Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 3. tbl.
Maí 2015
22. árg.
Tiltekt, gróðursetning og grill Skátalundi sunnudaginn 17. maí kl. 10-17
Nú er vorið komið og einn af vorboðunum er tiltektardagur í Skátalundi. Þá er tekið til hendinni, þeir sem það geta, aðrir hita kaffi, njóta útiverunnar og reyna að tefja hina með skemmtilegu spjalli. Fyrir framtíðina munum við setja niður eitthvað af trjáplöntum á meðan aðrir saga jafnvel niður tré sem eru að lotum komin eða hreinlega fyrir. Þegar maginn fer að kalla á mat, hitum við grillið, eitthvað af pylsum verður með en fólk má gjarnan taka með sér fínar steikur eða annað á grillið. Látið endilega sjá ykkur og verið allan tímann eða þann tíma sem þið getið. Við hlökkum til að sjá þig!