Gildispósturinn maí 2013 - 3. tbl. 20. árg.

Page 1

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 3. tbl.

maí 2013

20. árg.

Vorverkin í Skátalundi Fimmtudaginn 23. maí kl. 17.30

Á fimmtudaginn, 23. maí kl. 17.30 ætlum við að hittast í Skátalundi, taka til og þrífa. Auðvitað verður tækifæri til að spjalla og njóta samverunnar og því eru allir velkomnir hvort sem þeir treysta sér í hreingerningar eða ekki. Við verðum með pylsur til að setja á grillið og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni og engum verður bannað að koma með eitthvað á kaffiborðið. Þetta er árlegur viðburður og fólki gefst tækifæri til að kíkja í skóginn sem var grisjaður fyrir skömmu.

Gildisfundur 30. maí kl. 20 í Skátalundi - þema: Umhverfismál

Reglulegur fundur verður í Skátalundi fimmtudaginn 30. maí kl. 20. Þema fundarins er umhverfismál en fyrirlesarinn fær frjálsar hendur um innihald fyrirlesturs en hann mun tengjast nærumhverfi okkar. Kaffi og meðlæti í boði og að sjálfsögðu verður sungið og spjallað. Takið gjarnan með ykkur gesti.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Gildispósturinn maí 2013 - 3. tbl. 20. árg. by Skátagildi - Issuu