BaejarbladidJokull1180tbl

Page 1


í Ólafsvíkurhöfn við dýpkunar framkvæmdir. Pétur mikli er dýpkunarskip og gröfuprammi en Reynir er vinnubátur. Í sameiningu vinna þeir að grunnvinnu svo hægt sé að lengja bryggjuna við Norðurgarð. Til þess þarf að reka 100 metra stálþil niður og vinna bátarnir að því að grafa þil-

í skurðinum og svo eru stálþil in rekin niður. Nýja efnið í þilskurðinum verður malarefni frá Rifi en um 2000 m3 af möl verða notaðir í verkið. Áætlað er að unnið verði að mokstrinum út nóvembermánuð. Meðfylgjandi mynd tók fréttamaður Jökuls af skipunum við vinnu.

SJ

Stelpuhelgi frumsýnd í Röst

Nýjasta leikrit leikfélagsins Laugu var frumsýnt föstudaginn 31. október í Röstinni. Leikritið, sem ber nafnið Stelpuhelgi, er eftir Karen Schaeffer í þýðingu Harðar Sigurðarsonar. Um er að ræða stórskemmtilegan farsa þar sem áhorfendur kynnast vinkonum sem hittast í bústað yfir helgi með það fyrir augum að skemmta sér til hins ýtrasta lausar við alla karlmenn. Þær vinkonur áætla að fá sér í tána, skiptast á sögum, drekka áfengi auk þess að fara mögulega yfir næstu bók í bókaklúbbnum en kvöldið tekur óvænta stefnu. Alexander Stutz leikstýrir verkinu en auk leikaranna kemur fjöldinn allur að sýningunni með uppsetningu á leikmynd, búningum, förðun, markaðsetningu og stýringu á ljósum og hljóði svo eitthvað sé nefnt. Nú þegar hefur leikfélagið sýnt verkið þrisvar sinnum og eru ennþá þrjár sýningar eftir, 6., 7. og 8. nóvember. Hafa þau hlotið mikið lof fyrir og fer enginn svikinn út af þessari uppsetningu á Stelpuhelgi. Fjöldi fólks hefur gefið leikritinu umsögn á Facebook og eiga þær flestar sameiginlegt að þetta leikrit sem enginn megi missa af og fær leikritið fullt hús stiga. SJ

Fyrirmyndarfyrirtæki

- Bílaviðgerðir

- Skipaþjónusta

- Almenn suðuvinna

- Smurþjónusta

- Smábátaþjónusta

- Dekkjaverkstæði

vegr@vegr.is vegr.is

S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,

Blaðið kemur út vikulega.

Upplag: 500

Áb.maður: Jóhannes Ólafsson

Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ

Netfang: steinprent@simnet.is

Sími: 436 1617

Creditinfo gaf nýlega út sinn árlega lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2025. Í ár er listinn gefinn út í 16 sinn en viðurkenning Creditinfo gefur merki um traustan rekstur, góða fjármálastöðu og stöðugleika fyrirtækja. Í ár eru 1155 fyrirtæki á listanum, þar af 54 af Vesturlandi en aldrei hafa verið fleiri fyrirtæki af Vesturlandi á listanum. Þar af eru 22 fyrirmundarfyrirtæki frá eða rekin í Snæfellsbæ og tvö í Grundarfirði. Til að fyrirtæki teljist framúrskarandi þarf það meðal annars að hafa skilað hagnaði þrjú ár í röð, vera hóflega skuldsett og með góða eignastöðu. Einungis um 2% þeirra 40 þúsund fyrirtækja sem skila ársreikningi ár hvert ná að uppfylla skilyrði Credtinfo og því talin framúrskarandi í rekstri.

Hér er listi af þeim fyrirtækjum í Snæfellsbæ og Grundarfirði sem komust á listann árið 2025.

KG fiskverkun ehf

Hraðfrystihús Hellissands hf

Guðmundur Runólfsson hf

Bárður SH 81 SH Útnes ehf

Bjartsýnn ehf

Fiskmarkaður Íslands hf

Kristinn J Friðþjófsson ehf Ragnar og Ásgeir ehf

Sandbrún ehf

Steinunn ehf

Apótek Vesturlands ehf

Sverrisútgerðin ehf

Nónvarða ehf

Sjávariðjan Rifi hf

Litlalón ehf

Útgerðafélagið Guðmundur ehf

Blikksmiðja Guðmundar ehf

Útgerðafélagið Dvergur ehf

Skarðsvík ehf

Hidda ehf

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar ehf

Smiðjan Fönix ehf

Stafnafell ehf

Bæjarblaðið Jökull mun ekki koma út á pappír næstu tvær vikur, 12. og 19. nóvember, einungis verður um að ræða vefútgáfu. Því verður 50% afsláttur af auglýsingum í þessum tveimur blöðum.

