Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 3. tbl.
október 2014
21. árg.
Fjölmennum á Vináttudaginn í Hveragerði Förum í langferðabíl sunnudaginn 19. október kl. 14
Hvergerðingar bjóða heim sunnudaginn 19. október. Vináttudagurinn hefst kl. 14 í Skátaheimilinu að Breiðumörk 22. Þar munum við hlýða á boðskap dagsins og eiga notalega stund saman. Norbert Muller hjúkrunarfræðingur kemur og kennir okkur að hlæja. Skátagildin eru hvött til að koma með skemmtiatriði svo nú er um að gera að rifja upp gamla
takta. Veitingar kosta kr. 1.200 á mann. (Það er hraðbanki í næsta húsi). Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi fyrir hádegi á miðvikudag til gildis meistara í síma 8964613 eða með tölvu pósti á netfangið gudni@hhus.is Við munum fara með langferðabíl. Brottför frá Hraunbyrgi kl. 13.