Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf.
Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is
Prentun: Landsprent ehf.
Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri.
Dreifing: Póstdreifing.
Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.
Slæmar fyrirmyndir
Vitað var fyrir margt löngu að íþróttir og allt starf tengt íþróttum eru mjög öflugar þegar kemur að forvarnarstarfi barna og unglinga. Um þetta hefur ekki verið deilt og margir foreldrar því lagt á það mikla áherslu að vekja áhuga barnanna á íþróttastarfi félaganna í borginni.
Auðvitað er það forgangsmál að þeir sem veljast til forystu í íþróttastarfi félaganna sinni störfum sínum af kostgæfni og hafi það jafnan að leiðarljósi að vera börnum og unglingum góð fyrirmynd. Það læra krakkarnir sem fyrir þeim er haft. Á dögunum fór fram fótboltaleikur í Bestu deild karla. Við áttust Breiðablik og Víkingur. Lengstum stefndi í sigur Víkinga og þegar staðan var 02 þeim í vil var komið fram í uppbótartíma. Þar skoruðu Blikar tvívegis og jöfnuðu leikinn. Uppbótartíminn var sex mínútur. Blikar skoruðu síðara mark sitt þegar 6 mínútur og 40 sekúndur voru liðnar frá venjulegum leiktíma sem getur verið algjörlega eðlilegt. Eftir leikinn kom til áfloga milli leikmanna, þjálfara og forsvarsmanna félaganna. Fúkyrðaflaumurinn og dónaskapurinn var alls ráðandi og allir virtust þessar fullorðnu fyrirmyndir missa algjörlega stjórn á skapi sínu. Fyrst kastaði tólfunum þegar þjálfarar liðanna, foringjarnir sjálfir, komu fram í viðtölum eftir leikinn og virtust enga stjórn hafa á skapi sínu. Þjálfari Víkings var mun æstari og úthúðaði ungum dómara leiksins. Sagði ítrekað ,,hann var ömurlegur, alveg ömurlegur” og blótaði upp á enska tungu eins og óvita er háttur. Ekki smekkleg framkoma hjá helstu fyrirmynd Blikanna og tvennt hefur komið í ljós í kjölfar leiksins sem gerir framkomu hans alvarlegri en ella. Hann fullyrti í viðtali eftir leikinn að Blikar hafi skorað jöfnunarmark sitt einni og hálfri mínútu eftir að uppbótartími var liðinn. Á íslensku heitir þetta lygi. Markið var skorað eftir 40 sekúndur. Nokkrum dögum eftir leik var annað viðtal við þessa fyrirmynd Blikanna og þá sá hann ekki eftir neinu. Baðst ekki afsökunar. Á þetta viðtal og öll áflogin í Kópavogi eftir leikinn horfði ungt áhugafólk um knattspyrnu, því miður. Við sem styðjum okkar lið í okkar hverfi vonum að til þess komi aldrei að fyrirmyndirnar í okkar liðum komi svona fram og sýni af sér slíkt dómgreindarleysi í fjölmiðlum eða annars staðar. Stefán Kristjánsson
Borgaryfirvöld á hálum ís í Vatnsmýri
- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Það hefur verið afstaða borgaryfirvalda, að það landsvæði sem fer undir Reykjavíkurflugvöll yrði mun betur nýtt sem byggingarland en flugvöllur.
Á síðastliðnum 20 árum hafa þó verið dregin fram í dagsljósið margvísleg og veigamikil rök fyrir hvoru tveggja, að Vatnsmýrin sé einn ákjósanlegasti staðurinn fyrir flugvöll, af flugfræðilegum ástæðum, og að staðsetning vallarins skipti gríðarlega miklu máli fyrir veigamikil öryggishlutverk hans, svo sem nálægð hans við Landspítala - Háskólasjúkrahús, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Almannavarnir, flug Landhelgisgæslunnar og Landsbjörg. Ég var slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður um árabil og er nú borgarfulltrúi. Ég hef því fylgst vel með þessum umræðum og leyfi mér að fullyrða að borgaryfirvöld hafa fyrir löngu gefist upp á því að taka þátt í skynsamlegum rökræðum um Reykjavíkurflugvöll. En þau þráast samt við með vald sitt að vopni.
Umræðan breytist
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðarráðherra breytti flugvallardeilunni með samkomulagi við borgarstjóra, árið 2019. Ráðherra lagði áherslu á að völlurinn hlyti að verða í Vatnsmýrinni næstu 30 árin. Það væri ekki val, heldur staðreynd. Á meðan yrði völlurinn að fá frið fyrir aðför borgaryfirvalda. Þetta staðfesti borgarstjóri með skriflegu samkomulagi, árið 2019.