Hægt er að nálgast Jökul á:

Facebooksíðu: Jökull Bæjarblað

Issuu: issuu.com/steinprent

Heimsíðu Snæfellsbæjar: snb.is

Einnig er hægt að fá tölvupóst með blaðinu með því að senda póst á steinprent@simnet.is

Jökull mun svo koma aftur út á pappír frá og með tölublaðinu sem kemur út 26. nóvember.

5.nóvember2025

GrafaþilskurðíÓlafsvíkurhöfn

Umþessarmyndireruskipin PéturmikliogReynirviðstörf íÓlafsvíkurhöfnviðdýpkunar framkvæmdir. Pétur mikli

dýpkunarskip og gröfuprammi enReynirervinnubátur.Ísameininguvinnaþeiraðgrunnvinnu svohægtséaðlengjabryggjuna viðNorðurgarð.Tilþessþarfað reka100metrastálþilniðurog vinnabátarniraðþvíaðgrafaþilskurðinum

Rifienum2000m3afmölverða

að unnið verði að mokstrinum út nóvembermánuð. Meðfylgjandi myndtókfréttamaðurJökulsaf skipunumviðvinnu.

Móttöku fyrir verkefnið Jól í skókassa á Snæfellsnesi er nú lokið og líða fer að síðustu skilum í Reykjavík. Tekið var á móti skókössum í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi líkt og áður en þetta alþjóðlega verkefni hefur verið í gangi á Íslandi frá 2004 og hefur hefð komist á söfnun slíkra gjafa víða um land. Börn og fullorðnir taka sig saman til að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir en gjafirnar eru sendir til munaðarleysingjaheimila og barnaspítala í Úkraínu. Salbjörg Nóadóttir og Anna Husgaard Andreassen sjá um verkefnið í Grundarfirði og í ár söfnuðust þar 67 pakkar. Þar tóku bæjarbúar á öllum aldri þátt í verkefninu, nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar hittust í

Viðbjóðumuppá alhliðabílaviðgerðir,framrúðuskipti, dekkjaskiptiogsmurþjónustu.

Tímapantanirísíma436-1111

Jökull á Issuu

Til að nálgast Jökul á netinu er hægt að skanna QR merkið hér til hliðar með myndavélinni í símanum.

safnaðarheimilinu og útbjuggu kassa í sameiningu og var náungakærleikurinn mikill. Í Snæfellsbæ var verkefnið tekið upp að nýju árið 2022 eftir nokkurra ára pásu. Sigurbjörg Jóhannesdóttir sér um móttökuna og söfnuðust þar 22 kassar í ár, þar af komu 16 kassar frá félögum Félags eldri

borgara í Snæfellsbæ. Í skókassana er ætlast til að fólk setji ýmsa hluti sem koma að persónulegu hreinlæti, námi og skemmtun auk fatnaðar og nammi. Verkefni sem þetta er bæði gefandi og fræðandi og hafa bæði börn og fullorðnir gott og gaman af því að láta gott af sér leiða og gleðja börn

sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika. Þrátt fyrir að móttöku á landsbyggðinni sé lokið geta áhugasamir ennþá komið gjöfum til skila í Reykjavík en móttaka Jól í skókassa hjá KFUM og KFUK er opin til 8. nóvember við Holtaveg 28. SJ

Hrekkjavakan var föstudaginn 31. október en þessi ameríski siður hefur fest sig í sess meðal íslendinga og tekur sífellt meira pláss með ári hverju. Í ár var engin breyting þar á og voru viðburðir í boði fyrir bæjarbúa og gesti Snæfellsbæjar frá miðri viku. Heimili, stofnanir og fyrirtæki voru skreytt með draugum, graskerjum og köngulóm og hrekkjavöku andinn sveif yfir. Sundlaug Snæfellsbæjar ásamt Svæðisgarði Snæfellsness bauð i hrekkjavökusundstund miðvikudaginn 29. október þar sem sundlaugin var skreytt hræðilega, boðið var upp á grænt nornaseiði og hræðileg tónlist ómaði. Viðburðurinn var virkilega vel sóttur en 108 manns sóttu sundlaugina á meðan viðburðinum stóð. Fimmtudaginn 30. október var haldið hrekkjavökuball fyrir nemendur ynsta stigs og miðstigs Grunnskóli Snæfellsbæj ar sem klæddu sig upp í búninga sem voru hver öðrum flottari og skemmtu sér saman. Þennan sama dag bauð Menningarnefnd Snæ fellsbæjar bæjarbúum á Hrekkja vökugleði í Pakkhúsinu í Ólafsvík líkt og síðust ár. Smiðjan dagþjón usta sá um að skreyta Pakkhúsið hátt og lágt í samstarfi við Menn ingarnefnd og boðið var upp á léttar veitingar, draugabingó á 2. hæð Pakkhússins og fönd ursmiðju á 1. hæð. Á Hrekkjavök una sjálfa var svo búningadagur á Leikskólum Snæfellsbæjar, leik skólarnir skreyttir hryllilega en þó barnvænt og börn og starfsfólk skemmti sér svo saman á Hrekkja

