Gildispósturinn 2013-1_janúar

Page 1

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 1. tbl.

janúar 2013

20. árg.

Leikhúsferð – Hjartaspaðar Gaflaraleikhúsið sunnudaginn 10. febrúar kl. 20

Nú er komið að menningarferð, kaffi og góðu spjalli. Gaflaraleikhúsið sýnir nú Hjartaspaða, leikrit sem hefur fengið frábæra dóma. St. Georgsgildið í Hafnarfirði býður upp á ferð í leikhúsið við Víkingastræti, kaffi á eftir og spjall við leikara/ leikstjóra – allt fyrir aðeins 2.800 kr. á mann. Bregðast þarf skjótt við að panta miða hjá Guðna, s. 896 4613 eða Kristjönu s. 699 8191 ekki síðar en föstudaginn 1. febrúar nk. Grímur og Hannes hafa verið félagar á dvalar­ heimilinu um nokkra hríð og dagleg rútína þeirra er fyrir löngu komin í fastar skorður. Þegar Gréta flytur inn umturnast líf þeirra og fyrr en varir hefjast óborganleg uppátæki til að lífga upp á tilveruna og drepa leiðindin. Öllum brögðum er beitt, löglegum sem ólöglegum. Drephlægileg uppá­­tæki gamalmennanna á dvalarheimilinu Graf­ ar­bakka sanna að lífið er ekki búið eftir áttrætt. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir sem hefur sett mark sitt á íslenskt leikhúslíf með uppsetningum sínum á barnasýningunum Klauf­ um og kóngsdætrum og Bólu Hjálmari og Dýr­ unum í Hálsaskógi, óperunni Töfraflautunni eftir Mozart sem var opnunarsýning Íslensku Óper­ unnar í Hörpu og hinnar óviðjafnalegu fjöl­skyldu­ sýningu Ævintýri Múnkhásens sem er fyrsta verkið sem Gaflaraleikhúsið frumsýndi. Hún hef­ur í liði með sér ungu leikarana Aldísi Davíðs­ dóttur, Orra Huginn Ágústsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson.

Saman hafa þau skapað ákaflega sjónræna sýningu þar sem grímuleikur og hreyfingar miðla sögunni en ekki töluð orð. Þetta er draumkenndur óður til elliáranna, fullur af töfrum og ólíkindahætti sem allir geta notið, óháð tungumáli, heyrna­rtækj­ um og göngugrindum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.