Samkomulag svikið
En á sama tíma og borgarstjóri skrifaði undir samkomulagið, hvatti hann sín skipulagsyfirvöld til að ljúka við rammaskipulag og síðan deiliskipulag á 3.500 manna byggð í Skerjafirði, nánast alveg ofan í flugbraut. Sú staðsetning kallaði á sérfræðiálit um áhrif fyrirhug-
aðrar byggðar á flug- og rekstraröryggi vallarins. Það álit kveður nú á um að áformuð byggð muni þrengja að flugog rekstraröryggi vallarins. Áformuð byggð í Skerjafirði er því skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. En borgaryfirvöld þráast enn við.
Raunveruleg stefna borgaryfirvalda
Ekki verður annað séð á þessari afstöðu en að borgarstjóri hafi aldrei ætlað að standa við samkomulagið. Það sé enn ásetningur hans að þrengja að vellinum þar til flugrekstri þar verði sjálfhætt, þó enginn sambærilegur völlur leysi hann af. Sé þetta rétt, eru borgaryfirvöld á hálum ís í Vatnsmýrinni. Að stuðla að því að völlurinn verði lagður niður við þær aðstæður, væri alvarleg aðför að öryggi og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Slík viðleitni væri hreinlega aðför að lífi og limum almennings.
Ósannindi um flugöryggi
Auðvitað vill engin trúa slíkri viðleitni upp á nokkurn mann. En önnur skýring er því miður ekki í sjónmáli.
Þegar svo málsvarar nýs Skerjafjarðar í röðum borgaryfirvalda bregðast við umræðu um flug- og rekstraröryggi vallarins og öryggishlutverki hans, með eftirfarandi hætti, þarf ekki lengur vitnanna við: Í tilefni af nýútkominni
skýrslu sérfræðinga um flug- og rekstraröryggi vallarins, sagði formaður borgarráðs í viðtali við mbl.: „Niðurstaðan er mjög skýr. Það er óhætt að byggja þarna í Skerjafirði, að því gefnu að gripið verði til mótvægisaðgerða. Þá verða áhrifin engin á sjúkraflug, eða innanlandsflug.“ Þetta er alröng túlkun á mikilvægri skýrslu um öryggismál. Í skýrslunni er þvert á móti tekið skýrt fram að nýja byggðin mun draga úr flug- og rekstraröryggi vallarins og varað við henni. Auk þess segir þar orðrétt: :
„Ekki var gerð sérstök greining í vinnu starfshópsins á því sjúkraflugi sem nýtir Reykjavíkurflugvöll.“
Skrýtin ummæli Í umræðum á Sprengisandi um næst síðustu helgi, um hina fyrirhuguðu byggð og sjúkraflug, lét formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar svo um mælt: ,,Það er ekki þannig að
Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
vera hægt að fljúga flugi inn í anddyri spítala til að það sé í lagi þú sendir ekkert kannski mann í sjúkraflug í þannig lífshættu að það sé spurning um líf og dauða fyrir hann hvort að það sé fimm mínútna akstur af lendingarflugvellinum inn á bráðamóttöku eða korters eða tuttugu mínútna akstur ef sá munur er munur lífs og dauða þá ferðu ekki með hann í sjúkraflug.“
Svona rangfærslur og ummæli virðast taka af öll tvímæli um það, að borgaryfirvöld ætli sér að vega að öryggi og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar.
Skákkrakkar Fjölnis í keppnisferð í
Snæfellsbæ og Stykkishólmi:
Skákdeild Fjölnis efndi til árlegrar ferðar í skákbúðir með Helga Ólafsson skólastjóra Skákskóla Íslands í broddi fylkingar.Að þessu sinni lá leiðin í Snæfellsbæ og Stykkishólm. Um 30 krakkar ferðuðust með rútu laugardaginn 6. maí og á dagskránni var tveggja daga ferð í skák og leik. Krakkarnir þáðu boð Skákfélags Snæfellsbæjar um þátttöku í minningarskákmóti um Ottó Árnason og Hrafn Jökulsson á laugardeginum.
Hrafn var einmitt einn af stofnendum Skákdeildar Fjölnis á sínum tíma og tengdist deildinni allt til æviloka í sept. 2022.
Minningarmótið var haldið í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík og var afar glæsilegt í alla staði. Vegleg peningaverðlaun, verðlaunabikarar og hátíðarhlaðborð í boði bæði í kaffihléi og í kvöldmat að móti loknu. Myndarlega að þessu öllu staðið. Skákbúðakrakkarnir gistu síðan í
Við úðum
garðinn
þinn - Hagstætt verð og vönduð vinna - Ný og viðurkennd efni
- Eyðum líka meindýrum
Stykkishólmi yfir nóttina þar sem fór afar vel um hópinn í grunnskólanum. Á sunnudegi var boðið upp á skákkennslu sem þeir Helgi Ólafsson og Jóhann Arnar Finnsson héldu utan um og skákdagskráin endaði á spennandi skákmóti þátttakenda auk krakka frá Stykkishólmi.