Hrekkjavakan

Fjárhagsáætlun 2026

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Snæfellsbæjar fyrir árið 2026.

Þeir aðilar sem vilja koma með styrkumsóknir er varða næsta fjárhagsár Snæfellsbæjar eru hvattir til að skila þeim á bæjarskrifstofuna til bæjarritara fyrir 10. nóvember 2025

Þau félagasamtök sem fengu styrki á árinu 2025 þurfa að senda inn ársreikning með áframhaldandi styrkbeiðni.

Athugið: Engir styrkir fást greiddir nema um þá sé sótt og bæjarstjórn samþykki þá.

Bæjarritari

Shjówmenn skemmtu

Sirkusfélagið Hringleikur sýndi sýninguna Shjówmenn í Félagsheimilinu Klifi á Barnamenningarhátíð Vesturlands. Hringleikur vinnur að því að byggja upp og styrkja sirkusmenningu á Íslandi með uppsetningu fjölbreyttra sirkussýninga, námskeiðahaldi og sirkusiðkun fyrir sirkusfólk. Sýn-

ingin Shjówmenn fjallar um tvo menn sem takast á við lífið á sjó í gegnum sirkuslistir. Fjölmargt var á sýningunni sem sló í gegn hjá bæði börnum og fullorðnum. Shjówmennirnir sýndu listir sínar í loftfimleikum, að halda hlutum á lofti og jafnvægisæfingum. JJ

Mældu blóðsykur og þrýsting

Landsátak Lionshreyfingarinnar í vitundarvakningu um sykursýki stendur nú yfir. Lionsklúbbur Ólafsvíkur og Lionsklúbburinn Rán buðu íbúum Snæfellsbæjar að því tilefni í blóðsykursmælingu í húsnæði Sóley saumar síðastliðinn laugardag.

Sykursýki er vá sem steðjar að jarðarbúum með vaxandi þunga og er Ísland þar ekki undanskilið. Um 9 af hverjum 10 með sykursýki er með tegund 2 sem margir

tengja við fullorðinsár en börn geta einnig þróað hana með sér. Sjúkdómurinn er oft falinn en einkenni hans eru þreyta, slen, þorsti, aukin þvaglát, þokusýn og fleira. Fylgikvillar sjúkdóms ins til lengri tíma geta verið alvar legar og því mikilvægt að fólk fái greiningu og meðferð við hæfi. Í blóðsykursmælinguna mættu 55 íbúar Snæfellsbæjar sem létu mæla hjá sér blóðsykur og blóð þrýsting. Miklar og góðar umræð

Leikmenn skrifa undir hjá Víkingi

Margir leikmenn Víkings Ó. hafa skrifað undir áframhaldandi samning við liðið undanfarið. Markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson spilaði með meistaraflokki Víkings Ólafsvíkur í sumar en hann hefur nú framlengt samning sinn um eitt ár til viðbótar. Jón Kristinn mun því verja mark liðsins á næsta tímabili. Jón er 24 ára gamall og kom til Víkings Ó. fyrir seinasta tímabil. Hann stóð sig mjög vel í sumar og spilaði meðal annars stórt hlutverk í lokaleikjum Fótbolta.net bikarsins fyrir stuttu. Hann var kosinn leikmaður ársins af liðsfélögum sínum á lokahófinu sem fór fram eftir sumarið. Það er því mikið fagnaðarefni að Jón Kristinn hafi ákveðið að halda kyrru fyrir hjá liðinu.

Aron Gauti Kristjánsson skrifaði undir einn slíkan fyrir stuttu og kemur því til með að halda áfram sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Aron hefur gengt þessu starfi undanfarin þrjú tímabil, hann er þrítugur að aldri og hefur staðið sig með mikilli prýði í starfi

meistaraflokks sem og í barna starfi hjá ungmennafélaginu.

