Gildispósturinn maí 2016, 1. tbl. 23. árg.

Page 1

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði

2. tbl.

Maí 2016

23. árg.

Fjölskyldu- og tiltektardagur

Tiltekt, ratleikur fyrir börnin, grill, poppað yfir eldi í Skátalundi á sunnudaginn kl. 10-15.

Í ratleiknum í skóginum verður leitað af hornstaurnum sem er að endurnýja sig.

Allir gildisskátar í Hafnarfirði eru hvattir til að mæta, bæði úr St. Georgsgildinu og úr Skátagildinu Skýjaborgum. Hægt er að koma hvenær sem er á tímabilinum 10-15. Látið gjarnan vita um mætingu (þó ekki skilyrði) með því að skrá ykkur á viðburðinn á Facebook.

Ljósm.: Guðni Gíslason

Hinn árlegi tiltektardagur verður í Skátalundi sunnudaginn 22. maí kl. 10-15. Eins og venja gerum við okkur glaðan dag enda fagnar gildið 53 ára afmæli sínu þennan dag! Grillaðar verða pylsur í hádeginu, kaffi verður á könnunni og jafnvel afmælis­kaka. Poppað verður yfir eldi, sykurpúðar hitaðir og boðið verður upp á ratleik fyrir börnin í skóginum sem fullorðnir mega taka þátt í. Hægt verður að prófa að tálga í tré og að sjálfsögðu verður skálinn þveginn hátt og lágt og tekið til. En umfram allt er markmiðið að njóta dagsins í skóginum og hittast. Norska veðurstofan lofar sól og þurru veðri!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.