Krökkunum var boðið á veitingastaðinn Narfeyrarstofu í hamborgaramáltíð og skemmtilegu ferðalagi lauk með sundferð í Sundlaug Stykkishólms.
Skákbúðir Fjölnis eru nokkurs konar lokahnykkur á fjölmennu og árangursríku barna-og unglingstarfi í vetur. Fjölniskrakkarnir hafa verið afar sigursælir á öllum grunnskólaskákmótum vetrarins, einkum með skáksveitum Rimaskóla. Áhuginn er svo sannarlega til staðar bæði meðal drengja og stúlkna og framtíðin björt.
Krakkarnir kunnu vel að meta hamborgaramáltíðina á veitingastaðnum Narfeyrarstofu í Stykkishólmi.
Helgi Ólafsson stórmeistari fór fyrir skákkennslunni í skákbúðum Fjölnis.
Yngstu skákmeistararnir nýttu sér vel skákkennsluna.
Alllt fyyrir ássumMÚRBÚÐ
Karrýlöguð fiskisúpa
í sérflokki
Karrý löguð fiskisúpa sem hér er kynnt til sögunnar er hreint lostæti.
Við skorum á lesendur að prófa þessa frábæru uppskrift af súpu í sérflokki.
600 gr. Langa skorin i litla bita
3 msk. ólífuolía.
1 rauðlaukur skorinn gróft.
5 hvítlauksrif.
1/2 grasker skorið í litla bita.
2 gulrætur skornar í bita.
6 tómatar skornir i 4 bita. Engifer bútur 2-3 cm.
1/4 tsk. chili flögur. Salt og pipar.
2 msk. tælenskt kart frá Kryddhúsinu.
1 msk. Tandorri Masala.
1 dós niðursoðnir tómatar.
1 dós kókosmjólk.
500 ml. grænmetissoð.
Hitið ofninn á 180 gráður, skerið grænmetið og setjið á ofnskúffu með bökunnarpappír, með olífuolíu og
Eftir að grænmetið er bakað, hellið því í pott ásamt niðursoðnum tómötum, kókosmjólk, chutney og grænmetissoði. Maukið súpuna með töfrasprota og
hitið hana vel upp. Setjið Löngu bita ofan í og látið þá eldast í 5 mínútur, saltið og piprið eftir smekk. Höfundur uppskriftar er Kristjana Steingrímsdóttir. Verði ykkur að góðu.
Karrý fiskisúpan er sannkallað lostæti.
Fjölniskrakkar tóku þátt í Deltalift Open skákmótinu í Halmstad í Svíþjóð:
Góður árangur og góð ferð í alla staði
Efnilegur hópur 15 skákkrakka frá Skákdeild Fjölnis tók þátt í Deltalift Open, sænska Grand Prix helgarskákmótinu í bænum Halmstad í Svíþjóð.
Í hópnum voru 13 stúlkur og 2 drengir á aldrinum 10 - 13 ára. Teflt var á Hótel Tylesand strandhótelinu rétt utan við Halmstad. Það skemmdi því ekki fyrir að allan tímann var sól og sumar og ströndin nýtt á milli skákumferða.
Um 200 skákmenn tóku þátt í Deltalift Open að þessu sinni. Mótið er haldið árlega í kringum uppstigningardag. Krakkarnir tefldu í flokki undir 1600 stigum. Skákdeild Fjölnis hefur í áratug verið í góðu sambandi við Svía, bæði forystumenn í sænska skáksambandinu og styrktaraðila.
Þessi fjölmenni og bláklæddi Fjölnishópur fékk mjög góðar móttökur í Halmstad og þess má geta að Magnus mótsstjóri lánaði Helga fararstjóra bíl á meðan á mótinu stóð. Krakkarnir ungu stóðu sig öll ágætlega við skákborðið. Árangur Emilíu Emblu vakti athygli. Hún fékk 5 vinninga af 8 og hlaut að launum verðlaun fyrir að vera í 2. sæti í sínum stigaflokki.
Krakkarnir höfðu safnað sér fyrir ferðinni með veitingasölu á skákmótum Fjölnis og með happadrætti. Góður foreldrahópur fylgdi krökkunum til Svíþjóðar ásamt Helga Árnasyni formanni skákdeildar Fjölnis.
Í sól og blíðu í Svíþjóð. Fimmtán skákkrakkar frá Skákdeild Fjölnis ásamt Helga Árnasyni formanni skákdeildarinnar tóku þátt í sterku alþjóðlegu skákmóti í Halmstad.
