Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 4. tbl.
nóvember 2012
19. árg.
Eldgos í Skátalundi
Sameiginlegur fundur með Kópavogsgildinu fimmtudaginn 8. nóv. kl. 20 Á fimmtudaginn kl. 20 koma félagar úr St. Georgsgildinu í Kópavogi í heimsókn til okkar í Skátalund. Það er gleðiefni að fá þá í heimsókn og búst má við fjölmennum fundi. Ármann Höskuldsson eldfjalla fræðingur og félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ kemur líka í heimsókn ef allt gengur eftir og ætlar hann að fræða okkur um eldfjöll í nágrenni okkar. Verður þetta vonandi eldheitur fundur og vel verður kynt í ofninum. Eftir kaffi og meðlæti og mikið spjall verða eldar slökktir og haldið út í náttmyrkrið. Kaffisjóðurinn er þakklátur ef 500 kr. verða skildar eftir fyrir hvern kaffiþyrstan en að sjálfsögðu eru gestir í okkar boði.
Tæknifundur 22. nóvember í Hraunbyrgi kl. 20
Kynning á snjallsímum, Skype og Facebook. Er það eitthvað sem við getum notað? Kaffið og spjallið að sjálfsögðu á sínum stað.
Munið: http://stgildi.hraunbuar.is