Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði
5. tbl.
Nóvember 2015
22. árg.
Ragnar Ingi hagyrðingur á gildisfundi á miðvikudag Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20 í Tónlistarskólanum
Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson aðjukt við menntavísindasvið Háskóla Íslands og einn af betri hagyrðinum þjóðarinnar verður gestur okkar á opnum gildisfundi miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20 í stofu 3 í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Ragnar Ingi hefur meðfram kennslu fengist við ritstörf, einkum ljóða- og námsefnisgerð. Í seinni tíð hefur hann einnig ritað fræðigreinar, einkum um bragfræði. Hann mun í léttu máli segju okkur frá bragfræðilistinni og gefa okkur dæmi um hin ýmsu form. Fundargestum gefst tækifæri á að spreyta sig á seinnipörtum og aldrei að vita nema fyrripartar verði sendir gildisfélögum með tölvupósti. Að venju verðu boðið upp á kaffi og með því og skátaandinn mun ríkja sem fyrri daginn. Takið gjarnan með ykkur gesti.
Lofkvæði um konuna mína Konan mín er knálegt fljóð á klæðum fínum. Mjög er hún stolt af manni sínum. Úti á götum allra hvíla augu á henni. Þá leiðir hún göfugt glæsimenni. Yndisleg svo að það tekur engu tali. Smekklegt mjög í makavali. Athyglina að sér dregur eðla svanninn. Hún ein á besta eiginmanninn. Þó að allar aðrar konur ýmsa dreymi, mín á besta mann í heimi. Ragnar Ingi Aðalsteinsson