Undirbúningur. Bekkjarsysturnar Sigrún Tara, Elsa
Margrét, Tinna Líf og Emilía Embla tefla og stúdera skákir fyrir lokaumferðina.
Efnileg skákkona. Emilía Embla nemandi í 5. bekk Rimaskóla stóð sig aldeilis vel í Halmstad. Á myndinni er hún að hefja eina af 5 sigurskákum sínum.
Garnbúð Þverholti 5, Mosfellsbæ
Opið 13 18 mán fös, 11 14 laugardaga
Endilega kíktu við, sjón
er sögu ríkari
Íbúar þurfa ekki að grípa til neinna aðgerða hvað varðar tunnuskipti. Tunnudreifing er hafin og henni lýkur breytingunum í september.
Tunnudreifing komin á
Tunnudreifing samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu er hafin í Reykjavík. Nú stendur yfir dreifing í Grafarholti og Úlfarsárdal. Skylt varð að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili með lögum um hringrásarhagkerfi, sem tóku gildi í janúar 2023.
Reykjavíkurborg tekur upp nýtt og samræmt flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. Þetta er viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er hægt að minnka sóun og endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent. Íbúar þurfa ekki að grípa til neinna aðgerða hvað varðar tunnuskipti. Tunnudreifing er hafin og lýkur breytingunum í september.
Dreifingaráætlun á nýjum tunnum eftir hverfum:
- Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur fengu nýjar tunnur í maí.
- Árbær og Breiðholt í júní.
- Háaleiti og Bústaðir í júní og júlí.
- Laugardalur í júlí.
- Miðborg og Hlíðar í ágúst.
- Vesturbær í september.
Tunnudreifingu á Kjalarnesi er lokið og nú stendur yfir dreifing í Grafarholti og Úlfarsárdal. Eftir það verður haldið í Grafarvoginn og svo
Öll heimili fá körfu og bréfpoka undir matarleifar.
koll af kolli samkvæmt plani. Öll heimili fá jafnframt körfu og bréfpoka undir matarleifar sem dreift er samhliða tunnuskiptunum.
endurvinnsluílát fyrir. Að lágmarki er hægt að hafa tvær tvískiptar tunnur í sérbýli með þremur eða færri íbúum. - Skoða meira um nýtt flokkunarkerfi sorphirðu í Reykjavík - Skoða almennar upplýsingar á vef Sorpu flokkum.is
Ef fleiri spurningar vakna varðandi nýtt flokkunarkerfi er hægt að hafa samband við þjónustuver Reykjavíkurborgar í gegnum upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. (Frétt frá Reykjavíkurborg)
Markmið að fjölga tunnum eins lítið og hægt er Eins og fyrr segir þurfa allir að flokka í fjóra flokka við heimili. Í nýju flokkunarkerfi er tunnum úthlutað samkvæmt gerð húsnæðis og fjölda íbúa. Meginmarkmiðið er að fjölga tunnum hjá íbúum eins lítið og hægt er. Tunnum fjölgar þar sem ekki voru
Fimm tillögur áfram í samkeppni um Keldnalandið
Fimm tillögur voru valdar áfram í alþjóðlegri samkeppni um þróun Keldnalands. Dómnefnd samkeppninnar hittist í Reykjavík dagana 8. – 10. maí og fór yfir þær 36 tillögur, sem bárust í fyrra þrep keppninnar. Það eru Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. sem standa fyrir samkeppninni.
Að mati loknu ákvað dómnefnd að bjóða fimm efstu teymunum að móta tillögur sínar um þróun Keldnalands frekar. Þau teymi fá greiddar 50.000 evrur til að setja fram áhugaverða og raunsæja hugmynd að nýju þéttbyggðu, fjölbreyttu og kolefnishlutlausu hverfi, sem verður vel tengt innan borgarinnar og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Vinnu á öðru þrepi lýkur 18. ágúst 2023. Niðurstaða í september Nafnleynd hvílir yfir samkeppninni og ekki verður ljóst hver eru að baki tillögunum fyrr en endanlegar niðurstöður liggja fyrir í september. Farið verður í frekari skipulagsvinnu á grunni áhugaverðustu hugmyndarinnar að samkeppninni lokinni.
Mál skýrast varðandi Keldnalandið í september.
