Helgadóttur og Eriku Lillý Sigurðardóttur sem halda á skyldinum.

Þau Gunnar Guðbjartsson og Sigurbjörg Ottesen frá Hjarðarfellsbúinu áttu svo sigurhrútinn í hvítum hyrndum og eru þau á

myndinni ásamt dóttur sinni Ernu Kristínu.

Það er ekki hrútasýning án veglegra veitinga og stóðu aðstandendur sýningarinnar fyrir veglegu kaffihlaðborði og kjötsúpu sem áhorfendur og þátttakendur gátu gætt sér á á meðan sýningunni stóð.

SJ

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins

hátíð Snæfellsnes samstarfsins sem haldin var laugardaginn 4. október í íþróttahúsinu í Ólafs-

Jógvan skemmti

íbúum á Jaðri

Íbúar á Jaðri og aðstandendur þeirra fengu skemmtilega heimsókn um liðna helgi þegar Jógvan Hansen tónlistarmaður hélt tónleika á heimilinu. Upphaflega stóð til að Friðrik Ómar kæmi með honum en hann forfallaðist

tónleikanna með sínu fólki og var boðið upp á Sherrý og Baileys á meðan tónleikunum stóð. Salurinn var skreyttur í bleikum lit í tilefni að bleikum október og svo var boðið upp á möndluköku að tónleikum loknum. Jógvan söng

viðurkenningar fyrir þátttöku og frammistöðu áður en allir fengu að gæða sér á pizzu. Snæfellsnes samstarfið er sameiginlegt verk

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
BaejarbladidJokull1177tbl by Steinprent - Issuu