Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 5. tbl.
desember 2013
20. árg.
Jólafundurinn á sunnudag Jólagleði með börnunum í Skátalundi kl. 14
Ljósm.: Guðni Gíslason
Skátalundur mun skarta sínu fínasta jólaskrauti og lofið mun ilma af heitu súkkulaði og kökum þegar gildisfélaga og gestir troðfylla skálann á jólafundi gildisins. Þetta er ein af okkar bestu hefðum enda fáum við að sjá gleði í andliti barnanna í jólagleðinni. Jólasaga - jólasöngvar - jólaguðspjall og að sjálfsögðu jólagóðgæti sem við komum sjálf með á hlaðborðið. Heitt súkkulaði verður á könnunni og rjómi með og djús og kaffi. Tilvalið að mæta fyrr og fá sér salibunu á sleða. Þetta er fundur allra kynslóða og að kaffisjóðurinn verður kominn í jólafrí. Síðan verður safnast saman við bálið og jólasveinninn kætir okkur og dansað verður í kringum bálið. Gestir velkomnir. Við hlökkum til að sjá þig!