Baughús 35 - Grafarvogi
Kjöreign fasteignasala kynnir rúmgott, bjart og vel skipulagt 197,6 m2 parhús á tveimur hæðum með suðurgarði á þessum vinsæla stað í Grafarvogi með virkilega fallegu útsýni. Eignin skiptist í 152,8 m2 íbúðar hluta og innbyggðan bílskúr sem er 44,8 m2. Eignin skiptist í forstofu, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofur með útgengi út á svalir, eldhús, þvottahús, geymslu og bílskúr. Suðurgarður með góðum skjólgirðingum og sólpalli. Allar upplýsingar gefur Ásta í síma 897-8061 eða asta@kjoreign.is
Árið 1947 komst Árni Sigurðsson, þáverandi prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, svo að orði í hugvekju: "Ævi mannanna er stundum líkt við sjóferð. Allt er óvíst um lengd þeirrar ferðar, árafjölda ævinnar, og allt ókunnugt um það, sem að getur borið á slíkri ferð, áður en komist er í höfn.
En segja mætti líka, að hvert ár ævinnar sé ferð út á haf, för sem farin er í því skyni að vinna og drýgja dáðir og draga að aflaföng og björg úr djúpmiðum lífsreynslunnar, sálarþroska og sívaxandi manngildi. Allt er óvíst um þá för, nema það, að erfiðleikar munu þar rísa sem háar holskeflur umhverfis hið veika far, stormar munu einatt blása og andstreymt verða. En þá fer kristinn maður líkt að og forfeður vorir, er þeir hrundu veiku fleyi á flot. Hann leggur út á djúp í Drottins nafni, og verður óveill og öruggur í huga fyrir það, að hann veit af vini þeim með sér í för, sem getur "bundið bylgjur og bugað stormaher" og vísað rétta leið til hafnar... En hjá ágjöfum verður aldrei komizt, og engum manni hefir verið heitið stöðugum blíðubyr á langferðinni um lífsins haf."
Hér er vel mælt hjá sr. Árna Sigurðssyni og vil ég nota tækifærið og óska öllum sjómönnum til hamingju með Sjómannadaginn er haldinn er hátíðlegur vítt og breitt um landið
okkar, 4. júní. En okkur er öllum vel ljóst og ekkert okkar er undanskilið að það skiptast á stormar og logn á langferð okkar um lífsins haf. Nú erum við að reyna að fóta okkur og reyna að ná áttum eftir að hafa verið í greipum heimsfaraldurs. Við erum komin á þann stað er við öll viljum vera á, að eiga samfélag hvert við annað og njóta hvers annars. Stærð og leikni okkar samfélags kemur þar sannarlega til hjálpar en um leið og það fór að rofa til, þá hófst styrjöld í austur Evrópu og eins og áður, þá geisa, þurrkar og hungursneyð í Afríku, fólk á vergangi í Evrópu að leita betra lífsskilyrða, loftlagsbreytingar svo eitthvað sé nefnt. Þessi veröld okkar er ansi undarleg. Ég get vel sagt þér það að ein mín helsta heilsurækt á hverjum degi er að temja mér jákvæðar og gleðiríkar hugsanir út í daginn. Það er oft á tíðum ekki auðvelt, ég þarf að hafa fyrir því, því þannig er lífið en þær hjálpa, það get ég vel sagt þér. Ég reyni að hugsa um gleði, viðurkenna gleði, beita gleði og um leið miðla gleðinni áfram. Ég hef lært það að gleðin er frelsandi afl sem gefur okkur kraft til að mæta erfiðleikum og sigrast á þeim. Kristindómurinn er gleðiveitandi trú og í Davíðssálmi, 34.6, segir, „Lítið til hans og gleðjist“. Ég tel að aðalatriði lífsins sé ekki
það, hvað mætir okkur heldur það hvaða afstöðu við höfum til þess. Við skulum láta okkur þykja vænt um lífið því það er svo dýrmætt þrátt fyrir allt. Biðjum fyrir landi okkar og þjóð og biðjum þess að íslenskt samfélag verði miskunnsamt og glaðvært samfélag þar sem allir eiga skjól er á reynir. Í sögu lítilli um ljós segir: ,,Hvað get ég gert, sagði lítill drengur. Mamma segir, að ég sé bara eins og ofurlítið ljós. Það er nú alls ekki lítið, sagði frændi hans og tók hann á kné sér Nú skal ég segja þér, hvað unnt er að gera við lítið ljós. Með litlu ljósi er hægt að kveikja stór ljós og mörg ljós. Við getum notað lítið ljós, þegar við þurfum að leita að einhverju. Við getum látið það lýsa upp dimma króka, ef við setjum það á réttan stað. Lítið ljós getur lýst okkur ef við viljum lesa í Biblínni á dimmu kvöldi. Við getum sett það í ljósker, og þá getur það lýst okkur á dimmri leið. Af þessu sérðu, að það er ekki lítils virði að vera lítið ljós. Gerðu það litla sem þú getur, vertu lítið ljós” Njóttu dagsins.
Sigurður Grétar Helgason, prestur í Grafarvogssókn.