Leó Örn Þrastarson hefur einnig gert nýjan tveggja ára samning við liðið. Leó er 27 ára gamall heimamaður sem hefur komið við sögu í 46 meistaraflokksleikjum hjá félaginu. Hann stóð vaktina sem liðsstjóri á liðnu sumri á meðan hann var að glíma við meiðsli. Hann kemur tvíefldur til baka næsta sumar og verður gaman að fylgjast með honum.

Vinstri bakvörðurinn Kristófer Áki Hlinarson komst einnig að samkomulagi við liðið og mun spila áfram með liðinu á næsta ári. Kristófer er 21 árs Skagamaður sem kom til liðsins á láni frá ÍA fyrir seinasta tímabil. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til Víkings Ólafsvíkur. Hann spilaði í 32 leikjum í öllum keppnum með liðinu í sumar og skoraði eitt mark.

Björn Henrý Kristjánsson hefur einnig gert nýjan eins árs samning við liðið. Björn Henrý er tvítugur varnarmaður sem er uppalinn í KR. Hann kom til liðsins síðasta vetur og spilaði 32 leiki fyrir

Húlladúllan heimsótti Snæfellsbæ

Húlladúllan hefur haldið fjölbreytta viðburði í Snæfellsbæ á liðinni viku. Húlladúllan er Unnur María Máney Bergsveinsdóttir sirkuslistakona. Auka þess að leika listir sínar kennir hún bæði börnum og fullorðnum hinar ýmsu sirkuslistir með sérstakri áherslu á húlla, akró, loftfimleika og jafnvægiskúnstir. Fyrsta sýning Húlludúllu í Snæfellsbæ var við Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík þar sem nemendur sem sóttu Hrekkjavökuball fylgdust með Eldlistasýningu hennar. Þar lék hún listir sínar með logandi eldfærum en hún er einn af fáum eldlistamönnum landsins. Í sýningunni bar hún logandi eldkórónu á meðan hún sýni listir sínar með logandi húllahringjum og öðrum tólum. Daginn eftir gátu börn sótt sirkussmiðju Húlludúllunar sem var haldin í íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Í smiðjunni fengu börn að prófa skemmtileg sirkusáhöld og lærðu hvernig þau eru notuð.

Laugardaginn 1. nóvember var lokasýning Húlludúllu í Snæfellsbæ í bili en það var sýningin Ljósagull í Félagsheimilinu Klifi. Ljósagull er hugljúft en spennandi ævintýri sem hentar allri fjölskyldunni. Þar var frumsamið ævintýri flutt en Húlladúlla léði því lífi með tindrandi LED sirku-

sáhöldum af ýmsu tagi. Að sýn ingunni lokinni fengu börnin að leika sér að áhöldunum sem sló í gegn hjá áhorfendum á öllum aldri. Viðburðirnir voru allir vel sóttir enda einstakt tækifæri að fá að fylgjast með þessum fjölbreytta listamanni. JJ

Samverustund

Röst

Kvenfélag Hellissands ætlar að endurtaka samverustund í Röstinni miðvikudaginn 12. nóvember. Kvenfélagið bauð bæjarbúum til samverustundar í Röstinni 7 í byrjun október í tilefni af viku einmannaleikans og Gulum september. Tókst það vel til og þykir ástæða til að endurtaka leikinn. Spilað verður Kína-

skák og fleiri skemmtileg spil, bæjarbúar geta mætt með handavinnu eða bara til að koma að spjalla og njóta í góðum félagsskap. Boðið verður upp á kaffi og gos auk þess sem smá kruðerí verður á boðstólnum. Kvenfélagskonur hlakka til að sjá sem flesta og eiga saman notalega kvöldstund í Röstinni.

Barre á Miðhrauni

30 konur á vegum CF SNB fóru í heilsuferð á Miðhraun fyrir skömmu. Tilgangur ferðarinnar var að hreyfa sig í góðum félagsskap, njóta og borða góðan mat. Kristfríður Rós Stefáns

dóttir, einn eigenda CF SNB stóð fyrir ferðinni og var einnig þjálfari í þeim tímum sem voru í boði á meðan ferðinni stóð. Þátttakendur tóku þátt í Barre tímum, slökun og bandvefslosun. Aðstaðan á Miðhrauni til heilsueflingar er til fyrirmyndar en allir tímarnir fóru fram í jóga sal sem er staðsettur á svæðinu. Eftir æfingarnar var í boði að fara í heitan pott, kalt lón og í gufubað. Boðið var upp á kvöldverðarhlaðborð með hráefnum úr nærsveitum en þar voru úrval ferskra rétta við allra hæfi. Ferðin tókst vel í alla staði og fóru konur endurnærðar heim eftir frábæra helgi í góðum félagsskap.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
BaejarbladidJokull1180tbl by Steinprent - Issuu