<<Nafn>> <<Nafn2>> <<Heimili>> <<Postfang>>
Haustferð Óvissuferð austur fyrir fjall – Dansinn í Hruna og gosbrunnar
Framundan
Farið verður austur fyrir fjall laugardaginn 15. október. Lagt af stað kl. 9 og komið til baka milli kl. 16 og 17. Verð er ekki ljóst ennþá en verður þó stillt í hóf og víst er að rúgbrauðið góða verður á boðstólum. Þeir sem áhuga hafa hringi í Guðbjörgu í síma 565 4503 – 897 4503 eða Kristjönu í síma 555 4513 – 699 8191. • Fimmtudaginn 22. sept. kl. 20 í Skátalundi • Fimmtudaginn 13. okt. kl. 20 í Skátalundi – Ólafur Proppé: Ný skátadagskrá • Laugardaginn 15. október Haustferð – Óvissuferð austur fyrir fjall. • Sunnudagur 23. okt. Vináttudagurinn – Straumur sér um hann • Laugardaginn 12. nóv. Safnferð • Sunnudaginn 4. des. kl. 14 í Skátalundi – Jólafundur • Fimmtudaginn 12. jan. kl. 20 í Skátalundi • Fimmtudaginn 9. febr. kl. 20 í Hraunbyrgi – aðalfundur • Fimmtudaginn 10. mars kl. 20 í Skátalundi eða heimsókn til annars gildis • Fimmtudaginn 12. apríl kl. 20 í Skátalundi • Fimmtudaginn 10. maí kl. 20 í Skátalundi. Fundir verða færðir í Hraunbyrgi ef veður og færð hamla því að fundað verði í Skátalundi.
St. Georgsgildið í Hafnarfirði Stofnað 22. maí 1963
Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 3. tbl.
september 2011
18. árg.
Eldvirkni í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli Björn Oddssonkemur á fyrsta fundi vetrarins fimmtudaginn 22. sept.
Björn er jarðfræðingur og stundar doktorsnám við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa að samspili elds og ísa og spanna athuganir hans allt frá tilraunum í rannsóknarstofum til eldgosa í fullri stærð út í náttúrunni. Björn sinnti daglegri eldgosavakt í eldgosunum á Fimmvörðuhálsi og Eyja fjallajökli 2010. Vorið 2011 tók hann þátt í eftirliti með Grímsvatnagosinu ásamt könnunarflugum með jarðhitakötlum sem mynduðust í Vatnajökli. Björn hefur farið reglulega í mælingaferðir sem snúa að athugunum á jöklum og eldvirkni síðastliðin 10 ár auk þess að vera virkur meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Hann mun fjalla almennt um eldgos undir jöklum með áherslum á Grímsvötn og Eyjafjallajökul. Fyrirlesturinn verður myndrænn þar sem mikið af áhugaverðu myndefni, jafnt kvikmyndir sem ljósmyndir, hefur safnast á síðustu misserum. Fundurinn verður í Skátalundi kl. 20. Þeim sem vilja fá far er bent á að hafa samband við Kristjönu 699 8191, Guðbjörgu 897 4503, Sigurð 555 2902/895 0309 eða Eddu M. 565 1308/894 1544. Ekki hika við að hringja.
Munið: http://stgildi.hraunbuar.is