Góður árangur
Fjölnis á TSÍ Íslandsmóti
TSÍ innanhúss Íslandsmótið var haldið í Tennishöllinni 20.-23. apríl og náðu iðkendur Fjölnis góðum árangri á mótinu. Einna heilst í Meistaraflokki tvenndar, þar sem Daniel Pozo og Saule Zukauskaite unnu og urðu Íslandsmeistarar í þeim flokki. Daniel er einungis 13 ára og Saule 14 svo að þessi sigur var afar stór fyrir þessa ungu leikmenn.
Árangur Fjölnis á mótinu:
U-10 stelpur einliðaleikur
2. sæti: Paula Marie Moreno Monsalve, Fjölnir.
U-12 strákar einliðaleikur
3. sæti: Juan Pablo Moreno Monsalve, Fjölnir.
U-14 strákar einliðaleikur
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir.
U16 strákar einliðaleikur
2. sæti: Daniel Pozo, Fjölnir. U-18 börn tvíliðaleikur
Íslandsmeistar: Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir.
2. Emilía Eyva Thygesen og Saule Zukauskaite, Víkingur/Fjölnir.
3. Ómar Páll Jónasson og Daniel Pozo, TFK/Fjölnir.
U-18 strákar einliðaleikur
3. sæti: Þorsteinn Ari Þorsteinsson, Fjölnir.
U-18 stelpur einliðaleikur
2. sæti: Eygló Dís Ármannsdóttir, Fjölnir
3. sæti: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölnir
40+ kvenna einliðaleikur
2. sæti: Bryndís Björnsdóttir, Fjölnir.
30+ tvenndarleikur
2. sæti: Ingunn Erla Eiríksdóttir og Birgir Haraldsson, Fjölnir/TFK.
Undanúrslit: Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Fjölni Við óskum okkar frábæru iðkendum innilega til hamingju með frábæran árangur! Áfram Fjölnir!
Vel heppnað Fjölnishlaup Olís í Grafarvogi:
Íris Dóra og Arnar öryggir sigurvegarar 2023
Fjölnishlaupið var haldið á Uppstigningardag fimmtudaginn 18. maí í 35. sinn og gekk mjög vel. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina í Dalhúsum og var 10 km hlaupið ræst kl. 11:00. Skömmu síðar var 5 km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4 km langt. Góð þátttaka var í hlaupinu þó að sólin hafi ekki látið sjá sig en alls tóku þátt 49 keppendur í 10 km, 48 í 5 km og 71 keppandi í skemmtiskokkinu.
Verðlaunafhendingin fór fram inni í íþróttasalnum í góðri stemmningu en þátttakendur fen gu húfur, spil og gjafabréf frá Olís. Í 10 km hlaupi karla sigraði Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum
34:14, annar varð Guðmundur Daði Guðlaugsson (Kentárar) á tímanum
36:14 og þriðji varð Guðni Siem sen Guðmundsson á tímanum
36:45.
Í kvennaflokki sigraði Íris Dóra Snorradóttir (FH) á tímanum 39:03, önnur varð Anna Berglind Pálmadóttir (UFA/Hoka/Compressport) á tímanum 39:26 og þriðja varð Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) á tímanum 41:31.
Þau Arnar Pétursson og Írisi Dóru Snorradóttur
má sjá á meðfylgjandi mynd Í 5 km hlaupi karla sigraði Kristján Svanur Eymundsson (Fjallahlaupaþjálfun/HHHC) á tímanum 17:00 og Viktoría Arnarsdóttir sigraði kvennaflokkinn á tímanum 27:06.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Arnar Pétursson og Íris Dóra Snorradóttir, sigurvegarar í Fjölnishlaupinu 2023. Myndir Baldvin Örn Berndsen
Hlaupararnir skemmtu sér vel í skemmtilegu hlaupi.
Fjölbreytt námskeið hjá Fjölni
Fjölbreytt námskeið fyrir börn á öllum aldri hjá Fjölni í sumar!
Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar, okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Sumarnámskeið, Fjölgreinanámskeið, Söngleikjanámskeið, Sundnámskeið og Karateþrek er meðal þess sem í boði verður í sumar. Meðfylgjandi eru myndir frá sumarnámskeiðunum í fyrra. Skráningu og allar nánari upplýsingar eru að finna inni á www.fjolnir.is
Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll fer fram í júní og ágúst. Þar fá börn fædd á árunum 2013-2016 tækifæri til að velja dagskrá fyrir heilan eða hálfan dag, með eða án heitrar máltíðar. Hægt er að velja um
fjölmargar íþróttagreinar, það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst er fyrir öll börn fædd 20142017, krakkarnir fá tækifæri til að kynnast 8 íþróttagreinum; fimleikum, fótbolta, frjálsum, handbolta, íshokkí, körfubolta, skák og listskautum með heitri máltíð í hádeginu.
