Gildispósturinn 2012 mars - 1. tbl. 19. árg.

Page 1

Albert Kristinsson Elsa Kristinsdóttir Reykjavíkurvegi 52b 402 220 Hafnarfirði

Félagsgjöld

Vel tókst að innheimta gjöld á síðasta ári Á aðalfundi var ákveðið að hafa sama árgjald kr. 2.500. Það verður innheimt í gegnum banka og sent í heimabanka. Hjón munu fá eina rukkun kr. 5.000. Gjaldið fer í innheimtu í apríl. Örfáir eiga enn eftir að greiða árgjald síðasta árs.

Nefndir

Skemmtun – fræðsla – matur - ferðir

Framundan

Félagar góðir, það vantar fólk í nefndir. Gildið getur ekki starfað ef ekki fæst fólk til að sinna því sem skemmtilegast er, nefnilega því að gera eitthvað skemmtilegt saman. Er ekki einhver sem vill vera í skemmtinefnd eða ferðanefnd. Látið okkur í stjórninni vita. Upplýsingar um stjórn á stgildi. hraunbuar.is • Laugard. 10. mars kl. 11-16.30 Vinnufundur í Skátamiðstöðinni Hraunbæ. • Fimmtudaginn 15. mars kl. 20 í Hraunbyrgi - Frá Japan til Hafnarfjarðar, Yoko Arai Þórðarson og Egill Þórðarson. • Laugardaginn 21. apríl St. Georgsdagurinn í Keflavík. Nánari tímasetning síðar. Hvetjum sem flesta til að mæta. • Laugardaginn 12. maí kl. 10 í Skátalundi – Þrif og heitt í kolunum. • 23. eða 24. maí kl. 18 í Skátalundi - framhaldsaðalfundur og grill. (22. maí er Gildið 49 ára) Fundir verða færðir í Hraunbyrgi ef veður og færð hamla því að fundað verði í Skátalundi.

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Stofnað 22. maí 1963

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 1. tbl.

mars 2012

19. árg.

Frá Japan til Hafnarfjarðar Kirsuberjatré og flóðbylgja

Fimmtudaginn 15. mars koma Yoko Arai Þórðarson og Egill Þórðarson í heimsókn. Yoko er frá Japan og segir frá því hvað dróg hana til Hafnarfjarðar. Rifjar hún upp æsku sína í Japan í máli og myndum. 11. mars er rúmt ár frá því að jarðskjálfti af stærðinni 8,9 skók strendur Japan og gríðarleg flóðbylgja gekk á land. Yoko Arai og Egill fóru til Japan í júní síðastliðnum og tóku fjölmargar myndir í Miyako 15. júní og Kesennuma 27. júní. Á báðum þessum stöðum varð mikið tjón af völdum flóðbylgjunnar. Sýna myndirnar glöggt þá miklu eyðileggingu sem varð og þá gífurlegu vinnu sem þarf til að byggja upp þá bæi og borgir sem urðu fyrir flóðbylgunni. Fundurinn verður í Hraunbyrgi kl. 20. Fjölmennum og tökum með okkur gesti.

Framtíðarsýn gildanna á Íslandi

Vinnufundur 10. mars í Skátamiðstöðinni Hraunbæ Landsgildisstjórn ásamt stjórn BÍS boðar til þessa fundar þar sem ræða á framtíðarsýn gildanna, safna hugmyndum sem að gagni megi koma. Meðal spurn­ inga sem lagt verður út frá er: Hver er núverandi staða gildanna? Hver er þörfin fyrir tilvist þeirra? Fyrir hverja eru gildin og fyrir hverja eiga þau að vera? Hvað þarf að gera til að breyta nútíð í framtíð? Þetta er hugmyndavinna þar sem rýnt verður í gildisstarfið á heiðarlegan og jákvæðan hátt. Ekki færri en 3-4 af báðum kynjum og á ólíkum aldri þurfa að mæta frá hverju gildi ásamt landsgildisstjórn og fulltrúum BÍS. Fundurinn hefst kl. 11 og stendur til 16.30.Það er Hrönn Pétursdóttir sem stýrir verkefnavinnunni áamt hennar aðstoðarfólki. Hún hefur verið í forsvari fyrir vinnuhóp sem fjallað hefur um þátttöku fullorðinna í skátastarfi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.