Page 1

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 4. tbl.

nóvember 2012

19. árg.

Eldgos í Skátalundi

Sameiginlegur fundur með Kópavogsgildinu fimmtudaginn 8. nóv. kl. 20 Á fimmtudaginn kl. 20 koma félagar úr St. Georgsgildinu í Kópavogi í heimsókn til okkar í Skátalund. Það er gleðiefni að fá þá í heimsókn og búst má við fjölmennum fundi. Ármann Höskuldsson eldfjalla­ fræðingur og félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ kemur líka í heimsókn ef allt gengur eftir og ætlar hann að fræða okkur um eldfjöll í nágrenni okkar. Verður þetta vonandi eldheitur fundur og vel verður kynt í ofninum. Eftir kaffi og meðlæti og mikið spjall verða eldar slökktir og haldið út í náttmyrkrið. Kaffisjóðurinn er þakklátur ef 500 kr. verða skildar eftir fyrir hvern kaffiþyrstan en að sjálfsögðu eru gestir í okkar boði.

Tæknifundur 22. nóvember í Hraunbyrgi kl. 20

Kynning á snjallsímum, Skype og Facebook. Er það eitthvað sem við getum notað? Kaffið og spjallið að sjálfsögðu á sínum stað.

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is


Skátagildin á Íslandi Horft fram á veginn á fundi gildismeistara

Árlegur fundur stjórnar St. Georgs­ gildanna á Íslandi með gildismeisturum og aðstoðargildismeisturum var haldinn á laugardaginn og þrátt fyrir vont veður var mæting ágæt. Starfið í gildunum Kynnt var starfið í gildunum sl. ár og kom fram að starfið er fjölbreytt. Enginn fulltrúi var frá Straumi og fulltrúar Akur­­ eyrar­gildisins voru veðurtepptir og sagði Hrefna frá starfi þeirra. Bálið og heimasíðan Meðal þess sem var til umræðu var Bálið og heimasíðan sem þróaðist út í ágætar umræður um sýnileika gildanna og spurningar voru settar fram um það hvað við vildum fá með þessari útgáfu. Hrafna landsgildismeistari hefur haft umsjón með Bálinu og sagði hún ekki erfitt að fá efni frá fólki, ekki ef það væri beðið beint. Áhersla yrði lögð á áhugavert efni og góðar myndir. Hvatt var til þess að skoða vel heimasíðuna og þróa hana til að geta orðið góður upplýsingarbrunnur um störf gildisskáta á Íslandi. Hvað eigum við að heita? Undirritaður spurði hvort við vildum láta vita hver við værum. Enginn væri neinu nær ef talað værði um Landsgildið og jafnvel litlu nær ef talað væri um St. Georgsgildin á Íslandi. Væri þá ekki nær ef samtökin væri nefnd „Skátagildin“ og formlega „Skátagildin á Íslandi“. Var vel tekið í þetta og áhugi að nota þetta strax samhliða formlega nafninu. Rætt var um

Facebook síðuna „Skátagildi“ sem undirritaður setti upp en þar hafa fjölmargir tengst síðunni, yngri skátar sem eldri og erlendir gildisfélagar, ekki síst eftir að tengill á hana var sett á Facebook síðu alþjóðasamtakanna ISGF. Fækkun í landsgildisstjórn Tillögur voru settar fram um að fækka í landsgildisstjórn úr 7 í 5 og í framhaldi af því benti undirritarður á að tímabært væri að yfirfara samþykktir samtakanna sem bæru greinileg merki þess að fjölmargar breytingar hafi verið gerðar í tímanna ráðs og ýmsir gallar væru sem þyrfti að laga. Merkið Engar reglur eða leiðbeiningar eru til um merki samtakanna annað en að merkið sá rauð likja á grunni hvíts smára. Undirritaður benti á að ýmsar útgáfur séu notaðar og tímabært væri að samþykkja útgáfu sem menn væru sammála um og kynnti eina tilögu. Evrópuþing á skipi Kjartan Jarlsson, erlendur bréfritari, kynnti Evrópuþing ISGF „Crossing Borders“ sem haldið verður 4.-8. september 2013 um borð í M/S Mariella sem siglir frá Stokkhólmi til Helsinki og til baka aftur. Þingið verður kynnt sérstaklega en þetta er einstakt tækifæri til þess að taka þátt í Evrópuþinginu hér í næsta nágrenni ef svo má að orði koma. Guðni Gíslason gildismeistari


Ljósm.: Guðni Gíslason

Tæplega 60 skátar frá flestum St. Georgsgildum á landinu tóku þátt í Vináttu­ degi St. Georgsskáta sem St. Georgs­ gildið í Hafnarfirði hélt sl. sunnudag. Vandað var til dagsins sem hófst með athöfn í Hraunbyrgi. Anna Íris Pétursdóttir, ungur Hraunbúi heillaði fólk upp úr skónum með fallegri hugleiðingu um vináttu í skátastarfi og Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari flutti ávarp og flutti kveðjur að utan.