Söngleikjanámskeið Fjölnis fer fram í júní og ágúst. Þar fá börn fædd á árunum 2008-2016 tækifæri á að kynnast heimi söngleikja undir handleiðslu Chantelle Carey ásamt hópi frábærra kennara. Námskeiðið er hálfan daginn, frá kl. 9-12. Hægt er að kaupa heita máltíð í hádeginu sem borin er fram í Egilshöll. Námskeiðin eru haldin í Egilshöll og í Dalhúsum,
yngri mæta í Egilshöll og eldri í íþróttahúsið í Dalhúsum. Sundnámskeið. Sunddeild Fjölnis býður upp á sundnámskeið í útilaug Grafarvogslaugar í sumar fyrir börn fædd 2013-2019. Aðstoðarfólk tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni. Karateþrek + styrktarþjálfun Fjölnis fyrir árganga 2006-2010. Á námskeiðinu verður æfð tækni sem nýtist við sjálfsvörn og sjálfsstyrkingu. Farið verður í almenna sjálfsvarnartækni sem á rætur að rekja til karate og annarra bardagalista, þrek æfingar til að bæta þol og verður farið í ítarlega styrktar þjálfun fyrir allan líkamann. Unnið er með ketilbjöllur, teygjur, lóð og eigin líkamsþyngd.
Daniel Pozo og Saule Zukauskaite urðu Íslandsmeistarar í tvenndarflokki.
Húsabyggð Kastala
Í vetur hafa börnin á frístundaheimilinu Kastala við Húsaskóla unnið að skemmtilegu verkefni. Þau hafa undir leiðsögn Signýjar Bjarkar, frístundaleiðbeinanda í Kastala, búið til sitt eigið hús úr allskyns afgöngum og öðru dóti sem til var á frístundaheimilinu.
Hjúkrunarheimilið Eir hefur einnig gefið frístundaheimilinu allskonar efnivið til að föndra úr. Í upphafi verkefnisins fengu þau börn sem höfðu áhuga á að búa til hús, pappakassa sem grunn og síðan fengu þau frjálsar hendur til að innrétta húsið og búa til húsgögn.
Börnin hófust handa við að búa til húsin í janúar á þessu ári og hafa unnið að þeim þegar þau langar til. Húsin eru hvert öðru flottara og eru nú til sýnis út júní á bókasafninu í Spöng. Það er skemmtilegt að skoða öll smáatriðin sem börnin hafa hugsað út í sem gerir hvert hús sérstakt.
Á facebook-síðu Borgarbókasafnsins í Spöng er einnig viðburður tengdur húsabyggðinni. Við hvetjum ykkur til að gera ykkur ferð á bókasafnið og skoða húsin.
GULLNESTI
Börnin hófust handa við að búa til húsin í janúar á þessu ári og hafa unnið að þeim þegar þau langar til.
Húsin eru hvert öðru flottara og eru nú til sýnis út júní á bókasafninu í Spöng.
Björt og vel skipulögð íbúð í Björtuhlíð
Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir bjarta og vel skipulagða fimm herbergja endaíbúð á þriðju og efstu hæð að Björtuhlíð 9 í Mosfellsbæ. Gott útsýni. Eignin er samkvæmt þjóðskrá 159 fermetrar, íbúðin er 131 fermetri og bílskúr 28 fermetrar.
Eignin skiptist í forstofu, skála, stofu/borðstofu og sólstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, sjónvarps- og gestaherbergi, baðherbergi og þvottahús/búr.
Nánari lýsing:
Forstofa er rúmgóð með miklu skápaplássi og flísum á gólfi.
Fyrir innan forstofu er skáli með parket á gólfi.
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar, arinn er í stofu og parket á gólfi.
Sólstofa er við hlið stofu, þar eru flísar á gólfi og útgengt á skjólgóðar suðursvalir með gúmmíhellum. Eldhús er rúmgott með góðum innréttingum og borðkrók,
harðparket er á gólfi.
Innaf eldhúsi er þvottahús/búr með flísum á gólfi.
Svefnherbergin eru rúmgóð með góðum skápum og parket á gólfum.
Gestaherbergi/svefnherbergi er rúmgott með parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, góð innrétting, baðkar og sturtuklefi.
Eigninni fylgir 28 fermetra bílskúr, lögn er fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Möguleiki er á að leggja tveimur bílum fyrir framan bílskúr.
Stutt er í skóla og leikskóla, matvöruverslun og sundlaug. Golfvöllur er steinsnar frá.
