Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 21. tbl.
maí 2014
21. árg.
Rútuferð og grill í Haukadalsskógi Laugardaginn 17. maí kl. 9.15 - 17
Nú er komið að spennandi ferð. Þú ættir að taka daginn frá og tilkynna þátttöku strax, því það er ekki á hverjum degi sem við förum saman í rútu, grillum saman í skógarhúsi og sjáum hveri gjósa svo eitthvað sé nefnt. Lagt verður af stað með rútu frá Hraunbyrgi kl. 9.15 og áætluð heim koma er kl. 17.
Við ætlum að heimsækja Friðheima í Reykholti þar sem framleitt er eitt tonn af tómötum daglega og 600 býflugur eru að störfum. Þar fáum við að smakka tómata og skoða herlegheitin. Svo skoðum við hverina í Haukadal. Í Haukadalsskógi eru trén gríðarstór og skógarbotninn er eins og í útlenskum skógi. Þar hefur verið byggður mikill
Framhald á næstu síðu