Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði
1. tbl.
Febrúar 2015
22. árg.
Aðalfundur
Fimmtudaginn 5. mars kl. 20 í Hraunbyrgi Boðað er til aðalfundar í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði í Hraunbyrgi fimmtudaginn 5. mars nk. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Sólmyrkvi Gunnlaugur Björnsson stjörnufræðingur verður gestur fundarins og segir okkur frá sólmyrkvanum sem verður 20. mars. Þetta er mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Ekki missa af honum því næsti almyrkvi sem sést í Evrópu verður ekki fyrr en árið 2026. Gunnlaugur er skáti og á margar góðar minningar frá Vormótum í Krýsuvík!
Ferill sólmyrkvans 20. mars 2015
Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Hermann Hafsteinsson
Látið gjarnan vita um mætingu því auðvitað verður eitthvað góðgæti með kaffinu í boði. Guðni í s. 896 4613 eða Kristjana í s. 699 8191.