Ánægja með sameiginlega kvöldvöku

Fullt var út að dyrum í Hraunbyrgi á sameiginlegri kvöldvöku Hraunbúa og St. Georgsgildisins í Hafnarfirði. Undirbúningurinn lá að miklu leyti á hinum ungu skátum en með þeim voru þær Dagbjört Lára Ragnarsdóttir og Sigrún Edvardsdóttir úr gildinu í undirbúningsnefndinni. Stemmning var góð og skemmtu gildisskátar sér vel og nutu þess að sjá gleðina í augum ungu skátanna, ekki síst þeirra sem voru vígðir þetta kvöld. Almann ánægja var með kvöldvökuna og kom strax fram ósk hjá skátafélaginu að endurtaka leikinn í vor og varð það að samkomulagi að þá sæi gildið meira um undirbúning og hefði kvöldvökuna meira í „gamla stílnum“. Fjölmargar myndir eru á www. Gallerí Múkki var heimsótt þar sem facebook.com/skatagildi skátinn Lárus Jón Guðmundsson tók höfð­ inglega á móti okkar í glæsilegu galleríinu þar sem kona hans Aðalheiður Skarphéðinsdóttir hefur vinnustofu. Þaðan var svo farið í Annríki en þar tók Guðrún Hildur Rosenkjær á móti gestum og fræddi um gerð þjóðbúninga og varðveislu þeirra. Færri komust að en vildu í einu og þurfti Hildur að flytja kynningur sína tvisvar. Dagskránni var svo framhaldið í Hraun­ byrgi þar sem beið gesta dekkuð borð, kaffi og glæsileg kaka.

Ljósm.: Guðni Gíslason

Vel heppnaður Vináttudagur


<<Nafn>> <<Nafn2>> <<Heimili>> <<Postfang>> Tilbakasendist á: Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

Tæknifundur 22. nóvember

Framundan

Snjallsímar, Skype og Facebook verða umræðuefnið á síðari fundi nóvember­ mánaðar en hann verður haldinn 22. nóv­em­ ber kl. 20 í Hraunbyrgi. Leyndarhjúp verður svipt af þessum hugtökum og uppljóstrað verður um gagnsemi og gangsleysi þessara fyrirbrigða. Reynt verður að gefa kost á að prófa notkun t.d. með því að hringja á milli tölva með Skype og skoða hvaða möguleika Facebook gefur til að fylgjast með fjöl­ skyldumeðlimum. Með okkur verða yngri skátar sem aðstoða við kynninguna. Munið að taka tímann frá.

Merki og fáni Hugmyndir hafa verið lagðar fram um fána fyrir gildið okkar og hefur stjórn ákveðið að láta gera fána sem flagga á fánastöng. Jafn­ framt hefur verið lögð fram tillaga að merki fyrir gildið þar sem í raun hefur ekkert merki verið til fyrir gildið. Tillögurnar munu hanga uppi á fundinum á fimmtudag og eru félagar hvattir til að skoða þær og gefa álit sitt.

• Fimmtudaginn 8. nóv. kl. 20 Sameiginlegur fundur með Kópavogsgildinu. • Miðvikudaginn 14. nóv. kl. 17 Stjórnarfundur • Fimmtudaginn 22. nóv. kl. 20 Tæknifundur í Hraunbyrgi - Facebook, Skype og snjallsímar. • Fimmtudaginn 29. nóv. kl. 20 Afhending friðarljóssins í Klaustrinu • Sunnudaginn 9. des. kl. 14 Jólafjölskylduskemmtun í Skátalundi

Fylgist með á http://stgildi.hraunbuar.is

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Stofnað 22. maí 1963

Gildispósturinn nóvember 2012 - 4. tbl. 19. árg.  
Gildispósturinn nóvember 2012 - 4. tbl. 19. árg.  

Gildispósturinn nóvember 2012 - 4. tbl. 19. árg.

Advertisement