Gildisposturinn nóvember 2014 4. tbl. 21. árg.

Page 1

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 4. tbl.

nóvember 2014

21. árg.

Gluggað inn í augu á gildisfundi í Skátalundi Í Skátalundi fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20

Kristinn Ólafsson verður fyrirlesari okkar á gildisfundinum 13. nóvember. Hann er skáti og framkvæmdastjóri Sjónlags, lækningastöðvar sem gerir fjölbreyttar aðgerðir á augum. Kristinn er í stjórn BÍS og spilaði á munnhörpu á fyrri geisladiski Skátakórsins. Það er aldrei að vita hvort hann komi með eina með sér.

Augnskurðaðgerðir hafa hjálpað fjölda fólks á öllum aldri. Sumir láta laga í sér sjónina til að losna við gleraugun en aðrir fá nýja augnsteina vegna sjúkdóma og öldrunar. Gríðarlega spennandi efni. Ef þið viljið forvitnast aðeins fyrir fundinn þá kíkið á www.sjonlag.is Söngur og kaffið á sínum stað.

Framkvæmdir í Skátalundi

Þessa dagana er verið að setja nýja siturlögn við rotþróna sem hefur verið endurbætt. Gróf möl hefur verið sett neðan við rotþróna og þar eru lagðir 20 metrar af drenrörum en allt sem í gegnum rotþróna fer á að fara þar um og síast út í mölina og rotna og verða skaðlaust. Vörubílar hafa komið með efni og gröfur að verki en nóg vinna verður fyrir vinnandi hendur við

frágang. Nýtt eldstæði verður sett í lautina við skálann og stórt hlaðið eldstæði á stóra túninu. Þá verður grafið upp við pallinn ofan við skálann svo hægt verði að ganga frá þannig að enginn geti meitt sig eins og nú er hætta á. Þá hefur hann Árni sett dimmer á veggljósin en áður hafði hann bætt við tenglum. Af nógu er að taka.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Gildisposturinn nóvember 2014 4. tbl. 21. árg. by Skátagildi - Issuu