Gildispósturinn október 212 - 3. tbl. 19. árg.

Page 1

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 3. tbl.

október 2012

19. árg.

Kvöldvaka í Hraunbyrgi

fimmtudaginn 11. október kl. 20 St. Georgsgildið í Hafnarfirði og Skátafélagið Hraunbúar hafa tekið höndum saman og boða til sameiginlegrar kvöldvöku í Hraunbyrgi á fimmtudaginn kl. 20. Þær Dagbjört Lára og Sigrún Ed­ vards­ dóttir eru fulltrúar okkar í und­ir­búningi kvöldvökunnar og stefnt er að því að kitla skáta- og hláturs­ taugarnar. Við fáum að upplifa skátavígslu, sjá myndbandsbrot frá félags­ útilegu Hraun­búa, sjá gjörning í tengslum við Friðarþing BÍS, upplifa skemmti­atriði og síðast en ekki síst verða skáta­ söngvar sungnir af fullum krafti. Ekki missa af þessum einstaka atburði!

Vináttudagurinn 28. október Í Hafnarfirði

Takið frá 28. október kl. 14-17 því þá stendur St. Georgsgildið fyrir Vináttudegi St. Georgsgilda. Undirbúningur er í fullum gangi og fylgist með á heimasíðunni.

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.