Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2. tbl.
Apríl 2015
22. árg.
Landsþing Skátagildanna Laugardaginn 9. maí í Keflavík
Landsþing Skátagildanna á Íslandi verður haldið í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju laugardaginn 9. maí nk. Nú er stutt að fara og félagar í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði hvattir til að mæta. Fólk getur valið hvort það mæti á þingið sjálft sem stendur frá 10-14 eða á hátíðarkvöldvöku og kvöldverð sem hefst kl. 19.30. Mjög gaman var á þinginu á Akureyri fyrir tveimur árum og frískir Keflvíkingarnir ætla að tryggja að þarna verði bæði upplifun og gaman. Tilkynnið þátttöku til Kristjönu í síma 699 8191 sem allra fyrst. Vel er fjallað um þingið í Bálinu sem finna má á www.stgildi.is.
Kátt á síðasta landsgildisþingi.