Hafið samband við Árna Þorsteinsson löggiltan fasteignasala á arni@fmg.is og í síma 898-3459 eða Sigrúnu
Stellu Einarsdóttur löggiltan fasteignasala á stella@fmg.is og í síma 824-0610 til að bóka skoðun.
Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610
Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteignaog skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459
Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414
Jón Einar Sverrisson löggiltur fasteignaog skipasali s: 862-6951 - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11
EYRARTRÖÐ - IÐNAÐARBIL
Mjög gott 31,5 fm iðnaðarbil með millilofti. Stórar innkeyrsludyr, mikil lofthæð, skrifstofu og kaffiaðstaða og salerni.
HEIMSENDI - HESTHÚS
Sérlega vandað 277 FM 20 hesta hús. 10 stýjur fyrir 20 hesta, hlaða, forstofa, kaffistofa, setustofa og snyrting með wc og sturtuklefa. Nánari upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson löggiltur fasteignasali sími. 898-3459, 5758585 og arni@fmg.is
Mjög falleg 89 fm 3. herbergja vel skipulögð íbúð á 2. hæð í 3ja hæða húsi. Nýlegt ljóst parket. Fallegar ljósar innréttingar. Suðaustur svalir. Einstaklega vel staðsett eign.
5 HERBERGJA OG BÍLSKÚR 5 herb. endaíbúð á þriðju og efstu hæð að Björtuhlíð í Mosfells bæ. Íbúðin er 131 fm og bílskúr 28 fm. Þrjú svefnherbergi auk sjónvarps/gestaherbergi. Sólstofa, suður svalir, arinn í stofu. Afar björt og vel skipulögð eign.
EYRARHOLT HAFNARFJ.4ra HERB. - ÚTSÝNI
Vönduð og falleg 116,5 fm íbúð á 3. og efstu hæð.
Mikið útsýni, parket og flísar á gólfum, vandaðar innréttingar, suðursvalir.
Eldhús er rúmgott með góðum innréttingum og borðkrók.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, góð innrétting, baðkar og sturtuklefi.
Sólstofa er við hlið stofu, þar eru flísar á gólfi og útgengt á skjólgóðar suðursvalir.
Bílskúrinn er 28 fermetrar.
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar, arinn er í stofu og parket á gólfi.
Kirkjufréttir
Kaffihúsamessur eru sumarmessur Í sumar verða kaffihúsamessur í Grafarvogskirkju alla sunnudaga kl. 11:00 nema 18. júní en þá verður ferming. Messuformið er einfalt og fallegt, kaffi og meðlæti i boði.
Ferming verður í Grafarvogskirkju 18. júní kl. 11:00.
Helgistundir á þriðjudögum í Kirkjuselinu
Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum. Helgistundirnar verða í boði í allt sumar.
Helgistundir á Hjúkrunarheimilinu Eir
Helgistundirnar eru haldnar fyrsta fimmtudag í mánuði allt árið um kring.
Kyrrðarstundir hefjast á ný í byrjun september
Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru ekki í boði yfir sumarmánuðina en hefjast á ný í haust. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði. Tekið er við fyrirbænaefnum í kirkjunni.
Ævintýranámskeið í sumar Ævintýranámskeið fyrir börn verða í sumar eins og fyrri sumur.
1. Námskeið 12. – 16. júní
2. Námskeið 19. - 23. júní
3. Námskeið 26. – 30. júní
4. Námskeið 14. – 18. ágúst
Nánari tilhögun námskeiðanna má finna á heimasíðu kirkjunnar en velkomið er að hafa samband við æskulýðsfulltrúa kirkjunnar í netfangið asta@grafarvogskirkja.is
Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju
Við Grafarvogskirkju er starfandi Barna- og unglingakór. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda á póstfangið barnakorgrafarvogskirkju@gmail.com
1. – 4. bekkur æfir kl. 16:15 – 17:15
5. – 7. bekkur æfir kl. 16:45 – 17:45
8. – 10. bekkur æfir kl. 17:15 – 18:15
Stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir
Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi
Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is Vox Populi æfir á miðvikudögum kl. 19:30. Upplýsingar veitir Lára Bryndís Eggertsdóttir lara@grafarvogskirkja.is Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir!
Prjónaklúbbur Grafarvogskirkju
Prjónaklúbbur er í Grafarvogskirkju annan hvern þriðjudag kl. 20:00. Hann er fyrir þau sem langar að hittast og spjalla um og yfir handavinnu. Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin!
Nánari upplýsingar í Facebookhópnum, Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirkju. Dagsetningar næstu vikna eru: 6. júní, 20. júní og 4. júlí.
Prestar og djákni safnaðarins:
Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is
Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Kristín Kristjánsdóttir djákni kristin@grafarvogskirkja.is
Sími: 587 9070
Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is
Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!