Gildisposturinn september 2013, 4. tbl.

Page 1

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 4. tbl.

september 2013

20. árg.

Sveppatínsla – fróðleikur Gildisfundur á fimmtudaginn kl. 20

Claus Hermann Magnússon ætlar að fræða okkur um sveppi og sveppatínslu. Claus hefur verið iðinn við sveppatínslu undanfarin ár og e.t.v. hafið þið keypt í Fjarðarkaupum sveppi sem Claus hefur tínt. Fundurinn verður í Skátalundi. Claus segir okkur frá sveppum og sýnir okkur myndir en að því búnu verður farið í gönguferð í nágrenni skálans í leit af sveppum sem ættu nú að finnast víða. Komið vel klædd og ef dimmviðri verður er óvitlaust að taka með sér vasaljós. Skátahnífinn er líka gott að hafa við höndina og körfu. Heitt verður á könnunni og meðlæti á borðum og kaffisjóðurinn þiggur gjarnan 500 kr.

Taktu frá 22. september!! 50 ára afmælisfagnaður St. Georgsgildisins í Hafnarfirði Í Hraunbyrgi sunnudaginn 22. sept. kl. 15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.