Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði
3. tbl.
September 2016
23. árg.
Súrdeig og söngvari Gildisfundur í Skátalundi fimmtudag 8. september kl. 20
Fyrsti gildisfundur haustsins verður í Skátalundi á fimmtudaginn kl. 20. Þá kemur til okkar barnabarn Hreins og Guðrúnar Ástu í Keflavíkurgildinu, Sigurður Guðmundsson, áhugamaður um súrdeigsbrauð og söngvari og tónlistarmaður í Hjálmum.
Sigurður Guðmundsson
Sigurður hefur nýverið hafið störf hjá Brauð&Co á Frakkastíg sem er bakarí sem sérhæfir sig í súrdeigsgerð fyrir brauð og vínarbrauð alls konar. Súrdeig er talið mun hollara en venjulegt brauð og mun Sigurður örugglega upplýsa okkur um það hversvegna það er. Að sjálfsögðu fáum við súrdeigsbrauð með kaffinu á eftir. Kaffisjóðsskálin verður á borði þar sem fólk setur gjarnan einn rauðan seðil í. Stefnt er að inntöku nýrra félaga á fundinum!
Sameinumst endilega í bíla og takið gjarnan með ykkur gesti!